1. 1908082 - Opnunartími skrifstofa sveitarfélagsins frá hausti 2019
Bæjarstjóri leggur til að opnunartími þjónustuvers verði endurskoðaður frá og með 26. ágúst 2019.
Bæjarráð samþykkir að opnunartími ráðhúss verði virka daga frá kl. 9:00 til 16:00.
Samþykkt
2. 1908073 - Ósk um afnot af léninu www.selfoss.is
Forsvarsmenn ímyndar- og kynningarherferðar fyrir byggðarkjarna sveitarfélagsins óska eftir því að fá afnot af léninu selfoss.is, sem Sveitarfélagið Árborg er rétthafi að, fyrir verkefnið í eitt ár.
Bæjarráð samþykkir að veita afnot af léninu selfoss.is sem hluta af kynningarherferð sem sveitarfélagið er aðili að. Heimildin gildir til loka árs 2020.
Samþykkt
Fundargerð
3. 1908002F - Skipulags og byggingarnefnd - 26
3.4. 1907125 - Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir göngustíg sem tengir stíga frá Sóltúni, Fosstúni og Þóristúni. Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg.
Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði samþykkt.
Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir framkvæmdaleyfi fyrir göngustíg sem tengir stíga frá Sóltúni, Fosstúni og Þóristúni.
3.7. 1908084 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir stækkun bílastæða við Grænumörk 5. Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg
Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði samþykkt.
Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfi fyrir stækkun bílastæða við Grænumörk 5.