Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 44

Haldinn í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
22.08.2019 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Kjartan Björnsson varamaður, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1908082 - Opnunartími skrifstofa sveitarfélagsins frá hausti 2019
Bæjarstjóri leggur til að opnunartími þjónustuvers verði endurskoðaður frá og með 26. ágúst 2019.

Bæjarráð samþykkir að opnunartími ráðhúss verði virka daga frá kl. 9:00 til 16:00.
Samþykkt
2. 1908073 - Ósk um afnot af léninu www.selfoss.is
Forsvarsmenn ímyndar- og kynningarherferðar fyrir byggðarkjarna sveitarfélagsins óska eftir því að fá afnot af léninu selfoss.is, sem Sveitarfélagið Árborg er rétthafi að, fyrir verkefnið í eitt ár.
Bæjarráð samþykkir að veita afnot af léninu selfoss.is sem hluta af kynningarherferð sem sveitarfélagið er aðili að. Heimildin gildir til loka árs 2020.
Samþykkt
Fundargerð
3. 1908002F - Skipulags og byggingarnefnd - 26
3.4. 1907125 - Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir göngustíg sem tengir stíga frá Sóltúni, Fosstúni og Þóristúni.
Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg.
Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði samþykkt.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir framkvæmdaleyfi fyrir göngustíg sem tengir stíga frá Sóltúni, Fosstúni og Þóristúni.
3.7. 1908084 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir stækkun bílastæða við Grænumörk 5. Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg
Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði samþykkt.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfi fyrir stækkun bílastæða við Grænumörk 5.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica