Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 81

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
17.11.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu:
Nefndarmenn
Sigurjón Vídalín Guðmundsson formaður, Á-lista,
Ari Már Ólafsson nefndarmaður, M-lista,
Kristbjörn Hjalti Tómasson nefndarmaður, S-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Magnús Gíslason nefndarmaður, D-lista,
Starfsmenn
Anton Kári Halldórsson skipulagsfulltrúi, Leifur Stefánsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Ásdís Styrmisdóttir starfsmaður, Sveinn Pálsson byggingafulltrúi, Rúnar Guðmundsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði.
Fundargerð ritaði: Anton Kári Halldórsson, Skipulagsfulltrúi
Ari B. Thorarensen sat fund í gegnum fjarfundarbúnað Teams.


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2107145 - Fyrirspurn um fjölgun íbúða - Björkurstekkur 24-32
Umrædd fyrirspurn var áður tekin fyrir og hafnað á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 11. ágúst 2021.
Skipulags- og byggingarnefnd stendur við fyrri ákvörðun og hafnar beiðni um fjölgun íbúða. Með deiliskipulagsbreytingu sem tók gildi með birtingu í b- deild stjórnartíðinda þann 1. júlí 2021 var heimild til fjölgunar- og eða fækkunar íbúða felld úr skipulagi.
2. 2111071 - Fyrirspurn Rafvæðing og orkuskipti - Fossnes 7
Tyrfingur Guðmundsson framkvæmdastjóri GT-travel, leggur fram fyrirspurn til skipulags- og byggingarnefndar, vegna hugmynda um rafvæðingu á rútum/strætó fyrir almenningssamgöngur í Árborg. Fyrirspurnin snýr að hugmynd um uppsetningu á allt að 1200kw rafmagnsinntaki nærri athafnasvæði GT-travel.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur vel í fyrihugaðar framkvæmdir v. rafvæðingar. Skipulags- og byggingarnefnd telur framkvæmdir rúmast vel innan gildandi deiliskipulags.
3. 2111070 - Fyrirspurn um fjölgun á lóðum - Byggðarhorn
Svanhildur Gunnlaugsdóttir lanslagsarkitekt f.h. lóðarhafa 6 lóða í landi Byggðarhorns leggur fram fyrirspurn um hvort heimild fáist að breyta nokkrum lóðum og skipulagi þannig að lóðum verði skipt upp í smærri lóðir skv. meðfylgjandi gögnum. Um er að ræða lóðirnar Byggðarhorn Búgarður nr. 5,9,13,15,17,og 19. Með slíkri breytingu fengist betri nýting innviða svo sem vatnsveitna og vega, betri nýting lands. Þá er aukin eftirspurn eftir minni lóðum, á stærðinni 1-3ha.
Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir umsögn mannvirkja- og umhverfissviðs og Selfossveitna við fyrirspurninni.
4. 2111043 - Deiliskipulagsbreyting - Hellismýri 4 og Breiðamýri 3
Svanhildur Gunnlaugsdóttir f.h. Landform leggur fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi í Hellismýri, Árborg. Breytingin tekur til gildandi deiliskipulags við Hellismýri á Selfossi sem upphaflega var gefið út 9. Júlí 2001 og breytt 2. júlí 2008 með grenndarkynningu.
Hús innan athafnasvæðisins er að stórum hluta þegar byggð. Um er að ræða 2 óbyggðar lóðir innan reitsins þar sem fyrirhugað er að reisa geymsluhúsnæði í tveimur húsum með geymslum á bilinu 50-70m² að stærð. Við breytingu þessa helst lóðarstærð óbreytt.
Lóðirnar Hellismýri 4 og Breiðamýri 3 verða sameinaðar í eina lóð undir heitinu Breiðamýri 3 og lóðin Hellismýri 4 fellur niður. Aðkoma að lóðinni verður bæði frá Hellismýri og Breiðamýri.
Innan lóðar má byggja tvö hús. Heildarhæð húsa má vera 5m. Heildarbyggingamagn innan lóðar er 1.920m² og nýtingarhlutfall breytist úr 0,4 og í 0,43.
Ekki er um aðrar breytingar að ræða á deiliskipulaginu og aðrir skilmálar haldast óbreyttir. Deiliskipulagið er í samræmi við Aðalskipulag Árborgar 2010-2030 en þar er svæðið skilgreint sem athafnasvæði.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að farið verði með deiliskipulagsbreytinguna sem óverulega í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að tillagan verði grenndarkynnt fyrir eigendum fasteignanna Breiðamýri 1 og Hellismýri 2 og 6.
5. 2101334 - Deiliskipulagstillaga - Björkustykki 2
Hermann Ólafsson hjá Landhönnun kynnir fyrir skipulags- og byggingarnefnd, nýtt deiliskipulag íbúðabyggðar á um ríflega 20 ha svæði í landi Bjarkar og Jórvíkur 1.
Skipulags- og byggingarnefnd þakkar Hermanni fyrir greinargóða kynningu. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að rýna tillöguna og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar til samþykktar til auglýsingar.
 
Gestir
Hermann Ólafsson - 08:30
6. 2109087 - Hólar L165547 - Deiliskipulag fyrir svínabú
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum 15.9.2021 skipulagslýsingu áætlaðs deiliskipulags fyrir svínabú á jörðinni Hólar L165547, í Árborg. Lýsingin tók til um 5 ha svæðis, norðan Gaulverjabæjarvegar, í landi Hóla, þar sem fyrirhugað var að gera deiliskipulag fyrir svínaeldi. Gert var ráð fyrir um 600 gyltum og möguleika á stækkun húsakosts og aukinni framleiðslu á síðari stigum. Skipulagslýsing var auglýst/kynnt í Dagskránni og Fréttablaðinu í samræmi við 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og í samræmi við 5.2.4. gr, skipulagsreglugerðar nr. 90/2013, og einnig send á umsagnaraðila. Beiðni um umsagnir var send á Skipulagsstofnun, Flóahrepp, Minjastofnun, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, Vegagerðina, Framkvæmdasvið Árborgar, Selfossveitur og Umhverfisstofnun.
Eftir að skipulagslýsing var kynnt bárust fjöldi andmæla og athugasemda bæði frá umsagnaraðilum , félagasamtökum og einnig frá einstaklingum. Helstu athugasemdir og ábendingar varða lyktarmengun, hljóðmengun, aukinn umferðarþunga, mengun grunnvatns, sýkingarhættu grunnvatns, nálægð við frístundabyggð, fornminjar ofl.

Í ljósi fjölda athugasemda og þess rökstuðning sem þar kemur fram, leggur skipulags- og byggingarnefnd til við bæjarstjórn að fallið verði frá áformum um deiliskipulag fyrir svínabúi að Hólum. Nefndin leggur einnig til að fallið verði frá þeim hugmyndum að skilgreina iðnaðarsvæði á umræddum stað í endurskoðun aðalskipulags Árborgar. Nefndin telur að fyrirhuguð uppbygging svínaeldis muni hafa neikvæð áhrif á notkunarmöguleika svæðisins í heild.
Skipulagsfulltrúa falið að senda þeim sem athugasemdir gerðu niðurstöðu skipulags- og byggingarnefndar.
Samþykkt samhljóða.
7. 21101764 - Fundargerðir hverfisráðs Stokkseyrar 2021
Á fundi sínum þann 4. nóvember 2021, vísaði bæjarráð liðum 4, 8 og 11 úr fundargerð hverfisráðs Stokkseyrar til skipulags- og byggingarnefndar.
Liður 4. Hverfisráðið lýsir yfir áhyggjum á lóðaskorti. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna að því að 5 lóðir við Dvergasteina verði auglýstar lausar til úthlutunar svo fljótt sem mögulegt er. Einnig bendir nefndin á að deiliskipulag fyrir framlengingu á Tjarnarstíg er á lokametrunum í deiliskipulagsferli.

Liður 8. Hverfisráðið lýsir yfir áhyggjum vegna hesthúsahverfis og hvort deiliskipulag taki til iðnaðar- eða hesthúsahverfis. Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir hesthúsahverfið á Stokkseyri. Skipulagsfulltrúa falið að kanna mál varðandi uppbyggingu og skipulag reitsins.

Liður 11. Hverfisráð leggur til að örnefnaskrá verði kláruð. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna að framgangi málsins í samráði við Byggðasafn Árnesinga.
7. 2103323 - Fundargerðir hverfisráðs Eyrarbakka 2021
Á fundi sínum þann 4. nóvember 2021, vísaði bæjarráð liðum 8 og 9 úr fundargerð hverfisráðs Eyrarbakka til skipulags- og byggingarnefndar.
Liður 8. Skipulags- og byggingarnefnd þakkar hverfisráði fyrir brýninguna um að vandað verði til verka þegar byggt verður á lóðunum. Tillaga að Verndarsvæði í byggð fyrir Eyrarbakka mun taka gildi von bráðar og mun skipulags- og byggingarnefnd taka mið af þeirri tillögu í framtíðinni varðandi uppbyggingu á Eyrarbakka.

Liður 9. Um er að ræða umsögn vegna byggingaráforma á lóðinni Eyrargata 21. Skipulags- og byggingarnefnd þakkar fyrir umsögnina og vísar henni til afgreiðslu grenndarkynningar sem lögð verður fyrir næsta fund nefndarinnar.
7. 2111188 - Ólafsvellir 24 - Lóðarumsókn
Garðar Rafn Sigurðsson kt. 281199-2779, sækir um lóðina Ólafsvelli 24, til byggingar einbýlishúss.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar.
8. 2111226 - Hulduhóll 37 - Lóðarumsókn
RG smíði ehf.kt. 580121-0390, sækir um lóðina Hulduhóll 37, til byggingar einbýlishúss.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar.
9. 2111260 - Tjarnarbyggð - 3. áfangi - Stofnun lóðar undir vegstæði
Jörundur Gauksson f.h. Kjalnesingur ehf kt. 711005-1610 óskar eftir stofnun nýrrar lóðar/lands sem mun afmarka akveg í gegnum 3. áfanga lóða í Tjarnarbyggð, Árborg. Upprunaland vegstæðis er Kaldaðarnes L201100. Heiti landeignar við stofnun mun verða Stóra-Sandvík mýri, eftir samruna við L202539.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar og leggur til við bæjarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt.
10. 2109436 - Eyrargata 21 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Aðalbjörn Jóakimsson sækir um byggingarleyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni Eyrargata 21, Eyrarbakka. Umrædd lóð er á skilgreindu svæði sem Verndarsvæði í byggð.
Grenndarkynning byggingarleyfisumsóknar líkur þann 17. nóvember. Afgreiðslu því frestað til næsta fundar nefndarinnar.
Fundargerð
13. 2110029F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 78
13.1. 2109391 - Byggðarhorn Búgarður 44 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Jónas Ingi Jónasson sækir um leyfi til að reisa vélageymslu.
Helstu stærðir 279,0 m2 og 1.8148 m3.
Niðurstaða 78. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
Niðurstaða þessa fundar
13.2. 21043598 - Marbakki - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Michael Blikdal Erichsen hönnunarstjóri f.h. Lindu Sólbjargar Ríkarðsdóttur sækir um leyfi til að flytja eldra hús af næstu lóð (Ránarbakka) yfir á lóðinna Marbakka og byggja tengibyggngu milli húsanna.
Helstu stærðir viðbyggingar 79,4 m2 og 200,5 m3.
Niðurstaða 78. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
Áformin hafa verið grenndarkynnt og var athugasemdafrestur til 13. júlí 2021. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti erindið á 73. fundi og vísaði erindinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að tekið verði tillit til athugasemda byggingarfulltrúa og eldvarnareftirlits.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
Niðurstaða þessa fundar
13.3. 2111063 - Kirkjuvegur 20 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðjón Þórir Sigfússon hönnunarstjóri f.h. Guðlaugar Bergmann Jóhannesdóttur sækir um leyfi til að byggja bílskúr á lóðinni og rífa eldri bílskúr.
Helstu stærðir 85,2m2 og 433,4 m3.
Eldri bílskúr 26,8 m2.
Niðurstaða 78. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
Áformin hafa verið grenndarkynnt og var athugasemdafrestur til 8. september 2021. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti erindið á 76. fundi og vísaði erindinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að tekið verði tillit til athugasemda eldvarnareftirlits.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
Niðurstaða þessa fundar
13.4. 2111065 - Háeyrarvellir 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðjón Þórir Sigfússon hönnunarstjóri f.h. Sesselju Pálsdóttur sækir um leyfi til að skipta eign upp í tvær íbúðir.
Helstu stærðir: 256,9m2 og 863,7 m3.

Niðurstaða 78. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
Erindið var grenndarkynnt og athugasemdafrestur var til 22. sept. 2021. Skipulagsnefnd hefur samþykkt erindið fyrir sitt leyti og vísar erindinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
Niðurstaða þessa fundar
13.5. 2111066 - Björkurstekkur 67 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðmundur Gunnar Guðnason hönnunarstjóri f.h. Helga Grétars Helgasonar sækir um leyfi til að byggja einbýlishús. Helstu stærðir 225,0 m2 og 864,6 m3.
Niðurstaða 78. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
Niðurstaða þessa fundar
13.6. 2111124 - Byggðarhorn land 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðmundur Gunnar Guðnason fyrir hönd Stefáns Þorleifssonar sækir um leyfi til að byggja einbýlishús. Helstu stærðir eru; 149,0 m2 og 583,0 m3
Niðurstaða 78. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að öryggisgler verði merkt á uppdráttum.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
Niðurstaða þessa fundar
13.7. 2012180 - Byggðarhorn 32 - Umsókn um stöðuleyfi
Ottó Sturluson sækir um endurnýjun stöðuleyfis fyrir gáma sem notaðir eru sem tímabundið sem skjól fyrir hross á hesthúsgrunni.
Útrunnið stöðuleyfi gilti fyrir tímabilið 01.01.2021-01.06.2021.
Niðurstaða 78. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
Samþykkt að veita stöðuleyfi frá 01.06.2021 - 31.05.2022.

Niðurstaða þessa fundar
13.8. 2111108 - Gagnheiði 47 - Umsókn um stöðuleyfi
Vörðufell ehf.sækir um stöðuleyfi fyrir færanlega leikskólastofur sem fluttar verða úr sveitarfélaginu. Sótt er um leyfi fyrir tímabilið 01.11.2021-15.02.2022
Niðurstaða 78. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
Samþykkt að veita stöðuleyfi frá 01.11.2021 - 15.02.2022.
Niðurstaða þessa fundar
13.9. 2105090 - Seljaland 16 - Athugasemdir við framkvæmdir á lóðum nágranna
Jón Gautason Seljalandi 16 spyrst fyrir um framkvæmdir á aðliggjandi lóðum, Seljalandi 18 og Snælandi 9. Um er að ræða smáhýsi á Seljalandi 18 og frágang á lóðarmörkum Seljalands 16 og 18 og skjólgirðingu á Snælandi 9.
Niðurstaða 78. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
Bygging smáhýsa og skjólgirðinga geta verið "minniháttar framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi" skv. gr. 2.3.5 í byggingarreglugerð. Undanþágan er háð ýmsum skilyrðum m.a. varðandi fjarlægð frá lóðarmörkum og samþykki nágranna ef fjarlægð frá lóðarmörkum en minni en tiltekið er í gr. 2.3.5.
Afgreiðslu frestað.
Niðurstaða þessa fundar
13.10. 2102118 - Fossheiði 20 - Tilkynning um framkvæmd undanþegna byggingaleyfi
Ragnhildur Jónsdóttir tilkynnir um framkvæmdir undanþegnar byggingaleyfi á húsi.
Fyrirhugað er að setja glugga í stað þvottahússhurðar.
Niðurstaða 78. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
Byggingarfulltrúi telur að breytingin sé ekki óveruleg og falli ekki undir undanþáguákvæði skv. byggingarreglugerð gr. 2.3.5.
Sækja þarf um byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni.
Niðurstaða þessa fundar
13.11. 2111106 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands biður um umsögn vegna endurnýjunar starfsleyfis fyrir Heilbrigðistofnun Suðurlands.
Niðurstaða 78. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
Byggingarfulltrúi telur að starfsemin sé í samræmi við samþykkta notkun húsnæðisins og gerir ekki athugasemdir við endurnýjun starfsleyfis.
Niðurstaða þessa fundar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica