Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 91

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
11.05.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sveinn Pálsson byggingafulltrúi, Puja Acharya fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Sölvi Leví Gunnarsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Rúnar Guðmundsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Guðjón Birkir Birkisson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Guðmundur Gestur Þórisson f.h. slökkviliðsstjóra.
Fundargerð ritaði: Sveinn Pálsson, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2204282 - Þykkvaflöt 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason fyrir hönd Smiðsnes ehf. sækir um leyfi til að byggja parhús. Helstu stærðir eru; 287,2m2 og 1085,0m3
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
2. 2204285 - Þykkvaflöt 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason fyrir hönd Smiðsnes ehf. sækir um leyfi til að byggja parhús. Helstu stærðir eru; 287,2m2 og 1085,0m3
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
3. 2204284 - Þykkvaflöt 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason fyrir hönd Smiðsnes ehf. sækir um leyfi til að byggja parhús. Helstu stærðir eru; 287,2m2 og 1085,0m3
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
4. 2205056 - Nýja Jórvík 13 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Björgvin Víglundsson fyrir hönd Jórvík fasteignir ehf. sækir um leyfi til að byggja 12 íbúða fjölbýlishús. Helstu stærðir eru; 1137,2m2 og 3504,3m3
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag.
Lóðin telst ekki byggingarhæf þar sem ekki liggur fyrir hvenær hún verður tengd dreifikerfi hitaveitu.

5. 2204321 - Búðarstígur 23 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Kjartan Sigurbjartsson fyrir hönd Iron fasteignir ehf. sækir um leyfi fyrir breyttri notkun og breytingum innanhúss og utan. Núverandi fiskverkunarhúsi verður breytt í iðnaðar- og geymsluhús, matshlutar sameinaðir og skipt í nokkur eignarrými. Undanskilinn er NA hluti hússins þar sem eftir er að útfæra aðgengi frá götu.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og er í samræmi við aðalskipulag. Deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Byggingaráform eru samþykkt með eftirfarandi fyrirvörum:
- Umsögn Minjastofnunar Íslands liggi fyrir vegna sjóvarnargarðs.
- Gert verði grein fyrir innra skipulagi lóðar og umferðarflæði í samræmi við umsögn Minjaverndar.

Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirtalin gögn liggja fyrir og skilyrði eru uppfyllt sbr. byggingarreglugerð 2.3.7 gr. og 2.3.8 gr.:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
6. 2205094 - Hásteinsvegur 46 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Ásdís Ingþórsdóttir fyrir hönd Bláhiminn ehf. sækir um leyfi til að stækka húsið um u.þ.b. 36 m2 endurnýja glugga og klæðningar.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og er í samræmi við aðalskipulag. Deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Samþykkt að óska eftir umsögn Minjastofnunar Íslands.

Vísað til skipulagsfulltrúa.

7. 2205095 - Norðurbraut 34 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Magnús Ingi Másson sækir um leyfi til að byggja einbýlishús. Helstu stærðir eru; 264,0m2 og 886,0m3
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
8. 2205099 - Háeyrarvellir 56 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðmundur Gunnar Guðnason fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborgar sækir um leyfi fyrir færanlegum kennslustofum við BES. Flatarmál u.þ.b. 450 m2.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við aðalskipulag.
Deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Vísað til skipulagsfulltrúa.
9. 2205114 - Eyravegur 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Freyr Frostason fyrir hönd PizzaPizza ehf. sækir um leyfi fyrir breytingum innanhús á veitingastað.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og er í samræmi við deiliskipulag.
Byggingaráform eru samþykkt.
Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirtalin gögn liggja fyrir og skilyrði eru uppfyllt sbr. byggingarreglugerð 2.3.7 gr. og 2.3.8 gr.:
- Aðaluppdrættir, undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
10. 2204297 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi - Furugrund 18
Jón Gunnarsson tilkynnir um samþykki nágranna að Furugrund 16 vegna uppsetningar skjólveggs allt að 1,8 m nær lóðarmörkum en 1,8 m og smáhýsis nær lóðarmörkum en 3 m.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áformin enda verði farið að ákvæðum byggingarreglugerðar gr. 2.3.5 og leiðbeininga HMS nr. 9.7.6 um smáhýsi.
11. 2205007 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi - Eyrargata 39
Pétur Sævald Hilmarsson leitar samþykkis vegna smáhýsis á lóð.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áformin enda sé smáhýsið staðsett a.m.k. 3 m frá lóðarmörkum og farið verði að ákvæðum byggingarreglugerðar gr. 2.3.5 og leiðbeininga HMS nr. 9.7.6 um smáhýsi.
12. 2204295 - Stöðuleyfi - Austurvegur 44
Sigfús Kristinsson sækir um stöðuleyfi fyrir fyrir 40-50 m2 frístundahús sem hann hyggst smíða á baklóð við trésmíðaverkstæði.
Samþykkt að veita stöðuleyfi með með tílvísum í byggingarreglugerð gr. 2.6.1, 1 mgr. staflið b. frístundahús í smíðum. Stöðuleyfið gildir fyrir tímabilið 11.05.2022-11.05.2023.
13. 2205070 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Gesthús Selfossi Engjavegur 56
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands biður um umsögn vegna endurnýjunar starfsleyfis fyrir Gesthús Selfossi vegna reksturs gistihúsa og tjaldsvæðis.


Ekki hefur farið fram lokaúttekt á öllum húsum sem starfsleyfið tekur til.
Afgreiðslu frestað.

14. 2204165 - Rekstrarleyfisumsögn - Bankinn Vinnustofa - Austurvegur 20
Sýslumaðurinn á Suðurlandi biður um umsögn vegna útgáfu rekstrarleyfis fyrir veitingar í flokki II fyrir Bankinn Vinnustofa.
Byggingarfulltrúi staðfestir að fyrirhuguð starfsemi er í samræmi við samþykkt byggingaráform og skipulagsskilmála.
Öryggis og/eða lokaúttekt hefur ekki farið fram.
Afgreiðslu frestað.
15. 2205125 - Stöðuleyfi - Eyrarbraut 53
Ásta Marteinsdóttir fyrir hönd Ljósleiðarans ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir gám og efnisgeymslu vegna áformaðra framkvæmda.
Fellur ekki undir gr. 2.6.1.
16. 2205127 - Stöðuleyfi - Háeyrarvellir 56
Ásta Marteinsdóttir fyrir hönd Ljósleiðarans ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir gám og efnisgeymslu.
Fellur ekki undir gr. 2.6.1.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica