Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 71

Haldinn í gegnum fjarfundarbúnað,
22.04.2020 og hófst hann kl. 19:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2004142 - Beiðni um niðurfellingu á húsaleigu á Eyravegi 3 vegna Covid-19 -
Beiðni frá Handverksskúrnum sem er leigjandi að Eyravegi 3, dags. 14. apríl, þar sem óskað er eftir niðurfellingu á leigu þá mánuði sem Covid-19 er.
Bæjarstjóra falið að ræða við fulltrúa Handverksskúrsins um málð
2. 2004127 - Hjólað í vinnuna 2020
Erindi frí Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, dags. 15. apríl, um vinnustaðakeppnina Hjólað í vinnuna 2020 sem hefst 6. maí.
Bæjarráð hvetur íbúa og vinnustaði til að taka þátt í því skemmtilega verkefni sem Hjólað í vinnuna er.
Hjólað í vinnuna 2020.pdf
3. 2003182 - Orlof húsmæðra 2020
Erindi frá gjaldkera orlofs húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu, dags. 15. apríl, þar sem fram koma upplýsingar um framlag sveitarfélaga til orlofsnefnda. Framlag árið 2020 er kr. 115,81 kr. fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins.
Bæjarráð vísar erindinu til fjármálastjóra.
Fundargerðir
4. 2004002F - Eigna- og veitunefnd - 22
22. fundur haldinn 8. apríl.
5. 2004004F - Umhverfisnefnd - 10
10. fundur haldinn 15. apríl.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:35 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica