Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Félagsmálanefnd - 13

Haldinn í gegnum fjarfundarbúnað,
23.03.2020 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Inga Jara Jónsdóttir formaður, B-lista,
Elsie Kristinsdóttir nefndarmaður, S-lista,
Eyrún Björg Magnúsdóttir nefndarmaður, Á-lista,
Gunnar Egilsson nefndarmaður, D-lista,
Helga Þórey Rúnarsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Þorsteinn Hjartarson sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Hjartarson, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2003211 - Reglur um daggæslu í heimahúsum
Daggæsluteymi fjölskyldusviðs, Björg Maggý Pétursdóttir og Guðný Ingibjörg Rúnarsdóttir,fóru yfir helstu breytingar í reglunum.Félagsmálanefnd samþykkir skoða reglurnar betur m.t.t. beiðni dagforeldra um samning við Sveitarfélagið Árborg og taka þær aftur fyrir á næsta fundi.
2. 2001265 - Beiðni um samning dagforeldra við Sveitarfélagið Árborg
Björg Maggý og Guðný Ingibjörg sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.Félagsmálanefnd mælir ekki með að slíkur samningur verði gerður en að endurskoðaðar reglur fjalli um helstu atriði sem eru í samningnum.
3. 2001302 - Reglur um fjárhagsaðstoð
Björg Maggý kynnti tillögurnar.

Tillögur að breytingum á nokkrum greinum:

4. gr.
Form fjárhagsaðstoðar til framfærslu
Breytingar:
Taka út. Óheimilt er að breyta styrk í lán nema viðkomandi umsækjandi óski þess 1).

5. gr.
Lækkun fjárhagsaðstoðar til framfærslu
Breytingar:
Hafi umsækjandi ekki skráð sig vikulega hjá félagsþjónustusviði á þar til gert minnisblað, missir hann hlutfallslegan rétt til fjárhagsaðstoðar það tímabil sem skráningu vantar.
Breyta félagsþjónustusviði í félagsþjónusta

20. gr.
Greiðsla sérfræðiaðstoðar
1. Lán/styrkur til greiðslu tannlækninga
Heimilt er að veita fjárhagsaðstoð til greiðslu nauðsynlegra tannlækninga til einstaklinga sem fengið hafa fjárhagsaðstoð til framfærslu samkvæmt reglum þessum undanfarna 12 mánuði, samfleytt.
Breytingar:
Heimilt er að veita fjárhagsaðstoð til greiðslu nauðsynlegra tannlækninga til einstaklinga sem eru við eða undir tekjuviðmiðu fjárhagsaðstoðar samkvæmt Reglum sveitarfélagsins Árborgar um fjárhagsaðstoð

2. Lán/styrkur til greiðslu viðtala hjá sérfræðingum
Í sérstökum tilvikum er heimilt að greiða fyrir fleiri viðtöl.2) Viðmiðunarmörk aðstoðar eru þó aldrei hærri en kr. 70.000.- 2) á ári. 1) Breyting tók gildi 1.
Breytingar:
Hækka viðmiðunarmörk aðstoðar eru þó aldrei hærri en kr. 80.000.- ef miðað er við að eitt viðtal kosti 16 þúsund og eru þá fimm skipti 80.000 krónur

3. Styrkur til að stunda endurhæfingu eða meðferð á Heilsustofnun(NLFÍ) 1) Þeir einstaklingar/hjón
Breytingar: Lögð til hækkun, þar sem verð Heilsustofnun (NLFÍ) hefur hækkað. Einnig er lagt til að bæta við Reykjalundur. Þar sem margir stunda endurhæfingu þar.
3. Styrkur til að stunda endurhæfingu eða meðferð á Heilsustofnun(NLFÍ)1) og Reykjalundi3).
Þeir einstaklingar/hjón sem eru með heildartekjur undir kr. 165.000.- / 263.000.- geta fengið styrk sem nemur kr. 58.940.- á viku. Styrkurinn getur þó aldrei orðið hærri en kr. 235.760.- í heild sinni á ári. 2)
Þeir einstaklingar/hjón sem eru með heildartekjur frá kr. 166.000-202.000/264.000-323.000.- geta fengið styrk sem nemur kr. 39.293.- á viku. Styrkurinn getur þó aldrei orðið hærri en kr. kr. 157.172.- í heild sinni á ári. 2)
Þeir einstaklingar/hjón sem eru með heildartekjur frá kr. 203.000-263.000/316.000- 477.000.- geta fengið styrk sem nemur kr. 19.646.- á viku. Styrkurinn getur þó aldrei orðið hærri en kr. 78.584.- í heild sinni á ári. 2)
Ef einstaklingur dvelur minna en 4 vikur er styrkurinn í samræmi við það. Dvalargjaldið greiðist gegn reikningi frá HNLFÍ.

Samþykkt samhljóða og vísað til bæjarráðs.
4. 2002149 - Áfrýjun v/synjunar um félagslegt leiguhúsnæði - trúnaðarmál
Skráð í trúnaðarbók.
5. 2002121 - Áfrýjun v/synjunar á áframhaldandi leigu í félagslegu leiguhúsnæði - trúnaðarmál
Skráð í trúnaðarbók.
6. 1905362 - Verklag Árborgar vegna gruns um ofbeldi eða vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum
Tillaga að verklagsreglum í Árborg frá undirbúningshópi. Félagsmálanefnd fagnar þessari vinnu og samþykkir verklagið. Lokafrágangur verði unnin á þessum grunni.




7. 1911586 - Ferðaþjónusta fatlaðra - trúnaðarmál
Skráð í trúnaðarbók.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica