Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Eigna- og veitunefnd - 27

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
24.06.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Tómas Ellert Tómasson formaður, M-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir nefndarmaður, Á-lista,
Viktor Stefán Pálsson nefndarmaður, S-lista,
Sveinn Ægir Birgisson nefndarmaður, D-lista,
Þórdís Kristinsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Atli Marel Vokes sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Atli Marel Vokes, sviðsstjóri
Viktor Stefán Pálsson situr fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Sigurður Sigurjónsson frá Lögmönnum Suðurland kemur inn á fundinn undir máli nr.1

Sigurður Sigurjónsson víkur af fundi kl.17:39

Sigurður Þór Haraldsson veitustjóri kemur inn á fundinn undir máli nr.1

Sigurður Þór víkur af fundi kl.17:39


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1806072 - Byggðarhorn-Vatns og hitaveita
Sviðsstjóra falið að ganga frá samningi um uppbyggingu gatnakerfis og opinna svæða við landeiganda og leggja fyrir nefndina til samþykktar.
2. 2006220 - Brúastígur
Nefndin felur mannvirkja- og umhverfissviði að vinna málið áfram, kanna áhuga hagsmunaaðila og koma með tillögur að næstu skrefum verkefnisins í haust.
3. 1907064 - Gatnagerð í landi Bjarkar
Nefndin felur sviðsstjóra að undirbúa útboð á 2. og 3.áfanga gatnagerðar í Björkurstykki og leggja fyrir nefndina.
5. 2002011 - Endurgerð gatna - Rauðholt og Austurvegur
Verkfundargerð frá 16.06.2020 lögð fram. Nefndin hafnar kröfu verktaka um hækkun á efnisverði á möl.
6. 1907064 - Gatnagerð í landi Bjarkar
Nefndin leggur til að verktakinn Gröfutækni ehf. verði fengin til að flýta skilum á verkinu Bjarkarland, gatnagerð og lagnir, 1. áfangi.
Tillagan snýst um að flýta framkvæmdum á þann veg að hægt sé að úthluta 10 lóðum við Móstekk og greitt flýtifé fyrir. Lóðirnar yrðu þá klárar fyrir byggingaraðila þann 1. október nk. í stað 1. júlí 2021.
Sökum samdráttar hjá verktökum á svæðinu í kjölfar heimsfaraldurs og vegna efnahagsþrenginga þeim tengdum stendur vilji sveitarfélagsins Árborgar til þess að freista þess að hraða uppbyggingu í Bjarkarlandi svo að unnt sé að hefja framkvæmdir á einstökum lóðum. Væri slík aðgerð til þess fólgin að veita verktökum á svæðinu kröftugri viðspyrnu í núverandi ástandi og myndi jafnframt hafa í för með sér afleidd áhrif á efnahag ýmissa fyrirtækja í sveitarfélaginu.

Eigna- og veitunefnd leggur til við bæjarstjórn að útbúa viðauka vegna flýtiframkvæmda í Björkurstykki.
7. 1703281 - Mat á umhverfisáhrifum við hreinsistöð fráveitu við Geitanesflúðir
Nefndin felur mannvirkja- og umhverfissviði að rýna matsskýrsluna og kynna niðurstöðu rýnivinnu á næsta fundi nefndarinnar.
Erindi til kynningar
4. 2006017 - Átak í fráveituframkvæmdum
Nefndin fagnar lagafrumvarpi um átak ríkisins í fráveituframkvæmdum og telur breytingar á því í þinglegri meðferð til mikilla bóta fyrir sveitarfélögin í landinu frá því sem var í upphaflegum frumvarpsdrögum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica