Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 68

Haldinn í gegnum fjarfundarbúnað,
26.03.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2003207 - Umsögn - frumvarp til kosningalaga
Tilkynning frá starfshópi um endurskoðun kosningalaga, dags. 19. mars, þar sem tilkynnt er að búið sé að opna fyrir umsagnir um drög að frumvarpi til kosningalaga á samráðsgátt Alþingis. Umsagnarfrestur er til 8. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.
Tillögur um endurskoðun kosningalaga í opið samráðsferli.pdf
2. 2003210 - Nýtt verkefni sóknaráætlunar SASS - hamingjulestin
Erindi frá SASS, dags. 18. mars, þar sem kynnt er nýtt verkefni sóknaráætlunar sem nefnist hamingjulestin. Markmið verkefnisins er að stuðla að bættu geðheilbrigði og aukinni vitund um málaflokkinn. Óskað er eftir ,,hamingjuráðherra,, frá sveitarfélaginu sem mun gegna hlutverki tengiliðs við nýtt áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands.
Bæjarráð Árborgar tilnefnir Gunnar Eystein Sigurbjörnsson sem fulltrúa sveitarfélagsins í verkefnið.
Hamingjulestin SASS GÓS.pdf
3. 2003214 - Umsögn - frumvarp til laga um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða
Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 21. mars, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða, 666. mál.
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í félagsmálanefnd.
Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða, 666. mál.pdf
4. 2003216 - Aðgerðir til viðspyrnu fyrir atvinnulífið
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélag með hugmyndir og ábendingar sem stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur samþykkt að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf í ljósi þess samdráttar sem blasir við í þjóðarbúskapnum.
Bæjarráð Svf. Árborgar þakkar stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir tillögur að efnahagslegum viðbrögðum sveitarfélaga vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Bæjaryfirvöld munu taka til skoðunar og úrvinnslu allar þær hugmyndir og ábendingar sem þar koma fram, um mögulegar aðgerðir sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf.
Bæjarráð Árborgar saknar þess að ekki skuli hafa verið minnst á niðurfellingu virðisaukaskatts af fráveituframkvæmdum sveitarfélaga í aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, „Viðspyrna fyrir Ísland“. Niðurfelling virðisaukaskatts af fráveituframkvæmdum sveitarfélaga hefur lengi verið í umræðunni og er það mat bæjarráðs Svf. Árborgar að nú sé rétti tíminn til þess að stíga skrefið og fella virðisaukaskattinn niður af slíkum framkvæmdum. Með þeirri aðgerð væri einnig verið að aðstoða sveitarfélögin við að uppfylla lagalegar skyldur sínar. Ásamt því að hvetja til slíkrar niðurfellingar, leggur Bæjarráð til við ríkið að það felli tímabundið niður virðisaukaskatt af nýframkvæmdum sveitarfélaga svo atvinnulífið fái þá innspýtingu sem nú bráðvantar.
Bæjarráð Árborgar leggur að lokum til við ríkisvaldið að það skoði þann möguleika að veita sveitarfélögum hærri hlutdeild í skatttekjum ríkissjóðs. Þannig yrðu sveitarfélög betur í stakk búin til að bregðast við þeim efnahagslega og samfélagslega vanda sem birst getur með mismunandi hætti frá einu sveitarfélagi til annars.
Viðspyrna af hálfu sveitarfélaga mars 2020-A7 19.03.20.pdf
5. 2003223 - Leiðbeiningar um aðgerðir fyrir heimilin
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 23. mars, þar sem sveitarfélög eru hvött til að kanna möguleika á lækkun gjaldskrár og tímabundinni lækkun eða niðurfellingu tiltekinna gjalda, ásamt leiðbeiningum fyrir sveitarfélög, sem þau geta nýtt við ákvarðanir um afslátt af greiðsluhlutdeild notenda í velferðarþjónustu.
Bæjarráð Svf. Árborgar þakkar stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir þær ábendingar og hugmyndir sem stjórnin viðrar um mögulegar aðgerðir sveitarfélaga til aðstoðar heimilum landsins í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin vegna COVID-19 heimsfaraldursins.
Bæjarráð hefur nú þegar ákveðið að leikskólagjöld verði endurgreidd foreldrum þá daga sem barn mætir ekki á leikskóla og með sama hætti að fæðisgjöld verði endurgreidd fyrir þá daga sem börn fá ekki fæði. Sama fyrirkomulag gildir vegna gjalda fyrir frístundaheimili og fæði í grunnskólum. Einnig ákvað bæjarráð að dagforeldrar haldi greiðslum sínum frá sveitarfélaginu ef dagforeldrið er skipað í sóttkví.
Bæjaryfirvöld vinna nú að aðgerðaráætlun til að koma til móts við þarfir íbúa og fyrirtækja í sveitarfélaginu í þeim krefjandi aðstæðum sem við blasa. Bæjarfulltrúar munu fara yfir tillögur á næsta þriðjudag og bæjarráð stefnir að kynningu aðgerðaráætlunar á næsta fundi bæjarráðs, þann 2. apríl næstkomandi.
Bæjarráð óskar eftir þátttöku íbúa sveitarfélagsins í vinnunni og mun í þeim tilgangi láta setja upp sérstakt tölvupóstfang - hugmynd@arborg.is - þar sem að íbúar geta komið á framfæri hugmyndum og ábendingum, um aðgerðir sem gætu á næstu mánuðum komið til móts við þarfir íbúa og fyrirtækja í sveitarfélaginu og einnig stuðlað að þróttmiklu og eftirsóknarverðu sveitarfélagi. Hugmyndir íbúa verða yfirfarnar af bæjarfulltrúum og hafðar til hliðsjónar við mótun aðgerða.
Leiðbeiningar um aðgerðir fyrir heimilin_23.03.2020.pdf
Fundargerðir
6. 2003006F - Frístunda- og menningarnefnd - 6
6. fundur haldinn 16. mars.
7. 2003010F - Fræðslunefnd - 20
20. fundur haldinn 17. mars.
7.4. 2003159 - Breytingar á reglum frístundaheimila í Árborg
Formaður og Gunnar E. Sigurbjörnsson kynntu helstu breytingar.
Fræðslunefnd samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarráði.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir reglurnar
7.5. 2003160 - Gjaldskrá sumarfrístundar 2020
Fræðslunefnd samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu í bæjarráði.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána
8. 2003013F - Félagsmálanefnd - 13
13. fundur haldinn 23. mars.
8.3. 2001302 - Reglur um fjárhagsaðstoð
Björg Maggý kynnti tillögurnar.

Tillögur að breytingum á nokkrum greinum:

4. gr.
Form fjárhagsaðstoðar til framfærslu
Breytingar:
Taka út. Óheimilt er að breyta styrk í lán nema viðkomandi umsækjandi óski þess 1).

5. gr.
Lækkun fjárhagsaðstoðar til framfærslu
Breytingar:
Hafi umsækjandi ekki skráð sig vikulega hjá félagsþjónustusviði á þar til gert minnisblað, missir hann hlutfallslegan rétt til fjárhagsaðstoðar það tímabil sem skráningu vantar.
Breyta félagsþjónustusviði í félagsþjónusta

20. gr.
Greiðsla sérfræðiaðstoðar
1. Lán/styrkur til greiðslu tannlækninga
Heimilt er að veita fjárhagsaðstoð til greiðslu nauðsynlegra tannlækninga til einstaklinga sem fengið hafa fjárhagsaðstoð til framfærslu samkvæmt reglum þessum undanfarna 12 mánuði, samfleytt.
Breytingar:
Heimilt er að veita fjárhagsaðstoð til greiðslu nauðsynlegra tannlækninga til einstaklinga sem eru við eða undir tekjuviðmiðu fjárhagsaðstoðar samkvæmt Reglum sveitarfélagsins Árborgar um fjárhagsaðstoð

2. Lán/styrkur til greiðslu viðtala hjá sérfræðingum
Í sérstökum tilvikum er heimilt að greiða fyrir fleiri viðtöl.2) Viðmiðunarmörk aðstoðar eru þó aldrei hærri en kr. 70.000.- 2) á ári. 1) Breyting tók gildi 1.
Breytingar:
Hækka viðmiðunarmörk aðstoðar eru þó aldrei hærri en kr. 80.000.- ef miðað er við að eitt viðtal kosti 16 þúsund og eru þá fimm skipti 80.000 krónur

3. Styrkur til að stunda endurhæfingu eða meðferð á Heilsustofnun(NLFÍ) 1) Þeir einstaklingar/hjón
Breytingar: Lögð til hækkun, þar sem verð Heilsustofnun (NLFÍ) hefur hækkað. Einnig er lagt til að bæta við Reykjalundur. Þar sem margir stunda endurhæfingu þar.
3. Styrkur til að stunda endurhæfingu eða meðferð á Heilsustofnun(NLFÍ)1) og Reykjalundi3).
Þeir einstaklingar/hjón sem eru með heildartekjur undir kr. 165.000.- / 263.000.- geta fengið styrk sem nemur kr. 58.940.- á viku. Styrkurinn getur þó aldrei orðið hærri en kr. 235.760.- í heild sinni á ári. 2)
Þeir einstaklingar/hjón sem eru með heildartekjur frá kr. 166.000-202.000/264.000-323.000.- geta fengið styrk sem nemur kr. 39.293.- á viku. Styrkurinn getur þó aldrei orðið hærri en kr. kr. 157.172.- í heild sinni á ári. 2)
Þeir einstaklingar/hjón sem eru með heildartekjur frá kr. 203.000-263.000/316.000- 477.000.- geta fengið styrk sem nemur kr. 19.646.- á viku. Styrkurinn getur þó aldrei orðið hærri en kr. 78.584.- í heild sinni á ári. 2)
Ef einstaklingur dvelur minna en 4 vikur er styrkurinn í samræmi við það. Dvalargjaldið greiðist gegn reikningi frá HNLFÍ.

Samþykkt samhljóða og vísað til bæjarráðs.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð verði samþykktar.
Fundargerðir til kynningar
9. 2001353 - Fundargerðir stjórnar SASS 2020
555. fundur haldinn 6. mars.
Lagt fram til kynningar
555. fundur stj. SASS.pdf
10. 1708133 - Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki
24. fundur haldinn 16. mars.
Byggingarnefnd (24) 16.3.2020.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica