Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 22

Haldinn í gegnum fjarfundarbúnað,
24.03.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Helgi Sigurður Haraldsson forseti bæjarstjórnar,
Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, Á-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Ari B. Thorarensen bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
Fundurinn fór fram í Teams fjarfundi.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2003206 - Tímabundin heimild til að víkja frá ákvæðum sveitarstjórnarlaga v. neyðarstigs almannavarna
Þriðjudaginn 17. mars 2020 samþykkti Alþingi breytingar á sveitarstjórnarlögum sem ætlað er að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar. Breytingarnar kveða á um að ráðherra geti veitt sveitarstjórnum tímabundna heimild til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að sveitarstjórn sé starfhæf við neyðarástand og til að auðvelda ákvarðanatöku. Þetta er gert til að bregðast við aðstæðum sem hafa skapast vegna COVID-19 faraldurs. Í greinargerð með frumvarpi til laganna segir að rétt þyki að rýmka reglur um fjarfundi til að bregðast við tilmælum yfirvalda um sóttvarnir, án þess að það torveldi ákvarðanatöku innan stjórnkerfis sveitarfélaga. Auglýsing um ákvörðun ráðherra var birt í B-deild Stjórnartíðinda 19. mars 2020.

Forseti leggur til að bæjarstjórn samþykki að heimila fjarfundi bæjarstjórnar og nefnda og ráða Sveitarfélagsins Árborgar í samræmi við nýsamþykkt lög.Til máls tók Helgi S. Haraldsson, forseti.
Tillaga samþykkt með 9 atkvæðum.
Ákv. SRN 18.3.2020.pdf
Lög um breytingu á sveitarstjórnarlögum.pdf
2. 2003173 - Verklagsreglur Viðbragðsstjórnar Árborgar
Forseti bæjarstjórnar leggur til að verklagsreglur viðbragðsstjórnar Árborgar verði samþykktar.
Til máls tóku Helgi S. Haraldsson, forseti, Gunnar Egilsson, D-lista, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista.

Verklagsreglur Viðbragðsstjórnar Árborgar samþykktar með 9 atkvæðum.
Verklagsreglur um Viðbragðsstjórn Árborgar.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:22 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundagerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica