Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 53

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
07.10.2020 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Sigurjón Vídalín Guðmundsson formaður, Á-lista,
Ari Már Ólafsson nefndarmaður, M-lista,
Kristbjörn Hjalti Tómasson nefndarmaður, S-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Magnús Gíslason nefndarmaður, D-lista,
Sigurður Andrés Þorvarðarson skipulagsfulltrúi, Leifur Stefánsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Sveinn Pálsson byggingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Sigurður Andrés Þorvarðarson, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2009783 - Athugasemd vegna lóðaúthlutunar í landi Bjarkar.
LEX leggja fram athugasemdir vegna lóðaúthlutunar í Björkurstykki fyrir hönd nokkurra félaga.
Skipulags- og byggingarnefnd hafnar erindinu með vísan til rökstuðnings í minnisblaði Sigríðar Vílhjálmsdóttur lögfræðings.
2. 2009780 - Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir jarðvegsframkvæmdum í Árbakkalandi.
Rannsaka á jarðveg í fyrirhuguðu hverfi í Árbakka með því að fergja 3 lóðir í hverfinu og mæla sig þeirra yfir ákveðið tímabil.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði veitt.
3. 2009767 - Umsókn um lóðina Suðurtröð 4 Selfossi.
Umsækjandi: Jakob S Þórarinsson.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjanda.
4. 2009886 - Umsókn um nafnabreytingu að byggðarhorni 46, óskað er eftir breita heitinu í Ásakot.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir nafnabreytinguna.
5. 2009505 - Fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu að Heiðarstekk 1 og 3 Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að óverulega deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt.
6. 2001293 - Deiliskipulagstillaga að Hellislandi 36
Skipulagsstofnun hefur sent sveitafélaginu athugasemd um deiliskipulagstillöguna.
Umsagnir Skipulagsstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands lagðar fram til kynningar.
7. 2004276 - Deiliskipulagsbreyting að Heiðarvegi 1 Selffosi, breyting vegna grenndakynningar sem var á fundi 10. júní sl.
Brugðist hefur verið við athugsemdum sem fram komu í grenndarkynningu. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.
8. 2007131 - Tillaga að deiliskipulagi 1. áfanga Jórvíkur 1, tillagan hefur verið auglýst og umsagnir hafa borist.
Umsagnir stofnana lagðar fram til kynningar. Skipulagsfulltrúa falið að koma umsögnum til skipulagshöfundar til áframhaldandi vinnslu.
9. 1905502 - Tillaga að aðalskipulagsbreytingu Árbakka, tillagan hefur verið auglýst og umsagnir borist.
Umsagnir og athugasemdir lagðar fram til kynningar. Skipulagsfulltrúa falið að koma þeim til skipulagshöfundar til áframhaldandi vinnslu.
10. 1312089 - Deiliskipulagstillaga vegna fráveituhreinsistöð, skipulagslýsing hefur verið auglýst.
Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir tillögu að deiliskipulagi til umfjöllunar og auglýsingar.
12. 2010027 - Framkvæmdir án leyfis - Efra Sel
Skipulagsfulltrúi stöðvaði framkvæmdir án leyfis að Efra Seli skv. 16 gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi.
Óskað er staðfestingar bæjarstjórnar á stöðvun framkvæmda að Efra Seli.
13. 2010017 - Lóðarumsókn - Heiðarstekkur 6
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjanda.
Erindi til kynningar
Sigurður Einarsson, arkitekt, og Leó Árnason komu inn á fundinn til að kynna hugmyndir um deiliskipulagsbreytingar.
11. 2010024 - Fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu - Miðbær Selfoss
Sigurður Einarsson, Arkitekt, spyr fyrir hönd Sigtúns þróunarfélags um breytingar á deiliskipulagi miðbæjar Selfoss.
Erindið var lagt fram til kynningar. Rætt var um hugmyndirnar og spurningum nefndarinnar svarað.
Sigurður Einarsson og Leó Árnason yfirgáfu fundinn.
Fundargerð
14. 2009010F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 50
14.1. 2009460 - Hellisland - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Frá fundi 49.
Jón Árni Guðmundsson sækir um leyfi til að byggja 343,2 m2 einbýlishús.
Samþykkt að gefa út byggingarleyfi.

Niðurstaða þessa fundar
14.2. 2008173 - Heiðarstekkur 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Frá fundi 48.
Bent Larsen Fróðason hönnunarstjóri f.h. Fellskots ehf sækir er um leyfi til að byggja 18 íbúða fjölbýlishús. Stærð u.þ.b. 1.660 m2.
Meðal annars þarf að gera grein fyrir búnaði og frágangi lóðar sbr. skilmála deiliskipulags.

Niðurstaða þessa fundar
14.3. 2009647 - Hellubakki 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Frá fundi 49.
Bent Larsen Fróðason hönnunarstjóri f.h. HÁ Tak sækir um leyfi til að byggja 174,0 m2 einbýlishús.
Taka þarf til athugasemda eldvarnaeftirlits ofl.

Niðurstaða þessa fundar
14.4. 2001173 - Lambhagi 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Frá fundi 49.
Sigurður Bjarnason og Kristrún Ásgeirsdóttir sækja um leyfi til að byggja 48,5 m2 bílgeymslu.
Taka þarf tillit til athugasemda eldvarnareftirlits og leiðrétta uppdrætti.

Niðurstaða þessa fundar
14.5. 2008080 - Urðarmói 13 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Frá fundi 49.
KK verk ehf. sækir um leyfi til að byggja 147,5 einbýlishús.
Uppdrættir hafa ekki borist.

Niðurstaða þessa fundar
14.6. 2009749 - Byggðarhorn Búgarður 19 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Netvélar s/f sækir um leyfi til að byggja einbýlishús.
Uppdrættir hafa ekki borist.

Niðurstaða þessa fundar
14.7. 2009686 - Hrísholt 9 - Beiðni um heimild til niðurrifs
Sveitarfélagið Árborg sækir um heimild til að rífa 19,9 m2 geymsluskúr mhl 02.
Samþykkt með fyrirvara um að eignin sé án veðbanda.

Niðurstaða þessa fundar
14.8. 2009711 - Hólaborg - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Hólaborg ehf sækir um leyfi til að byggja 313,8 m2 geymslu.
Byggingaráform samþykkt.
Skila þarf inn gögnum skv. 3. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar áður en byggingarleyfi verður gefið út.

Niðurstaða þessa fundar
14.9. 2009747 - Norðurleið 18 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
Halla Kristín Jónsdóttir tilkynnir um byggingu 14,4 m2 smáhýsis.
Lagt fram til kynningar.

Niðurstaða þessa fundar
14.10. 2009852 - Norðurgata 26 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason hönnunarstjóri f.h. Eiríks S. Arndals sækir um leyfi til að byggja 274,3 m2 einbýlishús.
Byggingaráform samþykkt.
Skila þarf inn gögnum skv. 3. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar áður en byggingarleyfi verður gefið út.

Niðurstaða þessa fundar
14.11. 2009851 - Urriðalækur 26 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason hönnunarstjóri f.h. Sveins Skorra Skarphéðinssonar sækir um leyfi til að byggja 191,8 m2 einbýlishús.
Byggingaráform samþykkt.
Skila þarf inn gögnum skv. 3. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar áður en byggingarleyfi verður gefið út.

Niðurstaða þessa fundar
14.12. 2009850 - Byggðarhorn Búgarður 26 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
María Dís Ásgeirsdóttir sækir um leyfi til að byggja 130,5 m2 einbýlishús.
Byggingaráform samþykkt.
Skila þarf inn gögnum skv. 3. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar áður en byggingarleyfi verður gefið út.

Niðurstaða þessa fundar
14.13. 2009750 - Grashagi 20 - Beiðni um umsögn vegna starfsleyfis
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands biður um umsögn vegna útgáfu starfsleyfis fyrir daggæslu.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að leyfi verði gefið út.

Niðurstaða þessa fundar
14.14. 2009835 - Eyrarvegur 2 - Beiðni um umsögn vegna starfsleyfis
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands biður um umsögn vegna útgáfu starfsleyfis fyrir hárgreiðslustofu.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að starfsleyfi verði gefið út.

Niðurstaða þessa fundar
14.15. 2009701 - Austurvegur 35 - Umsagnarbeiðni vegna starfsleyfis
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands biður um umsögn vegna útgáfu starfsleyfis fyrir þvottahús .
Gera þarf grein fyrir staðsetningu þvottahúss áður en málið er tekið til afgreiðslu.

Niðurstaða þessa fundar
14.16. 2009529 - Búðarstígur 4 - Beiðni um umsögn
Sýslumaðurinn á Suðurlandi biður um umsögn vegna útgáfu rekstrarleyfis til sölu veitinga í flokki II.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að rekstrarleyfi verði gefið út.

Niðurstaða þessa fundar
14.17. 2009510 - Byggðarhorn 40 - Beiðni um umsögn vegna starfsleyfis
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands biður um umsögn vegna útgáfu starfsleyfis fyrir gistingu.
Skráðar fasteignir lóðinni eru ekki fullgerðar. Ekki er gert grein fyrir í hvaða húsnæði fyrirhugaður rekstur á að fara fram.

Byggingarfulltrúi leggst gegn því að starfsleyfi verði gefið út.

Niðurstaða þessa fundar
14.18. 2009511 - Austurvegur 35 - Umsagnarbeiðni vegna starfsleyfis
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands biður um umsögn vegna útgáfu starfsleyfis fyrir kaffihús.
Umbeðið gögn hafa ekki borist.
Afgreiðslu frestað.

Niðurstaða þessa fundar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:14 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica