Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 61

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
30.01.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Helga María Pálsdóttir, bæjarritari
Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá mál um fyrirhugaða heimsókn sveitarstjórnarmanna af Suðurlandi til Danmerkur 9. - 12. mars nk. Var það samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2001349 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012, með síðari breytingum (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 457. mál.
Erindi frá Velferðarnefnd Alþingis, dags. 24.janúar, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012, með síðari breytingum (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), mál 457.
Bæjarráð vísar erindinu til fjölskyldusviðs til umsagnar.
Ósk um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um álefni innflytjenda, nr. 116/2012, með síðari breytingum (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 457. mál..pdf
2. 2001350 - Umsögn - tillaga til þingsályktunar um menningarsal Suðurlands, 55. mál.
Erindi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 24. janúar, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um menningarsal Suðurlands, mál 55.

Tillaga að umsögn liggur fyrir.

Bæjarstjóra er falið að svara erindinu.
Umsögn um tillögu til þingsályktunar um menningarsal Suðurlands, 55. mál..pdf
3. 2001150 - Beiðni frá bæjarfulltrúa D-lista - upplýsingum um kostnað við fundi nefnda árið 2019
Beiðni frá Gunnari Egilssyni, bæjarfulltrúa D-lista, um upplýsingar um kostnað við fundi nefnda árið 2019.
Áður frestað á 60. fundi bæjarráðs.

Svar fjármálastjóra lagt fram.
Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - upplýsingar um kostnað við fundi nefnda árið 2019.pdf
Fyrirspurn Gunnar Egilsson kostnaður nefnda 2019.pdf
4. 2001379 - Framkvæmd afsláttar á gatnagerðargjöldum við Hulduhól á Eyrarbakka og Ólafsvelli á Stokkseyri
Í september 2014 samþykkti bæjarráð að veita sérstakan 75% afslátt af álögðum gatnagerðargjöldum af byggingarhæfum íbúðarhúsalóðum við Hulduhóla á Eyrarbakka og Ólafsvelli á Stokkseyri og að afslátturinn skyldi gilda til ársloka 2016. Afslátturinn hefur gilt áfram fram á þennan dag.
Við Hulduhól eru sex lausar lóðir, fimm einbýlishúsalóðir og ein parhúsalóð. Við Ólafsvelli eru níu einbýlishúsalóðir lausar.
Með vísan til jafnræðisreglu stjórnsýslulaga og til að hvetja til uppbyggingar við þessar götur leggur bæjarráð til að 75% afsláttur verði áfram veittur af þessum lóðum.
5. 2001256 - Landsþing Sambandsins 2020
Boðun á XXXV. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 26. mars næstkomandi.
Lagt fram til kynningar.
Boðun landsþings XXXV.pdf
6. 2001403 - Heimsókn sveitarstjórnarmanna af Suðurlandi til Danmerkur
Hugmyndin er að sveitarstjórnarfólk af Suðurlandi fari í skipulagða ferð á vegum SASS til Danmerkur. Brottför að morgni mánudagsins 9. mars og heimkoma síðdegis fimmtudaginn 12. mars nk.
Bæjarráð samþykkir að í fyrirhugaðri ferð, sveitarstjórnarmanna á Suðurlandi til Danmerkur á vegum SASS, dagana 9.-12. mars nk., taki þátt þrír kjörnir fulltrúar frá Sveitarfélaginu Árborg. Gert er ráð fyrir kostnaði vegna þessa í fjárhagsáætlun ársins 2020.
Fundargerðir
7. 2001010F - Fræðslunefnd - 18
18. fundur haldinn 22. janúar.
8. 2001012F - Eigna- og veitunefnd - 17
17. fundur haldinn 22. janúar.
9. 2001015F - Frístunda- og menningarnefnd - 4
4. fundur haldinn 27. janúar.
10. 2001014F - Félagsmálanefnd - 12
12. fundur haldinn 27. janúar.
10.3. 2001302 - Reglur um fjárhagsaðstoð
Lögð er fram breyting á 10. gr. reglanna. Fyrir breytingar hljóðar hún:
10. gr.
Upphæðir fjárhagsaðstoðar
Framfærslugrunnur tekur mið af útgjöldum vegna daglegs heimilishalds og miðast við grunnfjárhæð kr. 160.102.
Upphæðir fjárhagsaðstoðar eru eftirfarandi:
Framfærslugrunnur einstaklinga 18 ára og eldri sem sannanlega reka eigið heimili er 1,0 eða kr. 160.102. Með rekstri eigin heimilis er átt við þær aðstæður þegar viðkomandi býr í eigin húsnæði eða leigir húsnæði og leggur fram þinglýstan húsaleigusamning því til staðfestingar.
Framfærslugrunnur einstaklinga 18 ára og eldri sem búa með öðrum, leigja húsnæði án þinglýsts leigusamnings eða hafa ekki aðgang að húsnæðier 0,8 eða kr. 128.082.
Framfærslugrunnur einstaklinga sem búa hjá foreldrum, eru inniliggjandi á sjúkrastofnun eða í áfengis- eða vímuefnameðferð er 0,45 eða kr. 72.046. Hafi umsækjandi samkvæmt ofangreindum lið forsjá barns, skal hann reiknast út frá framfærslugrunni 0,8 af grunnfjárhæð. Framfærslugrunnur hjóna og fólks í sambúð er 1,6 eða kr.255.778,-
Frá upphæð fjárhagsaðstoðar dragast skattskyldar tekjur sbr. 13. gr. Upphæð fjárhagsaðstoðar er óháð því hvort barn eða börn búi á heimilinu að undanskyldum þriðja lið þessarar greinar.
10. gr. hljóðar svona eftir breytingar:

10. gr.
Upphæðir fjárhagsaðstoðar
Framfærslugrunnur tekur mið af útgjöldum vegna daglegs heimilishalds og miðast við grunnfjárhæð kr. 164.377. Upphæðir fjárhagsaðstoðar eru eftirfarandi:
Framfærslugrunnur einstaklinga 18 ára og eldri sem sannanlega reka eigið heimili er 1,0 eða kr. 164.377. Með rekstri eigin heimilis er átt við þær aðstæður þegar viðkomandi býr í eigin húsnæði eða leigir húsnæði og leggur fram þinglýstan húsaleigusamning því til staðfestingar.
Framfærslugrunnur hjóna og fólks í sambúð er 1,6 eða kr.263.003. Frá upphæð fjárhagsaðstoðar dragast skattskyldar tekjur sbr. 13. gr. Upphæð fjárhagsaðstoðar er óháð því hvort barn eða börn búi á heimilinu að undanskyldum þriðja lið þessarar greinar.
Framfærslugrunnur einstaklinga 18 ára og eldri sem búa með öðrum, leigja húsnæði án þinglýsts leigusamnings eða hafa ekki aðgang að húsnæðier 0,8 eða kr. 131.502.
Framfærslugrunnur einstaklinga sem búa hjá foreldrum. 0,45 eða kr. 73.970.
Einstaklingar sem eru inniliggjandi á sjúkrastofnun eða í áfengis- eða vímuefnameðferð og hafi umsækjandi samkvæmt ofangreindum lið forsjá barns og hafi barn lögheimili hjá honum, Reiknast út frá framfærslugrunni 0,8 131.502 kr af grunnfjárhæð nema einstaklingur reki eigið heimili 1.0 eða 164.377 kr. Með rekstri eigin heimilis er átt við þær aðstæður þegar viðkomandi býr í eigin húsnæði eða leigir húsnæði og leggur fram þinglýstan húsaleigusamning því til staðfestingar.
Félagsmálanefnd samþykkir breytingarnar frá og með 1. febrúar 2020, með öllum greiddum atkvæðum og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingarnar.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Fundargerðir til kynningar
11. 2001335 - Fundargerðir hverfisráðs Stokkseyrar 2020
Fundur haldinn 23. janúar.
Bæjarráð vísar lið 2.-4.,6.-9. og 11.-12 til Eigna- og veitunefndar til umfjöllunar.
Bæjarráð vísar lið 13 til Umhverfisnefndar til umfjöllunar.
Liður 14 er í vinnslu hjá Tölvudeild.
Fundargerð hverfisráðs Stokkseyrar 23.01.20..pdf
12. 2001344 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2020
289. fundur haldinn 15. janúar.
289. stjórnarfundur SOS, 15. janúar 2020.pdf
13. 1901176 - Fundargerðir stjórnar SASS 2019
552. fundur haldinn 13. desember
552.-fundur-stj.-SASS.pdf
14. 1903142 - Fundargerðir almannavarnanefndar Árnessýslu 2019
Fundargerð framkvæmdaráðs haldinn 13. nóvember.
Fundargerð FAÁ 13. nóvember 2019.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica