Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Velferðarnefnd - 16

Haldinn á 3. hæð Ráðhúss,
08.04.2025 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Helga Lind Pálsdóttir formaður, D-lista,
Margrét Anna Guðmundsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Lieselot Michele Maria Simoen nefndarmaður, Á-lista,
Ellý Tómasdóttir nefndarmaður, B-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir nefndarmaður, S-lista,
María Friðmey Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs,
Sigþrúður Birta Jónsdóttir deildarstjóri.
Fundargerð ritaði: Helga Lind Pálsdóttir, formaður velferðarnefndar


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2006059 - Barnaverndarmál
Trúnaðarmál.
Velferðarnefnd leggur til við bæjarráð að samþykkja beiðni barnaverndarþjónustu og að gerður verði viðauki vegna málsins.
Samþykkt
2. 2504064 - Áfrýjun til velferðarnefndar
Trúnaðarmál.
3. 2404207 - Breytingar á greiðsluþáttöku foreldra
Erindi frá félagi dagforeldra í Árborg um aukna greiðsluþáttöku sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðar hækkunar á gjaldskrá dagforelda.
Velferðarnefnd þakkar samtökum dagforeldra á Suðurlandi greinagóða skýrslu um stöðu dagforeldra í Árborg. Nefndin vill jafnframt koma á framfæri þökkum til dagforeldra fyrir að veita mikilvæga þjónustu í þágu fjölskyldna og barna í sveitarfélaginu. Velferðarnefnd telur að það tilraunaverkefni sem sett var á laggirnar frá ágúst 2024 til lok Júlí 2025 um hærri niðurgreiðlsu til foreldra barna 18 mánaða og eldri hafi reynst vel. Leggur velferðarnefnd til við bæjarráð að samþykkja að 5 gr. reglna um niðurgreiðslur daggæslu barna í heimahúsum í Sveitarfélaginu Árborg verði fest í sessi. Jafnframt leggur velferðarnefnd til við bæjarráð að samþykkja aukna niðurgreiðslu til dagforeldra í Árborg sbr. Sviðsmynd B í minnisblaði sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Samþykkt
Erindi til kynningar
4. 2503563 - Málefni velferðarþjónustu 2025
Deildarstjóra barst fyrirspurn frá bæjarfulltrúa S-lista um stöðu velferðarþjónustu í Árborg. Helstu upplýsingar og áskoranir voru teknar saman.
Velferðarnefnd þakkar góða kynningu á stöðu og áskorunum velferðarþjónustu Árborgar. Velferðarnefnd vekur athygli á að langur biðtími eftir viðtali við félagsráðgjafa í fullorðinsteymi er alvarlegur og geti leitt til þess að mál þyngjast og verða kostnaðarsamari fyrir vikið, afar mikilvægt er að sveitarfélagið bregðist við stöðunni með viðeigandi hætti. Velferðarnefnd tekur undir áhyggjur starfsmanna velferðarþjónustunnar um alvarlega stöðu þungra barnaverndarmála og skort á úrræðum. Velferðarnefnd tekur einnig undir mikilvægi þess að úrræðum fyrir börn með fjölþættan vanda verði fleiri, fjölbreyttari og aðgengilegri.
5. 2504055 - Samkomulag um framlengingu á samningi Sv.Á og sjúkratryggingum
Samkomulag um framlengingu á samningi á milli sveitarfélagsins við sjúkratryggingar Íslands um þjónustu í almennri og sértækri dagdvöl hefur verið undirritað.
Lagt fram til kynningar.
6. 2504054 - Staðan á dagdvölum apríl 2025
Forstöðumaður dagdvala, Bylgja Dögg Kristjánsdóttir, kemur inn á fund og kynnir starfsemi dagdvala eldri borgara í Árborg.
Velferðarnefnd þakkar fyrir góða kynningu frá forstöðumanni dagdvala í Árborg.
7. 2504056 - Framtíðarsýn dagdvala í Árborg
Forstöðumaður dagdvala leggur fyrir Velferðarnefnd greinagerð um framtíðarsýn í dagdvölum eldri borgara í framhaldi af kynningu um stöðu dagdvala.
Velferðarnefnd tekur undir að mikilvægt sé að horfa til framtíðar út frá aðgerðaáætlun stjórnvalda í verkefninu Gott að eldast.
8. 2504090 - Aukinn einstaklingsstuðningur vegna ferðalaga fatlaðs fólks
Lagt er til umfjöllunar fyrir Velferðarnefnd minnispunktar velferðarþjónustu er varðar beiðnir um auka einstaklingsstuðnings tíma vegna ferðalaga fatlaðs fólks.
Velferðarnefnd telur eina af grunnstoðum velferðarþjónustu vera að styðja notendur til sjálfstæðs lífs og auka lífsgæði þeirra. Velferðarnefnd telur mikilvægt að styðja einstaklinga sem ekki geta ferðast einir og veita þeim þannig tækifæri til að taka þátt í viðburðum sem eru valdeflandi.

Velferðarnefnd leggur áherslu á að skýrt vinnulag liggi fyrir svo unnt sé að veita þjónustuna, auka fyrirsjáanleika og veita notendum velferðarþjónustunnar jöfn tækifæri.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica