57. fundur bæjarstjórnar, kjörtímabilið 2022 - 26
Fundur bæjarstjórnar Árborgar verður haldinn mánudaginn 28. apríl 2025 í Grænumörk 5, Selfossi, kl.17:00.
https://www.youtube.com/watch?v=P2_LPxvol5E
Dagskrá:
Almenn erindi
- 2504170 - Ársreikningur Árborgar 2024
Fyrri umræða. - 2504124 - Úthlutunar- og útboðsskilmálar fyrir íbúðalóðir við Hjalldæl á
Eyrarbakka
Þar sem mótatkvæði kom fram á 124. fundi bæjarráðs við afgreiðslu á úthlutunar og útboðsskilmálum fyrir íbúðalóðir við Hjalldæl á Eyrarbakka er tillagan lögð fram til samþykktar í bæjarstjórn.
Bæjarstjóri leggur til við bæjarstjórn að auglýst verði eftir kauptilboðum í byggingarrétt fyrir íbúðarhúsnæði við Hjalladæl á Eyrarbakka. Um opið útboð verður að ræða sem auglýst verður á vef sveitarfélagsins og útboðsvefurinn nýttur. Tilboðum skal skilað innan auglýsts skilafrests. Bæjarstjóra er veitt heimild til að taka hæsta tilboði sem berst í byggingarrétt á umræddum lóðum að því gefnu að það nái lágmarksverði. Jafnframt er bæjarstjóra veitt heimild til skrifa undir skilyrt veðleyfi vegna fjármögnunar tilboðsgjafa á gatnagerðar- og byggingarréttargjöldum. - 2503409 - Eyjasel 12 - Beiðni um umsögn um geymslustað ökutækja
Tillaga frá 43. fundi skipulagsnefndar sem haldinn var 23. apríl, liður 2.
Beiðni um umsögn um geymslustað ökutækja. Samgöngustofa óskar eftir umsögn Sveitarfélagsins Árborgar, skv. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 65/2015 um ökutækjaleigur, vegna umsóknar Kodiak Travel ehf, um geymslustað ökutækja að Eyjaseli 12 á Stokkseyri. Sótt er um að leiga út eitt ökutæki. Í aðalskipulagi Árborgar 2020 - 2036 kemur m.a. eftirfarandi fram um stefnu byggðar á Eyrarbakka og Stokkseyri:
Að heimild sé fyrir minniháttar atvinnustarfsemi innan íbúðarbyggðar svo sem gistiheimili, ferðaþjónustu, minni verslanir og menningartengda starfsemi, til að efla fjölbreytni í atvinnulífi.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að lóðarhafa á Eyjaseli 12, verði heimilt að geyma eitt ökutæki sem tengist útleigu bíls. Nefndin gerir þó fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar, og skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Eyjaseli 11 og Eyrarbraut 14 og 16.
Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja að lóðarhafa á Eyjaseli 12, verði heimilt að geyma eitt ökutæki sem tengist útleigu bíls þó með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar, og skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Eyjaseli 11 og Eyrarbraut 14 og 16. - 2310134 - Fossnes og Mýrarland - Deiliskipulag Verslunar-þjónustu, Athafna- og
iðnaðarsvæða
Tillaga frá 43. fundi skipulagsnefndar frá 23. apríl sl. liður 6. Fossnes og Mýrarland - Deiliskipulag Verslunar-þjónustu, Athafna- og iðnaðarsvæða.
Uppfærð tillaga deiliskipulags Fossness og Mýrarlands er hér með lögð fram eftir auglýsingu. Tillagan var auglýst frá 19. september til og með 31. október 2024. Umsagnir bárust frá Brunavörnum Árnessýslu, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni. Athugasemdir eru gerðar innan umsagnar Vegagerðar og Minjastofnunar. Vegagerðin gerði nokkrar athugasemdir og var haldinn samráðsfundur um þær breytingar sem gerðar hafa verið, m.a. með fækkun vegtenginga við Suðurlandsveg. Minjastofnun taldi að fornleifafræðing þyrfti að fá til að uppfæra í einni skýrslu þær fornleifaskráningar sem gerðar hafa verið og ná yfir mismunandi hluta deiliskipulagssvæðis. Fornleifastofnun Íslands hefur gert skýrslu FS 1011 - 2433, þar sem kemur fram að fundist hafi tvær nýjar fornminjar.
Gerðar hafa verið ítarbreytingar frá auglýstri tillögu, m.a. færslu á lóðarmörkum Fossness 14, til norðvesturs, sameining á lóðunum Fossnes 11 - 13 og Fossnes 16 - 18. Þá er gerð ítarlegri þarfagreining vegna lóðar sem er utan um kaldavatnstank á svæði 53, m.a. með afmörkun á byggingarreit.
Skipulagsnefnd Árborgar samþykkir fyrir sitt leyti þær umbætur og breytingar sem gerðar hafa verið á tillögunni, í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd telur að þær breytingar sem gerðar hafi verið á tillögunni, kalli ekki á endurauglýsingu. Nefndin mælir með að bæjarstjórn samþykki tillöguna í samræmi við 41. og 42. gr. skipulagslaga, og feli skipulagsfulltrúa að senda tillöguna Skipulagstofnunar til afgreiðslu. - 2206157 - Fundartími bæjarstjórnar kjörtímabilið 2022 - 2026
Lagt er til að næsti fundur bæjarstjórnar verði 14. maí 2025.
Fundargerðir - 2502024F - Skipulagsnefnd - 42
42. fundur haldinn 19. mars. - 2503015F - Fræðslu- og frístundanefnd - 18
18. fundur haldinn 19. mars. - 2503025F - Bæjarráð - 122
122. fundur haldinn 27. mars. - 2503024F - Eigna- og veitunefnd - 40
40. fundur haldinn 25. mars. - 2503030F - Bæjarráð - 123
123. fundur haldinn 3. apríl. - 2503029F - Umhverfisnefnd - 21
21. fundur haldinn 1. apríl. - 2504007F - Bæjarráð - 124
124. fundur haldinn 10. apríl. - 2503019F - Velferðarnefnd - 16
16. fundur haldinn 8. apríl. - 2504004F - Fræðslu- og frístundanefnd - 19
19. fundur haldinn 7. apríl. - 2504015F - Bæjarráð - 125
125. fundur haldinn 25. apríl.