Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfisnefnd - 8

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
05.02.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Guðmunda Ólafsdóttir nefndarmaður, B-lista,
Guðrún Jóhannsdóttir nefndarmaður, M-lista,
Ragnheiður Guðmundsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Ólafur Hafsteinn Jónsson nefndarmaður, D-lista,
Sigurður Ólafsson deildarstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigurður Ólafsson, deildarstjóri
Fulltrúi ungmennaráðs í Umhverfisnefnd Egill Hermannsson er mættur til fundar.

Formaður leggur til að taka inn mál með afbrigðum um opnunartíma gámasvæðisins. Samþykkt.


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2002008 - Gjaldtaka á jarðefnum
Umræða um hvort hefja eigi gjaldtöku á jarðefnum.
Umræða um hugsanlega gjaldtöku á jarðefnum tekin fyrir í nefndinni og nefndin leggur til að ekki verði um gjaldtöku að ræða að sinni.
Samþykkt
2. 2001335 - Fundargerðir hverfisráðs Stokkseyrar 2020
Hverfaráð Stokkseyrar vill að bletturinn í kringum Þuríðarbúð sé nefndur Þuríðargarður og það sem kallist Þuríðargarður í dag fái nýtt nafn.
Umhverfisnefnd telur sig ekki hafa forsendur til þess að leggja til breytingar á nöfnum útivistarsvæða í sveitarfélaginu og nefndin óskar eftir því við Hverfaráðið, að fá frekari rökstuðning við þessar tillögur.
Samþykkt
Erindi til kynningar
3. 1902028 - Sorphirða í Árborg 2019
Umræður um mögulega skiptingu á útboði í hirðu og móttöku á sorpi.
Deildarstjóri Framkvæmda- og tæknideildar kynnti málið.
Samþykkt
4. 2001246 - Frárennsli - Aðgerðaáætlun 2020
Drög að aðgerðaráætlun fráveitu lögð fram til kynningar.
Deildarstjóri Framkvæmdar- og tæknideildar kynnti aðgerðaráætlun fráveitu.
Samþykkt
5. 1703281 - Mat á umhverfisáhrifum við hreinsistöð fráveitu við Geitanesflúðir
Kynningarferli sveitarfélagsins lagt fram til kynningar.
Frummatsskýrsla vegna hreinsistöðvar við Ölfusá lögð fram til kynningar.
Samþykkt
6. 2002010 - Gámasvæði Árborgar að Víkurheiði - ný hönnun
Umræður um gámasvæðið við Víkurheiði ? hönnun komin í gang og fyrstu drög frá verkfræðistofunni EFLU lögð fram til kynningar.
Kynnt drög að breytingum á framtíðarhönnun gámasvæðis við Víkurheiði.
Samþykkt
7. 1606089 - Umhverfisstefna
Umræður um tillögur nefndarmanna varðandi drög að umhverfisstefnu sveitarfélagsins.
Deildarstjóra Framkvæmdar- og tæknideildar er falið að vinna málið áfram. Umræður voru um að málefni skógræktar þurfi að vera nefnd í umhverfisstefnunni.
Samþykkt
8. 1907031 - Hundasleppisvæði við Stokkseyri
Hverfaráð Stokkseyrar, hundagerði ? Hverfaráð fagnar því að hundagerði sé komið á dagskrá og samþykkir staðsetninguna sem fyrirhuguð er. Staðsetning hefur einnig verið kynnt fyrir Ívari Bjarka Magnússyni frá Hagsmunafélagi hundaeigenda Taumi, þann 4. desember sl.
Bókun Hverfisráðs Stokkseyrar lögð fram.
Samþykkt
9. 2002011 - Endurgerð gatna - Rauðholt og Austurvegur
Til kynningar fyrirhugaðar framkvæmdir við Austurveg og Rauðholt.
Lagt fram til kynningar.
Samþykkt
Bókun vegna máls tekið inn með afbrigðum:
Umhverfisnefnd leggur til að opnunartími gámasvæðis verður óbreyttur út árið 2020.
Mánudaga - Föstudaga: 10:00 - 17:00
Miðvikudaga: 10:00 - 18:30
Laugardaga: 10:00 - 17:00
Sunnudaga: Lokað



Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:50 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica