Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 85

Haldinn í gegnum fjarfundarbúnað,
12.01.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sigurjón Vídalín Guðmundsson formaður, Á-lista,
Ari Már Ólafsson nefndarmaður, M-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Magnús Gíslason nefndarmaður, D-lista,
Anton Kári Halldórsson skipulagsfulltrúi, Leifur Stefánsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Ásdís Styrmisdóttir starfsmaður, Sveinn Pálsson byggingafulltrúi, Rúnar Guðmundsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði.
Fundargerð ritaði: Anton Kári Halldórsson, Skipulagsfulltrúi
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir með afbrigðum að taka á dagskrá mál nr. 7.


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2111192 - Gagnheiði 20 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Fossmót ehf. sækir um leyfi til að byggja iðnaðarhúsnæði við hlið núverandi húss. Helstu stærðir eru; 580,6 m2 og 2.695,0 m3. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti nýtingu lóðar 08.01.2002 þar sem gert er ráð fyrir 402 m2 viðbyggingu sem stendur að hluta út fyrir byggingarreit skv deiliskipulag frá 1983. Tillaga meðfylgjandi byggingaleyfisumsókn, var grenndarkynnt í samræmi við bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 1. desember 2021, og var athugasemdafrestur gefinn til 3. janúar 2022. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi vegna Gagnheiði 20.
Samþykkt
2. 2111442 - Björkurstekkur 79 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Um er að ræða byggingarleyfisumsókn sem nú þegar er í grenndarkynningu. Vegna galla á gögnum er erindið tekið aftur á dagskrá.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að senda þeim sem grenndarkynnt var fyrir uppfærð gögn byggingarleyfisumsóknar og framlengja athugasemdafrest um tvær vikur.
Samþykkt
3. 2201062 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Hraðahindrun
Atli Marel Vokes f.h. mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir gerð hraðahindrunar og bílastæða við Langholt skv. meðfylgjandi gögnum.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að framkvæmdaleyfi verði veitt.
Samþykkt
4. 2201065 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Fergingar á lóðum
Sigurður Þór Sigurðsson f.h. eigenda Árbakkalands sækir um framkvæmdaleyfi til fergingar lóða innan svæðisins skv. meðfylgjandi gögnum.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að framkvæmdarleyfi verði veitt skv. meðfylgjandi gögnum.
Samþykkt
5. 2109308 - Deiliskipulagstillaga - Austurvegur Vallholt
Lagt fram til kynningar og umræðu tillaga að deiliskipulagi fyrir hluta Austurvegar og Vallholts á Selfossi.
Skipulags- og byggingarnefnd fer yfir tillögu að deiliskipulagi fyrir hluta Austurvegar og Vallholts. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að senda fasteignaeigendum innan skipulagssvæðis drögin til kynningar. Óskað verði eftir athugasemdum og ábendingum varðandi tillöguna.
Samþykkt
6. 2201102 - Deiliskipulagsbreyting - Engjaland 2-4
Kjartan Sigurbjartsson f.h. lóðareigenda leggur fram óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Engjaland 2 og 4, Selfossi. Breytingin felur í sér hækkun um eina hæð þannig að heimilt verði að byggja 4 hæða hús í stað 3 hæða á lóðunum. Einnig er óskað eftir fjölgun íbúða á hvorri lóð um 2 íbúðir. Megin ástæða hækkunar er að gert verður ráð fyrir að koma fyrir bílgeymslu á hluta af 1 hæð húsanna.
Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir því að unnin verði skuggavarpsgreining fyrir nálægar fasteignir. Einnig óskar nefndin eftir því að að tilgangur breytingar verði settur skýrar fram í greinargerð deiliskipulags og skilmálar skýrðir.
Frestað
7. 2201106 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Göngustígur Flóðhólsflóð
Atli Marel Vokes f.h. mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir gerð göngustígs við Flóðhólsflóð skv. gildandi deiliskipulagi.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að framkvæmdaleyfi verði veitt.
Samþykkt
Fundargerð
8. 2112023F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 82
8.1. 2112363 - Suðurtröð 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sigurður Þ. Jakobsson f.h. Sundhesta ehf, sækir um leyfi til byggingar hesthúss.
Stærð 325,0 m2 og 958,8 m3.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt með fyrirvara um að uppdrættir verði leiðréttir.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu
- Byggingarheimildargjöld hafa verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
8.2. 2112126 - Suðurengi 27-35 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Elínborgar Telmu Ágústdóttur sækir um leyfi til breytinga á hurðum og gluggum að Suðurengi 33.
Málið var áður á 80. fundi og þá vísað til skipulags- og byggingarnefndar sem ákvað að grenndarkynna áformin fyrir öðrum eigendum Suðurengis 27-35.
Fyrir liggur undirritað samþykki viðkomandi.
Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin hafa verið grenndarkynnt og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu
- Byggingarheimildargjöld hafa verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
8.3. 21101285 - Vallholt 19 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Davíð Sigurðsson f.h. Oddfellowhússins á Selfossi, sækir um leyfi til að byggja ofan á svalir á annari hæð.
Stærð viðbyggingar 78,9 m2 og 320,0 m3.
Heildarstærð húss verður 1003,4 m2 og nýtingarhlutfall á lóð verður 0,65
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð (viðbygging við þegar byggt hús).
Byggingaráformin hafa verið grenndarkynnt og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu
- Byggingarheimildargjöld hafa verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
8.4. 2112402 - Sílatjörn 2-8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Fannar Aron Hafsteinsson sækir um leyfi vegna innri breytinga á Sílatjörn 2 og útlitsbreytingar vegna færslu glugga frá norðurhlið þvottahúss á austurhlið bílskúrs.
Innri breytingar felast í að núverandi þvottahús verður sameinað eldhúsi og þvottaaðstaða verður í bílskúr.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð og breytingin er óveruleg sbr. gr. 2.3.4.
Framkvæmdin hvað varðar ytra útlit er háð byggingarheimild. Umsókn um byggingarheimild skulu fylgja gögn skv. gr. 2.3.7:
- Aðaluppdrættir sem sýna innri og ytri breytingar.
- Samþykki eigenda annarra eigna í raðhúsinu.

Afgreiðslu frestað.

Niðurstaða þessa fundar
8.5. 2107116 - Einarshöfn 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Halldór Pétur Þorsteinson sækir um leyfi til að byggja u.þ.b. 50 m2 bílskúr á lóðinni Einarshöfn 2,(II) L166120, á Eyrarbakka.
Byggingarfulltrúi synjar umsókn um byggingarleyfi, þar sem umsóknin samræmist ekki gildandi deiliskipulagi svæðisins. Þá hefa ekki verið lögð fram nægilega ítarleg gögn til að hægt sér að taka afstöðu til umsóknar.

Hafnað




Niðurstaða þessa fundar
8.6. 2201028 - Skólavellir 5 - Umsókn um stöðuleyfi
Guðmundur B. Vigfússon sækir um stöðuleyfi fyrir gám, smáhús og þak vegna framkvæmda fyrir tímabilið 01.01.2022 - 30.06.2022.
Með bréfi dags. 19.10.2020 krafðist byggingarfulltrúi þess að öll mannvirki norðan hússins yrðu fjarlægð enda um óleyfisbyggingar að ræða. Umsækjandi hefur ítrekað óskað eftir fresti og hefur framvísað stöðuleyfi fyrir hluta mannvirkjanna frá öðru sveitarfélagi.
Fundur verður með umsækjanda og lögfræðingi hans 11. janúar nk.

Afgreiðslu frestað.

Niðurstaða þessa fundar
8.7. 2112360 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir leiksvæði við Rimahverfi
Heilbrigðiseftirlit Suðurland biður um umsögn vegna endurnýjunar starfsleyfis fyrir leiksvæðið við Rimahverfi.




Svæðið er opið svæði skv. gildandi aðalskipulagi. Deiliskipulag hefur ekki verið gert. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við endurnýjun starfsleyfis.

Niðurstaða þessa fundar
8.8. 2112361 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir leikvæði við Miðtún
Heilbrigðiseftirlit Suðurland biður um umsögn vegna endurnýjunar starfsleyfis vegna reksturs leiksvæðis við Miðtún á Selfossi.
Svæðið er opið svæði skv. gildandi aðalskipulagi. Deiliskipulag hefur ekki verið gert. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við endurnýjun starfsleyfis.

Niðurstaða þessa fundar
8.9. 2112362 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir leikvæði við Reyrhaga
Heilbrigðiseftirlit Suðurland biður um umsögn vegna endurnýjunar starfsleyfis vegna reksturs leiksvæðis við Reyrhaga.
Svæðið er opið svæði skv. gildandi aðalskipulagi. Deiliskipulag hefur ekki verið gert. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við endurnýjun starfsleyfis.

Niðurstaða þessa fundar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica