|
Almenn afgreiðslumál |
1. 2103211 - Bæting gæða farsímaþjónustu á suðursvæði Selfoss - Míla |
Skipulags- og byggingarnefnd þakkar fyrir erindið. Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
Magnús Gíslason víkur af fundi við afgreiðslu erindisins
|
2. 2103311 - Umsókn um breytt nýtingarhlutfall - Víkurheiði 1 |
Skipulagsfulltrúa falið að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir hluta af lóðum í Víkurheiði m.t.t. nýtingarhlutfalls lóðanna. Samþykkt samhljóða. |
Samþykkt |
|
Magnús Gíslason kemur aftur til fundar
|
|
|
3. 2103245 - Umsókn um sameiningu lóða - Austurvegur 40 og 40B |
Erindinu frestað. Skipulagsfulltrúa faliða að ræða við umsækjanda um mögulega lausn án þess að til komi sameiningar á lóðunum.
|
Frestað |
|
|
|
4. 2103046 - Ránarbakki - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi |
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum Marbakka og Skerjabakka. Samþykkt samhljóða. |
Samþykkt |
|
|
|
5. 2103255 - Úthagi 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi |
Skv. samþykktum lóðablöðum er gert ráð fyrir byggingu bílskúra á lóðum í Úthaga. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum Úthaga 1, 3, 4 og Heimahaga 13. Samþykkt samhljóða. |
Samþykkt |
|
|
|
6. 2103246 - Fyrirspurn um byggingaráform - Móskógar |
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og mælist til þess að unnin verði deiliskipulagstillaga fyrir umrætt svæði. Samþykkt samhljóða. |
Samþykkt |
|
|
|
7. 2103097 - Fyrirspurn um byggingu bílskúrs - Seljavegur 7 |
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum Mánavegar 2, 4, Sléttuvegi 2, 4, Seljavegi 6, 8, 9. Samþykkt samhljóða. |
Samþykkt |
|
|
|
8. 2102065 - Fyrirspurn um stækkun húsnæðis - Austurvegur 42 |
Afgreiðslu frestað. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda um mögulega stækkun lóðarinnar. |
|
|
|
9. 2103198 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Hraðahindrun |
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að framkvæmdaleyfisumsókn fyrir hraðahindrun í Hagalæk verði samþykkt. Samþykkt samhljóða. |
Samþykkt |
|
|
|
10. 2103248 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Leiksvæði við Engjaland |
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að framkvæmdaleyfisumsókn fyrir leiksvæði við Engjaland verði samþykkt. Samþykkt samhljóða. |
Samþykkt |
|
|
|
11. 2103259 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Vatns og hitaveita við Votmúlaveg. |
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að framkvæmdaleyfisumsókn fyrir lögnum á vatns- og hitaveitu við Votmúlaveg. Samþykkt samhljóða. |
Samþykkt |
|
|
|
12. 2101098 - Deiliskipulagsbreyting - Eyravegur 26-30 |
Lýsing deiliskipulags fyrir Eyraveg 26-30 var auglýst til kynningar frá 24. febrúar 2021 með athugasemdafresti til og með 17. mars 2021. Umsagnir bárust frá lögbundnum umsagnaraðilum. Skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að tillögunni m.t.t. umsagna umsagnaraðila. Samþykkt samhljóða. |
Samþykkt |
|
|
|
13. 2101332 - Deiliskipulag - Austurbyggð II |
Lýsing deiliskipulags fyrir Austurbyggð II var auglýst til kynningar frá 24. febrúar 2021 með athugasemdafresti til og með 17. mars 2021. Umsagnir bárust frá lögbundnum umsagnaraðilum. Skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að tillögunni m.t.t. umsagna umsagnaraðila. |
|
|
|
14. 1905502 - Tillaga að aðal- og deiliskipulagsbreytingu Árbakka |
Tillaga að aðal- og deiliskipulagsbreytingu fyrir Árbakka var auglýst þann 19. ágúst 2020, með athugasemdafresti til og með 30. september 2020. Einnig voru tillögurnar senda til umsagnar lögbundinna umsagnaraðila. Alls bárust 2 athugasemdir og 7 umsagnir við tillögurnar. Gerðar hafa verið óverulegar breytingar á tillögunum í samræmi við innsendar athugasemdir og umsagnir. Yfirlit yfir innsendar umsagnir og athugasemdir og viðbrögð við þeim verða sendar þeim sem athugasemdir gerðu. Varðandi athugasemd við tillögu að aðalskipulagsbreytingu sem barst eftir að athugasemdafrestur rann út, verður því vísað til heildarendurskoðunar aðalskipulags sem nú stendur yfir, þar sem verður tekið tillit til þeirrar athugasemdar.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að aðalskipulagsbreytingu verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulagsbreytingu verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða. |
Samþykkt |
|
|
|
15. 1909188 - Deiliskipulagsbreyting - Víkurheiði |
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Víkurheiði var auglýst frá 1. október 2020, með athugasemdafresti til og með 25. nóvember 2020. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum og hefur verið brugðist við þeim með óverulegri breytingu á auglýstri tillögu.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða. |
Samþykkt |
|
|
|
16. 1910179 - Aðalskipulagsbreyting - Austurbyggð. |
Þar sem að enn er beðið eftir umsögnum frá hluta af lögbundnum umsagnaraðilum, er afgreiðslu frestað til næsta fundar nefndarinnar.
|
|
|
|
17. 1901274 - Tillaga að deiliskipulagi Hjalladælar á Eyrarbakka. |
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillaga verði samþykkt til auglýsingar skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða. |
Samþykkt |
|
|
|
18. 2102357 - Deiliskipulagsbreyting - Þykkvaflöt 3-9 |
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
|
Fundargerð |
19. 2103005F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 61 |
19.1. 2103046 - Ránarbakki - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Erindinu er vísað til skipulagsnefndar.
Vísað í nefnd.
Niðurstaða þessa fundar
|
19.2. 2103161 - Kelduland 21 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara á að aðaluppdráttur verði uppfærður í samræmi við athugasemdir brunavarna.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
Niðurstaða þessa fundar
|
19.3. 1909108 - Byggingarleyfisumsókn - Eyrargata 65
Erindið var áður á 26. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa og hefur verið grenndarkynnt og samþykkt skipulagsnefnd.
Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2.
Byggingaráform samþykkt.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
Niðurstaða þessa fundar
|
19.4. 2102434 - Byggðarhorn Búgarður 19 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2.
Byggingaráform samþykkt.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
Niðurstaða þessa fundar
|
19.5. 2103209 - Tryggvagata 25 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2.
Byggingaráform samþykkt.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
Niðurstaða þessa fundar
|
19.6. 2103090 - Tilkynning um framkvæmd undanþegna byggingaleyfi - Norðurleið 19
Óskað er eftir greinargerð umsækjanda um heildar byggingaráform á lóðinni með tilliti til markmiða deiliskipulagsins.
Afgreiðslu frestað.
Niðurstaða þessa fundar
|
19.7. 2103199 - Tilkynningarskild framkvæmd - Sílalækur 10
Smáhýsi á lóð sbr. Byggingarreglugerð 2.3.5. staflið g.
Fyrir liggur skriflegt samþykki eigenda nágrannalóða.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við framkvæmdina enda séu önnur ákvæði greinar í 2.3.5. g. uppfyllt.
Niðurstaða þessa fundar
|
19.8. 2103208 - Tilkynning um framkvæmd undanþegna byggingaleyfi - Sunnuhvoll
Tilkynningarskyld framkvæmd sbr. gr. 2.3.5.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við framkvæmdina.
Niðurstaða þessa fundar
|
19.9. 2103089 - Stöðuleyfi - Víkurheiði
Umsækjandi skal leggja fram samþykki lóðarhafa að Víkurheiði 1.
Niðurstaða þessa fundar
|
|
|
|
Helstu stærðir 138,3m² 504,1m³