Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 64

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
24.03.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sigurjón Vídalín Guðmundsson formaður, Á-lista,
Ari Már Ólafsson nefndarmaður, M-lista,
Kristbjörn Hjalti Tómasson nefndarmaður, S-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Magnús Gíslason nefndarmaður, D-lista,
Anton Kári Halldórsson , Ásdís Styrmisdóttir starfsmaður, Sveinn Pálsson byggingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Anton Kári Halldórsson, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2103211 - Bæting gæða farsímaþjónustu á suðursvæði Selfoss - Míla
Síminn/Míla falast eftir aðstoð og samstarfi við Árborg, um að hægt verði að bæta farsímaþjónustu hjá íbúum Árborga. Nú sem stendur er skóinn helst að kreppa á svæði á suðurhluta Selfossbæjar.
Skipulags- og byggingarnefnd þakkar fyrir erindið.
Lagt fram til kynningar.
Magnús Gíslason víkur af fundi við afgreiðslu erindisins
2. 2103311 - Umsókn um breytt nýtingarhlutfall - Víkurheiði 1
Sótt um breytingu á nýtingarhlutfalli að Víkurheiði 1 Selfossi.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir hluta af lóðum í Víkurheiði m.t.t. nýtingarhlutfalls lóðanna.
Samþykkt samhljóða.
Magnús Gíslason kemur aftur til fundar
3. 2103245 - Umsókn um sameiningu lóða - Austurvegur 40 og 40B
Sótt um sameiningu á lóðum við Austuveg 40 og 40b á Selfossi. Hvítasunnukirkjan á Selfossi kt: 591197-2829 á báðar lóðirnar en hugmyndin er að sameina megnið af B hluta lóðarinnar Austuvegar 40 við lóðina 40b að undanskilinni 2.2 metra ræmu frá Austurvegi og að suðurenda hússins til að tryggja gott aðgengi að íbúðinni í 40 (neðri hæð).

Þetta má sjá á meðfylgjandi teikningum þar sem merkt hefur verið inn sá hluti sem hugsað er að verði skilin eftir við sameininguna.

Erindinu frestað. Skipulagsfulltrúa faliða að ræða við umsækjanda um mögulega lausn án þess að til komi sameiningar á lóðunum.
4. 2103046 - Ránarbakki - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Árni Bragason sækir um leyfi til að byggja nýtt frístundahús úr timbri á steyptum sökklum.

Helstu stærðir 138,3m² 504,1m³
Erindinu var vísað til skipulagsnefndar.



Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum Marbakka og Skerjabakka.
Samþykkt samhljóða.
5. 2103255 - Úthagi 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sótt um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir bílskúr að Úthaga 2 Selfossi.
Skv. samþykktum lóðablöðum er gert ráð fyrir byggingu bílskúra á lóðum í Úthaga. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum Úthaga 1, 3, 4 og Heimahaga 13.
Samþykkt samhljóða.
6. 2103246 - Fyrirspurn um byggingaráform - Móskógar
Fyrirspurn til skipulagsdeildar Árborgar vegna fyrirhugaðra byggingaráforma á 1 ha lóð úr landi Móskóga.
Á meðfylgjandi uppdrætti er yfirlitsmynd og greinargerð um framkvæmdina ásamt fyrirspurninni sjálfri.

Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og mælist til þess að unnin verði deiliskipulagstillaga fyrir umrætt svæði.
Samþykkt samhljóða.
7. 2103097 - Fyrirspurn um byggingu bílskúrs - Seljavegur 7
Fyrispurn um að byggja bílskúr að Seljavegi 7, skv. eigenda er staðsetning gerð í samráði við nágranna að Seljavegi 2.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum Mánavegar 2, 4, Sléttuvegi 2, 4, Seljavegi 6, 8, 9.
Samþykkt samhljóða.
8. 2102065 - Fyrirspurn um stækkun húsnæðis - Austurvegur 42
Lögð er fram teikning af sameiningu lóða Austurvegar 42 og hluta að lóð Vallholts 15.
Afgreiðslu frestað. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda um mögulega stækkun lóðarinnar.
9. 2103198 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Hraðahindrun
Sótt um framkvæmdaleyfi vegna gerð nýrrar hraðahindrunar í Hagalæk samkvæmt gildandi umferðarskipulagi.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að framkvæmdaleyfisumsókn fyrir hraðahindrun í Hagalæk verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða.
10. 2103248 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Leiksvæði við Engjaland
Sótt um framkvæmdaleyfi vegna nýs leiksvæðis við Engjaland.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að framkvæmdaleyfisumsókn fyrir leiksvæði við Engjaland verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða.
11. 2103259 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Vatns og hitaveita við Votmúlaveg.
Sótt um framkvæmdarleyfi fyrir lögum á vatns og hitaveitu við Votmúlaveg.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að framkvæmdaleyfisumsókn fyrir lögnum á vatns- og hitaveitu við Votmúlaveg.
Samþykkt samhljóða.
12. 2101098 - Deiliskipulagsbreyting - Eyravegur 26-30
Lagðar fram umsagnir vegna auglýsingu um skipulagslýsingu að Eyravegi 26-30.
Lýsing deiliskipulags fyrir Eyraveg 26-30 var auglýst til kynningar frá 24. febrúar 2021 með athugasemdafresti til og með 17. mars 2021. Umsagnir bárust frá lögbundnum umsagnaraðilum. Skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að tillögunni m.t.t. umsagna umsagnaraðila.
Samþykkt samhljóða.
13. 2101332 - Deiliskipulag - Austurbyggð II
Lagðar fram umsagnir vegna auglýsingu um skipulagslýsingu fyrir Austurbyggð ll
Lýsing deiliskipulags fyrir Austurbyggð II var auglýst til kynningar frá 24. febrúar 2021 með athugasemdafresti til og með 17. mars 2021. Umsagnir bárust frá lögbundnum umsagnaraðilum. Skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að tillögunni m.t.t. umsagna umsagnaraðila.
14. 1905502 - Tillaga að aðal- og deiliskipulagsbreytingu Árbakka
Lögð fram skipulagsgögn þar sem búið er að taka tillit til umsagna sem bárust.
Tillaga að aðal- og deiliskipulagsbreytingu fyrir Árbakka var auglýst þann 19. ágúst 2020, með athugasemdafresti til og með 30. september 2020. Einnig voru tillögurnar senda til umsagnar lögbundinna umsagnaraðila. Alls bárust 2 athugasemdir og 7 umsagnir við tillögurnar. Gerðar hafa verið óverulegar breytingar á tillögunum í samræmi við innsendar athugasemdir og umsagnir. Yfirlit yfir innsendar umsagnir og athugasemdir og viðbrögð við þeim verða sendar þeim sem athugasemdir gerðu.
Varðandi athugasemd við tillögu að aðalskipulagsbreytingu sem barst eftir að athugasemdafrestur rann út, verður því vísað til heildarendurskoðunar aðalskipulags sem nú stendur yfir, þar sem verður tekið tillit til þeirrar athugasemdar.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að aðalskipulagsbreytingu verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulagsbreytingu verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.
15. 1909188 - Deiliskipulagsbreyting - Víkurheiði
Lagður fram nýr uppdráttur þar sem hefur verið tekið tillit til umsagna sem bárust.
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Víkurheiði var auglýst frá 1. október 2020, með athugasemdafresti til og með 25. nóvember 2020. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum og hefur verið brugðist við þeim með óverulegri breytingu á auglýstri tillögu.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.
16. 1910179 - Aðalskipulagsbreyting - Austurbyggð.
Tillagan hefur verið auglýst og umsagnir borist.
Þar sem að enn er beðið eftir umsögnum frá hluta af lögbundnum umsagnaraðilum, er afgreiðslu frestað til næsta fundar nefndarinnar.

17. 1901274 - Tillaga að deiliskipulagi Hjalladælar á Eyrarbakka.
Lögð fram ný tillaga af deiliskipulagi Hjalladælar Eyraarbakka.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillaga verði samþykkt til auglýsingar skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
18. 2102357 - Deiliskipulagsbreyting - Þykkvaflöt 3-9
Umsögn hefur borist frá Hverfisráði Eyrarbakka.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð
19. 2103005F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 61
19.1. 2103046 - Ránarbakki - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Árni Bragason sækir um leyfi til að byggja nýtt frístundahús úr timbri á steyptum sökklum.

Helstu stærðir 138,3m² 504,1m³
Erindinu er vísað til skipulagsnefndar.
Vísað í nefnd.


Niðurstaða þessa fundar
19.2. 2103161 - Kelduland 21 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Vigri ehf. sækir um leyfi til að byggja einbýlishús úr timbri.

Helstu stærðir 221,7m² 889,6m³
Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara á að aðaluppdráttur verði uppfærður í samræmi við athugasemdir brunavarna.



Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.


Niðurstaða þessa fundar
19.3. 1909108 - Byggingarleyfisumsókn - Eyrargata 65
Gísli Ragnar Kristjánsson og Guðmundur Kristjánsson sækja um leyfi til stækkunar á húsinu.

Helstu stærðir 338,9m² 1038,5m³
Erindið var áður á 26. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa og hefur verið grenndarkynnt og samþykkt skipulagsnefnd.

Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2.
Byggingaráform samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.

Niðurstaða þessa fundar
19.4. 2102434 - Byggðarhorn Búgarður 19 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sigurður Örn Sigurðsson sækir um byggingaráform og byggingarleyfi á íbúðarhúsi.

Helstu stærðir 63,9m² 220,9m³
Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2.
Byggingaráform samþykkt.



Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.


Niðurstaða þessa fundar
19.5. 2103209 - Tryggvagata 25 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Ríkiseignir sækja um leyfi til að byggja viðbyggingu að Tryggvagötu 25.

Helstu stærðir 2873,6m² 2907,9m³
Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2.
Byggingaráform samþykkt.



Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.


Niðurstaða þessa fundar
19.6. 2103090 - Tilkynning um framkvæmd undanþegna byggingaleyfi - Norðurleið 19
Hafþór Ingi Bjarnason tilkynnir um framkvæmd undanþegna byggingaleyfi á lóð.
Óskað er eftir greinargerð umsækjanda um heildar byggingaráform á lóðinni með tilliti til markmiða deiliskipulagsins.

Afgreiðslu frestað.

Niðurstaða þessa fundar
19.7. 2103199 - Tilkynningarskild framkvæmd - Sílalækur 10
Steindór Gunnarsson tilkynnir um framkvæmd undanþegna byggingaleyfi á lóð.
Smáhýsi á lóð sbr. Byggingarreglugerð 2.3.5. staflið g.
Fyrir liggur skriflegt samþykki eigenda nágrannalóða.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við framkvæmdina enda séu önnur ákvæði greinar í 2.3.5. g. uppfyllt.

Niðurstaða þessa fundar
19.8. 2103208 - Tilkynning um framkvæmd undanþegna byggingaleyfi - Sunnuhvoll
Hákon Valur Haraldsson tilkynnir um framkvæmd undanþegna byggingaleyfi, viðbyggingu.
Tilkynningarskyld framkvæmd sbr. gr. 2.3.5.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við framkvæmdina.

Niðurstaða þessa fundar
19.9. 2103089 - Stöðuleyfi - Víkurheiði
Verktækni ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir 2 gáma vegna vinnu við nýtt hringtorg við Hólastekk.
Umsækjandi skal leggja fram samþykki lóðarhafa að Víkurheiði 1.

Niðurstaða þessa fundar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:32 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica