| Skipulagsnefnd - 52 |
Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi, 05.11.2025 og hófst hann kl. 08:15 |
|
Fundinn sátu: Ari B. Thorarensen formaður, D-lista, Rebekka Guðmundsdóttir nefndarmaður, D-lista, Axel Sigurðsson nefndarmaður, Á-lista, Matthías Bjarnason nefndarmaður, B-lista, Viktor Stefán Pálsson varamaður, S-lista, Ásdís Styrmisdóttir fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Sölvi Leví Gunnarsson aðstoðarbyggingafulltrúi, Vigfús Þór Hróbjartsson skipulagsfulltrúi. |
|
Fundargerð ritaði: Ari B Thorarensen, formaður skipulagsnefndar |
|
|
|
|
|
Dagskrá: |
|
|
| Almenn afgreiðslumál |
| 1. 2301178 - Deiliskipulag hesthúsasvæðis - Hestamannafélagið Sleipnir |
Að mati skipulagsnefndar hefur verið brugðist við þeim umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan tillögunnar og í samantekt athugasemda og svara við innsendum umsögnum. Að mati nefndarinnar er tillagan í takt við heimildir aðalskipulags sveitarfélags þar sem svæðið er skilgreint sem hesthúsasvæði ÍÞ2. Aðliggjandi landeigendum og lóðarhöfum hafi mátt vera ljós skilgreining svæðisins innan núgildandi og eldra aðalskipulags sveitarfélagsins. Bendir nefndin á að innan deiliskipulags fyrir Austurbyggð II er vísað er til eldra aðalskipulags þar sem svæðið er merkt Ú11 og Ú13. Innan greinargerðar aðliggjandi deiliskipulags er enn fremur vísað til þess að skilgreind íbúðarbyggð liggi sunnan hesthúsahverfisins og að gengið verði á viðkomandi opið svæði til sérstakra nota fyrir hesthúsasvæði til að stækka íbúðarsvæðið. Hlutaðeigandi landeiganda aðliggjandi lands var því vel ljóst um fyrirhugaða notkun svæðisins þegar lagt var fram deiliskipulags sem tekur til íbúðarbyggðar ÍB13. Ekkert í stefnumörkun aðalskipulags sveitarfélagsins gefur til kynna að viðkomandi svæði sé víkjandi eða að önnur landnotkun en hesthúsasvæði sé áætlað innan viðkomandi svæðis. Þetta hafi landeiganda, lóðarhöfum og íbúðareigendum innan deiliskipulagssvæði Austurbyggðar II mátt vera það ljóst við skipulagningu og gildistöku deiliskipulags viðkomandi íbúðarbyggðar sem liggur að hesthúsasvæðinu. Auk þess bendir nefndin á að með gildistöku deiliskipulags er útbúið verkfæri til að bæta úr ýmsum aðstöðumálum innan svæðins s.s. er varðar frágang taðþróa, lausafjármuni innan svæðisins, uppbyggingu grunninnviða o.s.fr. Mælist nefndin til þess við bæjarstjórn Árborgar að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með 3 atkvæðum af 5.
Matthías Bjarnason sat hjá við afgreiðslu málsins og lagði fram eftirfarandi bókun: Ég geri ekki athugasemd við skipulagstillöguna sem slíka. Hún er í samræmi við gildandi aðalskipulag og unnin af vanda. Þónokkrar athugasemdir hafa borist frá íbúum, einkum vegna nálægðar hesthúsasvæðisins við íbúðabyggð. Það þarf þó að hafa það í huga að hestamennska hefur verið stunduð á þessu svæði um langt skeið, þar er nú þegar hesthúsabyggð og glæsilegt íþrótta- og keppnissvæði í nálægð við íbúðabyggð. Íbúðum á Selfossi hefur fjölgað og með árunum færðist íbúðabyggð nær og nær hesthúsasvæðinu. Í aðalskipulagi hefur lengi verið gert ráð fyrir stækkun svæðisins og eðlilegt að Sleipnir ráðist í þessa vinnu. Það blasir við að svæðið er farið að nálgast þolmörk, ef það hefur ekki þegar gert það. Reiðstígar eru af skornum skammti og í mikilli nálægð við þungaflutninga, íbúðir, umferð og iðnað. Svæðið er aðþrengt og möguleikar til frekari uppbyggingar þar eru mjög takmarkaðir, nema ef til kæmi að byggt yrði upp Flóahrepps megin við Gaulverjabæjarveg og Flóahreppur kæmi að skipulagi þess svæðis. Lengi hefur verið til umræðu hvort færa mætti hesthúsasvæðið á nýjan stað utan þéttbýlis, þar sem möguleikar til uppbyggingar svæðis og reiðleiða væru margfalt meiri til framtíðar. Önnur sveitarfélög hafa farið þá leið með góðum árangri. Hestamannafélagið þjónustar einnig stærra svæði en Árborg eitt og sér, enda eru margir félagsmenn í Sleipni búsettir í Flóahreppi. Mögulega væri hægt að skoða framtíðaruppbyggingu á núverandi svæði í samstarfi við Flóhrepp. Ég tel það bæði skynsamlegt og í raun nauðsynlegt að horfa á heildarmyndina og kanna hvort hægt sé að finna framtíðarlausn sem er vænlegri til lengri tíma. Ég skora á sveitarfélagið, hestamannafélagið og aðra hagsmunaaðila að hefja þá vinnu og kanna til hlítar hvaða leiðir eru í boði.
Viktor Stefán Pálsson situr einnig hjá við afgreiðslu málsins og tekur undir framlagða bókun Matthíasar.
|
| Samþykkt |
|
|
|
| 2. 2505050 - Miðtún 15-15a - Deiliskipulagsbreyting |
| Skipulagsnefnd mælist til þess við bæjarstjórn að viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi og verði sérstaklega kynnt aðliggjandi lóðarhöfum á svæðinu. |
| Samþykkt |
|
|
|
| 3. 2506399 - Tryggvagata 36 - Deiliskipulagsbreyting |
| Að mati skipulagsnefndar þarf að bregðast ítarlegar við þeim athugasemdum sem bárust við forkynningu tillögunnar með enn frekari minnkun á byggingarmagni innan lóðarinnar. Mælist nefndin til þess við bæjarstjórn að afgreiðslu málsins verði frestað og að unnið verði að nýju samkomulagi við lóðarhafa er varðar byggingarmagn innan lóðar og viðeigandi uppfærslu á skipulagstillögu til að lágmarka áhrif á aðliggjandi lóðarhafa. |
| Frestað |
|
|
|
| 4. 2503333 - Skátafélagið Fossbúar - Deiliskipulag - Félags- og útivistarsvæði |
| Skipulagsnefnd Árborgar mælist til þess við bæjarstjórn Árborgar að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins. Næstu nágrönnum við tillöguna verði eftir sem áður kynnt tillagan sérstaklega við auglýsingu hennar. |
| Samþykkt |
|
|
|
| 5. 2510347 - Deiliskipulagsbreyting - Byggðarhorn 54 (Litla Kot) |
| Skipulagsnefnd mælist til þess að viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi og verði sérstaklega kynnt aðliggjandi lóðarhöfum á svæðinu auk þess sem leitað verði umsagna. |
| Samþykkt |
|
|
|
| 6. 2510116 - Búðarstígur 8 - Breyting úr einbýlishúsi í parhús |
| Skipulagsnefnd Árborgar telur ekki forsendur fyrir því að veita heimild fyrir breytingu á einbýlishúsi í parhús með uppskiptingu hússins í tvær fasteignir. |
| Hafnað |
|
|
|
| 7. 2510242 - Merkjalýsing - Nabbi |
Skipulagsnefnd gerir athugasemdir við uppskiptingu landsins í takt við framlagða merkjalýsingu á grundvelli stefnumörkunar aðalskipulags Árborgar 2020-2036 þar sem svæðið er skilgreint sem landbúnaðarland í flokki II, gott ræktunarland. Þar er tilgreint að nýjar landspildur séu að jafnaði yfir 10 ha að stærð. Í stefnumörkun aðalskipulags segir að á landbúnaðarlandi sé heimilt er að byggja upp til fastrar búsetu, landbúnaðarstarfsemi og minniháttar atvinnustarfsemi, sem er jafnvel ótengd landbúnaði en að forðast skuli að raska samfellu í góðu landbúnaðarlandi með mannvirkjagerð. Forsenda uppskiptingu landsins með framlögðum hætti er að svæðið sé eftir atvikum skilgreint sem landbúnaðarsvæði L3 innan aðalskipulags eða að óskað sé eftir breytingu á landnotkun sé fyrirhuguð landnotkun landeigenda önnur en landbúnaður. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að annast samskipti við málsaðila.
|
| Frestað |
|
|
|
| 8. 2510410 - Smáratún 1 - Fyrirspurn um breytta notkun húss (notkunarflokkur) |
Að mati skipulagsnefndar hentar staðsetning hússins ásamt fjölda bílastæða ágætlega m.t.t. skammtímaútleigu íbúða til ferðamanna. Að mati nefndarinnar er þó nauðsynlegt að skilgreina með ítarlegri hætti um heimildir til útleigu íbúða á svæði M6 sem tekur til Eyravegar, Þóristúns, Smáratúns, Fosstúns og Sóltúns. Samkvæmt stefnurmörkun aðalskipulags er gert er ráð fyrir lágreistri íbúðarbyggð á 1-3 hæðum og að heimilt sé að vera með verslun og þjónustu á jarðhæðum. Framlögð fyrirspurn er því ekki í takt við heimildir aðalskipulags að mati skipulagsnefndar. Mælist nefndin til þess að framlagðri fyrirspurn verði frestað, skipulagsfulltrúa falið að vinna að breytingu á stefnumörkun aðalskipulags.
|
| Frestað |
|
|
|
| 9. 2510247 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Byggðarhorn 5C vegna gistingar í flokki II |
| Innan deiliskipulags að byggðarhorni er fjallað um heimildir ábúenda á svæðinu til að stunda ýmisskonar rekstur innan svæðisins s.s. bændagistingu. Að mati skipulagsnefndar samræmist útleiga á stöku íbúðarhúsi innan lóðar 5C, án þess að nokkur hafi á lóðinni skráða búsetu, ekki stefnumörkun eða markmiðum deiliskipulagsins eða landntokunar svæðisins í aðalskipulagi þar sem svæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Megin landnotkun viðkomandi lóðar getur seint talist til landbúnaðar eða búgarðanotkunar sé eingöngu eitt íbúðarhús í skammtíma útleigu innan lóðarinnar. Þá telst hún frekar til verslunar- og þjónustusvæðis að mati nefndarinnar. Mælist nefndin til þess að með embætti skipulags- og byggingarfulltrúa komi á framfæri neikvæðri umsögn er varðar útgáfu rekstrar- og/eða starfsleyfis vegna fyrirhugaðrar starfsemi. |
| Hafnað |
|
|
|
| 10. 2510231 - Rekstrarleyfisumsögn - fyrir gistingu í flokki II - Byggðarhorn 5C |
| Innan deiliskipulags að byggðarhorni er fjallað um heimildir ábúenda á svæðinu til að stunda ýmisskonar rekstur innan svæðisins s.s. bændagistingu. Að mati skipulagsnefndar samræmist útleiga á stöku íbúðarhúsi innan lóðar 5C, án þess að nokkur hafi á lóðinni skráða búsetu, ekki stefnumörkun eða markmiðum deiliskipulagsins eða landntokunar svæðisins í aðalskipulagi þar sem svæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Megin landnotkun viðkomandi lóðar getur seint talist til landbúnaðar eða búgarðanotkunar sé eingöngu eitt íbúðarhús í skammtíma útleigu innan lóðarinnar. Þá telst hún frekar til verslunar- og þjónustusvæðis að mati nefndarinnar. Mælist nefndin til þess að með embætti skipulags- og byggingarfulltrúa komi á framfæri neikvæðri umsögn er varðar útgáfu rekstrar- og/eða starfsleyfis vegna fyrirhugaðrar starfsemi. |
| Hafnað |
|
|
|
| 11. 2511007 - Austurbyggð II; Skilgreining göngustíga; Óveruleg deiliskipulagsbreyting |
| Skipulagsnefnd mælist til þess viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu. Skipulagsfulltrúa falið að ljúka málinu. |
| Samþykkt |
|
|
|
| 12. 2511054 - Búrfellshólmi, Búrfell - nýtt efnistökusvæði - Askbr. - umsögn |
| Skipulagsnefnd vill koma á framfæri athugasemdum er varðar hugsanlega flutningsleið þess efnis sem framlögð aðalskipulagsbreyting vegna skilgreiningar á nýju efnistökusvæði á Búrfellshólma austan Búrfells tekur til. Í umhverfismatsskýrslu sem tekur til framkvæmdarinnar er fjallað um flutningsleið fyrirhugaðra efnisflutninga frá viðkomandi efnistökusvæði þar sem segir að flutningabílar keyri frá námunni á Þjórsárdalsvegi (32) og Skeiða-og Hrunamannavegi (30) niður á Hringveg (1). Þaðan keyra þeir í gegnum Selfoss og niður til Þorlákshafnar á Eyrarbakkavegi (34) og Þorlákshafnarvegi (38), meðfram sjónum á Suðurstrandarvegi (427) og loks að námunni á Krýsuvíkurvegi (42). Skipulagsnefnd mælist eindregið til þess við bæjarstjórn og Vegagerðina sem núverandi veghaldara að Austurvegi og Eyravegi að fyrirhuguðum efnisflutningum um þéttbýlið á Selfossi verði mótmælt. Framlögð aðalskipulagsbreyting tekur reynar ekki sérstaklega á fyrirhuguðum flutningsleiðum vegna viðkomandi efnisflutninga. Nefnin mælist því til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að við umsókn um framkvæmdaleyfi vegna téðrar efnistöku á grundvelli viðkomandi aðalskipulagsbreytingar verði sérstaklega leitað umsagnar sveitarfélagsins Árborgar vegna flutningsleiða sem áætlaðar eru um þéttbýlið samkvæmt umhverfismatsskýrslu. Skipulagsnefnd lítur svo á að Austurvegur og Eyravegur né aðrir innanbæjarvegir á Selfossi séu götur sem ekki eru ætlaðar til þungaflutninga þvert í gegnum þéttbýlið á Selfossi. |
| Til kynningar |
|
|
|
|
| Fundargerðir |
| 13. 2510021F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 162 |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 |
|