Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd - 54

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
10.12.2025 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Ari B. Thorarensen formaður, D-lista,
Rebekka Guðmundsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Axel Sigurðsson nefndarmaður, Á-lista,
Björgvin Guðni Sigurðsson nefndarmaður, S-lista,
Matthías Bjarnason nefndarmaður, B-lista,
Ásdís Styrmisdóttir fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Sölvi Leví Gunnarsson aðstoðarbyggingafulltrúi, Vigfús Þór Hróbjartsson skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Ari B Thorarensen, formaður skipulagsnefndar


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2508247 - Hafnarbrú 1 - umsókn um lóð
Lögð er fram umsókn um úthlutun lóðar Hafnarbrú 1, L240356 að Eyrarbakka til Álkerfa ehf.
Skipulagsnefnd Árborgar gerir ekki athugasemdir við úthlutun lóðar Hafnarbrúnar 1, L240356 til Álkerfa ehf.
Samþykkt
2. 2512006 - Lóðarumsókn - Víkurheiði 20
Fossbygg ehf. sækir um iðnaðarlóðina Víkurheiði 20 á Selfossi. Yfirlýsing banka um skilvísi og áreiðanleika liggur fyrir ásamt búsforræðisvottorði.
Skipulagsnefnd Árborgar samþykkir að úthluta iðnaðarlóðinni Víkurheiði 20 til Fossbygg ehf.
Samþykkt
3. 2512020 - Óverulega breyting á aðal- og deiliskipulagi VÞ9; Norðurhólar 5
Lagðar eru fram tillögur óverulegra breyting á skilmálum aðalskipulags er varðar VÞ9 og deiliskipulags Suðurbyggðar við Nauthaga. Í breytingunni felst að heimilt verði að staðsetja færanlegar kennslustofur innan svæðisins til bráðabirgða.
Skipulagsnefnd Árborgar mælist til þess við bæjarstjórn að samþykkja viðkomandi breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi. Niðurstaða sveitarfélagsins verði auglýst og málið sent Skipulagsstofnun til samþykktar. Málið verði jafnframt kynnnt næstu nágrönnum sérstaklega.
Samþykkt
4. 2511270 - Bílstæði fyrir hópbifreiðar á Selfossi
Lögð er fram til umræðu innan nefndarinnar fyrirspurn frá samtökum ferðaþjónustunnar er varðar bílastæði fyrir hópferðabíla á Selfossi.
Skipulagsnefnd Árborgar mælist til þess að unnin verði greining á því hvaða möguleikar séu til staðar út frá rýmd, umferðaröryggi og nálægðar við helstu verslun - og þjónustu. Til er samþykkt umferðaröryggisáætlun sem tekur til áranna 2021-2025 sem EFLA vann fyrir sveitarfélagið á sínum tíma. Mælist nefndin til þess að áætlunin verði tekin til endurskoðunar þar sem m.a. verði gerðar tillögur að staðsetningum fyrir hópferðabíla innan þéttbýlisins á Selfossi. Samhliða verði sérstaklega teknar til skoðunar gönguleiðir og þverandi í kringum grunnskóla sveitarfélagsins.
Til kynningar
5. 2512082 - Larsenstræti 3-5; umferðarflæði á bílastæði
Lögð er fram tillaga að breytingum sem taka til bílastæðis við Larsenstræti 3-5.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við framlagðar áætlanir um breytt fyrirkomulag á innkeyrslu og bílastæðum við Larsenstræti 3-5. Mælist nefndin til þess að unnin verði breyting á deiliskipulagi svæðisins sem tekur til breytinga á innkeyrslu inn á lóðina. Samhliða mælist nefndin til þess að aðgengi virkra ferðamáta að verslunar- og þjónustusvæðinu verði rýnd með það að markmiði að auka umferðaröryggi og aðgengi að svæðinu.
Samþykkt
6. 2512019 - Búðarstígur 23C - Hækkun húss - Breyting á skilmálum deiliskipulags
Iron fasteignir, lóðarhafar Búðarstíg 23C óska eftir breytingu á skilmálum deiliskipulags 18714 sem tekur til lóðarinnar. Í breytingunni felst að húsið hækki um 100 cm sem nýttir verða til að hækka lofthæð á jarðhæð í takt við framlagða beiðni.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við framlagða beiðni um breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt næstu lóðarhöfum þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.
Samþykkt
7. 2512018 - Endurskoðun aðalskipulags Flóahrepps 2025-2037 - Umsagnarbeiðni
Flóahreppur óskar eftir umsögn Sveitarfélagsins Árborgar vegna endurskoðun aðalskipulags Flóahrepps 2025-2037. Lýsingin er í kynningu frá 27.11 - 19.12.2025.
Innan skipulagslýsingar er fjallað sérstaklega um að innan tillögu aðalskipulagsbreytingar verði sett fram stefnumörkun um þróun þéttbýlisins á Selfossi yfir sveitarfélagamörk og framtíðar skipulag svæðisins í kringum nýjan þjóðveg. Að mati skipulagsnefndar Árborgar er nauðsynlegt að kalla til samráðsfundar með skipulagsfulltrúum, skipulagsráðgjöfum og fulltrúum sveitarstjórna Árborgar og Flóahrepps um viðkomandi stefnumörkun, sérstaklega á því landi sem Árborg er landeigandi á innan marka Flóahrepps. Nefndin gerir að öðru leyti ekki athugasemdir við framlagða skipulagslýsingu og mælist til þess að skipulagsfulltrúa verði falið að boða til samráðsfundar með Flóahreppi.
Samþykkt
8. 2512093 - Lóðarumsókn; Víkurheiði 22; Bláhæð ehf
Bláhæð ehf. sækir um iðnaðarlóðina Víkurheiði 22 á Selfossi. Yfirlýsing banka um skilvísi og áreiðanleika liggur fyrir ásamt búsforræðisvottorði.
Skipulagsnefnd Árborgar samþykkir að úthluta Bláhæð ehf lóðinni Víkurheiði 22.
Samþykkt
Erindi til kynningar
9. 2512069 - Áningarstaðir við Ölfusá og frágangur við dæluhús
Lagt er fram til kynningar gögn er varðar frágang göngustíga og áningastaða á bökkum Ölfusár auk frágangs í kringum Dæluhús SE45.
Lagt fram til kynningar.
Til kynningar
Fundargerðir
10. 2511013F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 164
Lögð er fram til kynningar fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 164.
Lagt fram til kynningar.
Til kynningar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica