67. fundur bæjarstjórnar, kjörtímabilið 2022 - 2026
Fundur bæjarstjórnar Árborgar verður haldinn miðvikudaginn 17. desember 2025 í
Grænumörk 5, Selfossi, kl.16:00.
https://youtu.be/IEznHiyvnj8
Dagskrá:
Almenn erindi
- 2502208 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2025
Tillaga frá 153. fundi bæjarráðs frá 11. desember sl. liður 4. Viðauki viðfjárhagsáætlun 2025. Viðauki 9.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 9 við fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar 2025.
Verið er að færa fjármagn að upphæð kr. 19.924.287,- milli deilda innan málaflokks 04 - Fræðslu- og uppeldismál.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Sveitarfélagsins Árborgar (A og B hluta) er kr. 0,- og verður rekstrarniðurstaða samantekins A og B hluta óbreytt áætluð jákvæð um kr. 67.060.000,- - 2512092 - Umgjörð og rekstur Sorpstöðvar Suðurlands - aðkoma SASS
Tillaga frá 153. fundi bæjarráðs frá 11. desember sl. liður 6. Umgjörð og rekstur Sorpstöðvar Suðurlands - aðkoma SASS. Tekinn er sérstaklega fyrir liður 4. í fundargerð stjórnar Samtaka Sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) frá 5. desember 2025 vegna breytinga á umgjörð og rekstri SOS sem þarfnast aðkomu SASS.
Á aðalfundi SOS 24. október sl. var samþykkt að hefja undirbúning að breytingum á rekstri og starfsemi SOS þar sem daglegur rekstur og faglegt starf SOS yrði falið SASSS á grundvelli samning þess efnis.
Lagt er til að bæjarráð að samþykkja fyrir sitt leyti aðkomu SASS að verkefninu í samræmi við fyrirliggjandi ályktanir aðalfundar SOS og fyrirliggjandi samningsdrög og að vísa erindinu til fullnaðarafgreiðslu í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti breytingar á umgjörð og rekstri SOS og aðkomu SASS að verkefninu í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Bæjarráð vísar erindinu til fullnaðarafgreiðslu í bæjarstjórn. - 2503061 - Tillaga að breytingum á reglum Árborgar um félagslegt leiguhúsnæði
Tillaga frá 22. fundi velferðarnefndar frá 2. desember, liður 2. Tillaga að breytingum á reglum Árborgar um félagslegt leiguhúsnæði. Lagt er fyrir Velferðarnefnd tillaga að breytum á reglum Árborgar um félagslegt leiguhúsnæði. Um er að ræða efnislegar breytingar á reglunum en heildarendurskoðun á matsblaði. Velferðarnefnd tekur til umræðu tillögu á breytingu reglna um félagslegt leiguhúsnæði í Sveitarfélaginu Árborg. Telur nefndin að um sé að ræða mikilvæga og þarfa endurskoðun. Velferðarnefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja reglurnar og þær taki gildi frá 1. janúar 2026. - 2511417 - Heildarendurskoðun á reglum Árborgar um fjárhagsaðstoð
Tillaga frá 22, fundi velferðarnefndar frá 2. desember, liður 3.
Heildarendurskoðun á reglum Árborgar um fjárhagsaðstoð.
Lagt er fyrir heildarendurskoðun á reglum Árborgar um fjárhagsaðstoð. Um er að ræða efnislegar breytingar ásamt hugsanlegum kostnaðarauka í sumum tilvikum. Velferðarnefnd tekur til umræðu heildarendurskoðun reglna um fjárhagsaðstoð í Sveitarfélaginu Árborg. Telur nefndin rétt að samþykkja þær efnislegu breytingar sem lagðar eru til og að framfærslu kvarðar verði teknir út úr reglum en birtar á heimasíðu sveitarfélagsins.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja reglurnar. - 2512020 - Óveruleg breyting á aðal- og deiliskipulagi VÞ9; Norðurhólar 5
Tillaga frá 54. fundi skipulagsnefndar frá 10. desember sl. liður 3. Óveruleg breyting á aðal- og deiliskipulagi VÞ9; Norðurhólar 5.
Lagðar eru fram tillögur óverulegra breyting á skilmálum aðalskipulags er varðar VÞ9 og deiliskipulags Suðurbyggðar við Nauthaga. Í breytingunni felst að heimilt verði að staðsetja færanlegar kennslustofur innan svæðisins til bráðabirgða. Skipulagsnefnd Árborgar mælist til þess við bæjarstjórn að samþykkja viðkomandi breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi. Niðurstaða sveitarfélagsins verði auglýst og málið sent Skipulagsstofnun til samþykktar. Málið verði jafnframt kynnt næstu nágrönnum sérstaklega. - 2206157 - Fundartími bæjarstjórnar kjörtímabilið 2022-2026
Lagt er til að næsti fundur bæjarstjórnar verði 21. janúar.
Fundargerðir - 2511021F - Umhverfisnefnd - 25
25. fundur haldinn 25. nóvember. - 2511022F - Eigna- og veitunefnd - 49
49. fundur haldinn 25. nóvember. - 2511007F - Skipulagsnefnd - 53
53. fundur haldinn 26. nóvember. - 2511028F - Bæjarráð - 152
152. fundur haldinn 4. desember. - 2511023F - Velferðarnefnd - 22
22. fundur haldinn 2. desember. - 2512010F - Bæjarráð - 153
153. fundur haldinn 11. desember.