Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfisnefnd - 24

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
21.10.2025 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Daníel Leó Ólason formaður, Á-lista,
Þórhildur Dröfn Ingvadóttir nefndarmaður, D-lista,
Björg Agnarsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Guðrún Rakel Svandísardóttir nefndarmaður, B-lista,
Björgvin Guðni Sigurðsson varamaður, S-lista,
Ágúst Þór Bragason deildarstjóri.
Fundargerð ritaði: 


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
Atli Marel Vokes mætti kl. 16.30 á fundinn.
1. 2210290 - Gjaldskrár mannvirkja- og umhverfissviðs
Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir úrgangsþjónustu 2026 fyrir sorphirðu og gámasvæði Árborgar.
Kynnt drög að gjaldskrám fyrir úrgangsþjónustu heimila og gámasvæði. Úrgangsþjónusta heimilanna er í jafnvægi. Þjónusta gámasvæðisins tekur breytingum og er lagt til að einstaka flokkar hækki í samræmi við áfallinn kostnað við afsetningu úrgangsins. Tillögur að gjaldskrám verða lagðar fyrir bæjarráð í tengslum við fjárhagsáætlun 2026.
Samþykkt
Atli Marel Vokes vék af fundi kl. 17.00
2. 2510214 - Samningur um staðsetningu grenndarstöðvar
Kynnt drög að samningi um staðsetningu grenndarstöðvar við Nytjamarkaðinn að Gagnheiði 32.
Nefndin samþykkir innihald samningsins.
Samþykkt
3. 2302015 - Breyting á opnunartíma gámasvæðisins
Farið yfir opnunartíma á gámasvæði og reynsluna af lengri opnun einn dag í viku í sumar.
Að jafnaði koma 18 aðilar á gámasvæði í lengri opnun á miðvikudögum frá kl. 16:00-18:00 í sumar. Nefndin leggur til að opnunartíminn verði áfram óbreyttur og að gert verði ráð fyrir þeim kostnaði í fjárhagsáætlun 2026.
Samþykkt
4. 2302033 - Úthlutun beitarhólfa
Farið yfir úthlutunarreglur beitarhólfa og rýni á þörf fyrir endurskoðun reglnanna.
Nefndin fór yfir reglurnar og ræddi tillögur að breytingum. Samþykkt að skoða þær nánar og leggja fyrir næsta fund.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica