Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 67

Haldinn í Grænumörk 5, Selfossi,
17.12.2025 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Brynhildur Jónsdóttir varaforseti bæjarstjórnar,
Bragi Bjarnason bæjarfulltrúi, D-lista,
Sveinn Ægir Birgisson bæjarfulltrúi, D-lista,
Helga Lind Pálsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Þórhildur Dröfn Ingvadóttir varamaður, D-lista,
Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista,
Arnar Freyr Ólafsson bæjarfulltrúi, B-lista,
Ellý Tómasdóttir bæjarfulltrúi, B-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir bæjarfulltrúi, Á-lista,
Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari
Í upphafi fundar kallar forseti eftir athugasemdum við útsent fundarboð. Engar athugasemdir eru gerðar.

Óskað eftir að gjaldskráin Selfossveitna verði tekin á dagskrá með afbrigðum. Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2502208 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2025
Tillaga frá 153. fundi bæjarráðs frá 11. desember sl. liður 4. Viðauki við fjárhagsáætlun 2025. Viðauki 9.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 9 við fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar 2025.

Verið er að færa fjármagn að upphæð kr. 19.924.287,- milli deilda innan málaflokks 04 - Fræðslu- og uppeldismál.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Sveitarfélagsins
Árborgar (A og B hluta) er kr. 0,- og verður rekstrarniðurstaða
samantekins A og B hluta óbreytt áætluð jákvæð um kr. 67.060.000,-

Til máls taka Bragi Bjarnason, D-lista, Fjóla St. Kristinsdóttir, D-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
Viðauki 9 - Fjárhagsáætlun 2025.pdf
2. 2512092 - Umgjörð og rekstur Sorpstöðvar Suðurlands - aðkoma SASS
Tillaga frá 153. fundi bæjarráðs frá 11. desember sl. liður 6. Umgjörð og rekstur Sorpstöðvar Suðurlands - aðkoma SASS.
Tekinn er sérstaklega fyrir liður 4. í fundargerð stjórnar Samtaka Sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) frá 5. desember 2025 vegna breytinga á umgjörð og rekstri SOS sem þarfnast aðkomu SASS.
Á aðalfundi SOS 24. október sl. var samþykkt að hefja undirbúning að breytingum á rekstri og starfsemi SOS þar sem daglegur rekstur og faglegt starf SOS yrði falið SASS á grundvelli samning þess efnis.

Lagt er til að bæjarráð að samþykkja fyrir sitt leyti aðkomu SASS að verkefninu í samræmi við fyrirliggjandi ályktanir aðalfundar SOS og fyrirliggjandi samningsdrög og að vísa erindinu til fullnaðarafgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti breytingar á umgjörð og rekstri SOS og aðkomu SASS að verkefninu í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Bæjarráð vísar erindinu til fullnaðarafgreiðslu í bæjarstjórn.

Til máls tekur Bragi Bjarnason, D-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum breytingar á umgjörð og rekstri SOS og aðkomu SASS að verkefninu í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
631. fundargerð SASS_051225_undirrituð.pdf
Aðalfundargerð SOS 2025.pdf
Erindi til stjórnar SASS.pdf
3. 2503061 - Tillaga að breytingum á reglum Árborgar um félagslegt leiguhúsnæði
Tillaga frá 22. fundi velferðarnefndar frá 2. desember, liður 2. Tillaga að breytingum á reglum Árborgar um félagslegt leiguhúsnæði.

Lagt er fyrir Velferðarnefnd tillaga að breytum á reglum Árborgar um félagslegt leiguhúsnæði. Um er að ræða efnislegar breytingar á reglunum en heildarendurskoðun á matsblaði.
Velferðarnefnd tekur til umræðu tillögu á breytingu reglna um félagslegt leiguhúsnæði í Sveitarfélaginu Árborg. Telur nefndin að um sé að ræða mikilvæga og þarfa endurskoðun.

Velferðarnefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja reglurnar og þær taki gildi frá 1. janúar 2026.

Til máls taka Helga Lind Pálsdóttir, D-lista og Fjóla St. Kristinsdóttir, D-lista.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
Reglur um félagslegar leiguíbúðir í Sv.f. Árborg nóv 2025 (1).pdf
4. 2511417 - Heildarendurskoðun á reglum Árborgar um fjárhagsaðstoð
Tillaga frá 22, fundi velferðarnefndar frá 2. desember, liður 3. Heildarendurskoðun á reglum Árborgar um fjárhagsaðstoð.
Lagt er fyrir heildarendurskoðun á reglum Árborgar um fjárhagsaðstoð. Um er að ræða efnislegar breytingar ásamt hugsanlegum kostnaðarauka í sumum tilvikum.

Velferðarnefnd tekur til umræðu heildarendurskoðun reglna um fjárhagsaðstoð í Sveitarfélaginu Árborg. Telur nefndin rétt að samþykkja þær efnislegu breytingar sem lagðar eru til og að framfærslu kvarðar verði teknir út úr reglum en birtar á heimasíðu sveitarfélagsins.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja reglurnar.

Til máls taka Helga Lind Pálsdóttir, D-lista, Fjóla St. Kristinsdóttir, D-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
Reglur um fjárhagsaðstoð uppfærðar eftir fund Velferðarnefndar 2. des 25.pdf
5. 2512020 - Óverulega breyting á aðal- og deiliskipulagi VÞ9; Norðurhólar 5
Tillaga frá 54. fundi skipulagsnefndar frá 10. desember sl. liður 3. Óverulega breyting á aðal- og deiliskipulagi VÞ9; Norðurhólar 5.

Lagðar eru fram tillögur óverulegra breyting á skilmálum aðalskipulags er varðar VÞ9 og deiliskipulags Suðurbyggðar við Nauthól. Í breytingunni felst að heimilt verði að staðsetja færanlegar kennslustofur innan svæðisins til bráðabirgða.

Skipulagsnefnd Árborgar mælist til þess við bæjarstjórn að samþykkja viðkomandi breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi. Niðurstaða sveitarfélagsins verði auglýst og málið sent Skipulagsstofnun til samþykktar. Málið verði jafnframt kynnt næstu nágrönnum sérstaklega.

Til máls taka Bragi Bjarnason, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Sveinn Ægir Birgisson, D-lista.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum óverulega breyting á aðal- og deiliskipulagi svæðisins á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Óveruleg breyting á ASK vegna VÞ9.pdf
Óveruleg breyting á DSK vegn VÞ9.pdf
6. 2510377 - Gjaldskrár 2026
Gjaldskrá Selfossveitna 2026.

Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskránna.

Til máls taka Sveinn Ægir Birgisson, D-lista, Fjóla St. Kristinsdóttir, D-lista og Arnar Freyr Ólafsson, B-lista.

Tillagan er borin undir atkvæði og er samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
Gjaldskrá Selfossveitna 2026_2.pdf
7. 2206157 - Fundartími bæjarstjórnar kjörtímabilið 2022-2026
Lagt er til að næsti fundur bæjarstjórnar verði 21. janúar.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.

Fundargerðir
8. 2511021F - Umhverfisnefnd - 25
25. fundur haldinn 25. nóvember.
Til máls taka Þórhildur Dröfn Ingadóttir, D-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista.
9. 2511022F - Eigna- og veitunefnd - 49
49. fundur haldinn 25. nóvember.
10. 2511007F - Skipulagsnefnd - 53
53. fundur haldinn 26. nóvember.
Til máls taka Fjóla St. Kristinsdóttir, D-lista, Bragi Bjarnason, D-lista, Arnar Freyr Ólafsson, B-lista, Sveinn Ægir Birgisson, D-lista og Sigurjón Vídalín Guðmundsson, S-lista.
11. 2511028F - Bæjarráð - 152
152. fundur haldinn 4. desember.
12. 2511023F - Velferðarnefnd - 22
22. fundur haldinn 2. desember.
13. 2512010F - Bæjarráð - 153
153. fundur haldinn 11. desember.
Bæjarstjórn Árborgar sendir starfsmönnum og íbúum öllum hugheilar jóla- og nýárskveðjur með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.



Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:07 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica