Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 68

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
19.05.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sigurjón Vídalín Guðmundsson formaður, Á-lista,
Ari Már Ólafsson nefndarmaður, M-lista,
Kristbjörn Hjalti Tómasson nefndarmaður, S-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Magnús Gíslason nefndarmaður, D-lista,
Leifur Stefánsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Ásdís Styrmisdóttir starfsmaður, Sveinn Pálsson byggingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Sveinn Pálsson, Byggingarfulltrúi
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að með afbrigðum verði máli nr. 7 bætt á dagskrá.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2105457 - Kröfugerð vegna fyrirhugaðara byggingaráforma á lóð MS Selfossi
Kristbjörn Guðmundsson f.h. Mjólkursamsölunnar óskar eftir því að aflétt verði kvöð á lóð MS Selfossi vegna fyrirhugaðra byggingaráforma þeirra.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að hafin verði vinna við endurskoðun deiliskipulags fyrir Mjólkurbú Flóamanna sem samþykkt var í bæjarstjórn 2004. Endurskoðun deiliskipulagsins verði unnin í nánu samráði við lóðarhafa og veitustofnanir vegna lagnaleiða innan lóðar.
Samþykkt
2. 2105456 - Umsókn um framkvæmdarleyfi malbiksyfirlagnir Árborg 2021
Sigurður Ólafsson f.h. framkvæmda- og tæknideildar óskar eftir framvæmdaleyfi vegna malbiksyfirlagna í Árborg 2021 skv. meðfylgjandi erindi.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að framkvæmdaleyfisumsókn verði samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að gefa út leyfið í samræmi við 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Samþykkt
3. 2105567 - Ástjörn - breyting á deiliskipulagi - Ástjörn 11
Kristinn Ragnarsson f.h. lóðarhafa Ástjarnar 11, óskar eftir heimild til að leggja fram breytingu á samþykktu deiliskipulagi fyrir lóðina. Óskað er eftir því að byggingarreitur verði lengdur og verði 42 m í stað 38 m. Einnig er óskað eftir því að gert verði ráð fyrir 23 íbúðum í stað 20.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að með fjölgun íbúða úr 20 í 23 íbúðir, auk þess að stækka byggingarreit á tvo vegu, sé um verulega breytingu á gildandi deiliskipulagi að ræða. þá telur nefndin hæpið að minnka hlutfall bílastæða frá núgildandi skipulagi. Nefndin tekur afstöðu til tillögunnar þegar uppfærð gögn hafa borist frá hönnuði.

Frestað
4. 2103311 - Umsókn um breytt nýtingarhlutfall - Víkurheiði 1
Tillaga er um að gerð verði breyting á deiliskipulagi fyrir Víkurheiði, þar sem að nýtingarhlutfall á lóðum 1, 3 og 5 verði hækkað úr 0,1 í 0,2.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi fyrir Víkurheiði, þar sem að nýtingarhlutfalli lóðanna Víkurheiði 1, 3 og 5 verði hækkað úr 0,1 í 0,2. Skipulagsfulltrúa falið að hefja vinnuna og legga fyrir skipulags- og bygginganefnd þegar hún er klár til umfjöllunar.
Samþykkt
5. 2105158 - Búðarstígur 23 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Erindi vísað til skipulags- og byggingarnefndar á 65. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa
Þar sem að ekki liggur fyrir deiliskipulag fyrir umrædda lóð, samþykkir skipulags- og byggingarnefnd að fara skuli fram grenndarkynning í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynnt verði fyrir eigendum eftirfarandi fasteignar: Búðarstígur 21.
Samþykkt
6. 2103244 - Heiðarstekkur 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Erindi vísað til skipulags- og byggingarnefndar á 65. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að um óveruleg frávik frá deiliskipulagi sé að ræða. Í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkir skipulags- og byggingarnefnd að falla frá grenndarkynningu þar sem að framkvæmdin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda. Lóðaruppdráttur verður tekinn til afgreiðslu þegar hann liggur fyrir.
Skipulags- og byggingarnefnd vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Samþykkt
Lagt til að á dagskrá verði bætt máli nr. 21043598 Marbakki.
samþykkt.
7. 21043598 - Marbakki - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sótt um byggingarleyfi fyrir gestahúsi á lóðinni Marbakka Stokkseyri, áður á fundi 21. apríl sl.
Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda varðandi hugsanlega staðsetningu hússins m.t.t. fjarlægðar frá götu.

Frestað.

Frestað
Fundargerð
8. 2104011F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 64
8.1. 2101156 - Gagnheiði 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason f.h. Guðmundar Kristins Ingvarssonar spyrst fyrir um hvort leyft verði að byggja viðbyggingu á einni hæð.
Helstu stærðir viðbyggingar 97,5 m2 og 319,3 m3.
Grenndarkynning hefur farið fram, engar athugasemdir bárust.
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara um samþykki meðeigenda.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar gögnum skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar hefur verið skilað ásamt undirrituðum aðaluppdráttum.

Niðurstaða þessa fundar
8.2. 21041858 - Austurvegur 38 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Eggert Guðmundsson f.h. Icelandbus all kind of bus. ehf sækir um leyfi til að breyta notkun á 2. og 3. hæð hússins þannig að þar verði 4 íbúðir.
Samþykki meðeiganda liggur fyrir.
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara um skil á skráningartöflu og gátlista.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar gögnum skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar hefur verið skilað ásamt undirrituðum aðaluppdráttum.

Niðurstaða þessa fundar
8.3. 2102299 - Eyrargata 32 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Samúel Smári Hreggviðsson f.h. Matthíasar Jóhannssonar sækir um leyfi til að reisa 16,6 m2 viðbyggingu úr gleri.
Helstu stærðir 16,6 m2 og 41,9 m3.
Grenndarkynning hefur farið fram, engar athugasemdir bárust.

Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara tekið verið tillit til athugasemda Brunavarna varðandi staðsetningu sorpíláta.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar gögnum skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar hefur verið skilað ásamt undirrituðum aðaluppdráttum.

Niðurstaða þessa fundar
8.4. 2103255 - Úthagi 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sigurður Hilmar Ólafsson f.h. Ragnhildar L.W. Vilhjálmsdóttur óskar eftir leyfi til byggja bílgeymslu.
Stærð 40,3 m2 og 223,0 m3.
Grenndarkynning hefur farið fram. Engar athugasemdir bárust.

Afgreiðslu frestað þar til fullnægjandi gögn liggja fyrir.

Niðurstaða þessa fundar
8.5. 2103046 - Ránarbakki - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Pálmar Kristmundsson f.h. Árna Bragasonar sækir um leyfi til að byggja frístundahús sem kemur í stað núverandi húss.
Stærðir 138,3 m2 og 504,1 m3.
Grenndarkynning hefur farið fram, engar athugasemdir bárust.

Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara um að tekið verði tillit til athugasemda Brunavarna.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar gögnum skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar hefur verið skilað ásamt undirrituðum aðaluppdráttum.

Niðurstaða þessa fundar
8.6. 21043598 - Marbakki - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Michael Blikdal Erichsen f.h. Lindu Sólbjargar Ríkarðsdóttur sækir um leyfi til að flytja sumarhúsið sem nú stendur á lóðinni Hásteinsvegur nr. 56 (nefnd Ránarbakki) yfir á lóðina Hásteinsvegur nr.54 (nefnd Marbakki). Ætlunin er að nýta húsið þar sem gestahús.
Skipulags- og byggingarnefnd fjallaði um málið á 66. fundi. Nefndin leggst gegn fyrirhuguðum áformum, þar sem að þau eru ekki í samræmi við ásýnd og yfirbragð núverandi byggðar á svæðinu.

Hafnað

Niðurstaða þessa fundar
8.7. 21041857 - Ránarbakki - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Árni Bragason sækir um leyfi til að flytja núverandi hús af lóðinni til að rýma fyrir nýbyggingu.
Samþykkt með fyrirvara um að húsið sé án veðbanda.

Niðurstaða þessa fundar
8.8. 2103097 - Seljavegur 7 - Fyrirspurn um byggingu bílskúrs
Guðjón Þ. Sigfússon f.h. Tryggvar Óskarssonar óskar eftir leyfi til að byggja bílskúr sem kemur í stað er 40 m2 húss sem verður flutt á annan stað utan sveitarfélagsins.
Stærð 58,5 m2 og 203,0 m3.
Grenndarkynning hefur farið fram, engar athugasemdir bárust.

Afgreiðslu frestað þar til fullnægjandi gögn liggja fyrir.

Niðurstaða þessa fundar
8.9. 18051364 - Túngata 6 - Fyrirspurn til byggingarnefndar
Guðjón Þ. Sigfússon f.h. Sverrir Ingimarsson óskar eftir leyfi til að stækka bílskúr um 26 m2.
Grenndarkynning hefur farið fram, engar athugasemdir bárust.

Afgreiðslu frestað þar til fullnægjandi gögn liggja fyrir.

Niðurstaða þessa fundar
8.10. 2101073 - Heiðarvegur 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Byggingarleyfi var gefið út 30.03.2021
Kjartan Sigurbjartsson f.h. Iron fasteignir ehf sækir um breytingu á útgefnu byggingarleyfi sem felst í að bætt verði við svalalokun á íbúð 0202.
Erindinu fylgir uppdráttur áritaður af eigendum aðliggjandi húsa.
Eindið var lagt fyrir 66. fund skipulagsnefndar þar sem þvi var frestað og óskað nánari útskýringum á fyrirhugaðri framkvæmd.

Frestað.

Niðurstaða þessa fundar
8.11. 21043053 - Austurhólar 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Kristinn Ragnarsson f.h. Fagradals ehf sækir um leyfi til að reisa 6 hæða fjölbýlishús með 35 íbúðum.

Stærðir 3.179,4 m2 og 9.310,9 m3
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar gögnum skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar hefur verið skilað ásamt undirrituðum aðaluppdráttum.

Niðurstaða þessa fundar
8.12. 21044127 - Eyravegur 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sigurður Einarsson f.h. Sigtún Þróunarfélags ehf sækir um leyfi til að byggja 1. áfanga bílahúss sem er bílakjallari með bílastæðum einnig á plötu yfir kjallaranum. Auk þess eru sorpgeymsla og spennistöð hluti af byggingunni.
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara um skil á skráningartöflu.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar gögnum skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar hefur verið skilað ásamt undirrituðum aðaluppdráttum.

Niðurstaða þessa fundar
8.13. 21044102 - Suðurbraut 18 - Fyrirspurn
Jónas Karl Harðarson spyr hvort leyfi fáist til að reisa 250 m2 geymsluhúsnæði á lóðinni í samræmi við kynningaruppdrátt frá BYKO
Byggingarfulltrúi telur líklegt að byggingarleyfi fáist til að reisa slíkt hús á lóðinni enda liggi þá fyrir fullunnir aðaluppdrættir ásamt greinargerð lóðarhafa um áformaða uppbyggingu á lóðinni s.s. áform um byggingu íbúðarhúss og staðsetningu þess á lóðinni.

Niðurstaða þessa fundar
8.14. 21043660 - Berghólar 28 - Tilkynning um smáhýsi
Sigmundur Stefánsson og Ingileif Auðunsdóttir óska eftir heimild Sveitarfélagsins Árborgar til að staðsetja smáhýsi við lóðarmörk í NV horni lóðarinnar.

Lóðin liggur að opnu svæði til norðurs og vesturs og í um 10 m fjarlægð frá gangstíg.

Vísað til samráðsfundar Mannvirkja- og umhverfissviðs.


Niðurstaða þessa fundar
8.15. 21043076 - Gráhella 18-34 - Tilkynning um framkvæmd
Anna Lilja Ásbjarnardóttir f.h. húsfélagsins Gráhella 18-34 tilkynnir um uppsetningu sorpskýla og skjólveggja við sorpskýlin.
Fyrir liggur samþykki húsfundar.
Staðsetning sorpskýla er í samræmi við samþykkta uppdrætti.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við framkvæmdina.

Niðurstaða þessa fundar
8.16. 21044128 - Sandgerði 4 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
Guðveigur Steinar Ómarsson tilkynnir um áform um að koma upp 15 m2 smáhýsi með steyptri gólfplötu og klæða með bárujárni.
Lóðin liggur að lóðum nr. 2 og 6 við Sandgerði og nr. 7 við Strandgötu.
Samkvæmt byggingarreglugerð gr. 2.3.5 g. tl. 5 skal liggja fyrir skriflegt samþykki lóðarhafa nágrannalóðar ef smáhýsi stendur nær lóðarmörkum en 3 m.

Frestað.

Niðurstaða þessa fundar
8.17. 21044564 - Dranghólar 3 - Tilkynning um samþykki nágranna á byggingaráformum
Linda Björk Sigurðardóttir og Ármann Heiðarsson tilkynna um áform að reisa smáhýsi hærra en 2.5m að hæð á lóð sinni.
Fyrir liggur samþykki nágranna fyrir hámarkshæð minni en 2,8 m.

Bygginarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áformin enda fylgi umsækjendur ákvæðum byggingarreglugerðar gr. 2.3.5 g. að öðru leyti.

Niðurstaða þessa fundar
8.18. 21044723 - Tjaldhólar 1 - Ósk um samþykki á byggingaráformum - Tjaldhólar 1
Sverrir Ólafsson tilkynnir um áform að reisa skjólgirðingu við lóðarmörk að landi Sveitarfélagsins Árborgar og óskar samþykkis varðandi hæð og staðsetningu.
Óskað er eftir að hæð girðingar við Tjaldhóla verði 1,4 m og verði 1,5 m frá gangstétt.
Óskað er eftir að hæð girðingar við Erlurima verði 1,4 m og staðsetning 1,2 m frá gangstíg.

Vísað til samráðsfundar Mannvirkja- og umhverfissviðs.

Niðurstaða þessa fundar
9. 2104025F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 65
9.1. 21044985 - Austurás - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen f.h. Hauks Baldvinsson sækir um leyfi til að byggja vélageymslu.
Stærðir 232,3 m2, 1311,5 m3
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um birtingu deiliskipulagsbreytingar í B-deild Stjórnartíðinda.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
9.2. 21046849 - Brúarstræti 2 mhl. 03 - Umsókn um breytingu þegar útgefnu byggingarleyfi
Sigurður Einarsson f.h. Sigtúns Þróunarfélags ehf. leggur inn nýja aðaluppdrætti og skráningartöflu fyrir Smjörhúsið, Apótekið,Fjalaköttinn og Egilssonarhúsið. Um er að ræða minni háttar breytingar á gögnum skv. byggingarleyfi nr. 1911021.
Gert er ráð fyrir veitingaaðstöðu í kjallara, verslunarrýmum á 1. hæð og fjórum íbúðum á 2. hæð.
Byggingarfulltrúi samþykkir fram lagða uppdrætti og skráningartöflu.

Niðurstaða þessa fundar
9.3. 2105158 - Búðarstígur 23 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Eiríkur Vignir Pálsson f.h. Sæbýlis ehf. sækir um leyfi til að reisa viðbyggingar sunnan og vestan við núverandi hús.
Stærðir 365,2 m2, 1159,5 m3
Deiliskipulag leggur ekki fyrir.
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

Niðurstaða þessa fundar
9.4. 2105444 - Norðurgata 32 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Luigi Bartolozzi f.h. Andrea Fiocca sækir um leyfi til að byggja einbýlishús og bílskúr.
Stærðir 298,3 m2, 485,2 m3
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um uppdrættir verði leiðréttir í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og Brunavarna.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
9.5. 2101073 - Heiðarvegur 1 - Breyting frá útgefnu byggingarleyfi
Byggingarleyfi var gefið út 30.03.2021
Skipulagsnefnd hefur fyrir sitt leyti samþykkt ósk um að byggja yfir svalir á íbúð 0201 og vísað umsókninni til afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Breyting samþykkt með fyrirvara um að lagðir verði inn uppfærðir uppdrættir ásamt skráningartöflu.

Niðurstaða þessa fundar
9.6. 2103244 - Heiðarstekkur 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Eiríkur Vignir Pálsson f.h. Litla Krika ehf. sækir um leyfi til að byggja fjölbýlishús með 21 íbúð. Helstu stærðir 2.385,9 m2 og 7.121 m³
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um samþykki skipulagsnefndar á lóðaruppdrætti og því að stigahús fari lítillega út fyrir byggingarreit.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
9.7. 2103255 - Úthagi 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sigurður Hilmar Ólafsson f.h. Ragnhildar L.W. Vilhjálmsdóttur óskar eftir leyfi til byggja bílgeymslu. Stærðir 40,3 m2 og 223,0 m3.
Erindið hefur verið grenndarkynnt. Engar athugasemdir bárust.
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
9.8. 2105500 - Suðurgata 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason f.h. Finns Torf Gíslasonar og Rakelar Björgvinsdóttur sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á einni hæð.
Stærð 225,7 m2, 1098,8 m3.
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
9.9. 2105501 - Seljavegur 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðjón Þórir Sigfússon F.H. Tryggva Óskarssonar sækir um leyfi til að byggja bifreiðageymslu.
Stærðir 61,8 m2, 216,6 m3.
Grenndarkynning hefur farið fram, engar athugasemdir bárust.
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
9.10. 2105511 - Suðurgata 32 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðjón Þórir Sigfússon f.h. Elfu Daggar Þórðardóttir sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á 2 hæðum.
Stærðir: 329,4 m3 og 941,7 m3.
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
9.11. 2105498 - Grænamörk 1 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingaleyfi
Leigubústaðir Árborgar ses. tilkynna um breytingar á útliti á gluggum og hurðum í Grænumörk 1.
Samkvæmt byggingarreglugerð gr. 2.3.5 c. er viðhald bygginga að utan, s.s. endurnýjun þakklæðningar, þakkanta, veggklæðninga og glugga undanþegin byggingarleyfi þegar notað er eins eða sambærilegt efni og frágangur er þannig að útlit byggingar sé ekki breytt eða breyting óveruleg.

Samkvæmt gluggateikningu sem fylgdi tilkynningunni virðst fyrirhugað að breyta formi glugga og þar með útliti byggingarinnar. Byggingarfulltrúi telur að breytingin sé ekki óveruleg og að sækja þurfi um byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni.

Niðurstaða þessa fundar
9.12. 2105497 - Tilkynning um framkvæmd undanþegna byggingarleyfi - Gráhella 2-16
Húsfélagið að Gráhellu 2-16 tilkynnir um framkvæmd undanþegna byggingaleyfi.
Byggingarfulltrúa falið að afla frekari upplýsinga og eftir atvikum vísa málinu til samráðsfundar Mannvirkja- og umhverfissviðs.

Niðurstaða þessa fundar
9.13. 2105007 - Tilkynning um byggingaráform - Kringlumýri 2
Ellen Mjöll Hlíðberg og Þorfinnur Hilmarsson óska eftir leyfi til að staðsetja smáhýsi nær lóðarmörkum en 3m.
Byggingarfulltrúa falið að afla frekari upplýsinga og eftir atvikum vísa málinu til samráðsfundar Mannvirkja- og umhverfissviðs.

Niðurstaða þessa fundar
9.14. 2105507 - Vallarland 13 - Tilkynning um framkvæmd undanþegna byggingarleyfi
Guðfinna Gunnarsdóttir óska eftir leyfi til að staðsetja smáhýsi og skjólgirðingu nær lóðarmörkum en 3m.
Byggingarfulltrúa falið að afla frekari upplýsinga og eftir atvikum vísa málinu til samráðsfundar Mannvirkja- og umhverfissviðs.

Niðurstaða þessa fundar
9.15. 2105417 - Stöðuleyfi - Suðurbraut 29
BG. Verktakar sækja um stöðuleyfi fyrir Moel gámaeiningum vegna fyrirhugaðra húsbyggingar á lóðinni.
Sótt er um stöðuleyfi fyrir 6 stk Moeleiningum.

Erindinu hafnað.

Niðurstaða þessa fundar
9.16. 2105460 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Krónan Austurvegi 1
Heilbrigðiseftirlit Suðurland biður um umsögn vegna endurnýjunar á starfsleyfi fyrir Krónuna að Austurvegi 1
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að starfsleyfi verði endurnýjað.

Niðurstaða þessa fundar
9.17. 2105492 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Kjötbúrið Austurvegur 65
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands biður um umsögn vegna útgáfu starfsleyfis fyrir Kjötbúrið Austurvegi 65
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að starfsleyfi verði gefið út.

Niðurstaða þessa fundar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica