Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 129

Haldinn í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
15.05.2025 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Sveinn Ægir Birgisson formaður, D-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir varaformaður, Á-lista,
Arnar Freyr Ólafsson bæjarfulltrúi, B-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, S-lista,
Bragi Bjarnason bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bragi Bjarnason, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2501140 - Beiðni - aukinn kennslukvóti 2025
Erindi frá Tónlistarskóla Árnesinga, dags. 9. maí, þar sem óskað er eftir auknum kennslukvóta frá 1. ágúst 2025.
Fram kemur í erindi frá Tónlistarskóla Árnesinga að núverandi kennslukvóti sé sá sami og var árið 2015 á meðan íbúafjöldi í Árborg hefur vaxið um 50% á sama tímabili. Samdráttur varð í eftirspurn eftir tónlistarnámi á tímum Covid en nú hefur eftirspurnin aukist á ný. Tónlistarskólinn er með um 208 klst. í kennslukvóta en vorið 2025 eru um 30 einstaklingar á biðlista eftir tónlistarkennslu í Árborg.

Bæjarráð undirstrikar mikilvægi tónlistarnáms og telur að auka þurfi kennslukvótann í takti við íbúaþróun og ásókn í námið. Bæjarráð samþykkir því að bæta tíu kennslustundum við kennslukvóta frá ágúst 2025 til áramóta. Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa viðauka vegna aukins kostnaðar vegna viðbótar kennslukvóta og leggja til samþykktar í bæjarstjórn. Bæjarráð vísar erindinu einnig til vinnu við fjárhagsáætlun 2026.
Samþykkt
2. 2503557 - Þjónustusamningur - Björgunarsveitin Björg
Drög að þjónustusamningi við Björgunarsveitina Björgu.
Bæjarráð samþykkir samninginn. Jafnframt er bæjarstjóra veitt umboð til að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt
3. 2501215 - Viðauki við fjárhagsáætlun HSL - Fundargerðir
244. fundargerð haldinn 2. maí lögð fram til kynningar.

Eftirfarandi var bókað á fundi Heilbrigðisnefndar Suðurlands undir lið 1 h):

Viðauki við fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Suðurlands bs. 2025 vegna nýrra kjarasamninga lagður fram til samþykktar. Heilbrigðisnefnd Suðurlands felur framkvæmdastjóra að senda viðaukann á aðildarsveitarfélögin til staðfestingar.

Umræddur viðauki er gerður í samræmi við afturvirka hækkun fyrir 2024 og jafnframt nýja launaáætlun 2025.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun HSL kr. 3.374.225,- Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa viðauka vegna aukins kostnaðar vegna viðauka við fjárhagsáætlun HSL og leggja til samþykktar í bæjarstjórn.
Samþykkt
244_fundur_fundargerd.pdf
4. 2501018 - Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Erindi frá Sinfóníuhljómsveit Íslands, dags. 8. maí, þar sem þakkað er fyrir móttökur sem þjóðarhljómsveitin fékk á dögunum á tónleikaferðalagi um Suðurland.
Lagt fram til kynningar.
Tölvupóstur - Kærar kveðjur frá Sinfó!.pdf
Ingunn Jónsdóttir kemur inn á fundinn undir þessum lið kl. 8:35
5. 2504080 - Málefni Háskólafélags Suðurlands ehf
Ingunn Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands kemur á fundinn.
Ingunn Jónsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands kemur inn á fundinn og ræðir um málefni Háskólafélagsins. Ingunn fór yfir starfsemi félagsins, framboð á námi, aðstöðu og samstarfið við framhalds- og háskóla á Íslandi. Tækifærin eru talsverð til framtíðar með auknu samstarfi ásamt því að horfa þarf sérstaklega til aðstöðu nemenda sem vilja vera í fjarnámi en búa á svæðinu. Nefnir Ingunn nemendagarða í því samhengi.

Bæjarráð þakkar Ingunni fyrir vel unnin störf hjá Háskólafélaginu og óskar henni velfarnaðar í nýju starfi sem framkvæmdastjóri SASS.
Ingunn Jónsdóttir fer af fundi kl. 9:03
Fundargerðir
6. 2505002F - Eigna- og veitunefnd - 41
41. fundur haldinn 6. maí.
Fundargerðir til kynningar
7. 2501349 - Fundargerðir stjórnar Bergrisans bs 2025
84. fundur haldinn 25. apríl.
Ársreikningur 2024.

Lagt fram til kynningar.
84. stjórnarfundur Bergrisans.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:26 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica