58. fundur bæjarstjórnar, kjörtímabilið 2022 - 26
Fundur bæjarstjórnar Árborgar verður haldinn miðvikudaginn 14. maí 2025 í Grænumörk 5, Selfossi, kl. 16:00.
Dagskrá:
Almenn erindi
- 2504170 - Ársreikningur Árborgar 2024
Ársreikningur Árborgar 2024 lagður fram til síðari umræðu. - 2411160 - Deiliskipulag Jórvík 1, áfangi 2 og Björkurstykki 3
Tillaga að deiliskipulagi fyrir Jórvík 1, 2. áfanga (28,9 ha) og Björkurstykki III (17,5 ha). Svæði 2. áfanga Jórvíkur liggur til suðurs í framhaldi af núverandi skipulagi í Jórvík I, og Björkurstykki III liggur milli nýrrar byggðar í Jórvík 1, og Björkurstykkis. Samanlagt er skipulagssvæðið um 46,4 ha.
Með deiliskipulaginu er verið að skapa svæði til frekari uppbyggingar blandaðrar íbúðabyggðar og þjónustu í Árborg. Megin áhersla deiliskipulagsins er að afmarka lóðir og skilgreina byggingarreiti fyrir íbúðarbyggð ásamt því að setja skilmála fyrir uppbyggingu innan fyrirhugaðs íbúðarsvæðis í samræmi við lög og reglur.
Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir hæfilega þéttri byggð og hagkvæmri nýtingu lands. Íbúðarbyggðin er í meginatriðum lágreist með einnar hæðar sérbýlishúsum, tveggja hæða tví- og fjórbýlishúsum og allt að 6 hæða fjölbýlishúsum ásamt þjónustulóðum.
Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir allt að 1200 íbúðum. Gera má ráð fyrir að uppbygging svæðis muni taka 10 - 15 ár.
Gert er ráð fyrir að áhersla verði á uppbyggingu í Björkurstykki III, í fyrri áfanga og Jórvík 1. áfanga 2, í þeim síðari. Aðkoma fyrir akandi umferð verður frá Suðurhólum, Hólastekk og að Jórvík 1, 2. áfanga í gegnum núverandi byggð í Jórvík I.
Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja að auglýsa deiliskipulagið í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 132/2010, með fyrirvara um að það verði samþykkt á fundi skipulagsnefndar 14. maí, og feli skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga. - 2310498 - Atvinnustefnu - Árborg - Hveragerði - Flóahreppur
Bæjarráð samþykkti á 127. fundi lokadrög að sameiginlegri atvinnustefnu Árborgar, Hveragerðis og Flóahrepps.
Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja atvinnustefnuna. - 2206157 - Fundartími bæjarstjórnar kjörtímabilið 2022 - 2026
Fundargerðir - 2504018F - Bæjarráð - 126
126. fundur haldinn 28. apríl. - 2503022F - Skipulagsnefnd - 43
43. fundur haldinn 23. apríl. - 2504023F - Bæjarráð - 127
127. fundur haldinn 2. maí. - 2505001F - Bæjarráð - 128
128. fundur haldinn 8. maí.