Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 137

Haldinn í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
24.07.2025 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Sveinn Ægir Birgisson formaður, D-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir varaformaður, Á-lista,
Arnar Freyr Ólafsson bæjarfulltrúi, B-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson varaáheyrnarfulltrúi, S-lista,
Bragi Bjarnason bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bragi Bjarnason, bæjarstjóri
Formaður leitar afbrigði til að taka á dagskrá mál nr. 2305028 um umferðaröryggi á Austurvegi. Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2507035 - Velferð á starfsstöðum Sveitarfélagsins Árborgar
Á 136. fundi bæjarráðs var lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs og mannauðsráðgjafa, dags. 2. júlí, um tilraunaverkefni í tengslum við velferð á starfsstöðvum.

Á fundinum tók bæjarráð vel í erindið og fól bæjarstjóra að undirbúa viðauka vegna þess.

Í ljós kom við nánari skoðun að ekki er þörf á viðauka fyrir verkefnið að svo stöddu. Því er lagt til við bæjarráð að samþykkja erindið.

Bæjarráð samþykkir verkefnið án viðauka þar sem fjármögnun liggur fyrir í fjárhagsáætlun 2025.
Samþykkt
2. 2408266 - Hringvegur um Ölfusárbrú - Samskipti vegna áforma um nýjan veg og brú
Á 101. fundi bæjarráðs sem haldinn var 26. september 2024 gerði sveitarfélagið athugasemd við fyrirhugaða kostnaðarskiptingu vegna framkvæmda á Einholtsvegi og bæjarstjóra falið að eiga samtal við Vegagerðina um kostnaðarskiptingu.

Samræður hafa farið fram á þeim tíma og sveitarfélagið gert ítrekaðar athugasemdir við kostnaðarskiptinguna við starfsfólk Vegagerðarinnar.

Nú er verkið hafið, en ekki hefur kostnaðarskipting verið endurskoðuð.

Lagt er fram minnisblað sviðssstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 21. júlí, þar sem farið er yfir valkosti sveitarfélagsins að svo stöddu.

Bæjarráð, í sumarleyfum bæjarstjórnar, samþykkir að greiða reikninga verktaka og ráðgjafa vegna vinnu sem fellur undir verkhluta 8.01 Verkhönnun, að því leyti sem þeir tengjast verkhönnun Einholtsvegar og vegna verkhluta 8.08, Einholtsvegur, vegagerð, sem samkvæmt drögum að samningi við Vegagerðina er ætlað að falli á sveitarfélagið. Samþykki þetta er tímabundið og með skýrum fyrirvara til að tryggja áframhald framkvæmda.

Samþykkt þessi er með þeim fyrirvara að formlegar viðræður Vegagerðarinnar og sveitarfélagsins um endurskoðun kostnaðarskiptingar ljúkí í síðasta lagi 15. september n.k. með samþykktri nýrri tillögu að kostnaðarskiptingu.

Með bókun þessari felst ekki viðurkenning sveitarfélagsins á réttmæti kostnaðarskiptingarinnar eða bindandi samþykki fyrir henni. Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að hafna ábyrgð á umræddum kostnaði og krefjast endurgreiðslna á greiddum reikningum ef niðurstaða samninga eða annarra réttarúrræða leiða í ljós að Vegagerðin skuli bera kostnaðinn. Bæjarráð ítrekar fyrri afstöðu sína, sem m.a. kemur fram í bókun frá 101. fundi bæjarráðs sem haldinn var 26. september 2024 og samskipta við Vegagerðina, þar sem sveitarfélagið gerir athugasemdir við þá kostnaðarskiptingu sem lögð hefur verið fram.

Með þessari ákvörðun sýnir sveitarfélagið ábyrgð gagnvart framgangi verkefnisins og hagkvæmni í opinberum rekstri, með það að markmiði að koma í veg fyrir tafir eða aukinn kostnað.
Samþykkt
3. 2506394 - Kaupsamningur - Fossnes 5B
Lögð eru fram drög að kaupsamningi þar sem GTS ehf. kaupir lóðina Fossnes 5, L188988, af Sveitarfélaginu Árborg. Lagt er til við bæjarráð að samþykkja sölu lóðarinnar í samræmi við framlagðan kaupsamning.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umfjöllunar og afgreiðslu í bæjarstjórn.
Samþykkt
4. 2507194 - Viðauki við samning - v. útboð á akstur fyrir Árborg
Lögð eru fram drög að viðaukasamningi um skólaakstur og hópferðabíla milli Sveitarfélagsins Árborgar og GTS ehf. Viðaukasamningurinn er til 1 árs.
Bæjarráð samþykkir að framlengja samninginn við GTS ehf. um skólaakstur og hópferðabíla til eins árs, í samræmi við drög að viðaukasamningi og þeirra breytinga sem verða á þjónustunni samkvæmt honum.
Samþykkt
5. 2507188 - Lántökur Brunavarna Árnessýslu 2025
Lagt er til að bæjarráð, í sumarleyfum bæjarstjórnar, samþykki lántökur Brunavarna Árnessýslu vegna byggingar slökkvistöðvar á Flúðum og kaupa á tankbíl, í samræmi bókun í fundargerð vorfundar Brunavarna Árnessýslu. Lagt er til að bæjarstjóra verði veitt fullt og ótakmarkað umboið til að undirrita lánssamninga vegna lánsins.
Bæjarráð, í sumarleyfum bæjarstjórnar, samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Brunavarna Árnessýslu hjá Landsbankanum, kt. 471008-0280, í formi lánalínu að höfuðstól allt að kr. 180.000.000-, með lokagjalddaga þann 01.07.2026, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Ábyrgðin tekur til greiðslu höfuðstóls láns þessa, ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnaðar. Nær samþykki bæjarráð jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.

Er lánið tekið til byggingar slökkvistöðvar á Flúðum í Hrunamannahreppi og kaupa á tankbíl fyrir slökkvistöðina í Þorlákshöfn í Sveitarfélaginu Ölfusi sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu.

Bæjarráð skuldbindur hér með sveitarfélagið, sem eiganda félagsins, til að selja ekki eignarhlut sinn til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt.

Fari svo að sveitarfélagið selji eignarhlut sinn til annarra opinberra aðila, skuldbindur sveitarfélagið sig til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu.

Jafnframt er Braga Bjarnasyni, kt. 2504815359, bæjarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánssamning við Landsbankann sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns
Samþykkt
6. 2507182 - Ársskýrsla 2024 - Brynja leigufélag
Ársskýrsla 2024.
Lagt fram til kynningar.
7. 2305028 - Umferðaröryggi á Austurvegi
Lagt er fram minnisblað frá sviðsstjóra mannvirkja- og umhverfissviðs, dags. 22. júlí 2025, varðandi beiðni Vegagerðarinnar um framhald af uppsetningu á grindverki og fellingu trjáa á miðeyju við Austurveg og lækkunar hámarkshraða á Austurvegi og Eyravegi niður í 40 km/klst.
Bæjarráð samþykkir að haldið verði áfram uppsetningu á grindverki og fellingu trjáa á miðeyju við Austurveg, frá Sigtúni að Tryggvagötu, enda er gert ráð fyrir aðgerðinni í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2025.

Bæjarráð vísar tillögu um lækkun hámarkshraða á Austurvegi og Eyravegi til umfjöllunar í skipulagsnefnd.
Samþykkt
Fundargerðir
9. 2507001F - Skipulagsnefnd - 48
48. fundur haldinn 9. júlí.
10. 2507010F - Umhverfisnefnd - 23
23. fundur haldinn 17. júlí.
Fundargerðir til kynningar
8. 2506271 - Fundargerð aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands hf 2025
Fundargerð aðalfundar haldinn 4. júlí.
Ársreikningur 2024

Lagt fram til kynningar
Fundargerð aðalfundar EFS 2025.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:16 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica