Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 137

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
27.01.2022 og hófst hann kl. 17:33
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2112312 - Endurnýjun umhirðusamnings fyrir grasvelli 2022-2027
Tillaga frá 30. fundi frístunda- og menningarnefndar, frá 17. janúar, liður 3. Endurnýjun umhirðusamnings fyrir grasvelli 2022-2027

Lögð fram drög til umræðu að endurnýjun umhirðusamnings við Golfklúbb Selfoss vegna knattspyrnugrasvalla í Svf. Árborg.

Nefndin lagði til við bæjarráð að fyrirliggjandi samningur Svf. Árborg og Golfklúbbs Selfoss um umhirðu grasvalla í sveitarfélaginu yrði samþykktur. Gert hafði verið ráð fyrir kostnaðinum í fjárhagsáætlun 2022.

Bæjarráð samþykkir framlagðan samning.
2. 2201200 - Starfshópur um uppbyggingu íþróttamannvirkja á Stokkseyri
Tillaga frá 30. fundi frístunda- og menningarnefndar frá 17. janúar, liður 4. Starfshópur um uppbyggingu íþróttamannvirkja á Stokkseyri

Lögð fram tillaga að stofnun starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja á Stokkseyri.

Nefndin lagði til við bæjarráð að tillagan yrði samþykkt og starfshópurinn skili af sér þarfagreiningunni í maí 2022.

Bæjarráð samþykkir að starfshópurinn verði stofnaður og að fulltrúar í honum verði Bragi Bjarnason, frístunda- og menningarfulltrúi, og Magnús Gísli Sveinsson, forstöðumaður sundlauga. Þá óskar bæjarráð eftir því að Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri tilnefni fulltrúa og einnig tilnefni fulltrúa Ungmennafélag Stokkseyrar. Jafnframt skipi hópinn bæjarfulltrúarnir Brynhildur Jónsdóttir og Sigurjón Vídalín Guðmundsson.
3. 2201199 - Starfshópur um kennslusundlaug við Sunnulækjarskóla
Tillaga frá 30. fundi frístunda- og menningarnefndar frá 17. janúar sl., liður 5. Starfshópur um kennslusundlaug við Sunnulækjarskóla

Lögð fram tillaga að stofnun starfshóps um byggingu kennslusundlaugar við Sunnulækjarskóla á Selfossi.

Nefndin lagði til við bæjarráð að tillagan yrði samþykkt með þeim breytingum að horft yrði til þess að útvíkka viðfangsefnið úr kennslusundlaug í sundlaug með það að markmiði að takmarka ekki vinnu hópsins eingöngu við kennslu. Starfshópurinn skili af sér þarfagreiningunni í maí 2022.

Bæjarráð samþykkir að starfshópurinn verði stofnaður. Bæjarfulltrúarnir Brynhildur Jónsdóttir og Sigurjón Vídalín Guðmundsson starfi í hópnum ásamt þeim starfsmönnum sem tengjast málefninu.
4. 2201202 - Endurnýjun samstarfssamnings Svf. Árborgar og Sleipnis 2022-2024
Tillaga frá 30. fundi frístunda- og menningarnefndar frá 17. janúar sl., liður 6. Endurnýjun samstarfssamnings Svf. Árborgar og Sleipnis 2022-2024

Drög að endurnýjun samstarfssamnings við Hestamannafélagið Sleipni lagður fram til umræðu.

Nefndin lagði til við bæjarráð að fyrirliggjandi samningur Svf. Árborg og Hestamannafélagsins Sleipnis yrði samþykktur. Gert er ráð fyrir kostnaðinum í fjárhagsáætlun 2022.

Bæjarráð samþykkir að framlagður samningur verði samþykktur.
5. 2201267 - Samstarfsyfirlýsing - hvatning til sveitarfélaga að úrbótum í aðgengismálum fólks með fötlun 2021-2022
Samstarfsyfirlýsing Sambands íslenskra sveitarfélaga, samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytisins, félagsmálaráðuneytisins og Öryrkjabandalags Íslands, dags. 7. maí 2021, um hvatningu til sveitarfélaga að úrbótum í aðgengismálum fólks með fötlun 2021-2022.
Bæjarráð þakkar fyrir hvatninguna og hefur mikinn metnað til að gera vel í þessum málum. Bæjarráð bendir meðal annars á þá úttekt á aðgengismálum sem sveitarfélagið vann á liðnu ári.
Samkomulag um samstarf um hvatningu til sveitarféla að bæta aðgengismál fatlaðra.pdf
Úttektir Árborg sumar 2021_loka.pdf
6. 2201275 - Ályktun Hverfisráðs Eyrarbakka um skólahúsnæði BES á Eyrarbakka
Ályktun Hverfisráðs Eyrarbakka, dags. 19. janúar, um ástand skólahúsnæðis BES á Eyrarbakka.
Bæjarráð þakkar erindi Hverfisráðs Eyrarbakka og tekur undir með hverfisráðinu og Foreldrafélagi Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Verklag starfsfólks BES hefur verið til mikillar fyrirmyndar í þessu máli og bæjaryfirvöld brugðust því skjótt við eftir ábendingar stjórnenda á grunni úttektarskýrslu sem þá var enn í drögum. Samdóma niðurstaða var því að loka húsnæðinu og leysa húsnæðismál skólans til bráðabirgða. Þannig fæst ráðrúm til að rýna lokaútgáfu úttektarskýrslu Eflu og móta í framhaldinu nauðsynlegar aðgerðir.

Ekki er enn hægt að segja til um það hvort hægt verður að gera endurbætur á núverandi húsnæði eða hvort ráðast þurfi í nýbyggingu og fjarlægja húsnæðið sem fyrir er. Vanda þarf til ákvarðana um framhald málsins og tryggja að hönnun nýs eða endurbætts húsnæðis uppfylli sem best þær þarfir sem eru til staðar. Í þessu felast mikil tækifæri til að bæta aðbúnað nemenda og starfsfólks, þau tækifæri þarf að nýta vel. Endanlegar lausnir þurfa þannig að styrkja skólastarfið og þær þarf að vinna í sem mestri sátt við samfélagið allt.
Ályktun-hverfisráð-mygla-í-BES.pdf
7. 2201275 - Yfirlýsing Foreldrafélags BES um skólahúsnæði BES á Eyrarbakka
Yfirlýsing frá Foreldrafélagi BES, dags. 23. janúar, þar sem tekið var heils hugar undir ályktun frá hverfisráði Eyrarbakka um skólahúsnæði á Eyrarbakka.
Bæjarráð þakkar erindi Foreldrafélags Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri og tekur undir með Hverfisráði Eyrarbakka og foreldrafélaginu. Verklag starfsfólks BES hefur verið til mikillar fyrirmyndar í þessu máli og bæjaryfirvöld brugðust því skjótt við eftir ábendingar stjórnenda á grunni úttektarskýrslu sem þá var enn í drögum. Samdóma niðurstaða var því að loka húsnæðinu og leysa húsnæðismál skólans til bráðabirgða. Þannig fæst ráðrúm til að rýna lokaútgáfu úttektarskýrslu Eflu og móta í framhaldinu nauðsynlegar aðgerðir.

Ekki er enn hægt að segja til um það hvort hægt verður að gera endurbætur á núverandi húsnæði eða hvort ráðast þurfi í nýbyggingu og fjarlægja húsnæðið sem fyrir er. Vanda þarf til ákvarðana um framhald málsins og tryggja að hönnun nýs eða endurbætts húsnæðis uppfylli sem best þær þarfir sem eru til staðar. Í þessu felast mikil tækifæri til að bæta aðbúnað nemenda og starfsfólks, þau tækifæri þarf að nýta vel. Endanlegar lausnir þurfa þannig að styrkja skólastarfið og þær þarf að vinna í sem mestri sátt við samfélagið allt.
Yfirlýsing Foreldrafélag BES.pdf
8. 2201277 - Umsögn - frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.)
Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 20. janúar, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.) 181. mál. umsagnarfrestur er til 3. febrúar.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar í Almannavarnarráði Árborgar.
Umsögn um frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.), 181. mál. .pdf
9. 21044178 - Uppbyggingarteymi félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19
Stöðuskýrsla nr. 18
Lagt fram til kynningar.
Stöðuskýrsla uppbyggingarteymis 21.1.2022.pdf
10. 2105523 - Nafn á nýtt hjúkrunarheimili á Selfossi
Tillaga af 43. fundi bæjarstjórnar frá 19. janúar sl., liður 7.

Forseti lagði til að sett yrði af stað nafnasamkeppni um nafn á nýju hjúkrunarheimili á Selfossi.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að auglýsa eftir hugmyndum að nafni nýs hjúkrunarheimilis.
11. 2112006 - Breyting á skipulagi barnaverndar
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. nóvember, um breytt skipulag barnaverndar.
Minnisblað - Fundargerð samráðsfundar stjórnar SSV og Sambandsins, haldinn 20. janúar.

Lagt fram til kynningar.
Breytt skipulag barnaverndar.pdf
12. 21044901 - Milliuppgjör og fjárhagstölur 2021
11 mánaða frávikagreining.
Lagt fram til kynningar.
Rekstraryfirlit samanburður 11 mán (4).pdf
13. 2005057 - Ósk um stuðning vegna áætlaðs tekjutaps í ljósi Covid19
Erindi frá Selfoss-Körfu, dags. 17. nóvember sl., þar sem óskað var eftir sérstökum fjárhagsstuðningi vegna fjárhagstjóns vegna Covid-19.
Bæjarráð frestar að taka afstöðu til erindisins og óskar eftir því að bæjarstjóri kalli eftir frekari gögnum.
14. 2112300 - Styrkbeiðni - Rekstur Sigurhæða 2022
Á 134. fundi bæjarráðs frestaði bæjarráð því að taka afstöðu til erindis frá Sigurhæðum um styrkumsókn og vísaði því til umfjöllunar í félagsmálanefnd.

Tillaga frá 30. fundar félagsmálanefndar, frá 24. janúar sl. liður 4. Styrkbeiðni - Rekstur Sigurhæða 2022
Styrkbeiðni frá Sigurhæðum
Félagsmálanefnd þakkaði Hildi Jónsdóttur fyrir upplýsandi og góða kynningu á úrræðinu Sigurhæðir. Félagsmálanefnd varð við styrkbeiðni Sigurhæða og lagði til að styrkja úrræðið um 1.100.000 kr.

Bæjarráð samþykkir tillögu félagsmálanefndar um styrk til Sigurhæða árið 2022 að fjárhæð kr. 1.100.000,- með fyrirvara um fjárheimildir ársins.
Styrkumsókn - Sigurhæðir.pdf
15. 2201341 - Lóðaleigusamningur Víkurheiði 2 - heimild bæjarráðs
Beiðni frá Set ehf, dags. 25. janúar, um að gefinn verði út lóðarleigusamningur vegna Víkurheiði 2.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði lóðarleigusamningur við Set ehf. um Víkurheiði 2 á grunni úthlutunarreglna sveitarfélagsins.
Fundargerðir
16. 2201016F - Frístunda- og menningarnefnd - 30
30. fundur haldinn 17. janúar.
17. 2201023F - Félagsmálanefnd - 30
30. fundur haldinn 24. janúar.
Fundargerðir til kynningar
18. 2102089 - Bergrisamál - fundargerðir stjórnar 2021
32. fundur haldinn 20. september.
33. fundur haldinn 24. nóvember.

Lagt fram til kynningar.
32 stjórnarfundur Bergrisans bs.pdf
33. stjórnarfundur Bergrisans bs.pdf
19. 2201197 - Bergrisamál - fundargerðir stjórnar 2022
34. fundur haldinn 10. janúar.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð 34. stjórnarfundur Bergrisans bs.pdf
20. 2201299 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2022
308. fundur haldinn 18. janúar.
Lagt fram til kynningar.
308. stjf. SOS 180122.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica