Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Eigna- og veitunefnd - 44

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
26.08.2025 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Sveinn Ægir Birgisson formaður, D-lista,
Jóhann Jónsson nefndarmaður, D-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir varaformaður, Á-lista,
Arnar Freyr Ólafsson nefndarmaður, B-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir varamaður, S-lista,
Atli Marel Vokes sviðsstjóri, Sigurður Ólafsson deildarstjóri, Hákon Garðar Þorvaldsson veitustjóri.
Fundargerð ritaði: Sveinn Ægir Birgisson, formaður eigna- og veitunefndar


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2404211 - Borun SE-46 við Sóltún
Farið yfir aðgerðarplan vegna SE-46
Veitustjóra falið að kostnaðarmeta aðgerðir við SE-46
2. 2410249 - Nýtt öryggisfangelsi-Heitt og kalt vatn
Farið yfir kröfur sveitarfélagins vegna fyrirhugaðra framkvæmda.
Fært í trúnaðarbók.

3. 2302283 - Ný aðaldælustöð fyrir kalt vatn
Farið yfir verðkönnun vegna jarðvinnu við nýja dælustöð vatnsveitu
Nefndin felur sviðsstjóra mannvirkja- og umhverfissviðs að ganga til samninga og undirrita við lægstbjóðanda svo fremi sem þeir uppfylli kröfur verðfyrirspurnargagna.
E og V_minnisblad_daelustod vatnsveitu_180825.pdf
4. 2505194 - Eyrargata - Eyrarbakka - endurnýjun og yfirborðsfrágangur á yfirborði gatna og stíga
Farið yfir niðurstöðu útboðs "Eyrargata hellulagnir"
Nefndin felur sviðsstjóra mannvirkja- og umhverfissviðs að ganga til samninga og undirrita við lægstbjóðanda svo fremi sem þeir uppfylli kröfur útboðsgagna.
Opnun útboðs Eyrargata- hellulagnir.pdf
5. 2508179 - Saunaklefi í sundlaug Stokkseyrar
Farið yfir tillögur af sauna klefa í sundlaugina á Stokkseyri
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti innkaup og uppsetningu á saunaklefa við sundlaugina á Stokkseyri og leggur til við bæjarráð að samþykkja viðauka við fjárfestingaráætlun ársins 2025 að upphæð kr. 4.500.000-
6. 2408171 - Fjárfestingaáætlun 2025-2028
Fari yfir endurskoðaða fjárfestingaráætlun ársins
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja hjálagðan viðauka vegna endurskoðunar og breytinga á fjárfestingaráætlun ársins 2025.
Erindi til kynningar
7. 21044712 - Ný Ölfusárbrú
Farið yfir erindi til Vegagerðar varðandi ný undirgöng við Hellisskóg
Lagt fram til kynningar. Fram kom að sveitarfélagið væri í samtali við Vegagerðina um endurskoðun á kostnaðarskiptingu framkvæmda við Einholtsveg. Einnig væri til skoðunar að bæta við göngu- og hjólaleið undir nýja veginn á milli Einholtsvegar og brúarinnar til að bæta enn frekar aðgengi íbúa og gesta að útivistarsvæðinu í Helliskógi.
8. 2507230 - Útboð á vetrarþjónustu 2025
Hugmyndir af útboði vetrarþjónustu í Árborg
Lagt fram til kynningar. Sveitarfélagið stefnir á að bjóða út vetrarþjónustu í sveitarfélaginu fyrir komandi vetur.
9. 2308149 - Launaáætlun mannvirkja- og umhverfissviðs
Farið yfir drög launaáætlunar 2026
Sviðsstjóri fer yfir launaáætlun sviðsins fyrir 2026.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:10 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica