61. fundur bæjarstjórnar, kjörtímabilið 2022 - 26
Fundur bæjarstjórnar Árborgar verður haldinn miðvikudaginn 3. september 2025 í Grænumörk 5, Selfossi, kl.16:00.
https://www.youtube.com/watch?v=tn_cxxZNYWo
Dagskrá:
Almenn erindi
- 2506394 - Kaupsamningur - Fossnes 5B
Eftirfarandi var lagt fram og bókað í bæjarráði á 137. fundi bæjarráðs. 24. júlí sl.:
Lögð eru fram drög að kaupsamningi þar sem GTS ehf. kaupir lóðina Fossnes 5, L188988, af Sveitarfélaginu Árborg. Lagt er til við bæjarráð að samþykkja sölu lóðarinnar í samræmi við framlagðan kaupsamning.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umfjöllunar og afgreiðslu í bæjarstjórn.
Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja kaupsamninginn. - 2501350 - Fossnes svæði 80 - Sláturfélag Suðurlands - Skipulagslýsing v.
ASK.br og nýtt DSK
Tillaga frá 49. fundi skipulagsnefndar frá 20. ágúst sl. liður 1. Fossnes svæði 80- Sláturfélag Suðurlands - Skipulagslýsing v. ASK.br og nýtt DSK. Landform ehf f.h. Sláturfélags Suðurlands leggur fram skipulagslýsingu sem tekur til breytingar á Aðalskipulagi Árborgar 2020-2036 ásamt nýju deiliskipulagi fyrir iðnaðarlóð í landi Fossness. Skipulagssvæðið nær til um 10,6 ha. svæðis sem nær yfir tvær lóðir Sláturfélagsins. Annars vegar er um að ræða lóð sláturhússins, sem er 9,6 ha. að stærð og hins vegar lóð Bjargs, sem er um 1 ha. að stærð. Innan skipulagssvæðis er að finna verslunar- og þjónustureit (VÞ5), iðnaðarsvæði (I2) og opið svæði (OP1) sem er útivistarsvæði meðfram Ölfusá en nær inn á báðar lóðir Sláturfélagsins. Í fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu er gert ráð fyrir breytingu á landnotkun. Fyrirhugað er að byggja nýja afurðarstöð vestan og norðan við núverandi sláturhús. Gert er ráð fyrir að stækkunin geti orðið allt að 6.000 m2, þar sem 2000-2500 m2 verða byggðir í fyrsta áfanga. Á lóð Bjargs eru núverandi starfsmannahús og er gert ráð fyrir fjölgun þeirra. Núverandi aðkoma að báðum lóðum er frá Suðurlandsvegi en í tengslum við nýja afurðastöð er lagt til að aðkoma að lóð sláturhússins verði frá Nesmýri og núverandi aðkoma frá Suðurlandsvegi verði lögð af. Í deiliskipulagi verður auk byggingaráforma gerð grein fyrir hreinsun og hreinsibúnaði frá afurðastöð og nýju hreinsivirki. Skipulagsnefnd mælist til þess við sveitarstjórn Árborgar að samþykkja framlagða skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. - 2507123 - Ástjörn 13 - Deiliskipulagsbreyting 2025
Tillaga frá 49. fundi skipulagsnefndar frá 20. ágúst sl. liður 2. Ástjörn 13 - Deiliskipulagsbreyting 2025. Lögð er fram tillaga óverulegrar breytingar á deiliskipulagi fyrir Ástjörn 13 á Selfossi, sem samþykkt var í bæjarráði 9.3.2005 með síðari breytingum. Breytingin felur í sér að skilgreindur verði byggingarreitur fyrir bílgeymslu með fjórum bílskúrum við norðaustur horn lóðar. Stærð byggingarreits verður 18 x 7 m með hámarkshæð 4 m. Skipulagsnefnd mælist til þess við bæjarstjórn Árborgar að samþykkja viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi, þar sem um óveruleg frávik er að ræða frá gildandi deiliskipulagi telur skipulagsnefnd að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn og er því ekki talin þörf á að grenndarkynna breytinguna sérstaklega. - 2508099 - Suðurbraut 45 og 48 - Heimreið frá klasagötu - rökfærsla
Tillaga frá 49. fundi skipulagslaga frá 20. ágúst sl. liður 7. Suðurbraut 45 og 48 - Heimreið frá klasagötu - rökfærsla. Tómas Helgi Tómasson, f.h. Lovísu Tómasdóttur og Örlygs Sævarssonar, lóðareigenda í Tjarnarbyggð, leggur fram rökfærslu vegna umsóknar um lagningu heimreiðar frá klasagötu við Suðurbraut 45 og 48. Framlögð beiðni er ekki í samræmi við gildandi stefnumörkun deiliskipulags svæðisins. Skilgreindir staðvísar og stöðföng innan deiliskipulagsins eru í samræmi við - reglugerð um skráningu staðfanga þar sem m.a. kemur fram að staðgreinum við götur í skipulagðri byggð sé úthlutað í hækkandi númeraröð eftir götu og raðast oddatölur vinstra megin en sléttar tölur hægra megin. Breyting á aðkomu myndi því að mati skipulagsnefndar verða til þess að endurskilgreining staðfanga við Suðurbraut þyrfti að eiga sér stað þar sem aðkoma að lóðinni er vinstra megin þegar keyrt er inn Suðurbraut. Rétt skilgreining staðfanga á grundvelli reglugerðar um skráningu staðfanga er að mati nefndarinnar mikilvæg, sérstaklega gangvart öryggisþáttum þar sem sjúkrabílar og slökkvilið geti gengið út frá samræmingu í númeringu lóða innan svæðisins. Auk þess samræmist beiðnin ekki stefnumörkun gildandi deiliskipulags svæðisins. Mælist skipulagsnefndin til þess við bæjarstjórn að framlagðri beiðni verði synjað. - 2307062 - Eyravegur 40 - Deiliskipulag
Tillaga frá 49. fundi skipulagsnefndar frá 20. ágúst sl. liður 8. Eyravegur 40 - Deiliskipulag. Tillaga að deiliskipulagi lögð fram að lokinni auglýsingu: Larsen Hönnun, f.h. lóðarhafa leggur fram tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðir á lóðinni Eyravegur 40 á Selfossi. Lóðin sem er 2605m2 að stærð, er skilgreind í Aðalskipulagi Árborgar 2020-2036 sem Miðsvæði, M6. Gert er ráð fyrir 3, 4 og 5 hæða stölluðu fjölbýlishúsi á lóð með íbúðum á öllum hæðum ofanjarðar. Heimild er fyrir kjallara t.d. fyrir bílastæði, geymslur eða önnur stoðrými. Húsagerðir eru frjálsar að öðru leyti en því sem lóðablöð, skilmálar þessir, byggingarreglugerð og aðrar reglugerðir segja til um. Útlit byggingar skal brjóta upp í formi, efnis og litavali. Einstaka byggingarhlutar, eins og þakkantur, svalir, skyggni mega standa utan byggingarreits ásamt sorpskýlum, djúpgámum, hjóla og vagnageymslu. Samtals er gert ráð fyrir allt að 34 íbúðum á lóðinni. Tillagan var auglýst í dagskránni, og Lögbirtingarblaði frá 3.4.2025 með athugasemdafresti til 20.5.2025. Tillagan var einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins Árborgar, og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Vegagerðinni og Brunavörnum Árnessýslu. Þá barst athugasemd frá Þorkeli Jóhanni Sigurðssyni, eiganda Löngumýrar 54, þar sem lýst er yfir áhyggjum af áhrifum skuggavarps af 5 hæða húsi, inn á lóð hans. Vegagerðin bendir á að fjöldi tenginga inn á lóðir við Eyraveg séu ekki heppilegar, og leggur til að, aðkoma verði frá Fossvegi. Embætti skipulagsfulltrúa hefur fundað með fulltrúum Vegagerðarinnar um lausnir er varðar fjölda vegtenginga við Eyraveg og hugsanlegra aðgerða vegna mögulegra umferðartafa og aukinnar slysahættu eins og tiltekið er um í umsögn Vegagerðarinnar. Niðurstaðan úr þeim samtölum er sú að farið verði í heildarendurskoðun á aðkomum inn á lóðir við Eyravegi með tilliti til umferðaröryggis og flæðis. Verði það gert í formi umferðarskipulags á milli Múlaog Hagatorgs. Að mati nefndarinn er nánari skoðun á umferðarmálum svæðisins einnig nauðsynlegt í tengslum við hugsanlega uppbyggingu á þróunarsvæði M7 sunnan Eyravegar. Mælist nefndin til að samráð verði haft til framtíða við Vegagerðina um nánari útfærslu á umferðarmálum við Austurveg og Eyraveg í tengslum við áætlanir sem sveitarfélagið hefur unnið að undanfarin ár. Innan tillögunnar er lögð fram skuggavarpsgreining sem tekur til áhrifa uppbyggingarinnar á aðliggjandi lóðir m.v. sólarstöðu 21. júní, 23. september og 1. apríl kl.11. Samkvæmt stefnumörkun aðalskipulags Árborgar er gert ráð fyrir að byggingar næst Eyravegi geti verið allt að 6 hæðir, að mati nefndarinnar er því stefnumörkun framlagðs deiliskipulags í takt við heimildir aðalskipulags er varðar fjölda hæða þar sem gert er ráð fyrir uppbroti í fjölda hæða innan lóðarinnar þar sem gert er ráð fyrir 3 hæðum næst Eyravegi og allt að 5 hæðum næst Fossvegi.
Mælist nefndin til þess við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt eftir auglýsingu. Þeim sem athugasemdir gerðu við tillöguna verði kynnt niðurstaða sveitarfélagsins. - 2508262 - Umboð til skipulagsfulltrúa
Umboð fyrir skipulagsfulltrúa til áritunar á lóðaleigusamningum. Lagt er til að bæjarstjórn veiti skipulagsfulltrúa umboð til undirritunar lóðaleigusamninga fyrir lóðir í eigu sveitarfélagsins svo og öll önnur nauðsynleg skjöl, s.s. lóðablöð er fylgja lóðaleigusamningum. - 2205259 - Kosning í embætti og nefndir 2022 - 2026
Lagt er til að nýr varamaður fyrir D-lista á aðalfund SASS og HSL verði Ester Ýr Óskarsdóttir.
Fundargerðir
8. 2506013F - Bæjarráð - 134 134. fundur haldinn 19. júní.
9. 2506020F - Bæjarráð - 135 135. fundur haldinn 26. júní.
10. 2506026F - Bæjarráð - 136 136. fundur haldinn 10. júlí.
11. 2507014F - Bæjarráð - 137 137. fundur haldinn 24. júlí.
12. 2508004F - Bæjarráð - 138 138. fundur haldinn 14. ágúst.
13. 2507011F - Skipulagsnefnd - 49 49. fundur haldinn 20. ágúst.
14. 2508009F - Bæjarráð - 139 139. fundur haldinn 28. ágúst.
Bragi Bjarnason, bæjarstjóri