Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 16

Haldinn á vesturvæng Ráðhúss,
03.11.2022 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir varaformaður, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Ellý Tómasdóttir varaáheyrnarfulltrúi, B-lista,
Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2203263 - Milliuppgjör og fjárhagstölur 2022
9 mánaða rekstraruppgjör ásamt frávikagreiningu.
Ingibjörg Garðarsdóttir fjármálastjóri kom inn á fundinn og kynnti rekstraryfirlit sveitarfélagsins fyrir janúar - september 2022.
Rekstraryfirlit málaflokka Samanburður 09 september.pdf
2. 2204079 - Faghópur um leikskóla
Skýrsla faghóps.
Bæjarráð þakkar faghópnum fyrir greinagóða skýrslu og vísar niðurstöðum hennar til fjárhagsáætlunarvinnu ársins 2023.

Skýrsla faghóps um leikskólamál sept2022 (3).pdf
3. 2210283 - Lög um skólaþjónustu - samráð við undirbúning
Erindi frá mennta- og barnamálaráðuneytinu, dags. 20. október, um boð um samráð við undirbúning frumvarps til laga um skólaþjónustu.
Bæjarráð þakkar mennta- og barnamálaráðneytinu fyrir erindið og vísar því til umræðu í fræðslunefnd.
Boð til samráðs við undirbúning frumvarps til laga um skólaþjónustu.pdf
4. 2210284 - Ágóðahlutagreiðsla 2022
Tilkynning um ágóðahlutagreiðslu til Sveitarfélagsins Árborgar 2022 frá EBÍ.
Lagt fram til kynningar.
Árborg.pdf
5. 2210300 - Samráðsgátt - breyting á skipulagslögum
Erindi frá innviðaráðuneytinu, dags. 23. október, þar sem kynnt var til samráðs mál. nr. 202/2022 - Drög að frumvarpi til laga um breytingu á skipulagslögum. Umsagnarfrestur er til og með 6. nóvember.
Bæjarráð tekur undir álit lögfræðings sem telur málið hafa jákvæð áhrif á hagsmuni Sveitarfélagsins Árborgar.
stjfrumvarp_skipulagslog_carlsberg_3.0.pdf
Boð um þátttöku um samráði Drög að frumvarpi til laga um breytingu á skipulagslögum..pdf
6. 2210249 - Skautasvell í Árborg - viðræður um byggingu
Erindi frá Íshokkísambandi Íslands og Skautasambandi Íslands, sem barst 11. október, um ósk um viðræður um möguleika á byggingu skautasvells í Árborg.
Bæjarráð þakkar Íshokkísambandi Íslands og Skautasambandi Íslands fyrir erindið og vísar því til umræðu í frístunda- og menningarnefnd.
Skautasvell í Árborg.pdf
7. 2210209 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Endurnýjun lagna Fossheiði frá 1-15
Tillaga frá 10. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 26. október, liður 2, Framkvæmdaleyfisumsókn - Endurgerð á gatnagerð Fossheiði frá 1-15.

Sigurður Ólafsson f.h. mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar lagði fram umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun lagna í Fossheiði 1-15 á Selfossi, skv. meðfylgjandi gögnum.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti umsókn um framkvæmdaleyfi, og lagði til við Bæjarráð Árborgar að umsókn yrði samþykkt, og skipulagsfulltrúa yrði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Bæjarráð samþykkir framkvæmdarleyfisumsókn fyrir endurnýjun lagna í Fossheiði 1-15 á Selfossi. Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Umsókn um framkvæmdaleyfi_Fossheiði_181022.pdf
8. 2210212 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Endurgerð á gatnagerð Dvergasteinar
Tillaga frá 10. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 26. október, liður 3, Framkvæmdaleyfisumsókn - Endurgerð á gatnagerð Dvergasteinar.

Sigurður Ólafsson f.h. mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar lagði fram umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð og lagningu veitna í Dvergasteini, Stokkseyri, skv. meðfylgjandi gögnum.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti umsókn um framkvæmdaleyfi, og lagði til við Bæjarráð Árborgar að umsókn yrði samþykkt, og skipulagsfulltrúa yrði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Bæjarráð samþykkir framkvæmdarleyfisumsókn fyrir gatnagerð og lagningu veitna í Dvergasteini, Stokkseyri. Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Umsókn um framkvæmdaleyfi_Dvergasteinar_181022.pdf
9. 2210388 - Styrkbeiðni - barnaefni á íslensku táknmáli
Erindi frá Félagi Heyrnarlausra, dags. 19. október, þar sem óskað var eftir styrk til þýðingar á útfærslu á þekktum barnabókum yfir á íslenskt táknmál.
Bæjarráð þakkar erindið en telur sér ekki fært að verða við erindinu að svo stöddu.
Bréfsefni blanko.pdf
10. 2210335 - Umsögn - um tillögu til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 231. mál.
Erindi frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, dags. 25. október, þar sem óskað var eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 231. mál.
Bæjarráð tekur undir álit lögfræðings sem sér ekkert athugavert við tillögu þingsályktunar og gerir því engar athugasemdir.
Beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 231. mál..pdf
Tillaga til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara.pdf
11. 2210389 - Umsögn - frumvarp til laga um útlendinga - alþjóðleg vernd
Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 28. október, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd), 382. mál.
Bæjarráð tekur undir álit lögfræðings sem telur málið ekki hafa áhrif á málefni Sveitarfélagsins Árborgar.
Til umsagnar 382. mál frá nefndasviði Alþingis.pdf
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga nr 802016 alþjóðleg vernd.pdf
12. 1911451 - Tillaga frá bæjarfulltrúum D-lista - afþreyingar- og útivistargarðar á Sýslumannstúnið
Tillaga frá 4. fundi frístunda- og menningarnefndar, frá 25. október, liður 1.
Kjartan Björnsson formaður nefndarinnar fór yfir tillögu frá síðasta kjörtímabili um stofnun afþreyingar- og útivistargarðar í reit sem kallast Sýslumannstúnið við Austurveg.
Nefndin tók vel í erindið og vísaði tillögunni til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu. Mikilvægt er að halda við grænu svæði við Austurveg sem nýtist til útivistar, ekki síst fyrir eldri borgara.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða eignarhald á lóðinni með framkvæmdarstjórn Héraðsnefndar Árnesinga. Þegar niðurstöður liggja fyrir er tímabært að skoða nýtingu á lóðinni.
Tillaga frá bæjarfulltrúum D-lista - afþreyingar og útivistargarður á sýslumannstúnið.pdf
13. 2209104 - Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni
Umdæmisráð vegna barnaverndar í Árborg - staða mála
Bæjarráð þakkar fyrir minnisblaðið og fagnar því að niðurstaða sé að fást í málið.
Minnisblað um umdæmisráð barnaverndar.pdf
14. 2210452 - Beiðni frá ICE-Forelia - rannsóknarleyfi á landi vestan Eyrarbakkavegar - trjágræðlingaræktarstöð
Erindi frá Tómasi Ellerti Tómassyni, dags. 31. október, fyrir hönd ICE-Forelia um rannsóknarleyfi á landi vestan Eyrarbakkavegar til könnunar á fýsileika jarðvegsaðstæðna fyrir mögulegri uppsetningu á 50 hektara trjágræðlingaræktarstöð.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið og samþykkir að veita ICE-Forelia leyfi til rannsóknar á landi vestan Eyrarbakkavegar.
30.10.2022-Ice-Forelia-ósk um rannsóknarleyfi.pdf
Fundargerðir
15. 2210027F - Frístunda- og menningarnefnd - 4
4. fundur haldinn 25. október.
16. 2210028F - Eigna- og veitunefnd - 6
6. fundur haldinn 25. október.
17. 2210018F - Skipulags og byggingarnefnd - 10
10. fundur haldinn 26. október.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:35 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica