Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 64

Haldinn í Grænumörk 5, Selfossi,
05.11.2025 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Kjartan Björnsson forseti bæjarstjórnar,
Bragi Bjarnason bæjarfulltrúi, D-lista,
Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Sveinn Ægir Birgisson bæjarfulltrúi, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Helga Lind Pálsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Björgvin Guðni Sigurðsson varamaður, S-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista,
Guðrún Rakel Svandísardóttir varamaður, B-lista,
Ellý Tómasdóttir bæjarfulltrúi, B-lista,
Axel Sigurðsson varamaður, Á-lista,
Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari
Í upphafi fundar kallar forseti eftir athugasemdum við útsent fundarboð. Engar athugasemdir eru gerðar.

Forseti leggur til að þær breytingar verði gerðar á dagskrá fundarins að mál nr. 3, Tryggvagata 36 - Deiliskipulagsbreyting, verði tekið af dagskrá, þar sem skipulagsnefnd frestaði málinu á fundi sínum fyrr í dag. Engar athugasemdir gerðar við tillöguna og telst það því samþykkt. Númer fundarliða breytist til samræmis við breytingu á dagskrá.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2502208 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2025
Tillaga frá 148. fundi bæjarráðs frá 30. október sl. liður 6. viðauki við fjárhagsáætlun 2025.

Viðauki nr. 7
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar 2025.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu sveitarfélagsins Árborgar(A og B hluta) er neikvæð um kr. 108.741.009,- og verður rekstrarniðurstaða samantekins A og B hluta áætluð jákvæð um kr. 14.625.000,-.

Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er neikvæð um kr. 110.722.404,- og lækkar því rekstrarafgangur í A hluta og er áætlaður neikvæður um kr. 581.892.000,- eftir að viðauki er samþykktur. Viðaukanum er mætt lækkun á handbæru fé.

Til máls tekur Bragi Bjarnason, D-lista.
Tillagan er borin undir atkvæði og er samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
Viðauki 7 - Fjárhagsáætlun 2025.pdf
2. 2505050 - Miðtún 15-15a - Deiliskipulagsbreyting
Eftirfarandi verður tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar 5. nóvember nk. Miðtún 15-15a - Deiliskipulagsbreyting.

Lögð er fram beiðni um deiliskipulagsbreytingu sem tekur til lóðar Miðtúns 15-15a. Í breytingunni felst að lóðirnar eru sameinaðar í eina innan deiliskipulags. Gert er ráð fyrir að heimilt verði að byggja fjögurra íbúða raðhús á lóðinni. Samhliða er gert ráð fyrir að hámarkshæð húsanna verði lækkuð úr 8 m í 5.9 m og að hámarks byggingarmagn verði minnkað úr 678 fm í 520 fm.

Eftirfarandi var bókað á fundi skipulagsnefndar 5. nóvember:
Skipulagsnefnd mælist til þess við bæjarstjórn að viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi og verði sérstaklega kynnt aðliggjandi lóðarhöfum á svæðinu.

Til máls tekur Bragi Bjarnason, D-lista.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða, með 11 atkvæðum, framlagða deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðir Miðtúns 15-15a og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fyrirkomulag á lóð.pdf
Fyrirh.grunnmynd.pdf
Drög af deiliskipulagsuppdrætti.pdf
Útlit.pdf
113650-001-DSKBR-V01-Miðtún 15 dsk breyting.pdf
3. 2503333 - Skátafélagið Fossbúar - Deiliskipulag - Félags- og útivistarsvæði
Eftirfarandi verður tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar 5. nóvember nk. Skátafélagið Fossbúar - Deiliskipulag - Félags- og útivistarsvæði.

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum 17.9.2025, til kynningar og umsagnar skv. 40. gr. skipulagalaga nr.123/2010, tillögu að deiliskipulagi vegna hluta opins svæðis OP1 við Tryggvagötu, sunnan Lóurima og norðan við Sunnulækjarskóla. Tillagan var í kynningu frá 25.9.2025, til og með 17.10.2025.
„Í deiliskipulaginu felst afmörkun útivistarsvæðis sem Skátafélagið Fossbúar munu hafa til afnota. Innan tillögunnar er afmarkað svæði þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu húsnæðis sem hýsir skátastarf í Árborg auk þess sem afmarkað er útivistarsvæði sem nýtist jafnt sem opið svæði fyrir almenning og starfsemi skátafélagsins. Markið tillögunnar er m.a. að nýta þá innviði sem svæðið hefur upp á að bjóða eins og bílastæði og gönguleiðir. Nýta þann gróður sem fyrir er og efla hann til muna með gróðursetningu nýrra plantna. Koma fyrir svæði sem nýtast má skólabörnum yfir veturinn til leikja og fræðslu. Koma fyrir litlum opnum húsum sem hýsa grillaðstöðu og fyrir útikennslu barna auk þess sem gert er ráð fyrir góðri tengingu við önnur opin svæði í næsta nágrenni.“
Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma.

Eftirfarandi var bókað á fundi skipulagsnefndar 5. nóvember:
Skipulagsnefnd Árborgar mælist til þess við bæjarstjórn Árborgar að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins. Næstu nágrönnum við tillöguna verði eftir sem áður kynnt tillagan sérstaklega við auglýsingu hennar.

Til máls tekur Bragi Bjarnason, D-lista.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða, með 11 atkvæðum, framlagt deiliskipulag vegna hluta opins svæðis OP1 við Tryggvagötu, sunnan Lóurima og norðan við Sunnulækjarskóla fyrir útivistarsvæði fyrir Skátafélagið Fossbúa, samkvæmt bókun skipulagsnefndar. Bæjarstjórn samþykkir að deiliskipulagið verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
V123 Skátasvæði-S01-2025-09-08.pdf
V123 Skátasvæði - greinagerð 2025-09-05.pdf
Fundargerðir
4. 2509030F - Ungmennaráð - 8/2025
8. fundur haldinn 29. september.
5. 2509032F - Eigna- og veitunefnd - 45
10. fundur haldinn 7. október.
6. 2509029F - Skipulagsnefnd - 51
51. fundur haldinn 8. október.
7. 2510006F - Fræðslu- og frístundanefnd - 23
23. fundur haldinn 8. október.
Til máls tekur Brynhildur Jónsdóttir, D-lista.
8. 2510013F - Bæjarráð - 146
146. fundur haldinn 16. október.
Til máls tekur Bragi Bjarnason, D-lista.

Brynhildur Jónsdóttir, varaforseti bæjarstjórnar, tekur við stjórn fundarins kl. 16:20.

Kjartan Björnsson, D-lista, Björgvin Guðni Sigurðsson, S-lista og Sigurjón Vídalín Guðmundsson, S-lista, taka til máls.

Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tekur á ný við stjórn fundarins kl. 16:40.
9. 2510014F - Ungmennaráð - 9/2025
9. fundur haldinn 13. október.
10. 2510023F - Bæjarráð - 147
147. fundur haldinn 22. október.
11. 2510018F - Umhverfisnefnd - 24
24. fundur haldinn 21. október.
12. 2510019F - Velferðarnefnd - 20
20. fundur haldinn 21. október.
Til máls taka Helga Lind Pálsdóttir, D-lista, Fjóla St. Kristinsdóttir, D-lista og Bragi Bjarnason, D-lista.
13. 2510022F - Eigna- og veitunefnd - 46
46. fundur haldinn 21. október.
Til máls taka Sveinn Ægir Birgisson, D-lista og Fjóla St. Kristinsdóttir, D-lista.

Brynhildur Jónsdóttir, varaforseti bæjarstjórnar, tekur yfir stjórn fundarins kl. 16:56.

Kjartan Björnsson, D-lista, tekur til máls.

Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tekur á ný við stjórn fundarins kl. 16:58.
14. 2510029F - Bæjarráð - 148
148. fundur haldinn 30. október.
Til máls taka Sigurjón Vídalín Guðmundsson, S-lista, Bragi Bjarnason, D-lista og Sveinn Ægir Birgisson, D-lista.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:09 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica