| Bæjarstjórn - 64 |
Haldinn í Grænumörk 5, Selfossi, 05.11.2025 og hófst hann kl. 16:00 |
|
Fundinn sátu: Kjartan Björnsson forseti bæjarstjórnar, Bragi Bjarnason bæjarfulltrúi, D-lista, Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista, Sveinn Ægir Birgisson bæjarfulltrúi, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista, Helga Lind Pálsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista, Björgvin Guðni Sigurðsson varamaður, S-lista, Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista, Guðrún Rakel Svandísardóttir varamaður, B-lista, Ellý Tómasdóttir bæjarfulltrúi, B-lista, Axel Sigurðsson varamaður, Á-lista, Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari. |
|
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari |
|
Í upphafi fundar kallar forseti eftir athugasemdum við útsent fundarboð. Engar athugasemdir eru gerðar.
Forseti leggur til að þær breytingar verði gerðar á dagskrá fundarins að mál nr. 3, Tryggvagata 36 - Deiliskipulagsbreyting, verði tekið af dagskrá, þar sem skipulagsnefnd frestaði málinu á fundi sínum fyrr í dag. Engar athugasemdir gerðar við tillöguna og telst það því samþykkt. Númer fundarliða breytist til samræmis við breytingu á dagskrá. |
|
|
|
Dagskrá: |
|
|
| Almenn erindi |
| 1. 2502208 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2025 |
Til máls tekur Bragi Bjarnason, D-lista. Tillagan er borin undir atkvæði og er samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum. |
| Viðauki 7 - Fjárhagsáætlun 2025.pdf |
|
|
|
| 2. 2505050 - Miðtún 15-15a - Deiliskipulagsbreyting |
Eftirfarandi var bókað á fundi skipulagsnefndar 5. nóvember: Skipulagsnefnd mælist til þess við bæjarstjórn að viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi og verði sérstaklega kynnt aðliggjandi lóðarhöfum á svæðinu.
Til máls tekur Bragi Bjarnason, D-lista.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða, með 11 atkvæðum, framlagða deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðir Miðtúns 15-15a og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
|
| Fyrirkomulag á lóð.pdf |
| Fyrirh.grunnmynd.pdf |
| Drög af deiliskipulagsuppdrætti.pdf |
| Útlit.pdf |
| 113650-001-DSKBR-V01-Miðtún 15 dsk breyting.pdf |
|
|
|
| 3. 2503333 - Skátafélagið Fossbúar - Deiliskipulag - Félags- og útivistarsvæði |
Eftirfarandi var bókað á fundi skipulagsnefndar 5. nóvember: Skipulagsnefnd Árborgar mælist til þess við bæjarstjórn Árborgar að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins. Næstu nágrönnum við tillöguna verði eftir sem áður kynnt tillagan sérstaklega við auglýsingu hennar.
Til máls tekur Bragi Bjarnason, D-lista.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða, með 11 atkvæðum, framlagt deiliskipulag vegna hluta opins svæðis OP1 við Tryggvagötu, sunnan Lóurima og norðan við Sunnulækjarskóla fyrir útivistarsvæði fyrir Skátafélagið Fossbúa, samkvæmt bókun skipulagsnefndar. Bæjarstjórn samþykkir að deiliskipulagið verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. |
| V123 Skátasvæði-S01-2025-09-08.pdf |
| V123 Skátasvæði - greinagerð 2025-09-05.pdf |
|
|
|
|
| Fundargerðir |
| 4. 2509030F - Ungmennaráð - 8/2025 |
|
|
|
| 5. 2509032F - Eigna- og veitunefnd - 45 |
|
|
|
| 6. 2509029F - Skipulagsnefnd - 51 |
|
|
|
| 7. 2510006F - Fræðslu- og frístundanefnd - 23 |
| Til máls tekur Brynhildur Jónsdóttir, D-lista. |
|
|
|
| 8. 2510013F - Bæjarráð - 146 |
Til máls tekur Bragi Bjarnason, D-lista.
Brynhildur Jónsdóttir, varaforseti bæjarstjórnar, tekur við stjórn fundarins kl. 16:20.
Kjartan Björnsson, D-lista, Björgvin Guðni Sigurðsson, S-lista og Sigurjón Vídalín Guðmundsson, S-lista, taka til máls.
Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tekur á ný við stjórn fundarins kl. 16:40. |
|
|
|
| 9. 2510014F - Ungmennaráð - 9/2025 |
|
|
|
| 10. 2510023F - Bæjarráð - 147 |
|
|
|
| 11. 2510018F - Umhverfisnefnd - 24 |
|
|
|
| 12. 2510019F - Velferðarnefnd - 20 |
Til máls taka Helga Lind Pálsdóttir, D-lista, Fjóla St. Kristinsdóttir, D-lista og Bragi Bjarnason, D-lista.
|
|
|
|
| 13. 2510022F - Eigna- og veitunefnd - 46 |
Til máls taka Sveinn Ægir Birgisson, D-lista og Fjóla St. Kristinsdóttir, D-lista.
Brynhildur Jónsdóttir, varaforseti bæjarstjórnar, tekur yfir stjórn fundarins kl. 16:56.
Kjartan Björnsson, D-lista, tekur til máls.
Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tekur á ný við stjórn fundarins kl. 16:58. |
|
|
|
| 14. 2510029F - Bæjarráð - 148 |
| Til máls taka Sigurjón Vídalín Guðmundsson, S-lista, Bragi Bjarnason, D-lista og Sveinn Ægir Birgisson, D-lista. |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:09 |
|