Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 53

Haldinn á vesturvæng Ráðhúss,
14.09.2023 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista,
Sveinn Ægir Birgisson varamaður, D-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir bæjarfulltrúi, Á-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, S-lista,
Arnar Freyr Ólafsson áheyrnarfulltrúi, B-lista,
Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2301186 - Fjárhagsleg markmið og eftirlit
Bæjarstjóri fer yfir stöðuna.
2. 2308241 - Verðfyrirspurn um milliinnheimta
Málinu var frestað á 51. fundi.
Afgreiðslu frestað.
3. 2308172 - Trúnaðarmál.
4. 2308304 - Styrkbeiðni - kvikmyndaverkefni
Styrkbeiðni frá Gunnbirni Gunnarssyni, dags. 12. ágúst, þar sem óskað er eftir styrk við kvikmyndaverkefni sem tekið verður upp m.a. á Árborgarsvæðinu í lok september.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið en getur því miður ekki orðið við beiðninni að þessu sinni.
Bæjarráð hvetur Gunnbjörn til að sækja um styrk í Uppbyggingarsjóð Suðurlands.
Ef þörf er á afnotaleyfi vegna verkefnisins þarf að sækja um það hjá mannvirkja- og umhverfissviði Árborar.

Styrkbeiðni fyrir kvikmyndaverkefni - tölvupósur.pdf
5. 2309018 - Álit - samkeppnisaðstæður á flutningamarkaði
Tilmæli frá Samkeppniseftirlitinu, dags. 1. september, vegna samkeppnisaðstæðna á flutningamarkaði.
Lagt fram til kynningar.
Tilmæli frá Samkeppniseftirlitinu - tölvupóstur.pdf
FRÉTT ÁLIT með myndum_HH2 (003).pdf
6. 2309049 - Málstefna Sveitarfélagsins Árborgar - mótun stefnu
Erindi frá innviðaráðuneytinu, dags. 5. september, þar sem sveitarfélög eru hvött til þess að móta málstefnu í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga þar um.
Bæjarráð vísar erindinu til úrvinnslu á fjölskyldusviði.
sveitarfélögin v málstefnu.pdf
7. 2308216 - Rekstrarleyfisumsögn - Smáratún 10 gisting í flokki II
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 23. ágúst, þar sem óskað var eftir umsögn um rekstrarleyfi gististaðar í flokki II. C - minna gistiheimili að Smáratúni 10, Selfossi. Umsækjandi Adrian Zoladek, kt. 080303-3350.
Byggingarfulltrúi hefur staðfest að starfsemin samræmist skipulagi og samþykktri notkun fasteignarinnar og gerði ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir og veitir jákvæða umsögn.
(I) Umsagnarbeiðni-2023021282.pdf
8. 2309083 - Áhersluverkefni fyrir Sorpstöð Suðurlands 2024
Erindi frá SOS, dags. 7. september, þar sem óskað er eftir ábendingum frá sveitarfélögum sem eiga hlut í SOS varðandi möguleg áhersluverkefni fyrir sorpstöðina til að vinna að sem myndi nýtast öllum sveitarfélögum á svæðinu á komandi starfsári.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu í umhverfisnefnd.
Hugmyndir um áhersluverkefni fyrir SOS 2024 - tölvupóstur.pdf
9. 2206157 - Fundartími bæjarráðs kjörtímabilið 2022-2026
Bæjarráð samþykkir að næsti fundur í bæjarráði verði miðvikudaginn 20. september klukkan 8:10 og að fundarboð verða send úr mánudaginn 18. september.
10. 2309107 - Alþjóðleg verkefni á vegum frístundaþjónustu Árborgar
Gunnar E. Sigurbjörnsson, deildarstjóri frístundaþjónustu og Rasmus Pechuel, forseti Dragon Legion - alþjóðasamtaka hlutverkaspilara kynna samstarf þeirra, ásamt því að fara yfir þau alþjóðlegu verkefni sem frístundahús Árborgar eru að taka þátt í.
Bæjarráð þakkar fyrir áhugaverða kynningu.
Fundargerðir
11. 2309006F - Stjórn Leigubústaða Árborgar ses - 15
15. fundur haldinn 7. september.
Lagt fram til kynningar.
12. 2308028F - Ungmennaráð - 10/2023
10. fundur haldinn 29. ágúst.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðir til kynningar
13. 2301114 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2023
319. fundur haldinn 7. september.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð SOS 07.09.2023 - fundur 319.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica