Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 157

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
16.07.2025 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Puja Acharya fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Sölvi Leví Gunnarsson aðstoðarbyggingafulltrúi, Guðjón Birkir Birkisson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Guðmundur Gestur Þórisson f.h. slökkviliðsstjóra.
Fundargerð ritaði: Sölvi Leví Gunnarsson, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2302051 - Austurvegur 11 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Samúel Smári Hreggviðsson hönnuður fyrir hönd Fossver ehf. skilar inn uppfærðum aðaluppdráttum. Helstu stærðir eru 2.443,3m² og 8.292,3m³.
Helstu breytingar eru; í kjallara er gert ráð fyrir skrifstofum í stað þjónusturýmum, 2.hæð breytist úr íbúðum yfir í skrifstofur.

Erindinu er hafnað þar sem að það er ekki í samræmi við samþykkt deiliskipulag.
Hafnað
2. 2412219 - Austurvegur 60 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Björgvin Víglundsson hönnuður fyrir hönd Björkurteig ehf. sækir um leyfi til að byggja blandað hús með 14 íbúðum á efri hæðum en á 1 hæð ásamt 2.hæð eru skrifstofu og þjónusturými.
Helstu stærðir eru; 2.592,1m² og 6.013,6m³.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 2. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara á jákvæðri umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðal- og séruppdrættir undirritaðir af aðalhönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
Samþykkt
3. 2307217 - Eyravegur 26 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Haraldur Ingvarsson hönnuður fyrir hönd Rekstur og fjármál ehf. skilar inn uppfærðum aðaluppdrætti. Helstu breytingar eru að 2 svalir eru teknar út ásamt því að burðarvirki viðbyggingar er breytt í stál í staðinn fyrir steypu.
Helstu stærðir á stækkun eru; 586,9 m² og 1.549,0 m³.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag, samþykki meðeigenda liggur fyrir.
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara á að aðaluppdráttur verði lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og jákvæða umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: -Aðal- og séruppdrættir undirritaðir af aðalhönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
Samþykkt
4. 2506052 - Háheiði 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sigurður Þ. Jakobsson hönnuður fyrir hönd Máttur sjúkraþjálfun ehf. skilar inn reyndarteikningum, helstu breytingar eru breytt skráning húsnæðis, lokun núverandi þakglugga og uppsettning á léttum innveggjum.
Þá er bætt við flóttastigum af efri hæð,á göflum húss.

Erindið var áður á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa númer 155 og var frestað vegna ófullnægjandi gagna.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara á að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Samþykkt
5. 2507081 - Hólatjörn 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Ingvar Gýgjar Sigurðarson hönnuður fyrir hönd Ellý Tómasdóttur sækir um endurnýjun á byggingarleyfi fyrir viðbyggingu sem öðlaðist samþykkt byggingaráform þann 10.04.2019.
Helstu stærðir viðbyggingar : 44,1 m² og 148,4 m³.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara á grenndarkynningu ásamt því að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Grenndarkynna þarf fyrir Hólatjörn 3, Grundartjörn 12 og Grundartjörn 14.

Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Samþykkt
6. 2507138 - Móstekkur 94 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Ívar Hauksson hönnuður fyrir hönd Róbert Má Kristinsonar sækir um leyfi til að byggja einbýli.
Helstu stærðir eru; 235,4m² og 912,4m³.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 2. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara á að aðaluppdráttur verði lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og eldvarnareftirliti Árnessýslu ásamt jákvæðri umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: -Skráningartafla á excel Aðal- og séruppdrættir undirritaðir af aðalhönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
Samþykkt
7. 2506408 - Ólafsvellir - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Indro Indriði Candi hönnunarstjóri fyrir hönd Bjarna Bjarnasonar sækir um skráningarbreytingu á húsnæðinu ásamt útlitsbreytingu.

Erindið var áður á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa númer 156 og var frestað vegna ófullnægjandi gagna.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara á grenndarkynningu ásamt því að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa.
Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Samþykkt
8. 2507120 - Strandgata 11 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Kristján Bjarnason hönnuður fyrir hönd Jón Kristins Ásgeirssonar sækir um leyfi til að byggja bílskúr.
Helstu stærðir eru; 80,5m² og 334,1m³.

Erindinu er vísað til skipulagsnefndar.
Vísað í nefnd
9. 2507109 - Víkurmói 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Magnús H. Ólafsson hönnuður fyrir hönd Húsfélag Víkurmóa 2 sækir um leyfi til að setja upp svalalokanir á allar íbúðir.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara á að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Samþykkt
10. 2507155 - Tilkynning um samþykki á byggingaáformum - Birkivellir 7
Ingólfur Ágústsson & Sigríður Etna Marinósdóttir eigendur af Birkivöllum 7 & Atli M. Vokes & Jóna Kristín Snorradóttir eigendur af Birkivöllum 5 tilkynna samþykki á byggingaráformum vegna skjólgirðinar nær lóðarmörkum en 3 metrar.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áform er varðar skjólgirðingu enda verði að öðru leyti farið að ákvæðum byggingareglugerðar gr. 2.3.5.e og leiðbeiningum HMS nr. 2.3.5. um skjólveggi og girðingar.
Samþykkt
11. 2507122 - Mánavegur 6 - Tilkynning um samþykki á byggingaráformum, skjólveggur
Dagný Ómarsdóttir & Guðmundur Loftsson eigendur af Mánavegi 6 & eigandur af Sléttuvegi 1 og Mánaveg 8 tilkynna samþykki á byggingaráformum vegna skjólgirðinar nær lóðarmörkum en 3 metrar.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áform er varðar skjólgirðingu enda verði að öðru leyti farið að ákvæðum byggingareglugerðar gr. 2.3.5.e og leiðbeiningum HMS nr. 2.3.5. um skjólveggi og girðingar.
Samþykkt
12. 2507028 - Strandgata 11 - Tilkynning um samþykki á byggingaráformum
Jón Kristinn Ásgeirsson & Hulda Dröfn Jónasdóttir eigendur af Strandgötu 11 & Ragna Engilbertsdóttir eigandi af Strandgötu 9a tilkynna samþykki á byggingaráformum vegna skjólgirðinar nær lóðarmörkum en 3 metrar einnig óska eigendur eftir samþykki frá sveitarfélaginu Árborg.

Erindinu er vísað til samráðsfundar Mannvirkja og Umhverfissviðs
Vísað í nefnd
13. 2507099 - Rekstrarleyfisumsögn - Vegna gistingu í flokki II, Sandfell Eyrarbraut 47
Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar umsagnar vegna Hjalta Gunnarssonar. um rekstrarleyfi til gistinga í flokki II, Tegund: G - Íbúðir.
Heiti staðar: Sandfell, Eyrarbraut 47, 825 Stokkseyri F2199620, rýmisnúmer 01 0101 og hámarksfjöldi gesta er 5.

Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi, samþykktri notkun fasteignarinnar og hefur staðist lokaúttektar þar með gerir byggingarfulltrúi ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis.
Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica