|
Fundinn sátu: Sveinn Ægir Birgisson formaður, D-lista, Álfheiður Eymarsdóttir varaformaður, Á-lista, Arnar Freyr Ólafsson bæjarfulltrúi, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, S-lista, Bragi Bjarnason bæjarstjóri. |
|
Fundargerð ritaði: Bragi Bjarnason, bæjarstjóri |
|
Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista situr fundinn í fjarfundarbúnaði. |
|
|
Almenn erindi |
1. 2502208 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2025 |
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar 2025. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu sveitarfélagsins Árborgar er kr. 23.788.199,- og verður rekstrarniðurstaða samantekins A og B hluta áætluð jákvæð um kr. 123.366.000. Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta eru kr. 23.239.149,- og lækkar því rekstrarafgangur í A hluta og er áætlaður neikvæður um rúmar kr. 509.150.000,- eftir að viðauki er samþykktur. Viðaukanum er mætt lækkun á handbæru fé. |
Samþykkt |
|
|
|
2. 2509431 - Menningarsalur Suðurlands í Hótel Selfoss |
Málinu frestað til næsta fundar. |
Samþykkt |
|
|
|
3. 2505234 - Kirkjugarður á Selfossi - framtíðarstaðsetning |
Bæjarráð vísar málinu til frekari úrvinnslu og rýni hjá skipulagsfulltrúa og skipulagsnefnd. Rætt er um lóð við Móaveg 4 á Selfossi. Bæjarráð leggur til að þessi valkostur verði rýndur frekar ásamt því að skoða hvort aðrir kostir komi til greina. |
Samþykkt |
|
|
|
4. 2510084 - Samstarf Sundhallar Selfoss og World Class |
Formaður leggur til við bæjarráð að samstarfssamningur Árborgar og World Class frá 2. október 2015 verði uppfærður í samræmi við aukið framlag World Class við þrif í Sundhöll Selfoss. Einnig að samhliða tilfærslu á verkefnum til World Class verði opnunartími Sundhallar Selfoss lengdur á mánudögum til fimmtudags um 60 mínútur. Lengdur opnunartími taki gildi 24. nóvember 2025 og verði þá frá kl. 06:00-22:00 mánudaga til fimmtudags en óbreyttur á föstudögum og um helgar. Engin viðbótarkostnaður hlýst af breytingunum fyrir sveitarfélagið.
Arnar Freyr Ólafsson, B-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista leggja fram tillögu um að málinu verði frestað. Tillaga um frestun er borin upp til atkvæða og felld með tveimur atkvæðum fulltrúa D- og Á lista en samþykkt af fulltrúa B-lista.
Tillaga formanns borin upp til atkvæða og samþykkt með tveimur atkvæðum D- og Á lista en fram kom mótatkvæði frá fulltrúa B-lista. Málinu er því vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar Árborgar.
Fulltrúar B- og S lista leggja fram eftirfarandi bókun: Undirrituð óska eftir upplýsingum um kostnað sem fellur til miðað við að opnunartími Sundhallar Selfoss sé aukinn annars vegar frá kl. 21:00 til 21:30 og hins vegar til kl. 22:00. Eins og tillagan liggur fyrir vantar skýrari útreikninga á kostnaði. Undirrituð taka fram að þau eru ekki mótfallin lengingu opnunartímans en mikilvægt er að fyrir liggi nákvæm kostnaðargreining til þess að tryggja að ábyrg fjármálastjórnun sé ávallt höfð að leiðarljósi. Einnig óska undirrituð eftir að fá útreikninga á lengingu opnunartíma í sundlaug Stokkseyrar miðað við sem nú er.
Arnar Freyr Ólafsson B-lista Arna Ír Gunnarsdóttir S-lista
Fulltrúar D- og Á lista leggja fram eftirfarandi bókun: Enginn kostnaðarauki felst í breytingunni vegna betri samninga við World Class. Þá er fyrirhugað að lengja opnunartíma í sundlaug Stokkseyrar í fjárhagsáætlunargerð 2026.
|
Samþykkt |
|
|
|
5. 2510090 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa S-lista - strætóskýli á Stokkseyri |
Fram kom að Mannvirkja- og umhverfissvið vinni að uppsetningu á strætóskýli á Stokkseyri, gert er ráð fyrir að það verði komið upp á næstu vikum. |
Strætóskýli á Stokkseyri.pdf |
|
|
|
6. 2510026 - Styrkbeiðni - Northern Lights - Fantastic Film Festival - stuttmyndahátíð í Árborg |
Bæjarráð þakkar fyrir erindið en getur því miður ekki orðið við beiðninni að þessu sinni. Bæjarráð vill samt koma á framfæri að það sé jákvætt að hátíðin sé haldin á Stokkseyri og hvetur íbúa og gesti að taka þátt í hátíðinni. |
Hafnað |
Erindi_NLFFF_til_Árborgar.pdf |
Fréttatilkynning.NLFFF_15.09.25.pdf |
|
|
|
7. 2510052 - Minningardagur um fórnalömb umferðarslysa |
Lagt fram til kynningar. |
Þátttakendur í minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa.pdf |
|
|
|
|
Fundargerðir til kynningar |
8. 2502026 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025 |
Lagt fram til kynningar. |
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 985.pdf |
|
|
|
9. 2209043 - Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga 2022 - 2026 |
Lagt fram til kynningar. |
250929 stjórnarfundur hjá Byggðasafni Árnesinga nr. 19.pdf |
|
|
|
10. 2501215 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2025 |
Lagt fram til kynningar. |
248_fundur_fundargerd.pdf |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45 |