Bæjarstjórn - 24 |
Haldinn í Grænumörk 5, Selfossi, 20.09.2023 og hófst hann kl. 16:00 |
|
Fundinn sátu: Kjartan Björnsson forseti bæjarstjórnar, Bragi Bjarnason bæjarfulltrúi, D-lista, Þórhildur Dröfn Ingvadóttir varamaður, D-lista, Sveinn Ægir Birgisson bæjarfulltrúi, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista, Ari B. Thorarensen varamaður, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista, Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista, Arnar Freyr Ólafsson bæjarfulltrúi, B-lista, Ellý Tómasdóttir bæjarfulltrúi, B-lista, Álfheiður Eymarsdóttir bæjarfulltrúi, Á-lista, Sigríður Vilhjálmsdóttir lögfræðingur. |
|
Fundargerð ritaði: Sigríður Vilhjálmsdóttir, lögmaður |
|
Forseti kallaði eftir athugasemdum við fundarboð, en engar athugasemdir komu fram.
Forseti gat þess að Sigurjón Vídalín, S-lista væri væntanlegur en ókominn í upphafi fundar. |
|
|
|
Dagskrá: |
|
|
Almenn erindi |
1. 2308259 - Björkurstekkur - Óveruleg breyting á skilmálum deiliskipulags |
Bragi Bjarnason, D-lista og Arnar Freyr Ólafsson, B-lista, taka til máls.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 10 atkvæðum og felur bæjarstjórn skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til varðveislu, auglýsa niðurstöðu Bæjarstjórnar Árborgar og birta auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. |
Björkurstykki - Greinargerð með áorðnum breytingum 10.9.2023...pdf |
|
|
|
2. 2309053 - Björk - Jórvík 1 deiliskipulagsbreyting |
Bragi Bjarnason, D-lista tekur til máls.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 10 atkvæðum og felur bæjarstjórn skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til varðveislu, auglýsa niðurstöðu Bæjarstjórnar Árborgar og birta auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. |
Jórvík 1 - Deiliskipulagsbreyting.dags. 11.9.2023.pdf |
|
|
|
3. 2109014 - Vatnsöflun frá Kaldárhöfða |
Sigurjón Vídalín S-lista kemur inn á fundinn í upphafi þessa dagskrárliðar kl. 16.12.
Sveinn Ægir Birgisson, D-lista, Arnar Freyr Ólafsson, B-lista og Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista taka til máls.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum að rannsóknarkostnaði verði skipt jafnt á milli sveitarfélaganna sem koma að samstarfinu og að Grímsnes- og Grafningshreppur verði skilgreindur verkkaupi og geri verkið upp við Árborg um áramót. |
ISOR_23036_Kaldárhofdi_greinargerd_umsókn_leyfi.pdf |
|
|
|
|
Fundargerðir |
4. 2308016F - Menningarnefnd - 2 |
Brynhildur Jónsdóttir, varaforseti tekur við stjórn fundarins.
Kjartan Björnsson, D-lista tekur til máls undir liðum 2. Bæjar- og menningarviðburðir í Árborg 2023, 3. Menningarmánuðurinn október 2023 og 4. Styrkbeiðni - 60 ár á 60 mínútum.
Kjartan Björnsson, forseti tekur aftur við stjórn fundarins.
Arnar Freyr Ólafsson, B-lista, og Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista, taka til máls varðandi menningarmál og menningarsal.
Brynhildur Jónsdóttir, varaforseti tekur við stjórn fundarins.
Kjartan Björnsson, D-lista tekur til máls varðandi menningarsal.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista tekur til máls varðandi dagskrá fundarins og að málefni menningarsalar hafi ekki verið á dagskrá fundarins eða til umfjöllunar í fundargerð menningarnefndar.
Kjartan Björnsson, forseti, tekur aftur við stjórn fundarins. |
|
|
|
5. 2308017F - Fræðslu- og frístundanefnd - 6 |
Brynhildur Jónsdóttir, D-lista tekur til máls undir lið 2 - Tilraunaverkefni í 9. og 10. bekk - sundkennsla og undir lið 3. Fræðsludagur fjölskyldusviðs 2023. Arna Ír Gunnarsdóttir, S- lista tekur til máls undir lið 2 - Tilraunaverkefni í 9. og 10. bekk - sundkennsla. |
|
|
|
6. 2308009F - Skipulagsnefnd - 12 |
|
|
|
7. 2308018F - Velferðarnefnd - 4 |
|
|
|
8. 2308030F - Bæjarráð - 52 |
|
|
|
9. 2308028F - Ungmennaráð - 10/2023 |
|
|
|
10. 2309010F - Bæjarráð - 53 |
Bragi Bjarnason, D-lista tekur til máls undir lið 8. Áhersluverkefni fyrir Sorpstöð Suðurlands 2024. |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:43 |
|