Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 24

Haldinn í Grænumörk 5, Selfossi,
20.09.2023 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Kjartan Björnsson forseti bæjarstjórnar,
Bragi Bjarnason bæjarfulltrúi, D-lista,
Þórhildur Dröfn Ingvadóttir varamaður, D-lista,
Sveinn Ægir Birgisson bæjarfulltrúi, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Ari B. Thorarensen varamaður, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista,
Arnar Freyr Ólafsson bæjarfulltrúi, B-lista,
Ellý Tómasdóttir bæjarfulltrúi, B-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir bæjarfulltrúi, Á-lista,
Sigríður Vilhjálmsdóttir lögfræðingur.
Fundargerð ritaði: Sigríður Vilhjálmsdóttir, lögmaður
Forseti kallaði eftir athugasemdum við fundarboð, en engar athugasemdir komu fram.

Forseti gat þess að Sigurjón Vídalín, S-lista væri væntanlegur en ókominn í upphafi fundar.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2308259 - Björkurstekkur - Óveruleg breyting á skilmálum deiliskipulags
Tillaga frá 13. fundi skipulagsnefndar, frá 13. september, liður 3. Björkurstekkur - Óveruleg breyting á skilmálum deiliskipulags
Skipulagsfulltrúi leggur fram óverulega breytingu á skilmálum/greinargerð fyrir íbúðahverfið Björkurstekkur. Um er að ræða afstillingu á mismun í texta og samantektartöflu er varðar hámark nýtingarhlutfalls. Breytingar eru eftirfarandi:
5.1
Gerð er breyting á nýtingarhlutfalli í töflu og texta, þar sem aukið er við nýtingarhlutfall kjallara, einnar hæðar húsa og tveggja hæða einbýlishúsa. Þá er aukið við nýtingarhlutfall kjallara fyrir fjölbýlishús á 4 hæðum og 5 hæðum. Felld er út setning sem segir til um vegghæðir að lóðarmörkun, fyrir allar tegundir húsa.


Skipulagsnefnd taldi að um óverulega breytingu væri að ræða, og lagði til við bæjarstjórn Árborgar að samþykkja breytingartillögu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og fela skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.

Bragi Bjarnason, D-lista og Arnar Freyr Ólafsson, B-lista, taka til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 10 atkvæðum og felur bæjarstjórn skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til varðveislu, auglýsa niðurstöðu Bæjarstjórnar Árborgar og birta auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Björkurstykki - Greinargerð með áorðnum breytingum 10.9.2023...pdf
2. 2309053 - Björk - Jórvík 1 deiliskipulagsbreyting
Tillaga frá 13. fundi skipulagsnefndar, frá 13. september, liður 4. Björk - Jórvík 1 deiliskipulagsbreyting.

Ólafur Tage Bjarnason f.h. Larsen Hönnun og ráðgjöf, leggur fram óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi íbúðabyggðar í Landi Bjarkar og Jórvíkur. Markmið breytingar er að bæta nýtingu fjölbýlishúsalóða, auk breyttra áherslna varðandi raðhúsalóðir. Á raðhúsalóðum eru lóðir minnkaðar og gert ráð fyrir hefðbundnum raðhúsum í stað klasa með fleiri en einu húsi á lóð og stórri sameign

Skipulagsnefnd taldi að um óverulega breytingu væri að ræða, og lagði til við bæjarstjórn Árborgar að samþykkja breytingartillögu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og fela skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.

Bragi Bjarnason, D-lista tekur til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 10 atkvæðum og felur bæjarstjórn skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til varðveislu, auglýsa niðurstöðu Bæjarstjórnar Árborgar og birta auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Jórvík 1 - Deiliskipulagsbreyting.dags. 11.9.2023.pdf
3. 2109014 - Vatnsöflun frá Kaldárhöfða
Tillaga frá 22. fundi eigna- og veitunefndar, frá 12. september, liður 2. Vatnsöflun frá Kaldárhöfða.

Farið yfir fundargerð starfshóps og næstu skref í verkefninu.
Nefndin lagði til við bæjarstjórn að samþykkja jafna skiptingu á rannsóknarkostnaði milli sveitarfélaganna sem koma að samstarfinu. Grímsnes- og Grafningshreppur verði skilgreindur verkkaupi. Einnig að áætluðum kostnaði verði vísað til endurskoðunar á fjárfestingaráætlun 2023 sem lögð verður fyrir bæjarstjórn.

Sigurjón Vídalín S-lista kemur inn á fundinn í upphafi þessa dagskrárliðar kl. 16.12.

Sveinn Ægir Birgisson, D-lista, Arnar Freyr Ólafsson, B-lista og Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista taka til máls.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum að rannsóknarkostnaði verði skipt jafnt á milli sveitarfélaganna sem koma að samstarfinu og að Grímsnes- og Grafningshreppur verði skilgreindur verkkaupi og geri verkið upp við Árborg um áramót.
ISOR_23036_Kaldárhofdi_greinargerd_umsókn_leyfi.pdf
Fundargerðir
4. 2308016F - Menningarnefnd - 2
2. fundur haldinn 28. ágúst.
Brynhildur Jónsdóttir, varaforseti tekur við stjórn fundarins.

Kjartan Björnsson, D-lista tekur til máls undir liðum 2. Bæjar- og menningarviðburðir í Árborg 2023, 3. Menningarmánuðurinn október 2023 og 4. Styrkbeiðni - 60 ár á 60 mínútum.

Kjartan Björnsson, forseti tekur aftur við stjórn fundarins.

Arnar Freyr Ólafsson, B-lista, og Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista, taka til máls varðandi menningarmál og menningarsal.

Brynhildur Jónsdóttir, varaforseti tekur við stjórn fundarins.

Kjartan Björnsson, D-lista tekur til máls varðandi menningarsal.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista tekur til máls varðandi dagskrá fundarins og að málefni menningarsalar hafi ekki verið á dagskrá fundarins eða til umfjöllunar í fundargerð menningarnefndar.

Kjartan Björnsson, forseti, tekur aftur við stjórn fundarins.
5. 2308017F - Fræðslu- og frístundanefnd - 6
6. fundur haldinn 30. ágúst.
Brynhildur Jónsdóttir, D-lista tekur til máls undir lið 2 - Tilraunaverkefni í 9. og 10. bekk - sundkennsla og undir lið 3. Fræðsludagur fjölskyldusviðs 2023.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S- lista tekur til máls undir lið 2 - Tilraunaverkefni í 9. og 10. bekk - sundkennsla.
6. 2308009F - Skipulagsnefnd - 12
12. fundur haldinn 30. ágúst.
7. 2308018F - Velferðarnefnd - 4
4. fundur haldinn 31. ágúst.
8. 2308030F - Bæjarráð - 52
52. fundur haldinn 7. september.
9. 2308028F - Ungmennaráð - 10/2023
10. fundur haldinn 29. ágúst.
10. 2309010F - Bæjarráð - 53
53. fundur haldinn 14. september.
Bragi Bjarnason, D-lista tekur til máls undir lið 8. Áhersluverkefni fyrir Sorpstöð Suðurlands 2024.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:43 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica