Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 160

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
01.10.2025 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Puja Acharya fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Sölvi Leví Gunnarsson aðstoðarbyggingafulltrúi, Rúnar Guðmundsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Guðjón Birkir Birkisson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Vigfús Þór Hróbjartsson skipulagsfulltrúi, Halldór Ásgeirsson f.h. slökkviliðsstjóra.
Fundargerð ritaði: Sölvi Leví Gunnarsson, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2403343 - Móstekkur 61-63 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason hönnunarstjóri fyrir hönd Fortis ehf. sækir um leyfi til að byggja parhús. Umrætt erindi var áður á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa númer 128 og nr. 129.
Helstu stærðir eru; 364,7m2 og 1.542,2m3.
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 129 þann 17. apríl 2024, var umsókn um byggingarleyfi synjað með eftirfarandi bókun:
Byggingarfulltrúi synjar umsókn um byggingarleyfi, þar sem teikning gefur til kynna að hægt verði að nýta matshluta 0102 sem tvær aðskildar „íbúðareigningar“ með tveimur aðskildum inngöngum.
Í gildandi deiliskipulagi í gr. 5.1. kemur fram eftirfarandi: „Í einbýlis-, par- og raðhúsum skal vera ein íbúð í hverju húsi. Ekki er heimilt að hafa aukaíbúð á lóðum“.
Ofangreind ákvörðun byggingarfulltrúa var kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Með úrskurði nefndarinnar 20. júní 2024 í máli nr. 52/2024 var ofangreind ákvörðun felld úr gildi, með þeim rökum að rökstuðningi og undirbúningi hinnar kærðu ákvörðunar hefði verið áfátt. Var í niðurstöðum úrskurðarnefndarinnar fullyrt að óyggjandi væri, af aðaluppdráttum sem fylgdu byggingarleyfisumsókn kæranda, að um væri að ræða þrjár aðskildar íbúðareiningar. Engu að síður hefði rökstuðningur byggingarfulltra mátt vera með ítarlegri hætti, og var í þessu tilliti m.a. vísað til dóms Hæstaréttar frá 17. desember 2020 í máli nr. 25/2020.

Samkvæmt 1. tölul. 1. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 160/2010 er skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis að mannvirki og notkun þess samræmist skipulagsáætlunum á svæðinu. Í kafla 4.1 í gildandi deiliskipulagi landi Bjarkar við Selfoss er kveðið á um að aðaluppdrættir sem lagðir eru fyrir byggingaryfirvöld Árborgar skuli vera í samræmi við skilmála skipulagsins, gildandi byggingarreglugerð og önnur þau lög, reglugerðir og staðla sem til greina koma. Í kafla 5.1 skipulagsins segir að í einbýlis-, par og raðhúsum skuli vera ein íbúð í hverju húsi. Ekki sé heimilt að hafa aukaíbúð á lóðum.
Svo sem fyrr greinir, og er fullyrt í úrskurði úrskurnarnefndar umhverfis- og auðlindamála, er óyggjandi að eignarhluti 0102 á aðaluppdrætti feli í sér tvo íbúðahluta. Er því ljóst að vestari íbúðarhlutinn, þ.e. sá sem er vestan við bílgeymslu, felur í sér séríbúðar¬hluta eða aukaíbúð í skilningi gr. 5.1. í gildandi deiliskipulagi svæðisins.
Svo sem nefnt er í ofangreindum úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála er í dómi Hæstaréttar í máli nr. 25/2020 fjallað með almennum hætti um að ekki sé að finna í skipulagslögum eða öðrum réttarheimildum um fasteignir fyrirmæli um hvenær fleiri en ein íbúð teljist óhjákvæmilega vera í húsi. Þá sé heldur ekki að finna haldbærar vísbendingar um að hlutlægt mat á innra skipulagi og öðrum eiginleikum húss samkvæmt aðaluppdráttum eigi að ráða við mat á því hvort hús teljist einbýli og fullnægi þar með skilmálum deiliskipulags sem mæli fyrir um að óheimilt sé að hafa fleiri en eina íbúð í húsi.
Í því máli sem dómur Hæsta¬réttar varðaði og nefndin vísar til lagði deiliskipulag bann við því að „tvær íbúðir“ væru í einbýlishúsum. Hins vegar segir gildandi deiliskipulagi Bjarkar að ein íbúð skuli vera í hverju húsi, og leggur þar að auki að auki bann við því að „aukaíbúð“ sé í húsum. Sem fyrr segir er í dómi Hæstaréttar ekki að finna afdráttarlausa skýringu á því hvernig beri að túlka hugtakið „íbúð“, og enn síður er í dóminum fjallað um hvernig skuli túlka hugtakið „aukaíbúð“. Að mati skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa er ljóst að ef skipulagsskilmálar kveða á um að parhús megi einungis samanstanda af tveimur íbúðum, en húsið samanstendur óumdeilan¬lega af þremur íbúðahlutum, eins og fullyrt er í úrskurði kærunefndarinnar, telst í öllu falli einn þessara íbúða¬hluta „aukaíbúð“, samkvæmt almennum málskilningi og í skilningi deili¬skipulags¬skilmála.
Í þessu tilliti má benda á að í vestari íbúðarhlutanum, sem áður er nefndur, er samkvæmt aðaluppdráttum gert ráð fyrir þvottahúsi, til viðbótar við það sem er í austari íbúðarhlutanum, auk þess sem EI60 eldvarnarveggur er teiknaður milli íbúðahlutanna. Var slíkt t.d. ekki uppi á teningnum í því máli sem dómur Hæstaréttar í máli nr. 25/2020 varðaði og málin því ekki sambærileg að öllu leyti.
Af öllu framangreindu leiðir að sá íbúðarhluti sem er vestan við bílskúr, telst vera „aukaíbúð“ í skilningi gr. 5.1 í gildandi deiliskipulagi. Af því leiðir enn fremur að umsókn um byggingarleyfi fer gegn deiliskipulagsskilmálum, og uppfyllir þar með ekki skilyrði 1. tölul. 1. mgr. 13. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki.
Með vísan til framangreinds synjar byggingarfulltrúi umsókn um byggingarleyfi.
Hafnað
2. 2509165 - Móstekkur 84-86 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðmundur Árni Þórðarson hönnuður fyrir hönd Lúðvík Fasteignafélag ehf. sækir um leyfi til að byggja parhús.
Helstu stærðir eru; 411,2m² og 1.469,6m³.
Staðfesting á að lífsferilsgreiningu hafi verið skilað inn til HMS liggur fyrir.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 2. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara á að aðaluppdráttur sé lagfærður í samærmi við athugasemdir byggingarfulltrúa ásamt jákvæðri umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: -Aðal- og séruppdrættir undirritaðir af aðalhönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
Samþykkt
3. 2507272 - Norðurgata 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Helga Guðrún Vilmundardóttir hönnuður fyrir hönd Andra Guðnýjarsonar sækir um leyfi til að byggja einbýli. Erindið var áður á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa númer 158 og var frestað vegna ófullnægjandi gagna.
Helstu stærðir eru; 357,6m² og 1.481,7m³.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 2. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara á að aðaluppdráttur verði lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og Brunavarna Árnessýslu ásamt jákvæðri umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: -Aðal- og séruppdrættir undirritaðir af aðalhönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
Samþykkt
4. 2506105 - Stóra-Hraun - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi (L01)
Björn Guðbrandsson hönnuður fyrir hönd Framkvæmdasýsluna - Ríkiseignir sækir um leyfi til að byggja fangelsi. Um er að ræða mhl 01 sem hýsir meðal annars stuðnings og aðstöðurými.
Helstu stærðir eru; 2.998,1m² og 14.898,6m³.

Erindinu er frestað vegna ófullnægjandi gagna.
Frestað
5. 2509401 - Skipalundur - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Eiríkur Vignir Pálsson hönnuður fyrir hönd Gísla Vilhjálm Jónssonar sækir um breytingu á skráningu á sumarbústaði yfir í íbúðarhús.
Helstu stærðir: 50,3m² & 152,0m³

Byggingarfulltrúi samþykkir að breyta skráningu á húsnæðinu úr sumarbústaði yfir í einbýli þegar að aðaluppdráttur hefur verið lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa.
Samþykkt
6. 2509320 - Birkivellir 9 - Tilkynning um samþykki á byggingaráformum - skjólveggur
Bjarki Rafn Kristjánsson eigandi af Birkivöllum 9 leitast eftir samþykki á byggingaráformum vegna skjólgirðingar staðsett á sunnanverðri lóð sem er nær lóðarmörkum en 3 metrar við land Sveitarfélagsins Árborgar.
Erindinu er vísað til samráðsfundar Mannvirkja og Umhverfissviðs
Vísað í nefnd
7. 2509214 - Björkurstekkur 27 - Tilkynning um samþykki nágranna, smáhýsi
Róbert Henry Vogt og Margrét Sigurðardóttir eigendur af Björkurstekk 27 og Iron Fasteignir ehf. eigandi af Björkurstekk 29 tilkynna samþykki á byggingaráformum ásamt því að eigandi af Björkurstekk 27 óskar eftir samþykki frá Sveitarfélaginu Árborg vegna skjólgirðingar nær lóðarmörkum en 3 metrar.
Erindinu er vísað til samráðsfundar Mannvirkja og Umhverfissviðs
Vísað í nefnd
8. 2509472 - Hulduland 9 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
Elsa Kolbrún Gunnþórsdóttir & Jón Jónsson eigandi af Hulduland 9, Katrín Ólafsdóttir & Kristinn Jónsson eigandi Hulduland 7 og Linda Björk B. Guðmundsdóttir eigandi af Fagraland 14 tilkynna samþykki á byggingaráformum vegna smáhýsis nær lóðarmörkum en 3 metrar.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áformin enda verði að öðru leyti farið að ákvæðum byggingareglugerðar gr. 2.3.5 f. og leiðbeiningum HMS nr. 9.7.6 um smáhýsi.
Samþykkt
9. 2509252 - Tunguvegur 4 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
Valdimar Friðriksson eigandi af Tunguvegi 4 leitast eftir samþykki á byggingaráformum vegna smáhýsis nær lóðarmörkum en 3 metrar við land Sveitarfélagsins Árborgar.
Erindinu er vísað til samráðsfundar Mannvirkja og Umhverfissviðs
Vísað í nefnd
10. 2509400 - Rekstrarleyfisumsögn - Fyrir gistingu í flokki II, Bakkaseli, Stokkseyri fyrir Bakkasel
Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar umsagnar vegna umsóknar Þorvaldar Óskars Gunnarssonar um rekstrarleyfi til gistinga í flokki II, Tegund: H - frístundahús.
Heiti staðar: Bakkasel, 825 Stokkseyri F2199749, rýmisnúmer 01 0101 og hámarksfjöldi gesta er 5.

Byggingarfulltrúi mun taka afstöðu til málsins þegar skoðun eldvarnareftirlits, heilbrigðiseftirlits og úttektarmanni byggingarfulltrúa liggur fyrir ásamt umsögn skipulagsfulltrúa.
Frestað
11. 2508144 - Rekstrarleyfisumsögn - Eyr veitingar ehf vegna breytinga á leyfi Hótel Selfoss
Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar umsagnar vegna breytinga á áður útgefnu rekstrarleyfi vegna Eyr veitingar ehf. um rekstrarleyfi til veitinga í flokki IV, Tegund: A.
Heiti staðar: Hótel Selfoss, Eyravegur 2, 800 Selfoss F2185689, rýmisnúmer 01 0108 og hámarksfjöldi gesta er 180 í rými 01 0108 og 540 manns á hótelinu.

Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi, samþykktri notkun fasteignarinnar og hefur staðist lokaúttektar þar með gerir byggingarfulltrúi ekki athugasemdir við breytingu á núverandi rekstrarleyfis ásamt breytingu á afgreiðslutíma sölu vínveitinga.
Samþykkt
12. 2509246 - Rekstrarleyfisumsögn - Eyravegur 1D - Miðbar - breyting á veitingaleyfi
Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna umsóknar Gott kvöld ehf. um breytingu á útgefnu rekstrarleyfi fyrir rekstur veitingarstaðar í flokki III F-Krá að Eyravegi 1d, Selfossi F2520458, rými 0201.
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin er í samræmi við útgefið byggingarleyfi og samþykkta uppdrætti og gerir ekki athugasemdir við útgáfu á nýju rekstrarleyfi.
Samþykkt
13. 2509199 - Rekstrarleyfisumsögn - Brúarstræti 2A - Konungskaffi - breyting á rekstrarleyfi
Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar umsagnar vegna umsóknar Konungskaffi ehf. vegna breytinga á rekstrarleyfi til reksturs veitinga í flokk II kaffihús - Konungskaffi F2520458 rými 0103.
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin er í samræmi við útgefið byggingarleyfi og samþykkta uppdrætti og gerir ekki athugasemdir við útgáfu á nýju rekstrarleyfi.
Samþykkt
14. 2509324 - Rekstrarleyfisumsögn - Fyrir gistingu í flokki II, Norðurbraut 32 fyrir Föxur ehf
Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar umsagnar vegna umsóknar Föxur ehf. um rekstrarleyfi til gistinga í flokki II, Tegund: H - frístundahús.
Heiti staðar: Norðurbraut 32, Norðurbraut 32 801 Selfoss F2340877, rýmisnúmer 02 0101 og hámarksfjöldi gesta er 3.

Byggingarfulltrúi getur ekki gefið jákvæða umsögn þar sem að húsnæðið er tilgreint sem frístundahús í umsókn.
Hafnað

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica