|
Almenn afgreiðslumál |
1. 2403343 - Móstekkur 61-63 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi |
Samkvæmt 1. tölul. 1. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 160/2010 er skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis að mannvirki og notkun þess samræmist skipulagsáætlunum á svæðinu. Í kafla 4.1 í gildandi deiliskipulagi landi Bjarkar við Selfoss er kveðið á um að aðaluppdrættir sem lagðir eru fyrir byggingaryfirvöld Árborgar skuli vera í samræmi við skilmála skipulagsins, gildandi byggingarreglugerð og önnur þau lög, reglugerðir og staðla sem til greina koma. Í kafla 5.1 skipulagsins segir að í einbýlis-, par og raðhúsum skuli vera ein íbúð í hverju húsi. Ekki sé heimilt að hafa aukaíbúð á lóðum. Svo sem fyrr greinir, og er fullyrt í úrskurði úrskurnarnefndar umhverfis- og auðlindamála, er óyggjandi að eignarhluti 0102 á aðaluppdrætti feli í sér tvo íbúðahluta. Er því ljóst að vestari íbúðarhlutinn, þ.e. sá sem er vestan við bílgeymslu, felur í sér séríbúðar¬hluta eða aukaíbúð í skilningi gr. 5.1. í gildandi deiliskipulagi svæðisins. Svo sem nefnt er í ofangreindum úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála er í dómi Hæstaréttar í máli nr. 25/2020 fjallað með almennum hætti um að ekki sé að finna í skipulagslögum eða öðrum réttarheimildum um fasteignir fyrirmæli um hvenær fleiri en ein íbúð teljist óhjákvæmilega vera í húsi. Þá sé heldur ekki að finna haldbærar vísbendingar um að hlutlægt mat á innra skipulagi og öðrum eiginleikum húss samkvæmt aðaluppdráttum eigi að ráða við mat á því hvort hús teljist einbýli og fullnægi þar með skilmálum deiliskipulags sem mæli fyrir um að óheimilt sé að hafa fleiri en eina íbúð í húsi. Í því máli sem dómur Hæsta¬réttar varðaði og nefndin vísar til lagði deiliskipulag bann við því að „tvær íbúðir“ væru í einbýlishúsum. Hins vegar segir gildandi deiliskipulagi Bjarkar að ein íbúð skuli vera í hverju húsi, og leggur þar að auki að auki bann við því að „aukaíbúð“ sé í húsum. Sem fyrr segir er í dómi Hæstaréttar ekki að finna afdráttarlausa skýringu á því hvernig beri að túlka hugtakið „íbúð“, og enn síður er í dóminum fjallað um hvernig skuli túlka hugtakið „aukaíbúð“. Að mati skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa er ljóst að ef skipulagsskilmálar kveða á um að parhús megi einungis samanstanda af tveimur íbúðum, en húsið samanstendur óumdeilan¬lega af þremur íbúðahlutum, eins og fullyrt er í úrskurði kærunefndarinnar, telst í öllu falli einn þessara íbúða¬hluta „aukaíbúð“, samkvæmt almennum málskilningi og í skilningi deili¬skipulags¬skilmála. Í þessu tilliti má benda á að í vestari íbúðarhlutanum, sem áður er nefndur, er samkvæmt aðaluppdráttum gert ráð fyrir þvottahúsi, til viðbótar við það sem er í austari íbúðarhlutanum, auk þess sem EI60 eldvarnarveggur er teiknaður milli íbúðahlutanna. Var slíkt t.d. ekki uppi á teningnum í því máli sem dómur Hæstaréttar í máli nr. 25/2020 varðaði og málin því ekki sambærileg að öllu leyti. Af öllu framangreindu leiðir að sá íbúðarhluti sem er vestan við bílskúr, telst vera „aukaíbúð“ í skilningi gr. 5.1 í gildandi deiliskipulagi. Af því leiðir enn fremur að umsókn um byggingarleyfi fer gegn deiliskipulagsskilmálum, og uppfyllir þar með ekki skilyrði 1. tölul. 1. mgr. 13. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki. Með vísan til framangreinds synjar byggingarfulltrúi umsókn um byggingarleyfi.
|
Hafnað |
|
|
|
2. 2509165 - Móstekkur 84-86 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi |
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara á að aðaluppdráttur sé lagfærður í samærmi við athugasemdir byggingarfulltrúa ásamt jákvæðri umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: -Aðal- og séruppdrættir undirritaðir af aðalhönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd. |
Samþykkt |
|
|
|
3. 2507272 - Norðurgata 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi |
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara á að aðaluppdráttur verði lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og Brunavarna Árnessýslu ásamt jákvæðri umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: -Aðal- og séruppdrættir undirritaðir af aðalhönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd. |
Samþykkt |
|
|
|
4. 2506105 - Stóra-Hraun - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi (L01) |
Erindinu er frestað vegna ófullnægjandi gagna. |
Frestað |
|
|
|
5. 2509401 - Skipalundur - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi |
Byggingarfulltrúi samþykkir að breyta skráningu á húsnæðinu úr sumarbústaði yfir í einbýli þegar að aðaluppdráttur hefur verið lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. |
Samþykkt |
|
|
|
6. 2509320 - Birkivellir 9 - Tilkynning um samþykki á byggingaráformum - skjólveggur |
Erindinu er vísað til samráðsfundar Mannvirkja og Umhverfissviðs
|
Vísað í nefnd |
|
|
|
7. 2509214 - Björkurstekkur 27 - Tilkynning um samþykki nágranna, smáhýsi |
Erindinu er vísað til samráðsfundar Mannvirkja og Umhverfissviðs |
Vísað í nefnd |
|
|
|
8. 2509472 - Hulduland 9 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi |
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áformin enda verði að öðru leyti farið að ákvæðum byggingareglugerðar gr. 2.3.5 f. og leiðbeiningum HMS nr. 9.7.6 um smáhýsi. |
Samþykkt |
|
|
|
9. 2509252 - Tunguvegur 4 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi |
Erindinu er vísað til samráðsfundar Mannvirkja og Umhverfissviðs
|
Vísað í nefnd |
|
|
|
10. 2509400 - Rekstrarleyfisumsögn - Fyrir gistingu í flokki II, Bakkaseli, Stokkseyri fyrir Bakkasel |
Byggingarfulltrúi mun taka afstöðu til málsins þegar skoðun eldvarnareftirlits, heilbrigðiseftirlits og úttektarmanni byggingarfulltrúa liggur fyrir ásamt umsögn skipulagsfulltrúa. |
Frestað |
|
|
|
11. 2508144 - Rekstrarleyfisumsögn - Eyr veitingar ehf vegna breytinga á leyfi Hótel Selfoss |
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi, samþykktri notkun fasteignarinnar og hefur staðist lokaúttektar þar með gerir byggingarfulltrúi ekki athugasemdir við breytingu á núverandi rekstrarleyfis ásamt breytingu á afgreiðslutíma sölu vínveitinga. |
Samþykkt |
|
|
|
12. 2509246 - Rekstrarleyfisumsögn - Eyravegur 1D - Miðbar - breyting á veitingaleyfi |
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin er í samræmi við útgefið byggingarleyfi og samþykkta uppdrætti og gerir ekki athugasemdir við útgáfu á nýju rekstrarleyfi. |
Samþykkt |
|
|
|
13. 2509199 - Rekstrarleyfisumsögn - Brúarstræti 2A - Konungskaffi - breyting á rekstrarleyfi |
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin er í samræmi við útgefið byggingarleyfi og samþykkta uppdrætti og gerir ekki athugasemdir við útgáfu á nýju rekstrarleyfi. |
Samþykkt |
|
|
|
14. 2509324 - Rekstrarleyfisumsögn - Fyrir gistingu í flokki II, Norðurbraut 32 fyrir Föxur ehf |
Byggingarfulltrúi getur ekki gefið jákvæða umsögn þar sem að húsnæðið er tilgreint sem frístundahús í umsókn. |
Hafnað |
|
|
|