|
Almenn afgreiðslumál |
1. 1810115 - Tillaga um endurskoðun aðalskipulags Árborgar 2010-2030 |
Skipulags- og byggingarnefnd telur eðlilegt að umsagnir og athugasemdir verði sendar samráðshópi um endurskoðun aðalskipulags til yfirferðar, auk skipulagsráðgjafa áður en tillagan verður send Skipulagsstofnun til lokameðferðar. |
Vísað í nefnd |
|
|
|
2. 2202076 - Aðalskipulagsbreyting - Hreinsistöð |
Skipulags- og byggingarnefnd telur rétt að tekið verði tillit til ábendinga Veðurstofu Ísland og Isavia. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt í samræmi við 32.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og feli skipilagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu í samræmi við sömu grein laga. |
Samþykkt |
|
|
|
3. 2202077 - Deiliskipulag - Hreinsistöð við Geitanes |
Skipulags- og byggingarnefnd telur rétt að tekið verði tillit til ábendinga Veðurstofu Ísland og að unnið verði kort af hindrunarflötum skv. ábendingu Isavia. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og feli skipilagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu í samræmi við sömu grein laga. |
Samþykkt |
|
|
|
4. 2202256 - Larsenstræti 2 - Deiliskipulagsbreyting |
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 43. gr., og feli skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til varðveislu og auglýsi um gildistöku í B-deild Stjórnartíðinda. |
Samþykkt |
|
|
|
5. 2112218 - Árbakki - Deiliskipulagsbreyting |
Skipulags- og byggingarnefnd telur rétt að tillagan verði tekin til endurskoðunar og lagfærð til samræmis við ábendingar Skipulagsstofnunar. |
Vísað í teymi |
|
|
|
6. 2202337 - Fyrirspurn um fjölgun fasteigna - Fagurgerði 5 |
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að lóðinni Fagurgerði 5 verði skipt upp í tvær lóðir. Nefndin telur eðlilegt að tillagan verði grenndarkynnt fyrir íbúum á Grænuvöllum 1 og 2, auk Fagurgerðis 8,9 og 10 í samræmi við 44.gr. skipulagslaga, áður en tillaga að deiliskipulagsbreytingu er lögð fram. |
Samþykkt |
|
|
|
7. 2204324 - Framkvæmdaleyfi - Suðurhólar - Háspennustrengur í jörð. Rarik |
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð Árborgar að umsókn verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. |
Samþykkt |
|
|
|
8. 2204325 - Framkvæmdaleyfi - Rannsóknarborholur. Heitt vatn. Selfossveitur |
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð Árborgar að umsókn verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. |
Samþykkt |
|
|
|
9. 2203080 - Búðarstigur 23 Eyrarbakka - Fyrirspurn um breytta notkun |
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að ræða við fyrirspyrjendur. |
Frestað |
|
|
|
10. 2204322 - Björkurstekkur 71 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi |
Skipulags- og byggingarnefnd synjar beiðni um hækkun á nýtingarhlutfalli fyrir lóðina Björkurstekkur 71. |
Hafnað |
|
|
|
11. 2205013 - Sóleyartunga - Fyrirspurn um lóð |
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að ræða við fyrirspyrjanda. |
Frestað |
|
|
|
12. 2205046 - Bárðabrú - Lokun á innkeyrslu |
Skipulags- og byggingarnefnd telur að tillaga um að afleggja ofangreinda vegtengingu sé til bóta og vísar nefndin erindinu til frekari úrvinnslu samráðshóps um endurskoðun á aðalskipulagi Árborgar 2020-2036. |
Vísað í nefnd |
|
|
|
13. 2205047 - Vegtenging norðan við Eyrarbakkaveg |
Skipulags- og byggingarnefnd telur að framkomin tillaga um færslu á aðkomu inn á hesthúsasvæði á Eyrarbakka, sé til bóta, og vísar nefndin erindinu til frekari úrvinnslu samráðshóps um endurskoðun á aðalskipulagi Árborgar 2020-2036. |
Vísað í nefnd |
|
|
|
14. 2205057 - Umferðaröryggi við Gaulverjabæjarveg. |
Skipulags- og byggingarnefnd lýsir yfir áhyggjum af umferðarhraða og umferðaröryggi hestamanna vegna þverunar Gaulverjabæjarvegar. Nefndin skorar á Vegaerðina að setja upp hraðamyndavélar og ítrekar fyrri bókun um lækkun hámarkshraða frá gatnamótum Votmúlavegar að hringtorgi á Suðurlandsvegi. |
Samþykkt |
|
|
|
|
Fundargerð |
15. 2204020F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 90 |
15.1. 2204178 - Norðurgata 32 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
Niðurstaða þessa fundar
|
15.2. 2204210 - Eyravegur 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - Rif
Um er að ræða matshluta 01, hluta 0101, 0102, 0201 og 0202. Fyrir liggur minnisblað um tilhögun niðurrifsins.
Veðbókarvottorð liggur ekki fyrir.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara um að eignin sé veðbandalaus og að samþykki meðeiganda liggi fyrir.
Byggingarheimild verður gefin út þegar byggingarstjóri hefur verið skráður á umsóknina.
Niðurstaða þessa fundar
|
15.3. 2204211 - Eyravegur 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Um er að ræða matshluta 01 og 02, hluta 01 0101, 01 0102, 01 0201 og 02 0101. Fyrir liggur minnisblað um tilhögun niðurrifsins.
Veðbókarvottorð liggur ekki fyrir.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara um að eignin sé veðbandalaus.
Byggingarheimild verður gefin út þegar byggingarstjóri hefur verið skráður á umsóknina.
Niðurstaða þessa fundar
|
15.4. 2204179 - Eyrargata 39 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi -
Breyting innanhúss telst vera lítilsháttar og fellur undir byggingarreglugerð gr. 2.3.6.
Hæð smáhýsis er meira en 2,5 m frá yfirborði jarðvegs skv. uppdrætti og fellur því ekki undir ákvæði 2.3.5 gr. og er því háð byggingarheimild.
Ekki eru gerðar athugasemdir við breytingu innanhúss en uppsetningu smáhýsins er hafnað.
Niðurstaða þessa fundar
|
15.5. 2204235 - Norðurbraut 32 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
Stærð húss er meira en 15 m2 fellur því ekki undir ákvæði 2.3.5 gr. og er háð byggingarheimild.
Niðurstaða þessa fundar
|
15.6. 2204241 - Urðartjörn 4 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi.
Umsækjandi þarf að framvísa samþykki íbúa íbúða nr. 2,6,og 8.
Staðsetningu skjólveggs við göngustíg vísað til samráðsfundar með mannvirkja- og umhverfissviði.
Niðurstaða þessa fundar
|
15.7. 2204244 - Urriðalækur 23 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
Ekki eru gerðar athugasemdir við áformin.
Niðurstaða þessa fundar
|
15.8. 2204245 - Hrísholt 8A - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
Ekki eru gerðar athugasemdir við áformin að því gefnu að smáhúsið sé staðsett meira en 3 m frá öðrum mörkum lóðarinnar.
Niðurstaða þessa fundar
|
|
|
|