Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 94

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
04.05.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sigurjón Vídalín Guðmundsson formaður, Á-lista,
Ari Már Ólafsson nefndarmaður, M-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Magnús Gíslason nefndarmaður, D-lista,
Ásdís Styrmisdóttir starfsmaður, Sveinn Pálsson byggingafulltrúi, Rúnar Guðmundsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði.
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1810115 - Tillaga um endurskoðun aðalskipulags Árborgar 2010-2030
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 20.10.2021, að auglýsa tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Árborgar 2020-2036 í samræmi við ákvæði Skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsstofnun var í kjölfar samþykktar bæjarstjórnar send tillaga til yfirferðar, og gerði stofnunin í bréfi dags. 16.12.2021 nokkrar athugasemdir, sem var brugðist við.
Tillagan var auglýst í samræmi við 31.gr. skipulagslaga, í Lögbirtingablaði, Fréttablaðinu , Dagskránni miðvikudaginn 16.3.2022 og var veittur frestur til athugasemda til og með 27.4.2022. Tillagan var einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins Árborgar auk tengingar við vefsvæði ráðgjafafyrirtækisins Eflu. Borist hafa umsagnir frá lögboðnum umsagnaraðilum auk nokkurra frá almennum borgurum.

Skipulags- og byggingarnefnd telur eðlilegt að umsagnir og athugasemdir verði sendar samráðshópi um endurskoðun aðalskipulags til yfirferðar, auk skipulagsráðgjafa áður en tillagan verður send Skipulagsstofnun til lokameðferðar.
2. 2202076 - Aðalskipulagsbreyting - Hreinsistöð
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 16.2.2022, að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi aðalskipulagi Árborgar 2010-2030 í samræmi við 36. gr. og 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felur í sér að iðnaðarsvæðið (s30 ) við Geitanes færist lítillega til vesturs, en heildar stærð svæðisins verður óbreytt. Samhliða tillögu að aðalskipulagsbreytingu var auglýst tillaga að deiliskipulagi þar sem nánari ákvæði eru m.a. sett um framkvæmdir, ásýnd og frágang. Ofangreind tillaga að breytingu á gildandi aðalskipulagi var auglýst , í Lögbirtingablaði, Fréttablaðinu og Dagskránni miðvikudaginn 16.3.2022 og var veittur frestur til athugasemda til og með 27.4.2022. Tillagan var einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins Árborgar. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Veðurstofu Íslands, Umhverfisstofnun, Landsneti, Fiskistofu, Veiðifélagi Árnesinga, Vegagerðinni, Isavia og Mannvirkja- Umhverfissviðs Árborgar.
Í umsögn Veðurstofu Íslands er bent á að í ríkjandi suðlægum og suðvestlægum áttum yfir sumarið geti loftmengunar orðið vart við norðurbyggð Selfoss og Árbæjarhverfi.
Í umsögn Isavia( með tilvísun í reglugerð 464-2007 um öryggissvæði) er tekið fram að til að tryggja að byggingar hreinsistöðvar og tengdra mannvirkja sem og vegna gróðurs, gangi ekki upp fyrir hindrunarfleti flugvallarins á Selfossi. Slíkar hindranir geti skert öryggi loftfara og séu líklegar til að draga úr öryggi flugvallarins. Isavia mælist til að unnið verð kort með hindranaflötum skv. nýju deiliskipulagi, og þá í samráði við Isavia og Samgöngustofu. Einnig er vakin athygli á, að á byggingartíma gilda kröfur um hæðarhindranir svo sem vegna byggingarkrana og viðlíka búnaðar, og er óskað eftir samráði við Isavia og Samgöngustofu um þau mál.
Allir umsagnaraðilar gáfu jákvæða umsögn fyrir utan ofangreindar ábendingar Veðurstofu Íslands og Isavia.

Skipulags- og byggingarnefnd telur rétt að tekið verði tillit til ábendinga Veðurstofu Ísland og Isavia. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt í samræmi við 32.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og feli skipilagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu í samræmi við sömu grein laga.
3. 2202077 - Deiliskipulag - Hreinsistöð við Geitanes
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 16.2.2022, að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir hreinsistöð í Geitanesi, í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulagið tekur til uppbyggingar á tveggja þrepa hreinsistöðvar fyrir fráveitu við Geitanes norðan við flugvöllinn á Selfossi. Markmið framkvæmdarinnar er að koma á hreinsun skólps frá Selfossi sem uppfyllir skilyrði laga og reglugerða, en í dag er skólp að mestu losað óhreinsað í Ölfusá. Deiliskipulagið tekur einnig til aðkomu að lóð hreinsistöðvarinnar, lóðarinnar sjálfrar og nærumhverfi eftir því sem þörf krefur m.a. vegna útrásar í Ölfusá. Í deiliskipulaginu er gerð grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum og settir fram skilmálar um landnotkun, mannvirki, útrás, vernd náttúru og frágang.
Deiliskipulagstillagan var auglýst , í Lögbirtingablaði, Fréttablaðinu og Dagskránni miðvikudaginn 16.3.2022 og var veittur frestur til athugasemda til og með 27.4.2022. Tillagan var einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins Árborgar. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Veðurstofu Íslands, Umhverfisstofnun, Landsneti, Fiskistofu, Veiðifélagi Árnesinga, Vegagerðinni, Isavia og Mannvirkja- Umhverfissviðs Árborgar.
Í umsögn Veðurstofu Íslands er bent á að í ríkjandi suðlægum og suðvestlægum áttum yfir sumarið geti loftmengun að norðurbyggð Selfoss og Árbæjarhverfi.
Í umsögn Isavia( með tilvísun í reglugerð 464-2007 um öryggissvæði) er tekið fram að til að tryggja að byggingar hreinsistöðvar og tengdra mannvirkja sem og vegna gróðurs, gangi ekki upp fyrir hindrunarfleti flugvallarins á Selfossi. Slíkar hindranir geti skert öryggi loftfara og séu líklegar til að draga úr öryggi flugvallarins. Isavia mælist til að unnið verð kort með hindranaflötum skv. nýju deiliskipulagi, og þá í samráði við Isavia og Samgöngustofu. Einnig er vakin athygli á, að á byggingartíma gilda kröfur um hæðarhindranir svo sem vegna byggingarkrana og viðlíka búnaðar, og er óskað eftir samráði við Isavia og Samgöngustofu um þau mál.
Allir umsagnaraðilar gáfu jákvæða umsögn fyrir utan ofangreindar ábendingar Veðurstofu Íslands og Isavia.

Skipulags- og byggingarnefnd telur rétt að tekið verði tillit til ábendinga Veðurstofu Ísland og að unnið verði kort af hindrunarflötum skv. ábendingu Isavia. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og feli skipilagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu í samræmi við sömu grein laga.
4. 2202256 - Larsenstræti 2 - Deiliskipulagsbreyting
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á fundi 23.2.2022, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi vegna lóðarinnar Larsenstræti 2, á Selfossi. Tillagan hefur verið grenndarkynnt fyrir eigendum i fasteignanna Larsenstræti 4 og 6, Langholti 1 og var gefinn frestur til og með 22.3.2022. Ein athugasemd barst frá Páli Gunnlaugssyni f.h. Smáragarðs ehf, eiganda fasteignarinnar Langholt 1. Gerð var athugasemd við að byggingarreitur á lóðinni Larsenstræti 2 nái að lóðarmörkum Langholts 1.
Gerð hefur verið breyting á uppdrætti og byggingareitur færður í 3m fjarlægð frá lóðarmörkum.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 43. gr., og feli skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til varðveislu og auglýsi um gildistöku í B-deild Stjórnartíðinda.
5. 2112218 - Árbakki - Deiliskipulagsbreyting
Skipulags- og byggingarnefnd tekur til umræðu tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðabyggðar í landi Árbakka, í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsstofnun hefur með vísan til ofangreindrar greinar í skipulagslögum tekið til skoðunar breytingu á deiliskipulagi íbúðarbyggðar í landi Árbakka. Bæjarstjórn Árborgar samþykkti tillöguna á fundi sínum þann 16. mars 2022.
Skipulagsstofnun gerir athugasemd við að Bæjarstjórn Árborgar auglýsi tillöguna í B-deild Stjórnartíðinda vegna eftirfarandi:
? Breytingar sem gerðar voru eftir að auglýsingatíma lauk eru þess eðlis að auglýsa þar að nýju skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga.
? Áform um 4 hæða fjölbýlishús við Þórisvað 2 er í ósamræmi við gildandi aðalskipulag Árborgar (m.s.br.) sem heimilar lágreita byggð meðfram Ölfusá, en hærri byggingum fjær ánni og norðar á svæðinu og meðfram nýju þjóðvegi, þ.e. allt að 5 hæði.
Áður en tillaga er auglýst að nýju þurfi að bregðast við eftirfarandi:
? Skipulagsstofnun telur að umfang byggingarmagns á svæðinu sé það mikið, að skynsamlegt sé að áfangaskipta uppbyggingu m.a. m.t.t. Selfosslínu 1. Þá þurfi að setja fram skýrari skilmála um umgengi við línuna á framkvæmdatíma, einnig vegna fyrirhugaðrar rifa á línunni, og tilgreina hvaða lóðir verða fyrir áhrifum línunnar. Á Uppdrætti og í greinargerð þurfi að tilgreina hvaða lóðir ekki koma til úthlutunar fyrr en línan víki. Vegna áforma um bílakjallara í fjölbýlishúsum er bent á að svæðið telst sem flóðasvæði og þurfi því að setja inn í skipulagið sérstaka skilmála vegna þess. Bent er á að í endurskoðuðu aðalskipulagi Árborgar 2022-2036 sem er í vinnslu, er bent sérstaklega á að ekki verði heimilt að hafa bílakjallara á flóðasvæðum.
? Þá er að lokum bent á að, þar sem ekki liggi fyrir endanleg hönnun nýs þjóðvegar 1(samkvæmt umsögn Vegagerðarinnar dags. 4.2.2022), norðan við Árbakkasvæðið, er ekki ljós hvort sá vegur muni nýtast/virka sem flóðavarnargarður.

Skipulags- og byggingarnefnd telur rétt að tillagan verði tekin til endurskoðunar og lagfærð til samræmis við ábendingar Skipulagsstofnunar.
6. 2202337 - Fyrirspurn um fjölgun fasteigna - Fagurgerði 5
Mál áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar 9.3.2022:
Jón Hrafn Hlöðversson hjá mansard teiknistofu ehf, leggur fram fyrirspurn , um hvort leyfi fáist til að byggja tveggja hæða tvíbýlishús á lóðinni Fagurgerði 5 á Selfossi, og er óskað eftir að nýtt hús/ný lóð fái heitið Fagurgerði 7, með aðkomu frá Grænuvöllum. Lóðin Fagurgerði 5 er skráð 1128m2 og heimilt að byggja allt að 500m2 á lóðinni og er nýtingarhlutfall tilgreind 0,45 samkvæmt gildandi deiliskipulagi frá 30.4.2020. Núverandi hús á lóðinni er tveggja hæða íbúðarhús auk bílskúrs og er fermetrafjöldi þessa samtals um 270m2. Óskað er eftir að nýtingarhlutfall eftir skipulagsbreytingu á lóðinni Fagurgerði 5 verði allt 0,483 og á lóðinni Fagurgerði 7, um 4,14

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að lóðinni Fagurgerði 5 verði skipt upp í tvær lóðir. Nefndin telur eðlilegt að tillagan verði grenndarkynnt fyrir íbúum á Grænuvöllum 1 og 2, auk Fagurgerðis 8,9 og 10 í samræmi við 44.gr. skipulagslaga, áður en tillaga að deiliskipulagsbreytingu er lögð fram.
7. 2204324 - Framkvæmdaleyfi - Suðurhólar - Háspennustrengur í jörð. Rarik
Lárus Einarsson f.h. RARIK óskar eftir samþykki sf/Árborgar fyrir lögn á 11kV háspennustrengs, með Suðurhólum frá spennistöð RARIK við hundasleppisvæði að spennistöð RARIK við afleggjara að Jórvík.
Töluvert af lögnum er á þessar leið og eftir að stika nákvæmlega út hentugustu leiðin.
Eftir að leið hefur verið stikuð út og GPS mæld, verður hún senda sf/Árborg til umsagnar.
Haft verður samband við aðliggjandi landeigendur, þeim kynnt framkvæmdin og óskað samþykkis.
Sérstök gát verður höfð vegna lagnarinnar m.t.t umferðar og reiðstígs.
Strax verður gengið frá skurðstæði með fullnægjandi hætti. Framkvæmd er áætluð í maí 2022.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð Árborgar að umsókn verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
8. 2204325 - Framkvæmdaleyfi - Rannsóknarborholur. Heitt vatn. Selfossveitur
Vilhjálmur Kristjánsson f.h. Selfossveitna, kt: 630992-2069, óskar eftir framkvæmdarleyfi til rannsóknarborana norðan Ölfusár á Selfossi. Sótt er um framkvæmdarleyfi fyrir borun á tveimur rannsóknarholum samkvæmt tillögu A og tillögu B sem ISOR hefur sett fram í meðfylgjandi minnisblaði. Útbúa þarf vegslóða að staðsetningum holanna og aðkoma verður skoðuð í samráði vð þá sem málið varðar sem og borverktaka. Á borstað þarf að jafna jörð og útbúa malarplan fyrir bor að standa á. Ráðist yrði í boranir á tímabilinu júní - september 2022 og verktími fyrir hvora holu er ca. 1 mánuður.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð Árborgar að umsókn verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
9. 2203080 - Búðarstigur 23 Eyrarbakka - Fyrirspurn um breytta notkun
Mál áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar 9.3.2022:
Eigendur Búðarstígs 23 á Eyrarbakka, leggja fram uppdrætti vegna fyrirspurnar um byggingarleyfi fyrir stækkun húss, breyttri notkun og breyttri innri skipan húss. Stækkun húss yrði um 365m2 og nýtingarhlutfall á lóð verður 0.24.

Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að ræða við fyrirspyrjendur.
10. 2204322 - Björkurstekkur 71 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Kjartan Sigurbjartsson Pro-Ark, leggur fram fyrir spurn, um hvort heimild fáist til að hækka nýtingarhlutfall úr 0,45(í gildandi skipulagi), og í nýtingarhlutfall 0,50. Breytingin fæli í sér aukningu um ríflega 40m2.
Skipulags- og byggingarnefnd synjar beiðni um hækkun á nýtingarhlutfalli fyrir lóðina Björkurstekkur 71.
11. 2205013 - Sóleyartunga - Fyrirspurn um lóð
Lilja Björk Andrésdóttir leggur fram eftirfarandi fyrispurn: Óskað er eftir að það verði kannað hvort möguleiki sé að fá úthlutaðri lóð á Eyrarbakka eða Stokkseyri í (eldri hluta bæjar) fyrir Sóleyjarhús, sem er orðið 101 árs gamalt. Húsið stendur á jörðinni Læk í Holtum (851) og þarf að fara þaðan fyrir lok október 2022. Upphaflega var húsið var flutt frá Sandgerðisbæ september 2002 þá austur í holt og hefur staðið þar síðan, en nú þarf að fjarlægja það vegna sölu á jörðinni Læk. Sóleyjartunga var byggð 1921 og er 102.7 fm að stærð. Húsið er í góðu ásigkomulagi en utanhússklæðning hefur verið breytt en okkur langar að gera það í upprunalegum stíl.

Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að ræða við fyrirspyrjanda.
12. 2205046 - Bárðabrú - Lokun á innkeyrslu
Atli Marel Vokes sviðsstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar, leggur fram fyrirspurn til skipulags- og byggingarnefndar. Vegagerðin hefur óskað eftir því við mannvirkja- og umhverfissvið að vegtenging sem liggur norður suður af Eyrabakkavegi og inn á Túngötu, verði aflögð.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að tillaga um að afleggja ofangreinda vegtengingu sé til bóta og vísar nefndin erindinu til frekari úrvinnslu samráðshóps um endurskoðun á aðalskipulagi Árborgar 2020-2036.
13. 2205047 - Vegtenging norðan við Eyrarbakkaveg
Atli Marel Vokes sviðsstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar, leggur fram fyrirspurn til skipulags- og byggingarnefndar. Vegagerðin hefur óskað eftir því við mannvirkja- og umhverfissvið, eftir ábendingar frá íbúum á svæðinu,um hugsanlega færslu á gatnamótum inn á hesthúsasvæði til móts við Árstétt. Tillagan sem fylgir með fyrirspurn gerir ráð fyrir að aðkoma verði austar og leggist því af núverandi tenging á krossvegamótum., og er óskað eftir að breyting verði tekin með í vinnslutillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Árborgar 2020-2036. Hverfisráð Eyrarbakka fundaði 11.apríl s.l. og lagði fram rök í 8. liðum sem styrkja þá afstöðu að afnema ætti ofangreinda vegtengingu.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að framkomin tillaga um færslu á aðkomu inn á hesthúsasvæði á Eyrarbakka, sé til bóta, og vísar nefndin erindinu til frekari úrvinnslu samráðshóps um endurskoðun á aðalskipulagi Árborgar 2020-2036.
14. 2205057 - Umferðaröryggi við Gaulverjabæjarveg.
Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir að sett verði upp hraðamyndavél við þverun reiðvegarar úr hesthúsahverfi yfir Gaulverjabæjarveg.
Skipulags- og byggingarnefnd lýsir yfir áhyggjum af umferðarhraða og umferðaröryggi hestamanna vegna þverunar Gaulverjabæjarvegar. Nefndin skorar á Vegaerðina að setja upp hraðamyndavélar og ítrekar fyrri bókun um lækkun hámarkshraða frá gatnamótum Votmúlavegar að hringtorgi á Suðurlandsvegi.
Fundargerð
15. 2204020F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 90
15.1. 2204178 - Norðurgata 32 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Emil Þór Guðmundsson fyrir hönd Jóns Dan Jónssonar sækir um leyfi til að byggja einbýlishús. Helstu stærðir eru; 92,2 m2 og 312,6 m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
15.2. 2204210 - Eyravegur 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - Rif
Sigurður Einarsson f.h. Sigtúns þróunarfélags sækir um leyfi til að rífa húsið að Eyrarvegi 3.
Um er að ræða matshluta 01, hluta 0101, 0102, 0201 og 0202. Fyrir liggur minnisblað um tilhögun niðurrifsins.
Veðbókarvottorð liggur ekki fyrir.

Byggingaráform samþykkt með fyrirvara um að eignin sé veðbandalaus og að samþykki meðeiganda liggi fyrir.
Byggingarheimild verður gefin út þegar byggingarstjóri hefur verið skráður á umsóknina.

Niðurstaða þessa fundar
15.3. 2204211 - Eyravegur 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sigurður Einarsson f.h. Sigtúns þróunarfélags sækir um leyfi til að rífa húsið að Eyrarvegi 5, mhl 01 og 02.
Um er að ræða matshluta 01 og 02, hluta 01 0101, 01 0102, 01 0201 og 02 0101. Fyrir liggur minnisblað um tilhögun niðurrifsins.
Veðbókarvottorð liggur ekki fyrir.

Byggingaráform samþykkt með fyrirvara um að eignin sé veðbandalaus.
Byggingarheimild verður gefin út þegar byggingarstjóri hefur verið skráður á umsóknina.

Niðurstaða þessa fundar
15.4. 2204179 - Eyrargata 39 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi -
Pétur Sævald Hilmarson tilkynnir um uppsetningu 11 m2 smáhýsis á lóð og minni háttar breytingu á innra skipulagi á 1. hæð íbúðarhúss.
Breyting innanhúss telst vera lítilsháttar og fellur undir byggingarreglugerð gr. 2.3.6.
Hæð smáhýsis er meira en 2,5 m frá yfirborði jarðvegs skv. uppdrætti og fellur því ekki undir ákvæði 2.3.5 gr. og er því háð byggingarheimild.
Ekki eru gerðar athugasemdir við breytingu innanhúss en uppsetningu smáhýsins er hafnað.


Niðurstaða þessa fundar
15.5. 2204235 - Norðurbraut 32 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
Óskar Ingi Gíslason tilkynnir um uppsetningu 25,6 m2 gestahúss.
Stærð húss er meira en 15 m2 fellur því ekki undir ákvæði 2.3.5 gr. og er háð byggingarheimild.


Niðurstaða þessa fundar
15.6. 2204241 - Urðartjörn 4 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi.
Dagbjört Þórðardóttir óskar eftir samþykki Árborgar fyrir að setja skjólvegg allt að 180 cm háan á lóðamörk að austanverðu við göngustíg.
Umsækjandi þarf að framvísa samþykki íbúa íbúða nr. 2,6,og 8.
Staðsetningu skjólveggs við göngustíg vísað til samráðsfundar með mannvirkja- og umhverfissviði.


Niðurstaða þessa fundar
15.7. 2204244 - Urriðalækur 23 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
Snorri Sigfinnsson tilkynnir um samþykki lóðarhafa að Urriðalæk 21 og Sílalæk 22 vegna uppsetningar vegna smáhýsis nær lóðamörkum en 3m.
Ekki eru gerðar athugasemdir við áformin.

Niðurstaða þessa fundar
15.8. 2204245 - Hrísholt 8A - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
Helgi Axel Daníelsson tilkynnir um samþykki lóðarhafa að Vallholti 29 vegna uppsetningar smáhýsis nær lóðamörkum en 3m.
Ekki eru gerðar athugasemdir við áformin að því gefnu að smáhúsið sé staðsett meira en 3 m frá öðrum mörkum lóðarinnar.

Niðurstaða þessa fundar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica