Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 163

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
12.11.2025 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Puja Acharya fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Sölvi Leví Gunnarsson aðstoðarbyggingafulltrúi, Guðjón Birkir Birkisson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Vigfús Þór Hróbjartsson skipulagsfulltrúi, Guðmundur Gestur Þórisson f.h. slökkviliðsstjóra.
Fundargerð ritaði: Sölvi Leví Gunnarsson, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2507063 - Eyravegur 26 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Haraldur Ingvarsson hönnuður fyrir hönd Rekstur og fjármál ehf. skilar inn reyndarteikningum af breyttri utanhúsklæðningu á öllu húsnæðinu.
Samþykki frá húsfélaginu að Eyraveg 26 liggur fyrir.

Byggingarfulltrúi samþykkir framlagðan aðaluppdrátt.
Samþykkt
2. 2511150 - Háeyrarvellir 56 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðmundur Gunnar Guðnason hönnuður fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborg sækir um leyfi til að færa 2 skólastofur af Heiðarstekk 10 yfir á Háeyrarvelli 56.
En um er að ræða færanlegar skólastofur sem byggðar voru 2021.
Helstu stærðir eru; 238,0m² og 929,2m³.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 3. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi ásamt flutningsheimild verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: -Aðal- og séruppdrættir undirritaðir af aðalhönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
Samþykkt
3. 2511003 - Laxalækur 6-8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Björgvin Víglundsson hönnuður fyrir hönd Akurhólar ehf. sækir um leyfi til að byggja parhús.
Helstu stærðir eru; 350,2m² og 1.366,8m³.
Staðfesting á að lífsferilsgreiningu hafi verið skilað inn til HMS liggur fyrir.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 2. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara á að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa ásamt jákvæðri umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: -Aðal- og séruppdrættir undirritaðir af aðalhönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
Samþykkt
4. 2511065 - Hrísmýri 5 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
Guðmundur Hjaltason hönnuður fyrir hönd Áorka ehf. skilar inn reyndarteikningum af skiptingu hús úr 2 verslunarbilum yfir í 3 verslunarbil.
Þar sem að brunahólfandi hluti er meiri en 5% af hjúpfleti brunahólfandi hluta og er margfalt meira en 5m² er ekki hægt að skilgreina þessa umsókn undanþegna byggingarheimild.
Hafnað
5. 2511115 - Móstekkur 90 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
Erna Guðrún Ólafsdóttir eigandi af Móstekk 90 leitast eftir samþykki á byggingaráformum vegna smáhýsis nær lóðarmörkum en 3 metrar ásamt skjólgirðingu á vesturhlið lóðar.
Erindinu er vísað til samráðsfundar Mannvirkja og Umhverfissviðs
Vísað í nefnd
6. 2511029 - Stöðuleyfi fyrir 20 feta gám - Að Kirkjuvegi 13
ÁB Veitingar ehf. óskar eftir stöðuleyfi fyrir einum 20 feta gám sem notaður verður sem geymsluaðstæða tímabundið fyrir tækjabúnað og áhöld, tímabilið 28.10.2025-28.10.2026.
Samþykki lóðarhafa að Kirkjuveg 13 liggur fyrir.

Byggingarfulltrúi samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir einum 20 feta gám fyrir tímabilið 28.10.2025-28.10.2026.
Samþykkt
7. 2511151 - Stöðuleyfi - Eyrargata 30
Baldur Bjarman Teitsson óskar eftir stöðuleyfi fyrir einum 20 feta gám sem notaður verður sem geymsluaðstæða tímabundið vegna framkvæmda á íbúðarhúsi, tímabilið 01.12.2025-01.12.2026
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir einum 20 feta gám fyrir tímabilið 01.12.2025-01.12.2026.
Samþykkt
8. 2511056 - Umsagnarbeiðni - Breytingar á starfsleyfi fyrir Fröken Selfoss
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn skipulags- og byggingafulltrúa vegna umsóknar Fröken Selfoss vegna breytinga á útgefnu starfsleyfi, sótt er um að bæta við veisluþjónustu við núverandi starfsemi. Fröken Selfoss að Brúarstræti 12a, fnr. F250457.
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi, samþykktri notkun fasteignarinnar og hefur staðist lokaúttektar ásamt því að umsækjandi hefur verið veitt stöðuleyfi fyrir 20 feta gám fyrir tímabilið 28.10.2025-28.10.2026 þar með gerir byggingarfulltrúi ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.
Samþykkt
9. 2511057 - Umsagnarbeiðni - Starfsleyfi fyrir Groovís
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn skipulags- og byggingafulltrúa vegna umsóknar Groovís ehf vegna útgáfu á starfsleyfi vegna reksturs ísbúðar, Groovís að Brúarstræti 2, fnr. F2520517.
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi, samþykktri notkun fasteignarinnar og hefur staðist lokaúttektar þar með gerir byggingarfulltrúi ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.
Samþykkt
10. 2511156 - Umsagnarbeiðni - Starfsleyfi - Borun á holu VSS-39
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn skipulags- og byggingafulltrúa vegna útgáfu á starfsleyfi vegna borunar á holu VSS-39 á Vatnsverndarsvæði Árborgar.
Skipulagsfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist aðalskipulagi og útgefnu framkvæmdaleyfi, þar með gerir byggingar- og skipulagsfulltrúi ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.
Samþykkt
11. 2511157 - Umsagnarbeiðni - Starfsleyfi - Jarðborun á Fossnesi
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn skipulags- og byggingafulltrúa vegna útgáfu á starfsleyfi vegna borunar á 1500m djúpa borholu á Fossnesi á Selfossi.
Skipulagsfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist aðalskipulagi og útgefnu framkvæmdaleyfi, þar með gerir byggingar- og skipulagsfulltrúi ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.
Samþykkt
12. 2511120 - Rekstrarleyfisumsögn - Fyrir gistingu í flokki II - Eyravegur 21 Selfossi fyrir Heima Selfoss
Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar umsagnar vegna umsóknar Trix ehf. um rekstrarleyfi til gistinga í flokki II, Tegund: G - Íbúðir.
Heiti staðar: Heima Selfoss, Eyravegur 21 800 Selfoss F2268312, rýmisnúmer 03 0301 og hámarksfjöldi gesta er 6.

Byggingarfulltrúi mun taka afstöðu til málsins þegar skoðun eldvarnareftirlits, heilbrigðiseftirlits og úttektarmanni byggingarfulltrúa liggur fyrir ásamt umsögn skipulagsfulltrúa.
Frestað

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica