Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd - 50

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
10.09.2025 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Ari B. Thorarensen formaður, D-lista,
Rebekka Guðmundsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Axel Sigurðsson nefndarmaður, Á-lista,
Björgvin Guðni Sigurðsson nefndarmaður, S-lista,
Matthías Bjarnason nefndarmaður, B-lista,
Rúnar Guðmundsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Ásdís Styrmisdóttir fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Sölvi Leví Gunnarsson aðstoðarbyggingafulltrúi, Vigfús Þór Hróbjartsson skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Ari B Thorarensen, formaður skipulagsnefndar


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2507008 - Aðalskipulag Árborgar 2020-2036 - Breyting svæði M10 (Tryggvagata)
Lögð er fram uppfærð tillaga vegna óverulegrar breytingar á Aðalskipulagi Árborgar 2020-2036, eftir athugasemdir innan afgreiðslu Skipulagsstofnunar dags. 21.8.2025. Tillagan var tekin fyrir á fundi skipulagsnefndar 9.7.2025 og í Bæjarráði 10.7.2025. Niðurstaða Bæjarráðs var auglýst í Lögbirtingablaði og Dagskránni ásamt heimasíðu Árborgar þann 17.7.2025.
Skipulagsstofnun gat ekki fallist á að um óverulega breytingum væri að ræða þar sem tillagan gerði ráð fyrir að heildarfjöldi íbúða var aukinn úr 20-40 í 80 íbúðir. Uppfærð tillaga gerir ráð fyrir að heimilt sé fyrir allt að 45 íbúðum í stað 20-40 íbúðir.

Skipulagsnefnd Árborgar mælist til þess við bæjarstjórn að samþykkja viðkomandi breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem óverulega breytingu á grundvelli framlagðs rökstuðnings. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi. Niðurstaða sveitarfélagsins verði auglýst á opinberum vettvangi og senda að nýju til samþykktar hjá Skipulagsstofnun.
Samþykkt
2. 2411160 - Deiliskipulag Jórvík 1, áfangi 2 og Björkurstykki 3
Lögð er fram eftir auglýsingu tillaga að deiliskipulagi fyrir Jórvík 1. 2. áfanga (28,9 ha) og Björkurstykki III (17,5 ha). Tillagan var auglýst frá 22. maí - 3. júlí 2025. Umsagnir bárust frá Brunavörnum Árnessýslu, Náttúruverndarstofnun, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Rarik, Selfossveitum og Vegagerðinni. Ábendingar eru settar fram í umsögn Náttúruverndarstofnunar sem snúa meðal annars að því að greining á fuglalífi og áhrifum framkvæmdarinnar á búsvæði fugla þyrfti að fara fram og að skýr stefna um verndun og endurheimt á líffræðilegum fjölbreytileika sé sétt fram ásamt því að huga þurfi að tímabundnum áhrifum framkvæmdastigs og mótvægisaðgerðum.
Svæði 2.áfanga Jórvíkur liggur til suðurs í framhaldi af núverandi skipulagi í Jórvík I,og Björkurstykki III liggur milli nýrrar byggðar í Jórvík 1, og Björkurstykkis. Samanlagt er skipulagssvæðið um 46,4 ha. Með deiliskipulaginu er verið að skapa svæði til frekari uppbyggingar blandaðrar íbúðabyggðar og þjónustu í Árborg. Megin áhersla deiliskipulagsins er að afmarka lóðir og skilgreina byggingarreiti fyrir íbúðarbyggð ásamt því að setja skilmála fyrir uppbyggingu innan fyrirhugaðs íbúðarsvæðis í samræmi við lög og reglur. Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir hæfilega þéttri byggð og hagkvæmri nýtingu lands. Íbúðarbyggðin er í meginatriðum lágreist með einnar hæðar sérbýlishúsum, tveggja hæða tví- og fjórbýlishúsum og allt að 6 hæða fjölbýlishúsum ásamt þjónustulóðum. Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir allt að 1200 íbúðum. Gera má ráð fyrir að uppbygging svæðis muni taka 10-15 ár. Gert er ráð fyrir að áhersla verði á uppbyggingu í Björkurstykki III, í fyrri áfanga og Jórvík 1. áfanga 2, í þeim síðari. Aðkoma fyrir akandi umferð verður frá Suðurhólum, Hólastekk og að Jórvík 1. 2 áfanga í gegnum núverandi byggð í Jórvík I. Umagnir bárust við tillöguna á auglýsingatíma hennar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum og samantekt viðbragða og andsvara.

Skipulagsnefnd Árborgar mælist til þess við bæjarstjórn að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna og framlagðrar samantektar umsagna og viðbragða. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt
3. 2503333 - Skátafélagið Fossbúar - Deiliskipulag - Félags- og útivistarsvæði
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til hluta opins svæðis OP1. Í deiliskipulaginu felst afmörkun útivistarsvæðis sem Skátafélagið Fossbúar munu hafa til afnota. Innan tillögunnar er afmarkað svæði þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu húsnæðis sem hýsir skátastarf í Árborg auk þess sem afmarkað er útivistarsvæði sem nýtist jafnt sem opið svæði fyrir almenning og starfsemi skátafélagsins. Markið tillögunnar er m.a. að nýta þá innviði sem svæðið hefur upp á að bjóða eins og bílastæði og gönguleiðir. Nýta þann gróður sem fyrir er og efla hann til muna með gróðursetningu nýrra plantna. Koma fyrir svæði sem nýtast má skólabörnum yfir veturinn til leikja og fræðslu. Koma fyrir litlum opnum húsum sem hýsa grillaðstöðu og fyrir útikennslu barna auk þess sem gert er ráð fyrir góðri tengingu við önnur opin svæði í næsta nágrenni.
Skipulagsnefnd Árborgar mælist til þess við Bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða verði kynnt óveruleg breyting á aðalskipulagi Árborgar sem tekur til viðkomandi svæðis.
Samþykkt
4. 2506399 - Tryggvagata 36 - Deiliskipulagsbreyting
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur tillóðar Tryggvagötu 36. Í breytingunni felst breytt notkun á svæðinu úr leikskóla í íbúðarhúsnæði. Skilgreindir eru byggingareitir, hæðir húsa, hámarksbyggingarmagn, svæði undir bílastæði á lóð og nýr göngustígur sem liggur með fram lóðinni. Lóðamörk eru óbreytt. Gert er ráð fyrir einu 3ja hæða íbúðarhúsi ásamt skýli fyrir hjóla- og sorpgeymslu á lóðinni. Ekki er gert ráð fyrir kjallara undir húsum. Þriðja hæð íbúðarhússins skal vera inndregin a.m.k. um 3 m á langhlið og 2 m á skammhliðar. Heildarfjöldi íbúða í húsinu geta orðið allt að 40. Heildarbyggingarmagn er að hámarki 3.000 m2 og nýtingarhlutfall er um 0,97.
Skipulagsnefnd Árborgar mælist til þess við bæjarstjórn að samþykkja deiliskipulagsbreytinguna til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um uppfærð gögn fyrir afgreiðslu bæjarstjórnar. Mælist nefndin til þess að aðliggjandi lóðarhöfum verði sérstaklega kynnt áformin.
Samþykkt
5. 2509056 - Opin svæði OP1; Óveruleg breyting á aðalskipulagi
Lögð er fram tillaga óverulegrar breytinga á aðalskipulagi sveitarfélagsins Árborgar 2020-2036 sem tekur til OP1 opinna svæða. Í breytingunni felst að skilgreint er aukið byggingarmagn á svæði sem ætlað er sem aðstaða fyrir skátana. Samhliða er unnið að gerð deiliskipulags sem tekur til viðkomandi svæðis.
Skipulagsnefnd Árborgar mælist til þess við bæjarstjórn að samþykkja viðkomandi breytingu á aðalskipulagi sem tekur til byggingarmagns á svæðis OP1. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi. Niðurstaða sveitarfélagsins verði auglýst á opinberum vettvangi auk þess sem hún verði kynnt sérstaklega samhliða kynningu nýs deiliskipulags fyrir svæðið áður en tillagan verði send til samþykktar Skipulagsstofnunar.
Samþykkt
6. 2410079 - Austurvegur 61-63. - Deiliskipulagsbreyting
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar fyrir lóðirnar Austurvegur 61 og 63 á Selfossi, eftir auglýsingu. Á lóðinni Austurvegur 61 stendur einnar hæða íbúðarhús með risi ásamt stakstæðri bílgeymslu og á lóðinni Austurvegur 63 stendur tveggja hæða tvíbýlishús ásamt stakstæðri bílgeymslu. Tillagan gerir ráð fyrir að núverandi byggingar á lóðunum verði rifnar og lóðirnar sameinaðar í eina lóð. Gert er ráð fyrir byggingu á 3 hæða fjölbýlishúsi auk bílakjallara. Fjöldi íbúða allt að 21. Þá er einnig gert ráð fyrir bílgeymslu neðanjarðar fyrir 17 bíla og 4 bílastæðum ofanjarðar ásamt leiksvæði. Fyrir liggur skuggavarpsgreining sem sýnir áhrif af 3 hæða húsi.
Umsagnir og athugasemdir bárust á auglýsingatíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu hennar.

Skipulagsnefnd Árborgar mælist til þess við bæjarstórn að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagna og samantektar athugasemda, umsagna og viðbragða. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica