Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 143

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
24.03.2022 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu:
Nefndarmenn
Tómas Ellert Tómasson formaður, M-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir varaformaður, S-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Starfsmenn
Helga María Pálsdóttir bæjarritari, Sigríður Vilhjálmsdóttir starfsmaður.
Fundargerð ritaði: Helga María Pálsdóttir, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2203263 - Milliuppgjör og fjárhagstölur 2022
Janúar 2022
Ingibjörg Garðarsdóttir fjármálastjóri kom inn á fundinn og fór yfir fjárhagstölur fyrir janúar 2022.
Rekstraryfirlit málaflokka 01.01.22..31.12.22.pdf
2. 2203186 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - stöðulisti deilda og málaflokka
Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista þar sem óskað var eftir því að lagður yrði fram á næsta bæjarráðsfundi stöðulisti deilda og málaflokka þann 31.12.2021.

Bæjarráð óskaði eftir svari frá fjármálastjóra fyrir næsta fund bæjarráðs.

Minnisblað fjármálastjóra lagt fram. Ingibjörg Garðarsdóttir fjármálastjóri kom á fundinn undir þessum lið og fór yfir framlagt minnisblað.
Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - Stöðulisti deilda og málaflokka.pdf
Minnisblað fyrirspurn stöðulisti deilda og málaflokka 31.12.2021.pdf
3. 2203187 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - opið bókhald
Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista um af hverju bíður Sveitarfélagið Árborg bæjarbúum ekki upp á Opið bókhald?
Þessu var lofað af núverandi formanni bæjarráðs vorið 2018. Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins spurðist fyrir um þetta á bæjarstjórnarfundi fyrir tæpu ári og þá var sagt að opnaði yrði fyrir bókhaldið um haustið.
Öll stærri sveitarfélög landsins eru með Opið bókhald þar sem íbúar geta séð í hvað skatttekjurnar fara.

Bæjarráð óskaði eftir svari frá fjármálastjóra fyrir næsta fund bæjarráðs.

Minnisblað fjármálastjóra lagt fram. Ingibjörg Garðarsdóttir fjármálastjóri kom á fundinn undir þessum lið og fór yfir framlagt minnisblað þar sem fram kemur að fyrirhugað var að fara í Opið bókhald árið 2018 en hætt var snarlega við það þegar galli kom upp í kerfi sem nota átti þá. Síðan þá hefur þetta legið í dvala vegna annarra anna. Bæjarráð leggur ríka áherslu á að fjármálasvið klári þessa vinnu sem fyrst.
4. 2203196 - Erindisbréf - starfshópur um húsnæðismál
Lagt fram og samþykkt.
Erindisbréf starfshópur um húsnæðismál 2022.pdf
5. 2203207 - Beiðni um vilyrði fyrir lóð á Gunnarshústúni á Eyrarbakka
Beiðni frá Björgunarsveitinni Björg á Eyrarbakka, dags. 12. febrúar, um vilyrði fyrir lóð á Gunnarshústúni á Eyrarbakka.
Frestað.
6. 2203203 - Styrkbeiðni - fjárstuðningur til 10 ára
Beiðni frá Björgunarsveitinni Björg á Eyrarbakka, dags. 12. febrúar, þar sem óskað var eftir styrk upp á kr. 8 millj.kr. á ári til 10 ára. Samtals 80 millj.kr.
Frestað.
7. 2203290 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - tíðni þrifa á fjölskylduklefa Sundhallar Selfoss
Fyrirspurn frá D-listanum um hversu oft fjölskylduklefar Sundhallar Selfoss eru þrifnir á viku.
Bæjarráð óskar eftir upplýsingum frá forstöðumanni sundhallarinnar fyrir næsta bæjarráðsfund.
Fundargerðir
8. 2203009F - Skipulags og byggingarnefnd - 90
90. fundur haldinn 16. mars.
9. 2203005F - Fræðslunefnd - 42
42. fundur haldinn 15. mars.
Fundargerðir til kynningar
10. 2203213 - Fundargerðir hverfisráðs Stokkseyrar 2022
Fundur haldinn 15. mars.
Bæjarráð vísar málum nr. 2. og 4 til umfjöllunar í skipulagsnefnd. Bæjarráð vísar málum nr 3., 5., 6. og 7 til umfjöllunar í eigna- og veitunefnd.
150322.pdf
11. 2109287 - Fundagerðir stjórnar Markaðsstofu Suðurlands
5. fundur haldinn 13. desember.
6. fundur haldinn 7. febrúar.

5.stjórnarfundurMSS_13.12.2021_fundagerd.pdf
6.stjornarfundurMSS_07.02.2022_fundgerd.pdf
12. 2203279 - Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga 2022
23. fundur haldinn 21. mars.
220321 stjórn Byggðasafns Árnesinga nr 23.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica