Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 156

Haldinn í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
22.01.2026 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Sveinn Ægir Birgisson formaður, D-lista,
Axel Sigurðsson varamaður, Á-lista,
Arnar Freyr Ólafsson bæjarfulltrúi, B-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, S-lista,
Bragi Bjarnason bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bragi Bjarnason, bæjarstjóri
Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista boðaði forföll og kom Axel Sigurðsson, Á-lista inn á fundinn sem varamaður.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2512025 - Lokun milli kennslurýma í Sunnulækjarskóla
Tillaga frá 25. fundi fræðslu- og frístundanefndar, frá 14. janúar sl. liður 1. Lokun milli kennslurýma í Sunnulækjarskóla.

Beiðni frá skólastjóra Sunnulækjarskóla um kostnaðargreiningu og framkvæmdaáætlun vegna lokunar á milli kennslurýmum í Sunnulækjarskóla.

Fræðslu- og frístundanefnd tekur jákvætt í erindi Sunnulækjarskóla og vísar erindinu áfram til bæjarráðs.

Lagt er til að bæjarráð fari í heimsókn í Sunnulækjarskóla og fái nánari kynningu á hugmyndunum. Bæjarráð felur einnig mannvirkja- og umhverfissviði að kostnaðargreina tillöguna.
Lokun milli kennslurýma.pdf
2. 2511173 - Tillaga frá UNGSÁ - Heimavist FSu
Tillaga frá 25. fundi fræðslu- og frístundanefndar frá 14. janúar sl. liður 8. Tillaga frá UNGSÁ - Heimavist FSu
Á 65. fundi bæjarstjórnar vísaði bæjastjórn eftirfarandi tillögu UNGSÁ til fræðslu- og frístundanefndar:

Ungmennaráð Árborgar leggur til að sveitarfélagið sýni frumkvæði og hefji viðræður við ríkið um uppbyggingu nýrrar heimavistar við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Núverandi heimavist skólans er staðsett að Austurvegi 28 á Selfossi. Þar eru einungis 18 herbergi á efri hæð hússins fyrir nemendur, en á neðri hæðinni dvelja farandverkamenn. Takmarkað pláss veldur því að ekki allir nemendur, sem þurfa á heimavist að halda, fá þar inni. Þetta er óviðunandi staða fyrir jafn fjölmennan skóla og FSu. Margir nemendur þurfa að aka allt að klukkutíma á hverjum degi til að sækja skólann. Þrátt fyrir möguleikann á heimavist velja margir að keyra frekar, þar sem aðstæður á vistinni eru ófullnægjandi og plássið af skornum skammti. Þetta er miður, því Suðurland er víðfeðmt svæði og mikilvægt er að skólinn sé raunhæfur kostur fyrir nemendur hvaðanæva að af landinu. Með uppbyggingu nýrrar og stærri heimavistar myndi aðgengi að menntun aukast, skólasókn batna og fleiri nemendur gætu nýtt sér nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Á lóð skólans er nægilegt rými til að byggja slíka viðbót. Ungmennaráð Árborgar lagði fram þessa tillögu á bæjarstjórnarfundi á síðasta ári, en hingað til hefur ekkert gerst í málinu. Við hvetjum því sveitarfélagið eindregið til að beita sér fyrir málinu og hefja formlegar viðræður við ríkið um byggingu nýrrar, vandaðrar heimavistar á lóð skólans. Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til fræðslu- og frístundanefndar.

Fræðslu- og frístundanefnd tekur undir áhyggjur UNGSÁ og vísar erindinu áfram til bæjarráðs.

Bæjarráð tekur undir áhyggjur UNGSÁ og fræðslunefndar og ítrekar mikilvægi þess að ráðist verði í framkvæmdir á nýrri heimavist við Fjölbrautarskóla Suðurlands hið fyrsta. Bæjarráð mun áfram þrýsta á ríkisvaldið að hefja undirbúning á varanlegri lausn á heimavist skólans.
Samþykkt
Tillaga 1 - Heimavist FSu.pdf
3. 2601191 - Húsnæðismál - stjórnsýsla
Minnisblað sviðsstjóra stjórnsýslusviðs, dags. 16. janúar um húsnæðismál stjórnsýslu sveitarfélagsins.
Minnisblað sviðstjórna stjórnsýslusviðs lagt fram til kynningar. Bæjarráð samþykkir að gerðar verði breytingar á leigusamningi við Háskóla Íslands þar sem hluti af húsnæðinu yrði notað undir stjórnsýslu Ráðhússins, með fyrirvara um samþykki stjórnar Borgarþróunar. Einnig er bæjarstjóra falið að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun vegna þessa og leggja fyrir bæjarráð.
Samþykkt
4. 2601057 - Nýsköpunarstefna fyrir Suðurland
Erindi frá Háskólafélagi Suðurlands, dags. 10. desember, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið tilnefni fulltrúa til að taka þátt í að móta nýsköpunarstefnu fyrir Suðurland.
Bæjarráð samþykkir að Sveinn Ægir Birgisson verði aðalmaður og Þórdís Sif Sigurðardóttir varamaður í undirbúningi að Nýsköpunarstefnu fyrir Suðurland.  
Samþykkt
Nýsköpunarstefna fyrir Suðurland.pdf
5. 2601065 - Styrkbeiðni - Börn með ME
Styrkbeiðni frá ME félagi Íslands, dags. 7. janúar, þar sem óskað er eftir styrk vegna útgáfu á fræðsluefni um ME sjúkdóminn fyrir starfsfólk í grunnskólum.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið en getur því miður ekki orðið við beiðninni.
Hafnað
Börn með ME Styrkumsókn Sveitafélög.pdf
6. 2601096 - Samráðsgátt - Drög að reglugerð um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
Erindi frá Öryrkjabandalaginu, dags. 9. janúar, þar sem vakin er athygli á að drög að breytingum á reglugerð um starfsemi Fasteignasjóðs sé komin í Samráðsgátt. Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. nr. S-4/2026. Drög að reglugerð um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Umsagnarfrestur er til og með 22. janúar nk.
Lagt fram til kynningar. 
Samráðsgátt - Drög að reglugerð um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga - mál nr. S-24-2026.pdf
Fundargerðir
7. 2512018F - Eigna- og veitunefnd - 50
50. fundur haldinn 13. janúar.
8. 2601010F - Skipulagsnefnd - 55
55. fundur haldinn 14. janúar.
9. 2601011F - Fræðslu- og frístundanefnd - 25
25. fundur haldinn 14. janúar.
10. 2601012F - Ungmennaráð - 10/2025
10. fundur haldinn 12. janúar.
Fundargerðir til kynningar
11. 2209329 - Fundargerðir almannavarna Árnessýslu 2022-2026
9. fundur framkvæmdaráðs haldinn 25. september.
Fundur almannavarnarnefndar haldinn 15. október.

Lagt fram til kynningar.
9framkvæmdaráð 250925 Undirritað (1).pdf
15102025 Fundur AÁ Undirritað.pdf
12. 2502274 - Fundargerðir BÁ 2025
28. fundur haldinn 18. júní.
29. fundur haldinn 23. september.
30. fundur haldinn 30. september.
31. fundur haldinn 6. október.
32. fundur haldinn 10. október.
33. fundur haldinn 17. desember. (ásamt minnisblaði)

Lagt fram til kynningar.
28 stjórn 180625 Undirritað (2).pdf
29 stjórn 230925 Undirritað (2).pdf
30 stjórn 300925 Undirritað (2).pdf
31 stjórn 061025 Undirritað (2).pdf
32 stjórn 101025 Undirritað (3).pdf
33 stjórn 171225 Undirritað.pdf
13. 2301114 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2023 - 2026
342. fundur haldinn 12. janúar.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð SOS 12.01.2026.pdf
14. 2601211 - Fundargerðir stjórnar SASS 2026
632. fundur haldinn 9. janúar.
Lagt fram til kynningar.
632. fundargerð SASS_090126_undirrituð.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:50 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica