Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Velferðarnefnd - 19

Haldinn á 3. hæð Ráðhúss,
12.09.2025 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Helga Lind Pálsdóttir formaður, D-lista,
Margrét Anna Guðmundsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Lieselot Michele Maria Simoen nefndarmaður, Á-lista,
Ellý Tómasdóttir nefndarmaður, B-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir nefndarmaður, S-lista,
Sigþrúður Birta Jónsdóttir deildarstjóri, Heiða Ösp Kristjánsdóttir .
Fundargerð ritaði: Sigþrúður Birta Jónsdóttir, deildarstjóri velferðarþjónustu


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2509136 - Áfrýjun til velferðarnefndar
Trúnaðarmál.
Skráð í trúnaðarbók.
2. 2509100 - Styrkbeiðni - rekstur kvennaathvarfsins árið 2026
Samtök um kvennathvarfið leita til sveitarfélagsins um styrk á komandi starfsári 2026.
Velferðarnefnd hefur móttekið og fjallað um styrkbeiðni Kvennaathvarfsins fyrir rekstur þess árið 2026. Velferðarnefnd er samróma um mikilvægi athvarfsins og þjónustu þess við einstaklinga í viðkvæmri stöðu. Velferðarnefnd leggur til við bæjarráð að veita umbeðinn rekstrarstyrk sem nemur 200.000.

Samþykkt
Erindi til kynningar
3. 2410236 - Innleiðing Signs of Safety
Barna- og fjölskyldustofa sendir kynningabréf um innleiðingu Sofs (Signs of Safety) fyrir yfirstjórn og kjörna fulltrúa sveitarfélaganna. Sjá nánar í viðhengi.
Velferðarnefnd þakkar kynninguna og styður við starfsfólk Árborgar við innleiðingu verkefnisins.
4. 2509188 - 8 viti æskunnar
Kynning á 8 vita æskunnar frá stjórnendateymi fjölskyldusviðs.
Velferðarnefnd þakkar góða kynningu á verkefninu 8-viti æskunnar og vill koma þökkum á framfæri til starfsfólks fjölskyldusviðs fyrir framsækið verkefni sem stuðlar að farsæld barna í sveitarfélaginu. Velferðarnefnd styður heilshugar við verkefnið og hlakkar til að fylgjast með þróun þess.
5. 2506340 - Samkomulag - vegna barna með fjölþættan vanda
Þann 19. mars var undirritað samkomulag milli ríkisins og sveitarfélaga um ábyrgð á rekstri og kostnað vegna búsetu barna með fjölþættan vanda sem vistuð eru utan heimilis. Sjá í meðfylgjandi fylgigögnum samkomulagið sjálft og svo skýrslu stýrihópsins, skýrslu sérfræðingateymis og kostnaðar- og ábyrgðarskiptingu sem unnið var í undirbúning.
Lagt fram til kynningar.
6. 2507034 - Breytt rekstrarform Sigurhæða
Verkefnastjórn Sigurhæða tilkynnir fyrirhugaðar breytingar á rekstri félagsins.
Lagt fram til kynningar. Velferðarnefnd leggur áherslu á mikilvægi verkefnisins fyrir þolendur ofbeldis á Suðurlandi.
7. 2508168 - Ársskýrsla umdæmisráðs barnaverndar 2024
Ársskýrsla umdæmisráðs suðurs fyrir árið 2024 er kynnt fyrir velferðarnefnd.
Lagt fram til kynningar.
8. 2509140 - Fjárhagsáætlanagerð fyrir árið 2026 - fjölskyldusvið
Sviðsstjóri fjöskyldusviðs fjallar um gjaldskrár og fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2026.
Kynning sviðsstjóra lögð fyrir fundinn og tekið til umræðu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica