| 
          
          
           | Almenn afgreiðslumál | 
          
          
           
            
             
              
               | 1. 2206113 - Kosning - Skipulags- og byggingarnefnd | 
               
              
               
               
              
               | Tillagan samþykkt. | 
               
              
               | Samþykkt | 
               
              
                | 
               
              
                | 
               
             
              | 
          
          
           
            
             
              
               | 2. 1810115 - Tillaga um endurskoðun aðalskipulags Árborgar 2010-2030 | 
               
              
               
               
              
               | Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir í samræmi við 32.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Árborgar 2020-2036. Nefndin telur að þær breytingar sem gerðar hafa verið á tillögu eftir að auglýsingu lauk, séu ekki þess eðlis að auglýsa skuli að nýju. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn Árborgar að tillagan verði samþykkt í samræmi við 32.gr. skipulagslaga nr.123/2010, og feli skipulagsfulltrúa að svara þeima athugasemdum og ábendingum sem fram hafa komið, og senda Skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu í samræmi við 1. og 2. mgr. 32.gr. skipulagslaga.  | 
               
              
               | Samþykkt | 
               
              
                | 
               
              
                | 
               
             
              | 
          
          
           
            
             
              
               | 3. 2109436 - Eyrargata 21 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi | 
               
              
               
               
              
               | Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framkomna tillögu. Nefndin telur að með nýjum breyttum uppdráttum sé komið til móts við fyrri athugsemdir Hverfisráðs Eyrabakka og umsagnarðaila Verndarsvæðis í byggð. Mælst er til að hugað verði sérstaklega að litavali húss í samræmi við Litaspjald sögunnar. | 
               
              
               | Samþykkt | 
               
              
                | 
               
              
                | 
               
             
              | 
          
          
           
            
             
              
               | 4. 1804013 - Deiliskipulagstillaga Austurvegur 67 | 
               
              
               
               
              
               | Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123.2010, og leggur til við bæjarstjórn Árborgar að samþykkja tillöguna í samræmi við ofangreinda lagagrein skipulagslaga, og að hún verði auglýst í samræmi við 41.gr. skipulagslaga. | 
               
              
               | Samþykkt | 
               
              
                | 
               
              
                | 
               
             
              | 
          
          
           
            
             
              
               | 5. 2205173 - Móstekkur 27 - Fyrirspurn um stækkun lóðar | 
               
              
               
               
              
               | Skipulags- og byggingarnefnd synjar beiðni um stækkun lóðar, þar sem ekki liggur fyir heildræn úttekt á ónýttum grænum svæðum. | 
               
              
               | Hafnað | 
               
              
                | 
               
              
                | 
               
             
              | 
          
          
           
            
             
              
               | 6. 2205099 - Háeyrarvellir 56 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi | 
               
              
               
               
              
               | Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi vegna færanlegra kennslustofa og þjónusturýma við grunnskólann á Eyrarbakka, Háeyrarvöllum 56. | 
               
              
               | Samþykkt | 
               
              
                | 
               
              
                | 
               
             
              | 
          
          
           
            
             
              
               | 7. 2205081 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Hraðahindranir við Árveg, Álalæk og Engjaveg. | 
               
              
               
               
              
               | Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð Árborgar að umsókn verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. | 
               
              
               | Samþykkt | 
               
              
                | 
               
              
                | 
               
             
              | 
          
          
           
            
             
              
               | 8. 2204322 - Björkurstekkur 71 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi | 
               
              
               
               
              
               | Skipulags- og byggingarnefnd telur eftir nánari skoðun, ekkert vera til fyristöðu að hækka nýtingarhlutfall úr 0,45 í 0,50 á tveggja hæða húsum í gildandi deiliskipulagi hverfisins. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að vinna að breytingu skipulags í samráði við skipulagshönnuð. | 
               
              
               | Samþykkt | 
               
              
                | 
               
              
                | 
               
             
              | 
          
          
           
            
             
              
               | 9. 2205311 - Fyrirspurn um stækkun á lóð - Móstekkur 17 | 
               
              
               
               
              
               | Skipulags- og byggingarnefnd synjar beiðni um stækkun lóðar, þar sem ekki liggur fyir heildræn úttekt á ónýttum grænum svæðum. | 
               
              
               | Hafnað | 
               
              
                | 
               
              
                | 
               
             
              | 
          
          
           
            
             
              
               | 10. 2205295 - Kirkjuvegur 37 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi | 
               
              
               
               
              
               | Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við byggingaráformin, og samþykir að áformin verði grenndarkynnt nálægum hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna skal fyrir íbúum á Tunguvegi 9 og Kirkjuvegi 35. | 
               
              
               | Samþykkt | 
               
              
                | 
               
              
                | 
               
             
              | 
          
          
           
            
             
              
               | 11. 2203340 - Austurhólar 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi | 
               
              
               
               
              
               | Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir að skoðaðir verði fleiri möguleikir til staðsetningar fjarskiptamasturs. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við forsvarsaðila Nova. | 
               
              
               | Frestað | 
               
              
                | 
               
              
                | 
               
             
              | 
          
          
           
            
             
              
               | 12. 2206084 - Fyrirspurn um lóð | 
               
              
               
               
              
               | Skipulags- og byggingarnefnd synjar beiðni um stækkun lóðar, þar sem ekki liggur fyir heildræn úttekt á ónýttum grænum svæðum. | 
               
              
               | Hafnað | 
               
              
                | 
               
              
                | 
               
             
              | 
          
          
           
            
             
              
               | 13. 2206094 - Ljósleiðari - Framkvæmdaleyfi - Frá Óseyrarbrú (sveitrafélagamörk vestri) - Að Árlundi (sveitarfélagamörkum í austri) | 
               
              
               
               
              
               | Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn/bæjarráð Árborgar að umsókn verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. | 
               
              
               | Samþykkt | 
               
              
                | 
               
              
                | 
               
             
              | 
          
          
           
            
             
              
               | 14. 2206095 - Eyði-Sandvík - Deiliskipulag | 
               
              
               
               
              
               | Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og mælist til við bæjarstjórn Árborgar að tillagan verði samþykkt og auglýst í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Axel Sigurðsson situr hjá við afgreiðslu máls. | 
               
              
               | Samþykkt | 
               
              
                | 
               
              
                | 
               
             
              | 
          
          
           
            
             
              
               | 15. 2206121 - Háheiði 15 - Umsókn um stækkun á byggingarreit | 
               
              
               
               
              
               | Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir stækkun og aukningu á byggingarmagni, með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Grenndarkynna skal fyrir aðilum á Gagnheiði 41 og Háheiði 13. | 
               
              
               | Samþykkt | 
               
              
                | 
               
              
                | 
               
             
              |