Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 1

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
15.06.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Rebekka Guðmundsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Björgvin Guðni Sigurðsson nefndarmaður, S-lista,
Axel Sigurðsson nefndarmaður, Á-lista,
Guðrún Rakel Svandísardóttir varaáheyrnarfulltrúi, B-lista,
Ásdís Styrmisdóttir starfsmaður, Sveinn Pálsson byggingafulltrúi, Rúnar Guðmundsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði.
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundssson, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2206113 - Kosning - Skipulags- og byggingarnefnd
Bragi Bjarnason formaður skipulags- og byggingarnefndar býður nýja meðlimi nefndarinnar velkomna til starfa. Formaður leggur fram tillögu um kosningu varaformanns í skipulags- og byggingarnefnd.
Tillaga er gerð um, að Ari B. Thorarensen verði varaformaður. Umræður um starf og starfshætti nefndarinnar.

Tillagan samþykkt.
2. 1810115 - Tillaga um endurskoðun aðalskipulags Árborgar 2010-2030
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 20.10.2021, að auglýsa tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Árborgar 2020-2036 í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsstofnun var í kjölfar samþykktar bæjarstjórnar send tillaga til yfirferðar, og gerði stofnunin í bréfi dags. 16.12.2021 nokkrar athugasemdir, sem var brugðist við. Tillagan var auglýst í samræmi við 31.gr. skipulagslaga, í Lögbirtingablaði, Fréttablaðinu , Dagskránni miðvikudaginn 16.3.2022 og var veittur frestur til athugasemda til og með 27.4.2022. Tillagan var einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins Árborgar auk tengingar við vefsvæði ráðgjafafyrirtækisins Eflu. Borist hafa umsagnir frá lögboðnum umsagnaraðilum auk nokkurra frá almennum borgurum.
Í samræmi við 32.gr. skipulagslaga nr.123/2010, liggur fyrir fundi skipulags- og byggingarnefndar samantekt á athugasemdum og einnig tillögur að svörum við athugasemdum og ábendingum. Gerðar hafa verið óverulegar breytingar á tillögu í kjölfar ábendinga og athugasemda umsagnaraðila og almennrar borgara.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir í samræmi við 32.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Árborgar 2020-2036. Nefndin telur að þær breytingar sem gerðar hafa verið á tillögu eftir að auglýsingu lauk, séu ekki þess eðlis að auglýsa skuli að nýju. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn Árborgar að tillagan verði samþykkt í samræmi við 32.gr. skipulagslaga nr.123/2010, og feli skipulagsfulltrúa að svara þeima athugasemdum og ábendingum sem fram hafa komið, og senda Skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu í samræmi við 1. og 2. mgr. 32.gr. skipulagslaga.
3. 2109436 - Eyrargata 21 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Mál áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar 26.1.2022:
„Mál áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar 1.12.2021. Vegna umsóknar Aðalbjörns Jóakimssonar um byggingarleyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni Eyrargata 21, Eyrarbakka. Byggingarleyfisumsókn var grenndarkynnt og var frestur til að skila athugasemdum til 17. nóvember 2021. Ein athugasemd barst, auk umsagnar Hverfisráðs Eyrarbakka. Núverandi tillaga gerir ráð fyrir breyttu útliti glugga og hurða, og hefur hún verið send Hverfisráði Eyrarbakka til umsagnar ásamt því að óska eftir áliti skipulagshöfunda Verndarsvæðis í byggð á Eyrarbakka. Hverfisráð Eyrarbakka leggst gegn innsendri tillögu og telur hana ekki falla að þeim húsagerðum sem tilgreindar eru í „Verndarsvæði í byggð“
Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu erindisins og felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda varðandi þann möguleika að færa hönnun hússins nær markmiðum verndarsvæðis í byggð, eða hvort önnur lóð á Eyrarbakka henti betur undir fyrirhugaða byggingu.“
Nú liggur fyrir ein tillaga til viðbótar, þar sem póstum í gluggum hefur verið fjölgað, klæðning húss er breytt auk hækkunar á þaki. Og er þar með komið til móts við athugasemdir og ábendingar Hverfisráðs Eyrarbaka.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framkomna tillögu. Nefndin telur að með nýjum breyttum uppdráttum sé komið til móts við fyrri athugsemdir Hverfisráðs Eyrabakka og umsagnarðaila Verndarsvæðis í byggð. Mælst er til að hugað verði sérstaklega að litavali húss í samræmi við Litaspjald sögunnar.
4. 1804013 - Deiliskipulagstillaga Austurvegur 67
Sigurður Þór Haraldsson f.h. Selfossveitna leggur fram deiliskipulagstillögu fyrir lóðina Austurveg 67, á Selfossi. Deiliskipulagstillagan var til meðferðar hjá sveitarfélaginu 2018, var auglýst í samræmi við ákvæði Skipulagslaga nr.123/2010, en var ekki auglýst í B-deild stjórnartíðinda, þar sem gerðar voru athugasemdir/ábendingar af háflu Skipulagsstofnunar. Tillagan hefur verið uppfærð í samræmi við ábendingar Skipulagsstofnunar. Staðsetning lóðarinnar er er við gatnamót Laugardælavegar og Austurvegar, austast á Selfossi og er stærð lóðar um 25.000 m2. Svæði deiliskipulags afmarkast af Laugardælavegi í austri Austurvegi í suðri en að öðru leyti að lóð Mjólkursamsölunnar að Austurvegi 65. Aðkoma að svæðinu er um Laugardælaveg með tveimur tengingum. Austurhluti svæðisins er skermað af með jarðvegsmönum og trjáröðum, auk þess er það afgirt. Tildrög deiliskiulags eru fram komin vegna ört stækkandi byggðar Sveitarfélagsins Árborgar og vegna óhentugar staðsetningar á núverandi hitaveitudælustöð, og hafa Selfossveitur ákveðið að hefja vinnu við að koma fyrir nýrri dælustöð fyrir hitaveitu á núverandi lóð Selfossveitna að Austurvegi 67 á Selfossi. Mun dælustöð þessi þjóna sem aðaldælustöð veitunnar ásamt því að fyrirhugað er að koma stjórnstöð Selfossveitna fyrir í sama húsnæði. Höfuðmarkmið deiliskipulagstillögunnar er að auka svigrúm uppbyggingar á lóð Selfossveitna til að auka afkastagetu og rekstraröryggi afhendingar á heitu vatni. Þá gerir tillagan ráð fyrir 4 byggingarreitum sem munu þjóna framkvæmda- og veitusviði, skipulags- og byggingardeild, ásamt þjónustumiðstöð Árborgar.


Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123.2010, og leggur til við bæjarstjórn Árborgar að samþykkja tillöguna í samræmi við ofangreinda lagagrein skipulagslaga, og að hún verði auglýst í samræmi við 41.gr. skipulagslaga.
5. 2205173 - Móstekkur 27 - Fyrirspurn um stækkun lóðar
Lára Kristinsdóttir einn af eigendum Móstekks 27, leggur fram fyrirspurn með tölvupósti dags. 14.5.2022, þar sem spurt er hvort leyfi fáist fyrir stækkun lóðarinnar til austurs ,að göngustíg. Einnig er spurt hvort stækkunin geti orðið til eignar.
Skipulags- og byggingarnefnd synjar beiðni um stækkun lóðar, þar sem ekki liggur fyir heildræn úttekt á ónýttum grænum svæðum.
6. 2205099 - Háeyrarvellir 56 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Vísað í skipulags- og byggingarnefnd frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 11.5.2022:
Guðmundur Gunnar Guðnason fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborgar sækir um byggingarleyfi fyrir færanlegum kennslustofum við BES. Flatarmál u.þ.b. 450 m2.
Tillagan gerir ráð fyrir tveimur lausum kennslustofum, matsal auk kaffi- og annarrar aðstöðu fyrir skólastjórnendur og kennara. Alls fjórar einingar með tengibyggingu á milli. Staðsetning austan við núverandi skólabyggingu. Lóðin Háeyrarvellir 56, er skilgreind í gildandi aðalskipulagi Árborgar 2010-2030, sem svæði fyrir þjónustustofnanir. Ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu.
Skipulagsfulltrúi hefur grenndarkynnt tillöguna fyrir íbúum að Merkisteinsvöllum 3,7,9 og 11, og hafa eigendur framangreindra mannvirkja samþykkt tillöguna með undirritun á uppdrátt.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi vegna færanlegra kennslustofa og þjónusturýma við grunnskólann á Eyrarbakka, Háeyrarvöllum 56.
7. 2205081 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Hraðahindranir við Árveg, Álalæk og Engjaveg.
Atli Marel Vokes sviðsstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar leggur fram í tölvupósti dags. 6.5.2022, ósk um framkvæmdaleyfi vegna gerðar nýrra hraðahindrana samkvæmt umferðarskipulagi við Árveg, Álalæk og Engjaveg við Hamar, og Engjaveg við Reynivelli á Selfossi.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð Árborgar að umsókn verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
8. 2204322 - Björkurstekkur 71 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Mál áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar 4.5.2022:
Kjartan Sigurbjartsson Pro-Ark, leggur fram fyrirspurn, um hvort heimild fáist til að hækka nýtingarhlutfall úr 0,45(í gildandi skipulagi), í nýtingarhlutfall 0,50. Breytingin fæli í sér aukningu um ríflega 40m2. Óskað er eftir afstöðu skipulags- og byggingarnefndar til þeirrar hugmyndar að breyta ofangreindu nýtingarhlutfalli í úr 0,45 í 0,5 á tveggja hæða húsum í öllu hverfinu.

Skipulags- og byggingarnefnd telur eftir nánari skoðun, ekkert vera til fyristöðu að hækka nýtingarhlutfall úr 0,45 í 0,50 á tveggja hæða húsum í gildandi deiliskipulagi hverfisins. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að vinna að breytingu skipulags í samráði við skipulagshönnuð.
9. 2205311 - Fyrirspurn um stækkun á lóð - Móstekkur 17
Bryndís Jónsdóttir og Bjarni Þór Pétursson eigendur að Móstekk 17, á Selfossi , leggja fram í tölvupósti dags.23.5.2022, fyrirspurn um hvort heimild fáist til að stækka lóð þeirra um 2-3 metra til norð-austurs í átt að göngustíg.
Skipulags- og byggingarnefnd synjar beiðni um stækkun lóðar, þar sem ekki liggur fyir heildræn úttekt á ónýttum grænum svæðum.
10. 2205295 - Kirkjuvegur 37 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málið var áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar 20.4.2022 (mál 2204107, fyrirspurn um viðbyggingu):
Vísað í skipulags- og byggingarnefnd frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 25.5.2022:
Vigfús Halldórsson hönnunarstjóri f.h. Ólafs Hlyns Guðmarssonar óskar eftir leyfi til að byggja vinnustofu við núverandi bílskúr.
Borist hafa ítarlegri aðaluppdrættir sem gera betur grein fyrir fyrirhugarði viðbyggingu.

Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við byggingaráformin, og samþykir að áformin verði grenndarkynnt nálægum hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna skal fyrir íbúum á Tunguvegi 9 og Kirkjuvegi 35.
11. 2203340 - Austurhólar 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Vísað í skipulags- og byggingarnefnd frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 30.3.2022:
Gautur Þorsteinsson f.h. Nova hf. kt. 531205-0810, sækir um leyfi til að reisa fjarskiptamastur á húsinu Austurhólar 10.

Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir að skoðaðir verði fleiri möguleikir til staðsetningar fjarskiptamasturs. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við forsvarsaðila Nova.
12. 2206084 - Fyrirspurn um lóð
Einar Sverrisson að Þúfulæk 21, á Selfossi, leggur fram fyrirspurn dags. 8.6.2022, um hvort heimild fáist til að stækka lóðin um óskilgreinda stærð til norð-vestur, inn á opið svæði.
Skipulags- og byggingarnefnd synjar beiðni um stækkun lóðar, þar sem ekki liggur fyir heildræn úttekt á ónýttum grænum svæðum.
13. 2206094 - Ljósleiðari - Framkvæmdaleyfi - Frá Óseyrarbrú (sveitrafélagamörk vestri) - Að Árlundi (sveitarfélagamörkum í austri)
Elísabet Guðbjörnsdóttir verkefnastjóri fjárfestingaverkefna hjá Ljósleiðaranum ehf, leggur fram ósk í tölvupósti dags. 8.6.2022, um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðar lagnaleiðar Ljósleiðarans meðfram Eyrarbakkavegi, áfram eftir Gaulverjabæjarvegi og sveitarfélagamörkum við Árlund. Framkvæmdin er liður í því að tengja saman sæstrengi Farice en er einnig forsenda þess að hægt sé að klára uppbyggingu ljósleiðara í Árborg. Plægt verður niður þríburarör og er stofn fyrir Mílu lagður í leiðinni inn að Stokkseyri og Eyrarbakka. Búið er að sækja um leyfi frá Vegagerðinni og er verið að semja við alla viðeigandi landeigendur. Verktími er áætlaður á tímabilinu júní til ágústloka 2022.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn/bæjarráð Árborgar að umsókn verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
14. 2206095 - Eyði-Sandvík - Deiliskipulag
Brynja Rán Egilsdóttir f.h. landeigenda leggur fram tillögu að deiliskipulagi fyrir Eyði-Sandvík land 1. Landnr. 203553. Tillaga tekur til rúmlega 9 ha lands og er gert ráð fyrir heimild til byggingar íbúðarhúss og bílskúrs allt að 400m2 og gestahúsi allt að 80 m2, með mænishæð húsa allt að 5,5m.
Þá verður heimilt að reisa útihús/skemmu allt að 600m2, með mænishæð allt að 8,0m. Aðkoma að landpildunni er af Votmúlavegi nr.310 og um nýja heimreið austan við Eyði-Sandvík. Tillagan gerir ráð fyrir að heiti deiliskipulagssvæðis verði framvegis Beykiskógar. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við gildandi Aðalskipulag Árborgar 2010-2030 og einnig endurskoðað aðalskipulag Árborgar 2020-2036, sem er á lokavinnslustigi skipulagsferlis

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og mælist til við bæjarstjórn Árborgar að tillagan verði samþykkt og auglýst í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Axel Sigurðsson situr hjá við afgreiðslu máls.
15. 2206121 - Háheiði 15 - Umsókn um stækkun á byggingarreit
Friðrik Ingi Friðriksson f.h. Anpro ehf, leggur fram fyrirspurn um stækkun á byggingarreit og byggingarmagni á lóðinni Háheiði 15, á Selfossi, samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir stækkun og aukningu á byggingarmagni, með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Grenndarkynna skal fyrir aðilum á Gagnheiði 41 og Háheiði 13.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica