Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 59

Haldinn á vesturvæng Ráðhúss,
25.10.2023 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir varaformaður, D-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir bæjarfulltrúi, Á-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, S-lista,
Arnar Freyr Ólafsson áheyrnarfulltrúi, B-lista,
Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarstjóri, Rósa Sif Jónsdóttir ritari.
Fundargerð ritaði: Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri
Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista og Arnar Freyr Ólafsson, áheyrnarfulltrúi B-lista, taka þátt á fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2301186 - Fjárhagsleg markmið og eftirlit
Bæjarstjóri fer yfir stöðuna.
2. 2310369 - Breyting á rekstri leikskóla
Minnisblað sviðstjóra fjölskyldusviðs um breytingar á rekstri leikskóla.
Bæjarráð samþykkir tillögur þær sem lagðar eru til í minnisblaðinu og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs og bæjarstjóra að framkvæma breytingu á stjórnun og rekstri leikskólans Árbæjar.
3. 2310161 - Gjaldskrá fyrir byggingarrétt
Lögð fram uppfærð gjaldskrá fyrir byggingarréttargjald.
Bæjarráð samþykkir uppfærða gjaldskrá byggingarréttargjalda Sveitarfélagsins Árborgar á grundvelli samningsmarkmiða sveitarfélagsins.
Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri víkur af fundi undir næsta lið og Rósa Sif Jónsdóttir, ritar fundargerð.
4. 2307002 - Austurvegur 33-35 - Breyting á deiliskipulagi 2023
Málið var tekið fyrir á 11. fundi skipulagsnefndar, dags. 16. ágúst sl., þar féllst skipulagsnefnd á tillögu að breyttu deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga og mæltist til þess að bæjarstjórn samþykki tillöguna. Deiliskipulagsbreytingin felur í sér stækkun á byggingarreit samkvæmt samningsmarkmiðum Árborgar, sem samþykkt voru í bæjarstjórn, dags. 7. júní sl., skal ákveða greiðslur sem koma fyrir aukningu á byggingarmagni. Í framangreindum samningsmarkmiðum var bæjarráði falið að ákvarða gjaldið.

Bæjarráð hefur nú samþykkt gjaldskrá sem gildir fyrir einstök svæði innan sveitarfélagsins og vísar því til byggingarfulltrúa að leggja byggingarréttargjald á samhliða byggingarleyfisgjaldi þegar að málið hefur fengið afgreiðslu bæjarstjórnar. Málið verður tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar 1. nóvember nk.
Austurvegur 33-35. - DSK.br dags. 14.8.2023.pdf
Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri kemur inn á fundinn og Rósa Sif Jónsdóttir, ritari, víkur af fundi.
5. 2307001 - Austurvegur 65 - Breyting á deiliskipulagi 2023
Málið var tekið fyrir á 13. fundi skipulagsnefndar, dags. 13. september sl., þar féllst skipulagsnefnd á tillögu að breyttu deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga og mæltist til þess að bæjarstjórn samþykki tillöguna. Deiliskipulagsbreytingin felur í sér stækkun á byggingarreit samkvæmt samningsmarkmiðum Árborgar, sem samþykkt voru í bæjarstjórn, dags. 7. júní sl., skal ákveða greiðslur sem koma fyrir aukningu á byggingarmagni. Í framangreindum samningsmarkmiðum var bæjarráði falið að ákvarða gjaldið.

Bæjarráð hefur nú samþykkt gjaldskrá sem gildir fyrir einstök svæði innan sveitarfélagsins og vísar því til byggingarfulltrúa að leggja byggingarréttargjald á samhliða byggingarleyfisgjaldi þegar að málið hefur fengið afgreiðslu bæjarstjórnar. Málið verður tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar 1. nóvember nk.
Austurvegur 65- DSK.br. dags. 8.9.2023.pdf
6. 2302244 - Eyravegur 42 - 44. - Deiliskipulag verslunar- og þjónustu auk íbúðabyggðar
Málið var tekið fyrir á 14. fundi skipulagsnefndar, dags. 27. september sl., þar féllst skipulagsnefnd á tillögu að breyttu deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga og mæltist til þess að bæjarstjórn samþykki tillöguna. Deiliskipulagsbreytingin felur í sér stækkun á byggingarreit samkvæmt samningsmarkmiðum Árborgar, sem samþykkt voru í bæjarstjórn, dags. 7. júní sl., skal ákveða greiðslur sem koma fyrir aukningu á byggingarmagni. Í framangreindum samningsmarkmiðum var bæjarráði falið að ákvarða gjaldið.

Bæjarráð hefur nú samþykkt gjaldskrá sem gildir fyrir einstök svæði innan sveitarfélagsins og vísar því til byggingarfulltrúa að leggja byggingarréttargjald á samhliða byggingarleyfisgjaldi þegar að málið hefur fengið afgreiðslu bæjarstjórnar. Málið verður tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar 1. nóvember nk.
Eyravegur 42-44. Deiliskipulagsuppdráttur 26.9.2023.pdf
7. 2310347 - Úthlutunar- og útboðsskilmálar fyrir sölu byggingarréttar á lóðum að Móstekk, Selfossi
Bæjarstjóri leggur til við bæjarráð að auglýst verði eftir kauptilboðum í byggingarrétt lóða fyrir íbúðarhúsnæði að Móstekk 34-36, 38-40, 42-44, 46-48, 60-68, 50-58, 61-63, 65-67, 69-71, 91-99 og 81-89. Á svæðinu er í gildi deiliskipulag sem öðlaðist gildi með auglýsingu þann 14. júní 2019.

Um opið útboð verði að ræða sem auglýst verður á vef sveitarfélagsins og útboðsvefurinn nýttur. Tilboðum skal skilað innan auglýsts skilafrests. Afhendingardagur lóða er áætlaður 1. febrúar 2024.

Bæjarráð samþykkir að auglýst verði eftir kauptilboðum í byggingarrétt lóða fyrir íbúðarhúsnæði að Móstekk 34-36, 38-40, 42-44, 46-48, 60-68, 50-58, 61-63, 65-67, 69-71, 91-99 og 81-89. Á svæðinu er í gildi deiliskipulag sem öðlaðist gildi með auglýsingu þann 14. júní 2019.
Um opið útboð verði að ræða sem auglýst verður á vef sveitarfélagsins og útboðsvefurinn nýttur. Tilboðum skal skilað innan auglýsts skilafrests. Afhendingardagur lóða er áætlaður 1. febrúar 2024.
8. 2308139 - Mótmæli - breyting á opnunartíma - sundlaugin á Stokkseyri
Undirskriftalisti - mótmæli lokun sundlaugarinnar á Stokkseyri frá 1. nóvember til 1. mars.
Lagt fram til kynningar. Bæjarstjórn mun fjalla um málið við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2024.
9. 2310283 - Fyrirhuguð breyting á heilbrigðiseftirliti
Skýrsla frá nefnd á vegum umhverfis- orku og loftslagsráðherra um tillögur að breytingum á fyrirkomulagi eftirlits með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælaeftirliti.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins fram yfir aðalfund HSL sem fram fer 27. október þar sem málið verður kynnt nánar.



10. 2310342 - Umsögn - frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 314. mál
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 18. október, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 314. mál. Umsagnarfrestur er til 1. nóvember.
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsfulltrúa.
Þingskjal 318 - 314. mál.pdf
Beiðni um umsögn - frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 314. mál..pdf
11. 2308186 - Reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga nr. 922-2023
Erindi frá innviðaráðuneytinu, dags. 18. október, þar sem vakin er athygli á að ný reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga nr. 922/2023 hefur verið staðfest og birt í Stjórnartíðindum.
Lagt fram til kynningar.
Tölvupóstur - Reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga nr. 922/2023.pdf
Reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga nr. 9222023.pdf
12. 2310360 - Þátttaka og framlög sveitarfélaga til stafræns samstarfs 2024
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 19. október, með samantekt um kostnaðarþátttöku fyrir samstarf sveitarfélaga um stafræna þróun og umbreytingu.
Lagt fram til kynningar.
Þátttaka og framlög sveitarfélaga til stafræns samstarfs 2024.pdf
13. 2310357 - Könnun - staða almannavarnastarfs í sveitarfélögum 2023 - hættumat og viðbragðsáætlun
Erindi frá Ríkislögreglustjóra, dags. 5. október, um könnun á stöðu sveitarfélaga árið 2023 til að gera hættumat og viðbragðsáætlun.
Bæjarráð vísar málinu til úrvinnslu hjá bæjarstjóra.
14. 2303256 - Árlegar upplýsingar frá Veiðifélagi Árnesinga 2023
Erindi frá Veiðifélagi Árnesinga, dags. 9. október, með upplýsingum um nýtingaráætlun 2022-2026 o.fl.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðir
15. 2310014F - Eigna- og veitunefnd - 23
23. fundur haldinn 17. október.
Fundargerðir til kynningar
16. 2303219 - Aðalfundur Veiðifélags Árnesinga 2023
Aðalfundur haldinn 30. mars.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð aðalfundar Veiðifélags Árnesinga 2023.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica