Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 151

Haldinn í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
27.11.2025 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Sveinn Ægir Birgisson formaður, D-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir varaformaður, Á-lista,
Arnar Freyr Ólafsson bæjarfulltrúi, B-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, S-lista,
Bragi Bjarnason bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bragi Bjarnason, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2511165 - Beiðni um viðauka leik- og grunnskólar Árborgar 2025
Minnisblöð sviðsstjóra fjölskyldusviðs vegna viðauka vegna rekstrar leik- og grunnskóla Árborgar 2025.
Bæjarráð samþykkir að gert verði ráð fyrir auknu fjármagni í viðauka nr. 8, vegna reksturs á leik- og grunnskólum Árborgar samkvæmt framlögðu minnisblaði.
Samþykkt
2. 2106009 - Viðhald og rekstur fasteigna SÁ - beiðni um viðauka
Tillaga frá 48. fundi eigna- og veitunefndar frá 18. nóvember sl. liður 7.
Viðhald og rekstur fasteigna SÁ
Farið yfir minnisblað vegna endurbóta á saunasvæði Sundhallar Selfoss
Nefndinni líst vel á tillögur Úti og inni sf. arkitekta að endurbótum og stækkun saunaaðstöðu í Sundhöll Selfoss. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að farið verði í endurbætur og stækkun á saunaaðstöðu í Sundhöll Selfoss í samstarfi við World Class sem greiði helming framkvæmdakostnaðar.

Nefndin leggur til við bæjarráð að vísa viðauka við fjárfestingaráætlun ársins 2025 að fjárhæð kr. 15.000.000,- til samþykktar hjá bæjarstjórn. Nefndin leggur til að gert verði samkomulag við World Class um kostnaðarskiptingu framkvæmdanna.

Bæjarráð samþykkir að gert verði ráð fyrir auknu fjármagni í viðauka nr. 8, vegna endurbóta á saunasvæði Sundhallar Selfoss samkvæmt framlögðu minnisblaði. Áætlað er að Laugar ehf. komi að endurbótum saunasvæðisins og greiði 50% af heildarkostnaði við verkefnið og að gerður verði samningur vegna aðkomu Lauga ehf.
Samþykkt
3. 2408171 - Fjárfestingaáætlun 2025-2028 - beiðni um viðauka
Tillaga frá 48. fundi eigna- og veitunefndar frá 18. nóvember liður 8.

Fjárfestingaáætlun 2025-2028
Farið yfir endurskoðaða fjárfestingaráætlun 2025
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja hjálagðan viðauka vegna endurskoðunar og breytinga á fjárfestingaráætlun ársins 2025.

Lagt er til við bæjarráð að samþykkja viðauka vegna endurskoðunar og breytingar á fjárfestingaráætlun ársins 2025.

Bæjarráð samþykkir að gert verði ráð fyrir breytingum í viðauka nr. 8, vegna endurskoðunar og breytinga á fjárfestingaráætlun samkvæmt framlögðu minnisblaði.
Samþykkt
4. 2502208 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2025
Viðauki nr. 8
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 8 við fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar 2025.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Sveitarfélagsins Árborgar (A og B hluta) er jákvæð kr. 52.434.010,- og verður rekstrarniðurstaða samantekins A og B hluta áætluð jákvæð um kr. 67.060.000,-.

Áhrif viðaukans á A hluta er jákvæð um kr. 52.434.010,- og hækkar því rekstrarafgangur í A hluta og er áætlaður neikvæður um rúmar kr. 529.457.000,- eftir að viðauki er samþykktur.

Aukinn kostnaður skv. viðaukanum er kr. 17.565.990,-, auknar tekjur frá Jöfnunarsjóði eru 70.000.000,-. Auknum kostnaði er því mætt með auknum greiðslum frá Jöfnunarsjóði.
Samþykkt
Berglind Hákonardóttir og Bryndís Guðjónsdóttir frá PWC koma inn á fundinn kl.9:00 í gegnum fjarfundarbúnað.
5. 2510456 - Ársreikningur Árborgar 2025
Fulltrúar PWC koma inn á fund 27. nóv.
Berglind Hákonardóttir og Bryndís Guðjónsdóttir frá PWC koma inn á fundinn kl.9:00 í gegnum fjarfundarbúnað. Farið yfir samskiptaáætlun sveitarfélagsins og endurskoðenda vegna vinnu við ársreikning 2025. Bæjarráð samþykkir framlagða samskiptaáætlun.
Samþykkt
Berglind Hákonardóttir og Bryndís Guðjónsdóttir frá PWC fara af fundi kl.9:35.
6. 21044712 - Ný Ölfusárbrú
Tillaga frá 48. fundi eigna- og veitunefndar frá 18. nóvember liður 3.

Nefndin samþykkir að hefja undirbúning að hönnun og framkvæmd á því að koma fyrir stálbogaundirgöngum undir vegstæði Hringvegar í Hellismýri vestan Ölfusár. Undirgöngin eru hugsuð sem tenging að fyrirhuguðu tjaldsvæði sunnan Hringvegar og til norðurs í átt að Hellisskógi. Sviðsstjóra falið að halda samtali áfram við hlutaðeigandi aðila.

Lagt er til að málið verði tekið fyrir í bæjarráði til samþykktar.

Bæjarráð samþykkir að fela sviðstjóra mannvirkja- og umhverfissviðs að halda samtali áfram við hlutaðeigandi aðila og að hefja undirbúning að hönnun og framkvæmd á því að koma fyrir stálbogaundirgöngum undir vegstæði Hringvegar í Hellismýri vestan Ölfusár.
Samþykkt
7. 2511175 - Tillaga frá UNGSÁ - menningarhús í Árborg
Á 65. fundi bæjarstjórnar vísaði bæjastjórn eftirfarandi tillögu UNGSÁ til bæjarráðs:

Ungmennaráð Árborgar leggur til að Árborg stofni menningarhús í Árborg. Við sölu menningarsalarins er kjörið tækifæri að skoða möguleika á að koma á legg menningarhúsi eða viðburðarsal í sveitarfélaginu. Það vantar stað þar sem hægt væri að halda alls konar viðburði. Menningarhús gæti meðal annars nýst fyrir tónleika, námskeið, fyrirlestra, leik-, söng-, dans- og aðrar listsýningar, störf kóra, skóla og félagsmiðstöð. Til dæmis þá setur Fjölbrautaskóli Suðurlands upp söngkeppni NFSu á hverju ári og þurfa að fá utanaðkomandi aðila til þess að setja upp svið en með menningarhúsi gæti nemendafélagið nýtt sér aðstöðuna. Það myndi hagnast bæði ungmennunum í Árborg sem eru í námi við skólann og um leið styðja við rekstur menningarhússins. Það myndi lífga upp á menningarlíf sveitarfélagsins og býr til tækifæri fyrir alls konar menningarstarf. Með menningarhúsi er frekar tækifæri fyrir aðkeypta afþreyingu og þurfa þá íbúar ekki alltaf að fara til Reykjavíkur eða annarra staða til þess að njóta menningar og viðburða. Menningarsalur hefur þann möguleika að vera hornsteinn menningarlífs nærsamfélagsins okkar innan sveitarfélagsins Árborgar. Þetta myndi styrkja ímynd Árborgar, efla samheldni og gera sveitarfélagið að enn betri stað til þess að búa í.

Bæjarrráð þakkar fyrir tillöguna og tekur undir með ungmennaráði um mikilvægi menningarhúss fyrir Árborg og nærliggjandi svæði. Fyrirhugað er að hefja vinnu við þarfagreiningu á framtíðar húsnæðismöguleikum nokkurra stofnana innan sveitarfélagsins. Þar á meðal er tónlistarskólinn og telur bæjarráð að tillagan eigi að fá umfjöllun samhliða þeirri vinnu. Einnig er fyrirhugað á vettvangi SASS að rýna möguleika á uppbyggingu menningarhúss á Suðurlandi.
Samþykkt
Tillaga 3 - stofnun menningarhúss.pdf
8. 2511176 - Tillaga frá UNGSÁ - þjónusta á Eyrarbakka og Stokkseyri
Á 65. fundi bæjarstjórnar vísaði bæjastjórn eftirfarandi tillögu UNGSÁ til bæjarráðs:

Ég stend hér í dag sem íbúi Stokkseyrar, sem hluti af þeirri samfélagsheild sem Árborg á að vera. En um leið er ég rödd ungmennanna og íbúanna sem búa á þeim stöðum sem oft gleymast þegar ákvarðanir eru teknar. Það er mikilvægt að tala hreint út: það er ójafnvægi innan sveitarfélagsins. Þjónustan er ekki jöfn. Tækifærin eru ekki jöfn. Og tilfinningin sem margir íbúar Stokkseyrar og Eyrarbakka hafa er sú að þeirra rödd skipti minna máli en annarra. Við sjáum það á mörgum sviðum. Sundlaugin á Stokkseyri hefur verið lokuð stóran hluta ársins og það hefur mikil áhrif á samfélagið, bæði börn, ungmenni og eldri íbúa sem hafa misst mikilvægan samkomustað og hreyfimöguleika. Við sjáum það líka í skólamálum: nemendur í Barnaskólanum Á Eyrarbakka og Stokkseyri þurfa oft að sætta sig við minna, t.d. var ekki gert ráð fyrir bókasafni í skólahúsnæðið á Eyrarbakka, BES var ekki veitt styrk fyrir nýjum ipödum sem nýttir hefðu verið í kennslu og svo margt meira. Við sjáum það einnig í samgöngum, Árborgarstrætó gengur sjaldan, oft á óþægilegum tímum, og það gerir ungu fólki erfitt fyrir að taka þátt í tómstundum eða félagslífi í öðrum hluta sveitarfélagsins. Í staðinn hefur áætlun Árborgarstrætó verið breytt svo hægt sé að nýta vagninn sem frístundabíl fyrir yngsta stig grunnskólanna á Selfossi og vil ég benda á að það er nú þegar frístundabíll sem gengur innanbæjar á Selfossi og áður innanbæjar Stokkseyrar og Eyrarbakka; þær ferðir voru lagðar niður. Þetta eru ekki smáatriði heldur eru þetta dæmi um hvernig mismunun í þjónustu hefur áhrif á daglegt líf fólks. Við trúum því ekki að þetta sé af illvilja, heldur af vana. Það hefur einfaldlega verið sjálfsagt að leggja mesta áherslu á stærsta byggðarkjarnann. En nú er kominn tími til að við breytum þeim vana. Við þurfum að tryggja að þjónusta, uppbygging og tækifæri dreifist jafnt. Að börn og ungmenni á Stokkseyri og Eyrarbakka hafi sömu aðstöðu, sömu möguleika og sömu framtíðarsýn og jafnaldrar þeirra annars staðar í Árborg. Þetta snýst ekki bara um sundlaugina og strætó, heldur virðingu. Við vitum að við getum gert betur. Við vitum að Árborg getur orðið sveitarfélag sem stendur saman, þar sem allir staðir eru jafnir, ekki bara á korti, heldur í verki. Við erum ekki að biðja um neitt óraunhæft. Við erum einfaldlega að biðja um sanngirni. Um að rödd Stokkseyrar og Eyrarbakka fái að heyrast og að hún sé tekin alvarlega.

Bæjarráð þakkar fyrir ábendinguna og tekur undir mikilvægi þess að horft sé til þjónustu alls sveitarfélagsins. Bæjarstjóra falið að kynna ábendingu ungmennaráðs innan fagsviða sveitarfélagsins.
Samþykkt
Tillaga 4 - áminning um ströndina.pdf
9. 2511211 - Trúnaðarmál
Bókað í trúnaðarbók.
10. 2511220 - Hvatning - frá Sambandsþingi UMFÍ 2025
Áskorun og hvatning frá þingi UMFÍ, dags. 13. nóvember.
Lagt fram til kynningar.
Sveitarfélög, Sambandsþing 2025.pdf
11. 2511235 - Umsögn - tillaga til þingsályktunar um innleiðingu landsbyggðarmats í stefnumótun og lagasetningu stjórnvalda 175. mál
Tillaga frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 14. nóvember, þar sem óskað er eftir umsögn um þingsályktun um innleiðingu landsbyggðarmats í stefnumörkun og lagasetningu stjórnvalda, 175. mál. Umsagnafrestur er til og með 28. nóvember.
Lagt fram til kynningar.
Tölvupóstur - Til umsagnar 175. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis.pdf
Tillaga til þingsályktunar um innleiðingu landsyggðarmats í stefnumótun og lagasetningu stjórnvalda.pdf
12. 2511302 - Opinber þjónusta - Leiðbeiningar um mótun og framkvæmd stefna
Erindi frá innviðaráðuneytinu, dags. 19. nóvember, varðandi leiðbeiningar fyrir stjórnvöld um mótun og framkvæmd stefna.
Lagt fram til kynningar.
Tölvupóstur - Opinber grunnþjónusta - Leiðbeiningar um mótun og framkvæmd stefna.pdf
Opinber grunnþjónusta - leiðbeiningar.pdf
Fundargerðir
13. 2510033F - Velferðarnefnd - 21
21. fundur haldinn 6. nóvember.
14. 2511006F - Fræðslu- og frístundanefnd - 24
24. fundur haldinn 12. nóvember.
15. 2511014F - Eigna- og veitunefnd - 48
48. fundur haldinn 18. nóvember.
Fundargerðir til kynningar
16. 2504270 - Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga 2025
35. fundur haldinn 14. október.
Lagt fram til kynningar. Nýjar samþykktir Byggða- Lista- og Héraðsskjalasafns Árnesinga verða lagðar fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
35. fundur HÁ haustfundur 14.10.2025.pdf
17. 2504273 - Fundargerð aðalfundar Brunavarna Árnessýslu bs 2025
Aðalfundur haldinn 14. október.
Lagt fram til kynningar.
Aðalfundur Brunavarna Árnessýslu 14.10.2025.pdf
18. 2504272 - Fundargerð aðalfundar Tónlistarskóla Árnesinga bs 2025
Aðalfundur haldinn 14. október.
Lagt fram til kynningar.
Aðalfundur Tónlistarskóla Árnesinga 14.10.2025.pdf
19. 2502030 - Fundargerðir stjórnar SASS 2025
629. fundur haldinn 22. október.
Lagt fram til kynningar.
629. fundargerð SASS_221025.pdf
20. 2501215 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2025
Aðalfundur haldinn 24. október.
249. fundur haldinn 4. nóvember.

Lagt fram til kynningar.
249_fundur_fundargerd.pdf
Fundargerð aðalfundar HSL 2025.pdf
21. 2301114 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2023 - 2026
338. fundur haldinn 22. október.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð SOS 22.10.2025.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:10 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica