|
| Almenn erindi |
| 1. 2511165 - Beiðni um viðauka leik- og grunnskólar Árborgar 2025 |
| Bæjarráð samþykkir að gert verði ráð fyrir auknu fjármagni í viðauka nr. 8, vegna reksturs á leik- og grunnskólum Árborgar samkvæmt framlögðu minnisblaði. |
| Samþykkt |
|
|
|
| 2. 2106009 - Viðhald og rekstur fasteigna SÁ - beiðni um viðauka |
| Bæjarráð samþykkir að gert verði ráð fyrir auknu fjármagni í viðauka nr. 8, vegna endurbóta á saunasvæði Sundhallar Selfoss samkvæmt framlögðu minnisblaði. Áætlað er að Laugar ehf. komi að endurbótum saunasvæðisins og greiði 50% af heildarkostnaði við verkefnið og að gerður verði samningur vegna aðkomu Lauga ehf. |
| Samþykkt |
|
|
|
| 3. 2408171 - Fjárfestingaáætlun 2025-2028 - beiðni um viðauka |
| Bæjarráð samþykkir að gert verði ráð fyrir breytingum í viðauka nr. 8, vegna endurskoðunar og breytinga á fjárfestingaráætlun samkvæmt framlögðu minnisblaði. |
| Samþykkt |
|
|
|
| 4. 2502208 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2025 |
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 8 við fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar 2025.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Sveitarfélagsins Árborgar (A og B hluta) er jákvæð kr. 52.434.010,- og verður rekstrarniðurstaða samantekins A og B hluta áætluð jákvæð um kr. 67.060.000,-.
Áhrif viðaukans á A hluta er jákvæð um kr. 52.434.010,- og hækkar því rekstrarafgangur í A hluta og er áætlaður neikvæður um rúmar kr. 529.457.000,- eftir að viðauki er samþykktur.
Aukinn kostnaður skv. viðaukanum er kr. 17.565.990,-, auknar tekjur frá Jöfnunarsjóði eru 70.000.000,-. Auknum kostnaði er því mætt með auknum greiðslum frá Jöfnunarsjóði. |
| Samþykkt |
|
|
|
Berglind Hákonardóttir og Bryndís Guðjónsdóttir frá PWC koma inn á fundinn kl.9:00 í gegnum fjarfundarbúnað.
|
| 5. 2510456 - Ársreikningur Árborgar 2025 |
| Berglind Hákonardóttir og Bryndís Guðjónsdóttir frá PWC koma inn á fundinn kl.9:00 í gegnum fjarfundarbúnað. Farið yfir samskiptaáætlun sveitarfélagsins og endurskoðenda vegna vinnu við ársreikning 2025. Bæjarráð samþykkir framlagða samskiptaáætlun. |
| Samþykkt |
|
Berglind Hákonardóttir og Bryndís Guðjónsdóttir frá PWC fara af fundi kl.9:35.
|
|
|
| 6. 21044712 - Ný Ölfusárbrú |
| Bæjarráð samþykkir að fela sviðstjóra mannvirkja- og umhverfissviðs að halda samtali áfram við hlutaðeigandi aðila og að hefja undirbúning að hönnun og framkvæmd á því að koma fyrir stálbogaundirgöngum undir vegstæði Hringvegar í Hellismýri vestan Ölfusár. |
| Samþykkt |
|
|
|
| 7. 2511175 - Tillaga frá UNGSÁ - menningarhús í Árborg |
| Bæjarrráð þakkar fyrir tillöguna og tekur undir með ungmennaráði um mikilvægi menningarhúss fyrir Árborg og nærliggjandi svæði. Fyrirhugað er að hefja vinnu við þarfagreiningu á framtíðar húsnæðismöguleikum nokkurra stofnana innan sveitarfélagsins. Þar á meðal er tónlistarskólinn og telur bæjarráð að tillagan eigi að fá umfjöllun samhliða þeirri vinnu. Einnig er fyrirhugað á vettvangi SASS að rýna möguleika á uppbyggingu menningarhúss á Suðurlandi. |
| Samþykkt |
| Tillaga 3 - stofnun menningarhúss.pdf |
|
|
|
| 8. 2511176 - Tillaga frá UNGSÁ - þjónusta á Eyrarbakka og Stokkseyri |
| Bæjarráð þakkar fyrir ábendinguna og tekur undir mikilvægi þess að horft sé til þjónustu alls sveitarfélagsins. Bæjarstjóra falið að kynna ábendingu ungmennaráðs innan fagsviða sveitarfélagsins. |
| Samþykkt |
| Tillaga 4 - áminning um ströndina.pdf |
|
|
|
| 9. 2511211 - Trúnaðarmál |
| Bókað í trúnaðarbók. |
|
|
|
| 10. 2511220 - Hvatning - frá Sambandsþingi UMFÍ 2025 |
| Lagt fram til kynningar. |
| Sveitarfélög, Sambandsþing 2025.pdf |
|
|
|
|
|
|
|
|
| Fundargerðir |
| 13. 2510033F - Velferðarnefnd - 21 |
|
|
|
| 14. 2511006F - Fræðslu- og frístundanefnd - 24 |
|
|
|
| 15. 2511014F - Eigna- og veitunefnd - 48 |
|
|
|
|
| Fundargerðir til kynningar |
| 16. 2504270 - Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga 2025 |
| Lagt fram til kynningar. Nýjar samþykktir Byggða- Lista- og Héraðsskjalasafns Árnesinga verða lagðar fyrir bæjarstjórn til samþykktar. |
| 35. fundur HÁ haustfundur 14.10.2025.pdf |
|
|
|
| 17. 2504273 - Fundargerð aðalfundar Brunavarna Árnessýslu bs 2025 |
| Lagt fram til kynningar. |
| Aðalfundur Brunavarna Árnessýslu 14.10.2025.pdf |
|
|
|
| 18. 2504272 - Fundargerð aðalfundar Tónlistarskóla Árnesinga bs 2025 |
| Lagt fram til kynningar. |
| Aðalfundur Tónlistarskóla Árnesinga 14.10.2025.pdf |
|
|
|
| 19. 2502030 - Fundargerðir stjórnar SASS 2025 |
| Lagt fram til kynningar. |
| 629. fundargerð SASS_221025.pdf |
|
|
|
| 20. 2501215 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2025 |
| Lagt fram til kynningar. |
| 249_fundur_fundargerd.pdf |
| Fundargerð aðalfundar HSL 2025.pdf |
|
|
|
| 21. 2301114 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2023 - 2026 |
| Lagt fram til kynningar. |
| Fundargerð SOS 22.10.2025.pdf |
|
|
|