Skipulagsnefnd - 7 |
Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi, 17.05.2023 og hófst hann kl. 08:15 |
|
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista, Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista, Rebekka Guðmundsdóttir nefndarmaður, D-lista, Björgvin Guðni Sigurðsson nefndarmaður, S-lista, Axel Sigurðsson nefndarmaður, Á-lista, Matthías Bjarnason áheyrnarfulltrúi, B-lista, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi, Ásdís Styrmisdóttir fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Sölvi Leví Gunnarsson . |
|
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi |
|
|
|
|
|
Dagskrá: |
|
|
Almenn afgreiðslumál |
1. 2305023 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Há og láspennustrengur Nesbrú |
Skipulagsnefnd samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi, og leggur til við Bæjarráð Árborgar að umsókn verði samþykkt, og skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. |
Samþykkt |
|
|
|
2. 2305024 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Háspennustrengur Gagnheiði 5 að Nauthaga - Fossheiði |
Skipulagsnefnd samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi, og leggur til við Bæjarráð Árborgar að umsókn verði samþykkt, og skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. |
Samþykkt |
|
|
|
3. 2305025 - Framkvæmarleyfisumsókn - Háspennustrengur Túngata 2 að Stekkjarvaði |
Skipulagsnefnd samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi, og leggur til við Bæjarráð Árborgar að umsókn verði samþykkt, og skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. |
Samþykkt |
|
|
|
4. 2305026 - Framkvæmarleyfisumsókn - Háspennustrengur frá Gagnheiði að Norðurhólum |
Skipulagsnefnd samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi, og leggur til við Bæjarráð Árborgar að umsókn verði samþykkt, og skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. |
Samþykkt |
|
|
|
5. 2302086 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Kaldaðarnes - Landgræðsla og nytjaskógrækt |
Skipulagsnefnd samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi, og leggur til við Bæjarráð Árborgar að umsókn verði samþykkt, og skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. |
Samþykkt |
|
|
|
6. 2305038 - Nesbrú 1b - Afmörkun lóðar |
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að færslu lóðar og felur skipulagsfulltrúa að færa skráningu inn í kerfi HMS, og stilla upp nýjum. |
Samþykkt |
|
|
|
7. 2305013 - Byggðarhorn búgarður 30. L209310 - Fyrirspurn um uppskiptingu lóða |
Skipulagsnefnd synjar beiðninni, þar sem ekki er öruggt að hægt verði að tryggja afhendingu á heitu vatni inn á svæðið. |
Hafnað |
|
|
|
8. 2305090 - Flatir og Byggðarhorn land 4 - fyrirspurn um uppskiptingu lóða |
Skipulagsnefnd synjar beiðninni, þar sem ekki er öruggt að hægt verði að tryggja afhendingu á heitu vatni inn á svæðið. |
Hafnað |
|
|
|
9. 2210329 - Miðbær Selfoss - Breyting á deiliskipulagi 2022 |
Skipulagsnefnd þakkar fyrir innsendar umsagnir og athugasemdir. Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdir Vegagerðarinnar og samþykkir að framlengja girðingu til suðurs sem aðskilur akgreinar á Eyravegi vegna vinstri beygju inn á Hotel Selfoss. Þá verður rétt staðsetning gangbrautar færð vestar, eins og hún er í dag. Vegna ábendingar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, verður innsláttarvilla lagfærð. Vegna athugasemda Magnúsar Jóhannssonar vill nefndin árétta að merktur göngu og hjólastígur frá norðri til suðurs í gegnum svæði á Aðalskipulagsuppdrætti, er settur út með minni nákvæmni en ef um væri að ræða deiliskipulag. Tekið verður tillit til þess að tryggja gönguleiðir í gegnum skipulagssvæðið. Varðandi ábendingar um bílaumferð í gegnum Miðstræti og Brúarstræti, þá er skipulagsnefnd sammála þeirri hugsun, að takmarka beri umferð ökutækja gegnum svæðið eins og kostur er, enda fellur það undir tvo af efnisflokkum BREEAM um landnotkun og samgöngur. Vegna ábendinga um undirgöng til handa gangandi vegfarendum við Eyraveg og Austurveg, þá er sú tillaga góð, en er ekki til umfjöllunar í auglýstri breytingartillögu. Vegna athugasemda Valdimars Árnasonar tekur skipulagsnefnd undir að tveggja hæða hús svo nærri Sigtúni 2, sé helst til of hátt, og leggur til við hönnuði að gögnum verði breytt, þannig að umfang bygginga verði minnkað með lækkun í einnar hæðar hús með risi í samræmi við framlögð skuggavarpsgögn. Samhliða þeirri breytingu verða skipulagsgögn uppfærð. Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna í samræmi við 43.gr. skipulagslaga, með fyrirvara um lagfærð gögn í samræmi við athugasemdir og svörun nefndar, og mælist til að Bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna og feli skipulagsfulltrúa að senda tillöguna Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. sömu laga. Þá felur nefndin skipulagsfulltrúa að svara þeim sem gáfu umsagnir og þeim sem gerðu athugasemdir. Skipulagsnefnd áréttar fyrri bókun nefndarinnar frá 16.1.2023, að tillagan verði sett í ráðgefandi íbúakönnun áður en Bæjarstjórn Árborgar tekur tillöguna til lokaafgreiðslu.
|
Samþykkt |
|
|
|
10. 2305158 - Breytt afmörkun lóðar - Skipar |
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að breyttri stærð og afmörkun lóðar og felur skipulagsfulltrúa að færa skráningu inn í kerfi HMS. |
Samþykkt |
|
|
|
11. 2305115 - Umsögn - frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi. Þingskjal 1637-1028. mál |
Skipulagsnefnd getur ekki fallist á jákvæða umsögn, þar sem undanþágur er varða heilbrigðis og hollustuhætti, auk öryggisþátta eru ekki taldar verða ásættanlegir. |
Hafnað |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30 |
|