Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd - 14

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
27.09.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Björgvin Guðni Sigurðsson nefndarmaður, S-lista,
Axel Sigurðsson nefndarmaður, Á-lista,
Matthías Bjarnason áheyrnarfulltrúi, B-lista,
Óskar Örn Vilbergsson varamaður, D-lista,
Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi, Ásdís Styrmisdóttir fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði.
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2309176 - Umsókn um leyfi fyrir tengigámi fyrir rafhleðslu
Vigfús Halldórsson f.h. Guðmundar Tyrfingssonar ehf, óskar eftir leyfi til að setja upp tengigám í norðvesturhorni lóðarinnar Fossnes 7 L188990, samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Uppsetning tengigáms kemur til vegna áforma fyrirtækisins um að hreinorkuvæða stærri og meðalstórra raf-fólksflutningabifreiða.
Skipulagsnefnd samþykkir uppsetningu á tengigám í norðvesturhorni lóðarinnar Fossnes 7.
Samþykkt
2. 2307063 - Víkurheiði I - Deiliskipulagsbreyting 2023
Bæjarráð Árborgar samþykkti þann 27.7.2023, tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi athafnalóða í Víkurheiði I.
Breytingar taka til lóðanna Víkurheiði 1,3,5,13-15(sameinast og verður lóð 13),17,18,19,20, 21 og 22. Breytingar nú snúa að því að laga byggingarreiti og lóðir betur að niðurstöðu nýlegrar jarðvegsrannsóknar á svæðinu. Samfara því er byggingamagn og nýtingarhlutfall aukið, og aðlagað að eftirspurn framkvæmdaaðila almennt. Að öðru leyti en að ofan greinir gilda skilmálar eldra skipulags, með síðari breytingum.
Tillagan hefur verið auglýst í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 3.8.2023 til og með 14.9.2023. Borista hafa umsagnir frá Minjastofnun Ísland og Landsneti. Landsnet bendir á að að á skipulagsuppdrætti hafi Selfosslína 3, sem er 66kV jarðstrengur fallið út. Óskað er eftir að hann verði settur inn og gerð grein fyrir honum, auk helgunarsvæðis.

Skipulagsnefnd tekur undir ábendingar Landsnets og mun jarðstrengur verða settur inn á uppdrátt, auk helgunarsvæðis. Nefndin telur að ábendingar Landsnets séu þess eðlis að þær hafi ekki áhrif á fyrri samþykkt skipulagsbreytingar, og samþykkir því breytinguna og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða tillöguna til skipulagsstofnunar til yfirferðar.
Samþykkt
3. 2302244 - Eyravegur 42 - 44. - Deiliskipulag verslunar- og þjónstu auk íbúðabyggðar
Mál áður á dagkrá 13.9.2023: „Edda Kristín Einarsdóttir f.h. Eik fasteignafélags, leggur fram tillögu að nýju deiliskipulagi blandaðar byggðar á lóðunum Eyravegur 42 og 44 á Selfossi. Svæðið er skilgreint í aðalskipulagi Árborgar 2020-2036 sem miðsvæði, en er jafnframt skilgreint sem þróunarsvæði, þar sem skuli vera blanda af verslunar-, þjónustu- og íbúðarsvæði. Svæðið er ekki deiliskipulagt. Samkvæmt orðalagi tillögunnar eru helstu markmið hennar að þétta núverandi byggð með nýtingu á lóðum sem nýttar hafa verið sem verslunar- og lagersvæði. Tillagan tekur til breytinga á núverandi notkun lóðanna 42 og 44 við Eyraveg. Lóðirnar hafa í áranna rás verið nýttar undir starfsemi byggingarvöruverslunar. Í tillögunni er gert ráð fyrir að verslunarstarfsemi verði á lóð 42, og hluti núverandi bygginga verði rifinn og fjarlægður. Á lóð 44 er gert ráð fyrir að rísi á tveimur reitum F1 og F2 íbúðarhúsnæði á 3-5 hæðum. Gert er ráð fyrir að á lóðinni verði rými fyrir allt að 55-62 íbúðir, með nýtingarhlutfall upp á 1,1. Tillagan gerir ráð fyrir að heimilt verði að byggja bílakjallara. Tillagan gerir ráð fyrir að lóðirnar 44 og 44a á Eyravegi verði sameinaðar í eina lóð. Skipulagsnefnd vísar tillögunni til umsagnar hjá Mannvirkja- og umhverfissviði Árborgar. „ Jákvæð umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar liggur fyrir.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, og mælist til að Bæjarstjórn Árborgar samþykkti tillöguna, að teknu tilliti til nýrrar samþykktar Sveitarfélagsins Árborgar um samningsákvæði vegna aukins byggingarmagns og nýtingarhlutfalls, auk þess að fyrir liggi samkomulag um kaup á viðbótarlandi sem deiliskipulagið nær yfir. Skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 41. gr. sömu laga. „

Skipulagsnefnd tekur nú málið fyrir að nýju þar sem á fundi 13.9.2023, voru gögn ekki að fullu uppfærð. Breyting sem gerð hefur verið frá fyrri uppdrætti fellst í að búið er að bæta við stæðum/svæði fyrir rafhleðslustöðvar rafbíla, auk spennustöðvarskúrs í horni lóðar.

Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, og mælist til að Bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna, að teknu tilliti til nýrrar samþykktar Sveitarfélagsins Árborgar um samningsákvæði vegna aukins byggingarmagns og nýtingarhlutfalls, auk þess að fyrir liggi samkomulag um kaup á viðbótarlandi sem deiliskipulagið nær yfir. Skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 41. gr. Skipulagslaga.
Samþykkt
4. 2308092 - Tjarnarbyggð - Deiliskipulagsskilmálar
Mál áður á dagskrá skipulagsnefndar 16.8.2023:
"Jódís Ásta Gísladóttir leggur fram fyrirspurn f.h. lóðarhafa á Norðurgötu 7, í Tjarnarbyggð, um bændagistingu. Óskað er eftir túlkun skipulagsnefndar vegna greinar 5.3.-5.5, í skilmálum deiliskipulags, vegna áforma lóðarhafa um að byggja u.þ.b. 30m2 hús undir bændagistingu. Fyrir er á lóðinni riflega 300m2 íbúðarhús.
Nefndin telur sig ekki geta svarað fyrirspurn þar sem skipulagsskilmálar séu óskýrir. Skipulagsnefnd telur að endurskoða þurfi greinargerð deiliskipulagsins í heild sinni, og skerpa á ýmsum þáttum varðandi byggingarheimildir, auk þeirrar starfssemi sem kunni að rúmast innan svæðis. Skipulagsfulltrúa er falið að leita álits Skipulagsstofnunar á túlkun atriða í skipulagsskilmálum deiliskipulagsins í Tjarnarbyggð.
Frestað "

Skipulagsfulltrúi hefur fundað með fulltrúum Skipulagsstofnunar, og var niðurstaða fundar sú, að tímabært sé að taka skilmála deiliskipulagsins í Tjarnarbyggð til endurskoðunar, með það að markmiði að skerpa á skilgreiningum varðandi hugtök, byggingarmagn og byggingarheimildir á svæðinu, auk annarra þátta sem snerta svo sem lausamuni á lóðum, heimildir til hvaða og hversskonar reksturs. Einnig með tilliti til í hvað formi útleiga á gistingu eigi að vera.
Skipulagsfulltrúi hefur hafið vinnu við skoðun á ofangreindum fyrirhuguðum breytingum. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi í samræmi við gildandi deiliskipulag, fyrir 30m2 húsi fyrir bændagistingu á lóðinni Norðurgata 7.
Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.  

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica