Skipulagsnefnd - 14 |
Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi, 27.09.2023 og hófst hann kl. 08:15 |
|
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista, Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista, Björgvin Guðni Sigurðsson nefndarmaður, S-lista, Axel Sigurðsson nefndarmaður, Á-lista, Matthías Bjarnason áheyrnarfulltrúi, B-lista, Óskar Örn Vilbergsson varamaður, D-lista, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi, Ásdís Styrmisdóttir fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði. |
|
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi |
|
|
|
|
|
Dagskrá: |
|
|
Almenn afgreiðslumál |
1. 2309176 - Umsókn um leyfi fyrir tengigámi fyrir rafhleðslu |
Skipulagsnefnd samþykkir uppsetningu á tengigám í norðvesturhorni lóðarinnar Fossnes 7.
|
Samþykkt |
|
|
|
2. 2307063 - Víkurheiði I - Deiliskipulagsbreyting 2023 |
Skipulagsnefnd tekur undir ábendingar Landsnets og mun jarðstrengur verða settur inn á uppdrátt, auk helgunarsvæðis. Nefndin telur að ábendingar Landsnets séu þess eðlis að þær hafi ekki áhrif á fyrri samþykkt skipulagsbreytingar, og samþykkir því breytinguna og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða tillöguna til skipulagsstofnunar til yfirferðar. |
Samþykkt |
|
|
|
3. 2302244 - Eyravegur 42 - 44. - Deiliskipulag verslunar- og þjónstu auk íbúðabyggðar |
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, og mælist til að Bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna, að teknu tilliti til nýrrar samþykktar Sveitarfélagsins Árborgar um samningsákvæði vegna aukins byggingarmagns og nýtingarhlutfalls, auk þess að fyrir liggi samkomulag um kaup á viðbótarlandi sem deiliskipulagið nær yfir. Skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 41. gr. Skipulagslaga. |
Samþykkt |
|
|
|
4. 2308092 - Tjarnarbyggð - Deiliskipulagsskilmálar |
Skipulagsfulltrúi hefur fundað með fulltrúum Skipulagsstofnunar, og var niðurstaða fundar sú, að tímabært sé að taka skilmála deiliskipulagsins í Tjarnarbyggð til endurskoðunar, með það að markmiði að skerpa á skilgreiningum varðandi hugtök, byggingarmagn og byggingarheimildir á svæðinu, auk annarra þátta sem snerta svo sem lausamuni á lóðum, heimildir til hvaða og hversskonar reksturs. Einnig með tilliti til í hvað formi útleiga á gistingu eigi að vera. Skipulagsfulltrúi hefur hafið vinnu við skoðun á ofangreindum fyrirhuguðum breytingum. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi í samræmi við gildandi deiliskipulag, fyrir 30m2 húsi fyrir bændagistingu á lóðinni Norðurgata 7. |
Samþykkt |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. |
|