Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 147

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
28.04.2022 og hófst hann kl. 8:45
Fundinn sátu: Tómas Ellert Tómasson formaður, M-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir varaformaður, S-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2108013 - Beiðni um kaup á lóðinni Fossnes 5B.
Beiðni frá Guðmundi Tyrfingssyni ehf. þar sem óskað var eftir því að fá lóðina Fossnes 5B, landnr. 188988, keypta.
Bæjarráð samþykkir að lóðin verði leigð Guðmundi Tyrfingssyni ehf. Bæjarstjóra falið að ganga frá lóðarleigusamningi.
Beiðni um kaup á lóðinni Fossnes 5B.pdf
2. 2204134 - Aðstoð vegna forfalla framkvæmdastjóra UMFS
Erindi frá UMF.Selfoss þar sem óskað var eftir aðstoð með fjárframlagi til að koma til móts við kostnað vegna forfalla framkvæmdastjóra UMF. Selfoss
Bæjarráð telur sig þurfa frekari upplýsingar áður en hægt er að taka afstöðu til málsins.
3. 2006269 - Vatnstaka í Árbæjarlindum o.fl.
Minnisblað lögmanns vegna kröfu landeigenda um greiðslu lögmannskostnaðar.
Bæjarráð telur að kröfuna þurfi að skoða í samhengi við þá samninga sem gætu náðst um nýtingu á heitu og köldu vatni. Kallar bæjarráð eftir því að samningaviðræðum verði haldið áfram við þá aðila sem teljast hafa óskorað umboð til slíkra viðræðna fyrir hönd landeigenda.
4. 2204023 - Umsókn um vilyrði fyrir lóð
Tillaga frá 93. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 20. apríl, liður 8. Umsókn um vilyrði fyrir lóð
Erindi vísað til skipulags- og byggingarnefndar frá fundi bæjarráðs Árborgar, dags. 12.4.2022.
Varðar:
Beiðni frá Svarinu ehf, dags. 31. mars, þar sem óskað var eftir vilyrði fyrir lóð sunnan við nýja hringtorgið við gatnamót Hringvegar og Biskupstungnabraut.

Bókun bæjarráðs:
Með tilkomu nýrrar Selfossbrúar yfir Ölfusá verða til ein verðmætustu gatnamót landsins beggja vegna brúar. Við val á lóðarhöfum er því afar mikilvægt að horft sé til samfélagslegrar ábyrgðar þeirra fyrirtækja sem úthlutað verður lóðum við þessi gatnamót.
Bæjarráð beinir þeim tilmælum til forsvarsmanna Svarsins og annarra fyrirtækja sem hafa hugsað sér að koma upp starfsemi við þessi gatnamót að lýsa því í greinargerð með umsóknum sínum hvernig fyrirtækin hafi hugsað sér að styðja við og styrkja samfélagið í skiptum fyrir slík gæði sem að felast í nýju gatnamótunum. Bæjarráð felur skipulagsdeild að vinna málið frekar áður en endanleg afstaða er tekin. Liggja þarf fyrir hvenær gatnagerð gæti verið tilbúin áður en vilyrði verður veitt. Einnig þarf hugsanlegt vilyrði að samræmast aðalskipulagi.
Bæjarráð lagði sérstaka áherslu á að gætt yrði að þeim vatnsverndarákvæðum sem gilda í nágrenninu.

Skipulags- og byggingarnefnd taldi ekki tímabært að veita vilyrði fyrir lóðum á umræddu svæði þar sem að vinna við skipulagsgerð hafði ekki verið lokið.

Bæjarráð vísar vilyrðisbeiðninni til bæjarstjóra til frekari úrvinnslu.
Vilyrði fyrir lóð.pdf
Umsókn um lóð við Selfoss afleggjara (nýja hringtorgið).pdf
5. 2204125 - Samkomulag við Sveitarfélagið Ölfus um námsvist barna í Árbæjarhverfi
Samkomulag milli Sveitarfélagsins Árborgar og Ölfus um aðgengi nemanda úr dreifbýli Ölfuss að leik- og grunnskólum, frístundaheimilum og félagsmiðstöð Árborgar.
Bæjarráð staðfestir samkomulagið.
Samkomulag um námsvist Ölfusbarna í Árborg 11.4.2022.pdf
6. 2204092 - Verkefnið Barnvænt sveitarfélag
Tillaga frá 32. fundi félagsmálanefndar frá 19. apríl sl., liður 5. Verkefnið Barnvænt sveitarfélag

Félagsmálanefnd tók vel í erindið frá formanni félagsmálanefndar og taldi mikilvægt að sveitarfélagið Árborg skoði verkefnið frekar með innleiðingu þess að markmiði, félagsmálanefnd vísaði erindinu áfram til umfjöllunar og skoðunar hjá bæjarráði.

Bæjarráð vekur athygli á þeim miklu áherslum sem lagðar hafa verið á velferð barna hjá Sveitarfélaginu Árborg. Er nú svo komið að önnur sveitarfélög horfa til þess sem er að gerast hjá Fjölskyldusviði Árborgar þegar kemur að innleiðingu farsældarlaganna. Þetta undirstrikar þá áherslu sem bæjarstjórn hefur lagt á að Árborg sé barnvænt samfélag. Sáttmálinn um barnvænt samfélag kallar hinsvegar á mikla vinnu við gæðavottun og að minnsta kosti heilt stöðugildi á meðan á innleiðingunni stendur. Bæjarráð vísar erindinu til frekari skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar.
Greinargerð 04.04.2022.pdf
7. 2204261 - Þjónustusamningur 2022
Þjónustusamningur milli SÁ og BFÁ fyrir árið 2022.
Bæjarráð samþykkir framlagðan samning.
8. 2107114 - Drög - reglur um lækkun og niðurfellingu dráttarvaxta á fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 16. júlí.
Alþingi samþykkti í vor breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum. Var sveitarfélögum þar veitt heimild til þess að lækka eða fella niður dráttarvexti á fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Í nefndaráliti umhverfis- og samgöngunefndar var hvatt til þess að Samband íslenskra sveitarfélaga myndi útbúa fyrirmynd fyrir sveitarfélög til að styðjast við ef áhugi væri fyrir sameiginlegum reglum.

Drög Sambands íslenskra sveitarfélaga að reglum um lækkun og niðurfellingu dráttarvaxta af fasteignaskatti.

Bæjarráð fól fjármálasviði og stjórnsýslusviði að yfirfara drögin og leggja fyrir bæjarráð tillögur að reglum um lækkun og niðurfellingu dráttarvaxta af fasteignaskatti.

Málinu frestað á 144. fundi.

Meðfylgjandi drög eru lögð fyrir bæjarráð.

Bæjarráð frestar erindinu.
9. 2204269 - Velferðarverkefni Almannavarna Árnessýslu
Velferðarverkefni Almannavarna Árnessýslu 2021-2022.
Verkefninu var ætlað að efla þekkingu, verkferla og færni starfsfólks velferðarþjónustu sveitarfélaga í Árnessýslu vegna samfélagslegra áfalla og samfélagsraskana.

Lagt fram til kynningar.
10. 2109339 - Framlag Árborgar til TÁ 2021-2022
Kostnaðarskiptin Tónlistarskóla Árnesinga fyrir árið 2022.
Uppfærðar tölur v. hagvaxtaauka frá 1. apríl.

Bæjarráð samþykkir breytinguna.
11. 2111345 - Verkefnið MEDiate - Hugbúnaður fyrir sveitarfélög vegna náttúruhamfara
EU samþykkti umsókn Sveitarfélagsins Árborgar um verkefnið MEDiate (um náttúruhamfarir, hvernig megi skilja áhættuna, draga úr áhættu, vera viðbúin og læra af þeim).
Lagt fram til kynningar.
Árborg.Mediate.pdf
Mediate Kynning.pdf
Fundargerðir
12. 2204007F - Almannavarnarráð - 5
5. fundur haldinn 25. apríl.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:45 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica