Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 18

Haldinn á vesturvæng Ráðhúss,
17.11.2022 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir varaformaður, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Arnar Freyr Ólafsson áheyrnarfulltrúi, B-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Á-lista,
Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2211022 - Styrkbeiðni - búnaður og uppsetning á pílubúnaði
Erindi frá Pílufélagi Selfoss, dags. 30. október, þar sem óskað var eftir styrk til kaupa á pílubúnaði. Óskað var eftir 1,5 -2 millj.kr.
Bæjarráð þakkar erindið og felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn félagsins.

Bréf til Árborgar - Aðstaða fyrir pílukast.pdf
2. 2211125 - Samráðsgátt - mál nr. 211-2022 lagabreytingar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga
Erindi frá innviðaráðuneytinu dags. 7. nóvember, þar sem kynnt var til samráðs mál nr. 211/2022 - Áform um lagabreytingar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Umsagnafrestur er til 23. nóvember.
Lagt fram til kynningar.
Tölvupóstur.pdf
Áform_Jöfnunarsj. sveitarf. 2022_Samráðsgátt .pdf
Samráðsgátt.pdf
3. 2210282 - Nefnd um orkuöflun
Tillaga frá 8. fundi eigna- og veitunefndar frá 8. nóvember, liður 2. Nefnd um orkuöflun.
Farið yfir drög að erindisbréfi starfshóps.
Rætt um drög að erindisbréfi starfshóps varðandi orkuöflun til framtíðar.

Lagt var til við bæjarráð að skipa í starfshópinn samkvæmt drögum að erindisbréfi.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf með þeim tillögum að breytingum sem komu fram á fundinum. Bæjarráð leggur til að hópinn skipi Jón Tryggvi Guðmundsson nefndamaður í eigna- og veitunefnd, Sveinn Ægir Birgisson, bæjarfulltrúi og Arnar Freyr Ólafsson, bæjarfulltrúi. Með hópnum starfar Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri.

Bæjarstjóra falið að uppfæra erindisbréf í samræmi við umræður.
Erindisbréf-Nefnd um orkuöflun.pdf
4. 1912109 - Beiðni um aðilaskipti á lóðarúthlutun og útgáfu lóðaleigusamnings
Beiðni frá Bergrisanum bs, dags. 14. nóvember þar sem óskað var eftir aðilaskiptum á lóðarúthlutun við Nauthaga 2, Selfossi. Óskað var eftir að lóðinni yrði úthlutað til Arnardrangs hses, kt. 501122-0330.

Jafnframt var óskað eftir að veitt yrði undanþága vegna útgáfu lóðarleigusamnings með vísan í 4. mgr. 15. gr. reglna um úthlutun lóða í Sveitarfélaginu Árborg.

Bæjarráð fagnar því að hefja eigi framkvæmdir við nýjan íbúðakjarna fyrir fatlað fólk við Nauthaga á Selfossi. Bæjarráð samþykkir að lóðinni verði úthlutað til Arnardrangs hses.

Bæjarráð felur skipulagsfulltrúa að gefa út lóðarleigusamning með vísan í 4 mgr. 15.gr reglna um úthlutun lóða í Sveitarfélaginu Árborg.
beiðni um aðilaskipti á lóðarúthlutun og útgáfu lóðaleigusamnings.pdf
5. 2003083 - Trúnaðarmál
Niðurstaða Landsréttar í máli 407/2021.
Niðurstaða Landsréttar í máli 407/2021, lagt fram til kynningar.
6. 2003086 - Trúnaðarmál
Niðurstaða Landsréttar í máli 408/2021.
Niðurstaða Landsréttar í máli 408/2021, lagt fram til kynningar.
Fundargerðir
7. 2210040F - Félagsmálanefnd - 6
6. fundur haldinn 8. nóvember.
8. 2211008F - Eigna- og veitunefnd - 8
8. fundur haldinn 8. nóvember.
9. 2210030F - Skipulags og byggingarnefnd - 11
11. fundur haldinn 9. nóvember.
10. 2211006F - Fræðslunefnd - 5
5. fundur haldinn 9. nóvember.
Fundargerðir til kynningar
11. 2211174 - Fundargerðir samráðshóps um uppbyggingu miðbæjar Selfoss
1. fundur haldinn 2. nóvember.
Lagt fram til kynningar.
Samráðshópur miðbær Selfoss 2.nóv´22 (1).pdf
12. 2203055 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2022
222. fundur haldinn 11. nóvember.
Lagt fram til kynningar.
222_fundur_fundargerd.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:35 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica